Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 16
MORqUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNÚDAGUR 27. OKTÓBER 1991 16 C Blaðamenn í bókaútgáfu LÍKUR eru á að bókaútgáfa verði svipuð nú og fyrir jólin í fyrra. Bókaútgefendur keppast þessa dagana við að leggja síðustu hönd á jólabækurnar í ár og kennir þar ýmissa grasa. Athygli vekur að fjöldi blaða- og fréttamanna eru meðal höfunda nýrra bóka og virðist sem fjölmiðlamönnum sem stunda bókaskrif fari heldur fjölgandi ár frá ári. Hér verða nefndir nokkrir höfundar, sem koma til með að eiga bækur á jólabókamarkaðinum í ár og eru jafnframt viðriðnir fjölmiðlun á einn hátt eða annan. Ingólfur Margeirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, hefur í sumar verið að skrá ævisögu Árna Tryggvasonar, leikara og trillu- karls. Sú bók er væntanleg á markað fyrir jól undir heitinu „Lí- fróður”, en það er bókaforlagið Örn og Örlygur sem gefur bókina út. Stefán Jón Hafstein, dagskrár- stjóri á Rás 2, er að senda frá sér ferðabók frá Afríku, þar sem hann hefur starfað fyrir Rauða krossinn. Hún kemur út hjá Máli og menningu og sömuleiðis unglingaskáldsaga eftir Elías Snæland Jónsson, blaðamann á DV sem fengið hefur nafnið „Dav- íð og krókódílarnir”. „Lífsháski” er minningabók Jónasar Jónassonar, útvarps- manns, eftir Svanhildi Konráðs- dóttur, fyrrum ritstjóra Mannlífs. Forlagið gefur bókina út og sömu- leiðis minningabók Sigurveigar Guðmundsdóttur, kennara í Hafn- arfirði, eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum blaðamann. Nefnist sú bók „Þegar sálin fer á kreik” og segir m.a. frá veru Sig- urveigar á berklahælum á ungl- ingsaldi. Hjá Forlaginu kemur einnig út viðtalsbók Súsönnu Sva- varsdóttur við eiginkonur alkóhó- lista sem ber heitið „Gúmmíendur synda ekki” og eftir sama höfund kemur út skáldsagan „í miðjum draumi” hjá bókaforlaginu Iðunni. Fróði gefur út ævisögu Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns og fyrrum forstjóra Flugleiða, en hún er eftir Steinar J. Lúðvíksson, ritstjóra hjá Fróða. Á vegum Fróða kemur líka út ævisaga Sigurðar Ólafssonar, söngvara og hesta- manns, sem er eftir Ragnheiði Davíðsdóttur, fyrrum ritstjóra. Hjá sama fyrirtæki kemur svo út sjálfsævisaga Ómars Ragnars- sonar, fréttamanns, skemmti- krafts og flugmanns. Bamabókin„Egill og Garpur” eftir Ragnheiði Davíðsdóttur kemur út hjá Fróða og einnig unglinga- bókin „Mitt er þitt” eftir Þorgrím Þráinsson, ritstjóra íþróttablaðs- ins, og er sú bók sjálfstætt fram- hald af tveimur unglingabókum Þorgríms sem áður hafa komið út. „Bændur á hvunndagsfötum” er þriðja bindi viðtalsbóka Helga Bjarnasonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, við bændur sem kemur út hjá Hörpuútgáfunni. Og bókin „Trillukarlar” í ritstjórn Hjartar Gíslasonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, kemur út á veg- um Lífs og sögu. Vilhelm G. Kristinsson fyrrum fréttamaður er ritstjóri alfræðiár- bókarinnar „íslensk samtíð 1992” sem út kemur hjá Vöku-Helgafelli. Ferðabók um mannlíf í Austur- Evrópu eftir þau hjón og fjölmiðla- menn Öddu Steinu Björnsdóttur og Þóri Guðmundsson kemur út á vegum AB. Þýðing Jónasar Krisljánssonar, ritstjóra DV, um Madríd og merkisborgir Spánar er væntanleg frá Fjölva. ísafoldarprentsmiðjan gefur út bókina „Ur ríki náttúrunnar” eftir Ara Trausta Guðmundsson veð- urfræðing með ljóðum eftir Sig- mund Erni Rúnarsson, frétta- mann á Stöð 2. Og sömuleiðis Stangveiðibókina eftir þá blaða- menn og veiðimenn Gunnar Bender og Guðmund Guðjóns- son. Fjölmiðla- nsi eykur umsvif BERTELSMANN, annað stærsta útgáfu- og fjölmiðla- fyrirtæki heims, ætlar að verja níu og hálfum milljarði þýskra marka á næstu þrem- ur árum til að auka umsvif sín. Fyrirtækið hyggst auka eign- arhlut sinn í þýsku áskrift- arsjónvarpi og dagblöðum í austurhluta Þýskalands og hleypa af stokkunum nýju við- skiptatímariti í Frakklandi. Það hefur boðið í leyfí til að reka sjónvarpsstöð, sem á að senda út fréttir allan sólar- hringinn, kannar möguleika á útvarpsrekstri í Austur-Evrópu og hefði áhuga á að eignast hlut í bresku auglýsingasjón- varpi. Velta fyrirtækisins jókst um 9% og nettóhagnaður um 6% á síðasta ijárhagsári, sem lauk í júní. Sala bóka á þýsku, meðal annars á vegum bókaklúbba, jókst um 24% og útvarpssend- ingar jukust. Velta tónlistar- og myndbandadeildar, stærstu deildarinnar, jókst um aðeins 4,5% Útbreiðsla blaða Bertels- mann-fyrirtækisins í Austur- Þýskalandi hefur aukist á síð- ustu 18 mánuðum um tæpar tvær milljónir eintaka á dag og ein milljón Austur-Þjóðveija hefur gengið í bókaklúbba fyrir- tækisins. Sameining Þýskalands hefur aukið möguleika áskriftarsjón- varpsins Premiere, sem hóf göngu sína í febrúar í samvinnu við Kirch-hópinn og rásina Can- al Plus í Frakklandi. Áskrifend- urnir eru orðnir 215.000 og búist er við að stöðin fari að skila hagnaði 1994. Því er spáð að þá verði áhorfendur orðnir 900.000. Bertelsmann-fyrirtækið hef- ur fjárfest einn milljarð þýskra marka í austurhluta Þýskalands síðan landið var sameinað. Bækur blaðamanna bera blaðamennskunni vitni - segir Silja Aðalsteinsdóttir „Mér finnst mjög eðlilegt að blaðamenn skrifi bækur. Þeir geta oft skrifað lipurlegar og af meira fijálsræði um efni, sem fræðimönnum gengur kannski illa að koma frá sér þannig að það virki aðlaðandi á almenning,” segir Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Hins vegar hefur það viljað brenna við að bækur blaða- manna beri blaðamennskunni vitni. Mín tilfínning er að minnsta kosti sú að þær hafi goldið fordóma í þá átt. Blaðamenn geta leyft sér ákveðið ábyrgðarleysi þegar kemur að efni, sem þeir hafa fagþekkingu á en ekki sérþekkingu. Þeir taka sig mátulega hátíðlega til að ná til fjöldans í stað þess að læsast uppi í einhveijum fílabeinstumi enda gefa þeir sig ekki út fyrir það að vera neinir sérfræðingar. Blaða- mennskufræðimennska getur verið mjög aðlaðandi og opnað málefn- um, sem ástæðulaust er að hafa innilokuð, leið út. Og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þær yfírborðsfræðibækur, sem hingað til hafa verið unnar af blaðamönn- um, hafí verið lesendum sínum til gagns og ánægju,” segir Silja. Hún segist sjálf ferðast töluvert um fræðimannaheiminn og hafa orðið vör við fordóma hjá sumum fræðimönnum í garð blaðamanna sem eru kannski að komast létt frá einhveiju sem vefjist aftur fyrir sjálfum sérfræðingunum. „En eins og ég segi, þá fínnst mér það hafa verið til bóta að til séu óragir blaða- menn, sem hengja sig ekki eins í neðanmálsgreinar og sérfræðing- amir vilja gjaman gera. Blaða- menn hafa því átt þátt í því að losa um efni og komið almennum lesendum og áhugamönnum að miklu gagni með því að skrifa bækur um viðkvæm efni. Málfar blaðamanna er hins veg- ar eins misjafnt og blaðamennirnir eru margir. Sumir eru óskrifandi og aðrir prýðilega ritfærir. Og ég leyfí mér að vona að þeir, sem leggja út í bókaskrif, séu af skárri sortinni. Það á tvímælalaust að gera sömu kröfur til blaðamanna og rithöfunda um stíl og úrvinnslu orðanna. Vel skrifandi blaðamaður getur verið skínandi góður rithöf- undur því hann er þjálfaður í að hafa hraðar hendur. Hann er vanur að þurfa að skera langlokur niður og freistast því ekki ains til að teygja lopann og þeir, sem hafa nánast „ótakmarkaðan” tíma. Út úr þessu fæst því oft hraður, frísk- Silja Aðalsteinsdóttir ur og skemmtilegur stíll sem gam- an er að lesa. En það sem kemur á móti er að orðaforðinn er stund- um lítill og alls kyns klisjur of- notaðar,” segir Silja. Hún segir ófært að spá fyrir um hvað það sé sem geri bækur að metsölubókum. Vafalaust sé það þó efnið fyrst og fremst svo og hvernig bókin kynnir sig. Höfund- urinn skiptir, að mati Silju, minna máli þó óneitanlega geti þekkt nafn hjálpað til. Sarnið um EESíLúxemborg að stendur ekki til að gera þennan samn- ing í íjölmiðlum,” er athugasemd sem heyrst hef- ur oftar en aðrar frá samn- ingamönnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) und- anfarin misseri. Afstaðan virðist vera sú að blaðamenn séu uppáþrengjandi óþurft- arfólk sem beri að halda sem lengst frá öllu því sem máli skiptir. Oftar en einu sinni hefur blaðamönnum frá að- iidarríkjum Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) verið vísað út úr byggingu bandalagsins í Brussel vegna þess að mikilvægir fundir hafa átt sér þar stað. Auðvit- að hafa samskipti samninga- fólks einstakra aðildarríkja EFTA við fjölmiðla verið mismunandi, íslendingar njótat.d. umfram aðrarþjóð- ir fámennis og þess hversu lítt það liggur fyrir okkur að halda fólki í kuldalegri fjarlægð. Á móti kemur ótt- inn við „leka” í lítilli sendi- nefnd sem getur ekki skýlt sér á bak við að fjölmenni hafí fjallað um upplýsingam- ar. Evrópubandalagið hefur töluverða reynslu í að koma upplýsingum á framfæri við fjölmiðla án þess að tiltek- inna heimilda sé getið í gegn- um svokallaða talsmenn sem ýmist eru „on the record” eða „off the record.” í seinna tilvikinu er ekki heimilt að bera talsmanninn fyrir því sem hann sagði og þá kemur m.a. sú mikla uppspretta frétta sem „heimildir í Bruss- el” eru til sögunnar. Lokasprettur samning- anna um EES fór fram í fundarsölum EB í Lúxem- borg 21. október og það var þess vegna viðbúið að vinnu- brögð bandalagsins settu svip sinn á samskipti við blaðamenn á meðan á fund- inum stæði. Það var ekki laust við að nokkurrar tor- tryggni gætti á meðal frétta- manna gagnvart fundar- staðnum, þeir voru minnugir þess er allir höfðu alla að fíflum 18. júní á sama stað. Ólíkar þarfír fjölmiðla fyr- ir fréttir setja mjög svip sinn á fundi á borð við þann í Lúxemborg. Fréttamenn út- varpsstöðva sem þurfa að senda inn efni í fréttir á klukkutíma fresti eða oftar hegða sér á allt annan hátt en fréttamenn dagblaða sem eiga ekki yfir höfði sér aðrar kvaðir en að skila inn efni áður en blaðið fer í prentun. Sjónvarpsmenn og þeir vinnuflokkar sem fylgja þeim eru sér kapítuli. Aðstaða fréttamanna í Lúxemborg er að mörgu leyti bágborin, hún ber þess merki að fundir þar eru fáir, ráð- herrar EB halda þar fundi þijá mánuði á ári, og enginn hefur þar fast aðsetur. Fundurinn Fundir ráðherranna, ann- ars vegar samgönguráðherra EB og hins vegar ráðherra EFTA og EB, hófust snemma á mánudagsmorg- un. Lítið fréttist af gangi viðræðnanna fyrr en nokkuð var liðið á daginn. Frétta- menn drápu tímann á göngum eða við veitingasöl- una, í hvert skipti sem nýtt andlit eða hreyfing sást í gættinni á skilrúminu á milli almenningsins, sem blaða- menn halda til í, og lokaðs fundasvæðis ráðherranna mátti greina hreyfíngu um alla blaðamannamiðstöðina, nánast samtímis. Eftir því sem líður á fundinn, dag- skrám fjölmiðla fer að ljúka og blöð að fara í prentun eykst spennan og næmið fyr- ir öllum óvæntum hreyfíng- um. Talsmenn EB, annars vegar samgöngumála og hins vegar utanríkismála, koma ekki inn með lúðra- blæstri, þeir laumast inn og koma sér fyrir einhvers stað- ar þar sem gott er að mynda þvögu. Fljótt læra menn að halda sig í hæfilegri fjarlægð til að verða ekki fyrir sjón- varpsmyndavélum og öðrum tækjum. Betra er að koma sér fyrir nærri dyrum og ná sambandi við talsmanninn á leiðinni út, þá er oft mögu- leiki á því að tala við hann á máli sem báðir skilja. Opin- ber samskipti við fjölmiðla á vegum EB eru annars alltaf á frönsku. Niðurstaða þess verður oftar en ekki sú að hvergi í veröldinni verða samankomnir jafnmargir sem tala jafn vonda frönsku. Fyrir Frakka sjálfa er þessi vinnuregla sennilega frá- gangssök gagnvart EB. Þeg- ar líður á daginn fara menn að veðja um tímasetningar. Fundinum átti að ljúka á milli sex og hálf átta sam- kvæmt upplýsingum EB. Klukkan ellefu um kvöldið var Morgunblaðið eina dag- blaðið í Evrópu sem átti möguleika á að birta fréttir af niðurstöðum fundarins. Aðrir EFTA-blaðamenn horfa öfundaraugum til ís- lendingsins sem enn á mögu- leika á að ljúka fundinum fyrir sitt leyti. Þeir á móti geta svalað þorsta sinum i einhveiju öðru en kaffi og kók. Ráðherrar og aðstoðar- menn þeirra koma af og ti! í veitingasöluna og segja lít- ið, fundurinn gæti staðið langt fram á nótt, sumir segja flögfur eða jafnvel leng- ur. Blaðamaður Morgun- blaðsins er samt bjartsýnn og heldur liðinu heima við símann. Eftir miðnætti er það staðfest að einungis strandi á Spánveijum og Portúgölum vegna fyrirvara íslendinga um fjárfestingar í sjávarútvegi. Ef treysta mátti heimildarmönnum Morgunblaðsins yrði ekki látið stranda á því. Þess vegna var skrifuð frétt sem gerði ráð fyrir að samningar tækjust einhvern tíma um nóttina en ritstjórnin heima beðin um að bíða átekta í hálftíma. Vitað var að á síð- ustu mínútunum yrði gert út um allar tölur sem vörð- uðu samninginn það væri þess vegna útilokað að birta nokkrar slíkar upplýsingar án mikillar óvissu og þess vegna betra að láta það eiga sig. Þegar búið var að ganga frá fréttinni, opinni og heldur óspennandi, kom fyrsta vís- bendingin um að fundinum væri lokið. Finnskur starfs- bróðir tilkynnti á bamum um vinningshafann í veðmálinu um fundarlok, sá heppni fékk pottinn í sinn hlut en blaða- maður Morgunblaðsins leit- aði einhvers sem gæti stað- fest úrslitin á óyggjandi hátt. Bjargvætturinn var Uffe Ell- emann Jensen, utanríkisráð- herra Dana. Fundinum var lokið og öll helstu baráttu- mál íslendinga í höfn. Á fímmtán mínútum voru tekin viðtöl við íslensku ráðherr- ana, þau send heim og ný forsíða gerð. Mogginn hafði eina ferðina enn verið fyrstur með fréttina — eitt blaða í Evrópu með niðurstöðu þess- arar löngu fundarlotu: Samningar höfðu tekist! Kristófer Már Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.