Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 7
MOÚOUNBLAIMI) mannlífsctrauwiMÍn^?^ 7. ÓKTÓBER 1991 e i SIÐFRÆÐI/GvYz/r verid erfitt ab vera eins og abrirf dnkennileikans WILHELMvon Humboldt (1767-1835), vildi að mannleg skilyrði gerðu fólk hvert öðru ólíkt. Hann hélt því fram að frelsi og fjöl- breyttar heimsmyndir og heimar gætu tryggt það. í þessum pistli mun spurningin: „Er fólk orðið hvert öðru líkt?”, vera í bak- grunni, og byrjað verður á því að segja frá siðfræðingi sem var einkennilegur maður. Tjýski heimspekingurinn Im- kr manúel Kant (1724-1804), var áhrifamikill hugsuður, sem ritaði meðal annars um siðfræði, en höfuðsiðareglan er, að hans mati: „Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur viljað að verði að almennu lög- máli.” Kant fæddist 22. apríl í Königsberg, sem var borg skammt frá strönd Eystrasalts í Austur- Prússlandi. Rússar endurskírðu hana Kalíníngrad árið 1946, en hún komst undir sovésk yfirráð árið 1945. Kant var prófessor við háskólann í Königsberg, en sá skóli starfaði frá 1544-1945 er óvinirnir lokuðu honum. Kant var óvenjulegur kennari, sem hélt lif- andi, leikræna, fordómalausa og skemmtilega fyrirlestra. Hans keppikefli var að fá nemendur til að hugsa sjálfstætt. Kant var bæði einstakur hugs- uður og persónuleiki, enda spunn- ust sögur í kringum hann. Hann var ekki eins og hinir í borginni, en fékk þó frið fyrir almenningsá- litinu, sennilega vegna þess að hann var heimspekingur. Einn sagði: „Þessi er skrýtinn,” og annar svaraði: „Já, hann er heim- spekingur.” Og þá létti hinum fyrri og sagði með skilningsg- lampa í augum: „Já, ég skil.” Viðundandi útskýring á skrýtileg- heitum, er að segja um mann að hann sé heimspekingur, en í raun og veru útskýrir það ekki neitt. Ef þessi kunningjar yrðu inntir svars við spurningunni: „Hvað er heimspekingur?”, má reikna með að svarið myndi hljóma svona: „Það er að vera skrýtinn.” Og ef við rýnum í þessi svör, kemur í ljós, að við vitum hvorki hvað það er að vera skrýtinn né heldur hvað það er, að vera heimspeking- ur. Immanúel Kant, upp á kant við aðra. Kant, sem var sonur söðla- smiðs, gekk í skóla í fæðingar- borg sinni, en varð síðan einka- kennari hjá ýmsum fjölskyldum í Austur-Prússlandi. Hann hélt þó áfram lestri á fræðibókum og tók meistaragráðu við háskólann í Königsberg og varð dósent fyrst í stað. Hann var efnafár maður uns hann varð prófessor við há- skólann. Hann fylgdist vel með, las bækur eftir Leibniz, Hume, Newton, Kepler, Rousseau, og um allar nýjustu uppgötvanir vísind- anna, og skrifaði jafnframt bæk- ur sjálfur. En það var ekki fyrr en 1781, er hann var orðinn 56 ára gamall, að höfuðrit hans kom. út, „Gagnrýni hreinnar skyn- semi”, sem er ein áhrifamesta bók sem skrifuð hefur verið um heim- speki. Viðamiklar bækur eftir hann fylgdu í kjölfarið, alveg til ársins 1797, er hann var 73 ára. Kant er skýrt dæmi um að mannshugurinn getur starfað af eldmóði og unnið þrekvirki langt fram eftir aldri. Hann þarf aðeins verðug viðfangsefni og örvun. Kant öðlaðist þá gæfu, fyrstur heimspekinga nútímans, að geta helgað sig greininni. Hann flutti fyrirlestra um rannsóknir sínar, og lét síðan af embætti til að koma niðurstöðunum á bækur. Hans aðalmarkmið með bókunum var að glíma við lögmál vísind- anna og frelsi viljans. Hann hugs- aði sér að viljinn væri frjáls, þrátt fyrir að maðurinn væri bundinn lögmálum náttúrunnar og hinum siðferðilega veruleika. Það fór skemmtilegum sögum af Kant. Sagt er, að hann hafí lifað svo reglubundnu og skipu- lögðu líferni, að húsmæður í Kön- igsberg hafi stillt klukkurnar eft- ir honum, því hann fór ætíð í gönguferðir á nákvæmlega sama tíma eftir hádegi, og gekk sömu leiðina. Kosturinn við að ganga sömu göturnar og stíganna var, að þurfý ekki að hugsa um hvert ætti að ganga og geta því sokkið niður í heimspekilega íhugun. Önnur saga segir, að skrifborðið á piparsveinaheimili hans hafi verið við glugga, og að húsbónd- inn hafi ávallt horft á turn í ijarska þegar hann leysti vanda- málin. Það vildi svo illa til eitt sumarið að tré í garðinum óx svo mikið, að turninn hvarf sjónum hans. Kant hætti að geta einbeitt sér vegna þessa og var§ að láta höggva tréð niður. Þriðja sagan segir, að einn veturinn í háskólan- um hafi Kant alltaf starað á gyllt- an hnapp á fallegum jakka eins nemendans, þegar hann hélt fyrirlestra. Kennarinn krafðist þess að nemandinn kæmi ævin- lega í þessum jakka og tæki sér sæti á sama stað. Nemandinn gerði það samviskusamlega, en í eitt skiptið kom hann ekki í skól- ann vegna veikinda.' Það setti Kant út af laginu, og þurfti hann að gefa frí af þessum sökum. Þetta er áreiðanlega lygasaga, því hún fellur ekki að þeirri full- yrðingu að Kant hafi verið fjörug- ur kennari, nema það sé ósatt? Við eigum að fagna öllum furðufuglum, læra af þeim og forðast það sem heitan eld, að líkjast hvert öðru, jafnvel þó það kosti árekstra. Eða hvaða gagn er af því, að vera og gera eins og aðrir? Einkennilegu, annar- legu, kostulegu, ótrúlegu og furð- ulegu menn! Allt er ykkur ftjálst, nema að líkjast öðrum. Hlustið ekki á rök fjöldans, sem vill steypa alla menn í sama mót, því brátt verður allt sameinað og samræmt í Evrópu; umferðar- menning, verslun, fjölmiðlar, mynt, skólakerfi og félagsmála- kerfi. Og einungis vegna þess, að það er efnahagsléga hag- kvæmt, á sama hátt og alþjóða fjöldaframleiðslufyrirtæki er hag- kvæmt í rekstri. Brátt verður Evrópa eitt samræmt kerfi, og einstaklingar munu þokast nær hver öðrum á færibandi, því þeir munu „lesa hið sama, sjá hið sama, hlusta á hið sama, vitja sömu staða, beina von sinni og ótta að hinu sama, liafa sama rétt og sama frelsi”, eins og John Stuart Mill (1806-1873) spáði um Englendinga árið 1859 í bók sinni „Frelsið” (Lærdómsrit HÍB, 1978, bls. 137). Innan skamms má hæglega víkka út spádóminn og láta hann falla á alla Evrópu. Það verður hiyllingur að hitta svipað fólk í svipuðum löndum sem er sömu skoðunar og maður sjálfur. Speki: Ef við erum aldrei upp á kant við aðra, er verri kantur- inn upp á okkur. eftir Gunnar Hersvein Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisróöherra boðar til almennra borgarafunda um EES- samninginn sem hér segir: Akureyri, sunnudaginn 27. okt. kl. 14:00 í Alþý&uhúsinu. ísafjörbur mánudaginn 28. okt. kl. 20:30 í Stjórnsýsluhúsinu. Vestmannaeyjar, fimmtudaginn 31. okt. kl. 20:30 á Höfðanum. Sigluf jöröur, föstudaginn 1. nóv. kl. 21:00 á Hótel Höfn. Húsavík, laugardaginn 2. nóv. kl. 11:00 í félagsheimilinu. Dalvik , laugardag, 2. nóv. kl. 16:00 í félagsheimilinu Víkurröst. Að loknu inngangserindi svarar ráöherrann spurningum fundarmanna. Fundarstjóri: Þröstur Olafsson. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.