Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 11
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 C «1 Vígalegur bassaleikari Backsliders. Framlína Neljii Ruusua. Kolmas Naineu. að reyna að halsa sér völl utan Finn- lands, tii að tryggja afkomuna, og hefðu beint sjónum sínum að Þýska- landi, þar sem sveitin hefði fengið góðan hljómgrunn. Fjórar rósir Neljá Ruusua hefur leikið í átta ár og tekið sífelidum stakkaskiptum á þeim tíma, enda segir leiðtogi sveitarinnar, Ikka Alanko, að breyt- ingarnar séu nauðsynlegar til að viðhalda áhuga sveitarmanna. „Það að vera sífellt að breytast gefur okkur svigrúm að reyna fyrir okkur með hvaðeina sem okkur dettur í hug, bæði í tónlist og textum.” Neljá Ruusua er önnur vinsælasta rokksveit Finnlands í dag og ein sú kemmtilegasta, en sveitarmenn eru trúir tilraunastarfseminni og stefna nú í átt að dansrokki. Ikka segist ekki hafa haft tíma til að hugleiða frama utan Finnlands, þó sveitin hafi troðið upp í Svíþjóð, Sovétríkjunum og Póllandi. „Við eigum einhveija texta á ensku og kannski gerum við einhverntímann Liberators í Stage-klúbbnum í Turku; í þriðja lagi svífur hálffull bjórflaska við eyrað á mér. A.R.G. er með um 40 sveitir á sínum merkj- um, þar á meðal vinsælustu rokk- sveit Finnlands, Eppu Normaali. Turku er ekki eins viðkunnanleg borg og Helsinki; greinilegt að borgin hefur byggst upp að miklu á sjöunda og áttunda áratugnum, eins og sést í kuldalegum arkitekt- úr. Stuttu eftir komu þangað var tíðindamanni Morgunblaðsins og ljósmyndara boðið á tónleika í litlum klúbb í miðborg Turku. Þar var þröng á þingi og líkt og að hverfa aftur í tímann; önnur hver stúlka með hennalitað hár og kæfandi patchulistækja í loftinu. Fyrir hljómsveitarsviðinu er hænsnanet, sem minnir um margt á eftirminni- lega senu úr kvikmyndinni um blús- bræður, þar sem slíkt net var fyrir sviðinu á bar í Texas, til að hlífa hljómsveitinni við fljúgandi bjór- flöskum og ámóta. „Tilgerð,” er það fyrsta sem mér dettur í hug, en gleymi síðan netinu og fer að hlýða á hljómsveitirnar. Fyrst er Wolfm- en; ámóta ófrumleg og nafnið og gæti sómt sér vel í Músíktilraunum Tónabæjar, þó sveitarmenn séu komnir vel á þrítugsaldur. Ahorf- endur láta sér fátt um finnast, enda spenningurinn mestur fyrir næstu sveit, The Liberators, sem stofnuð er uppúr hinni kunnu rokksveit Melrose. Ulfmennirnir fá kurteis- legt klapp þegar þeir hafa lokið leik sínum, en þegar Liberators koma á svið eftir að búið er að skipta út öllum búnaði á sviðinu er fögnuðurinn öllu meiri. Liberators spila einskonar pönk- rokkabillí, en reyndar á rokkabillí sterkar rætur meðal Finna, því slík áhrif má heyra hjá annarri hverri neðanjarðarsveit þar í landi. Burðarás sveitarinnar er gítarleik- ari hennar og söngvari; grindhorað- ur og ofvirkur, enda bogar af hon- um svitinn í hálfnuðu fyrsta laginu. Þegar sveitarmenn vinda sér í þriðja lagið svífur hálffull bjórflaska við eyrað á mér og mölbrotnar á net- inu, rétt framan við þar sem ég stend. Þetta virðist vera start- merki, því hver flaskan af annarri fylgir í kjölfarið og glös í bland. í fyrstu hélt ég að verið væri að amast við útlendingi, en sá mér til hugarhægðar að ekki er farið í manngreinarálit: allir sem álpast hafa til að standa sem næst sviðinu fá yfir sig fiöskur og glös. Við ljós- myndarinn forðum okkur því á meðan enn er hægt og hugsum „fullir Finnar”. Þegar við göngum um miðbæ Turku, eftir að hafa komist út af staðnum móð en lítt sár, finnst mér sem ég sé kominn í miðbæ Reykjavíkur, þegar ung- menni keyra öskrandi á ofsahraða eftir götunni og eitt þeirra berar á sér afturendann út um bílgluggann. Ruisrokk I Turku er haldin ár hvert elsta opinbera rokkhátíð Evrópu sem kallast einfaldlega Ruisrock. Hátíð- in er haldin á eyjunni Ruissalo, sem er í útjaðri Turku; sannkölluð nátt- úruparadís í túnfætinum. Á Rusi- rock koma jafnan fram ýmsar af helstu -hljómsveitum Finnlands og svo var einnig að þessu sinni. Þá tvo daga sem hátíðin stóð tróðu upp m.a. dauðarokksveitirnar A.R.G. og Turun Tauti, ramonesrokksveitin Ne iuumaet, mótorhjólarokksveitin Backsliders, sálarsveitin Surahett- iláát, dansrokksveitin Neljá ruusua, Eppu normaali, vinsælasta sveit Finnlands, og sporgöngusveit henn- ar, Kolmas nainen, rokkskáldið Kauko Röyhká með sveit sinni, góðkunningar íslendinga 22-Pis- tepirrko, og sýrurokksveitin Jiveto- nes, en alls léku 16 finnskar sveit- ir. Einnig komu fram erlendar stjömur á hátíðinni, Living Colour, Jesus Jones, The Charlatans, 808 State, Dee-Lite, Elvis Costello, Debby Harry og Billy Idol. Áheyr- endur kunnu sannarlega að meta erlendu stjörnurnar, en mesta hrifn- ingu vakti þó Eppu Normaali, sem hafði áheyrendur í hendi sér frá fyrsta lagi til hins síðasta. Það er erfitt fyrir ókunnuga að meta finnsku sveitimar, því svo í Finnlandi virðist textagerð skipta meira máli en lagasmíðar og hljóm- sveit sem heldur sig við ófrumlega tónlist, kemst langt á snjöllum text- um. Það fór þó ekki milli mála að bestu finnsku sveitirnar á Rusirock voru fyrirtak, fremstar Suurláhett- iláát, A.R.G., 22 Pistepirkko, Eppu Normaali og Neljá Ruusua. Tónlist sveitanna spannaði flestar stefnur og strauma; allt frá sálrrokki í dauðapönk, sem hljómaði einkar vel á finnsku, þó vitanlega hafí nokkrar sveitanna sungið á ensku, með heimsfrægðarglýju í augum. Textarnir skipta mestu Yfirbragð finnskrar dægurtón- listar er fyrst og fremst finnskt, og það skýrir að hluta hversvegna illa hefur gengið að flytja fmnskar sveitir út. Flestar sveitir syngja á finnsku, en fjölmargar á ensku, sem virðist þó ekki duga til að gera sveitina alþjóðlega. í Finnlandi er málum líkt háttað og hér: Það selst mun meira af plötu á Iandsmálinu en á ensku. Einnig skipta textarnir miklu máli, oft aðalmáli. Þannig getur sveit sem leikur ofrumlega tónlist náð langt ef textarnir eru snjallir. Einkenni á finnskum tónlistar- iðnaði er að stórfyrirtækin, Sony, RCA og EMI, eru ekki ýkja umsvif- amikil í útgáfu á fínnskum sveitum. Mestu ræður vitanlega að plötu- markaður í Finnlandi er ekki stór, það telst viðunandi ef plata selst í 5.000 eintökum. Stórfyrirtækin, eins og EMI, Sony og ámóta, hafa það mikla yfírbyggingu og rekstrar- kostnað að þau geta ekki tekið sömu áhættu og smáfyrirtæki, sem eru nánast rekin úr einni skrifborðs- skúffu. Flest hafa þau þó einhverjar sveitir á samningi, EMI t.a.m. Neijá ruusua og Suurlahettláát, en fle- stallar fínnskar plötur gefa út tvo smáfyrirtæki, Poko Records og Megamania. Megamania á rætur sínar í fyrir- tækinu Love Records (Love í munni Finna). Love gaf út helstu stjörnur áttunda áratugarins, þegar fínnska varð viðurkennd í fínnsku poppi eftir enska froðu í nokkur ár. Á meðal þeirra sem Love gaf út var Wigwam, sem varð allþekkt á Norð- urlöndum (og söng reyndar á ensku), blúsgítarleikarinn Isokyná Lindholm, sem þekktari er undir nafninu Dave Lindholm (Dave), söngkonan Maarit og Albert Járvin- en. Love var hálfgerð hippaútgerð, en seint á áttunda áratugnum varð síðan ámóta pönkbylting í fínnsku rokki og víðast í Vestur-Evrópu. Finnsk ungmenni féllu fyrir hörðu Ramonesrokki og fjölmargar sveitir spruttu uplp sem vildu leika pönk. Ein þeirra/var Eppu normaali, sem upprunnin er í Norður-Finnlandi. Megam ania hefur á sínum snær- um á fjórða tug sveita sem leika allt frá rap í dauðarokk. Metsölu- sveit Megamania um þessar mundir er Raptori, bráskemmtileg rapp- sveit með forrappara með einkar grófa og skemmtilega rödd. Tals- maður fyrirtækisins sagði ekki margt merkilegt á seyði í fínnskum rokkiðnaðið sem stendur. „Raptori sló í gegn á síðasta ári og seldist í yfír 100.000 eintökum og í kjölfar- ið fylgdu ótal rappsveitir. Þeim vegnaði ekki eins vel og það má því seja að það sé einskonar milli- bilsástand; það eru allir að bíða eftir næstu tískubylgju.” Poko records er aftur á móti með aðalskrifstofu sína í Tampere, „borginni sem vildi vera Helsinki”. Utgáfa Poko byijaði í tengslum viði Eppu Normaali, sem gerði fyrirtæk- ið vel stöndugt, þó það sé ekki ýkja stórt. Poko er með heldur færri sveitir á snærum sínum en Megam- ania, en rekur einnig plötubúðir og dreifíngu. Háð og spott Vinsælasta rokksveit Finnland er án efa Eppu Normaali, sem byij- aði undir áhrifum af bresku pönk-. byltingunni 1977. Það var krafmik- ið rokkið sem heillaði, en ekki pönk- pólitíkin, enda áttu fínnsk ung- menni í sveitaskóla erfítt með að tileinka sér yrkisefni bandarísku og bresku pönksveitanna; atvinnuleysi, dópát, kynþáttastríð og fátækt var sem lokuð bók fyrir þessum fínnsku ungmennum. Söngvari Eppu Normaali, Martti Syijá, sem stofn- aði sveitina með bróður sínum Mikko, sagði í spjalli við mig að það hefði því legið snemma við að fínna eitthvað annað yrkisefni. Hann sagðist að eðlisfari háðskur og illa innrættur og það hefði því legið beint við að fara að hæðast að hveiju því sem höggstað mátti fínna á. Með tímanum hefði tónlist sveitarinnar svo þróast í átt að ró- legra rokki; sveitarmenn hefðu ró- ast eftir því sem árin liðu. Þeir fínnar sem ég ræddi við lögðu áherslu á að taxtarnir hefðu fleytt Eppu Normaali á toppinn, en tónlist sveitarinnar er fjölbreytt og skemmtileg, sem hlýtur að ýta und- ir vinsældirnar. A.R.G Ein fremsta þungarokksveit Finnlands er A.R.G., sem kemur einmitt frá Norður-Finnlandi. A.R.G.-sveinar, sem segjast leika hreindýrarokk, vilja kenna veður- fari í norðurhluta Finnlands um það hve ungmenni heilluðust af þungu og hráu rokki. Hann sagði þó að þungarokkmarkaður væri daufur í Finnlandi um þessar mundir. Fyrir nokkru hefðu sveitir eins og Stone og Airdash, selst í 10.000 eintökum og yfir, en heldur hefði dregið úr áhuga á þungarokki. Hann sagði að sveitamenn væru staðráðnir í eitthvað í því að koma okkur á framfæri utan Finnlands. Við höf- um það þó það gott hér að eina ástæðan fyrir því að reyna fyrir okkur ytra væri að fá tilbreytingu.” Finnsk flóra Ógetið er fjölmargra fyrirtaks fínnskra sveita, eins og t.a.m. Surfáhettiláát, sem hét í eins tíð Souli Suriáhettiláát, eða sendiherr- ar sálarinnar, afbragðs hvít soul- sveit, Backsliders, sem er „Snigla- band” Finnlands; hrá keyrslurokk- sveit, sem fór í tónleikaferð um Bandaríkin á mótorhjólum fyrir tveimur árum, Hearthill, sem er með skemmtilegri „psycho"-rokka- billísveitum, og svo minni sveitum eins og hippapoppsveitirnar Jiveto- nes og Jay and the Miracles, Pov- erty Stinks (sýru-Housemartins) og Leningrad Cowboys/Sleepy Slee- pers, sem sendu frá sér ótrúlega plötu þar sem sveitamenn flythja Elvis-lög á fínnsku, en Leningrad Cowboys koma fram í fýrirtaks mynd um tónleikaferð „vonlaust- ustu hljómsveit heims” um Banda- ríkin, Leningrad Cowboys Go Am- erica . Samnefnd plata er einkar skemmtileg. Margir þekkja Havana Black (áður Havana Blacks), fínnska sveit sem starfað hefur í Los Angeles í nokkur tíma og hljóm- ar reyndar eins og dæmigerð LA- sveit; ekki ber mikið á fínnskum anda þar. Önnur sveit sem leitað hefur á sömu mið er Dead City Clowns, sem sent hefur frá sér plöt- ur á vegum EMI. Dave Lindholm leikur fínnskan blús og svo þekkja fjölmargir 22 Pistepirrko, sem leik- ið hefur hér á landi og er reyndar væntanlega aftur hingað innan skamms. Ekki er hægt að ná að kynnast nema yfirborði finnst tónlistariðn- aðar á nokkrum dögum, en það kemur skemmtilega á óvart hve finnskum rokk- og poppsveitum svipar íslenskra. Flestar spila tónl- ist sem fer inn um annað eyrað og út um hitt, en á milli eru afbragðs hljómsveitir eins og áðurnefndar Surláhettiláát, rapsveitin Raptori, Neljá Ruusua og Eppu Normaali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.