Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 5
auðæfi. Og félagshyggja þeirra er
mjög merkileg. Enginn þeirra á
meðal má finnast öðrum auðugri...
Svo guðræknir eru þeir, að enginn
hefur orð á veraldlegum vandamál-
um áður en sólin kemur upp, heldur
þylja þeir ævafornar bænir eins og
þeir vilji sárbiðja hana um að rísa.”
Handritin fundust í 11 hellum á
árunum 1947 til 1956, stærstur hlut-
inn í fjórða Kúmran-hellinum árið
1952. Nánast allt óbirta efnið fannst
í þeim helli. Á þessum tíma voru
Kúmran-hellarnir á jórdönsku landi
og þarlend yfirvöld höfðu yfirráða-
rétt yfír öllum ritunum fyrir utan
þau sem fyrst fundust. Þau komust
síðar í hendur ísraela og hafa verið
til sýnis í Jerúsalem. Jórdönsk yfir-
völd fengu séra Roland de Vaux frá
Franska Biblíuskólanum í austu-
hluta Jerúsalem til að safna saman
alþjóðlegum hópi sérfræðinga í út-
gáfustjórn. Séra Vaux valdi sjö
manns, þar á meðal nánustu sam-
starfsmenn sína, og samdi við Há-
skólaútgáfuna í Oxford um útgáfu
ritanna. Hún gekk vel fyrsta áratug-
inn en upp úr 1960 hægði verulega
á og þó að 20 bindi hafi verið gefin
út, er það aðeins um helmingur rit-
anna.
Reynt að tefja útgáfuna?
í kjölfar sex daga stríðsins árið
1967, komust ritin undir stjórn ísra-
elsku fornminjastofnuninnar. Að-
gangur að þeim hefur aukist jafnt
og þétt og fullyrða ísraelar að þó
að helmingur ritanna hafi verið gef-
inn út, sé það um 80% innihaldsins.
Á síðustu árum hefur fjölgað í rann-
sóknarhópnum og eru nú 40 fræði-
menn í honum. Forsvarsmenn hans
fullyrða að ekkert sé nú gert til að
tefja útgáfuna.
Fjöldi fræðimanna telur að hér
sé farið rangt með og nokkrir þeirra
hafa fullyrt að reynt sé að tefja út-
gáfuna þar sem margt það sem kem-
ur fram í ritunum stangist á við
hina hefbundnu trúarskoðanir kirkj-
unnar. Ein kenningin er sú að Vat-
íkanið standi á bak við tafirnar í von
um að hylja þá staðreynd að söfnuð-
urinn í Kúmran hafi í raun verið
hluti frum-kristinnar kikju, undir
forystu eins lærisveina Krists, Jak-
obs. Höfundar kenningarinnar, Mic-
hael Baigent og Richard Leigh, telja
ennfremur að hinn „réttsýni leið-
beinandi” safnaðarins, sem nefndur
er í ritunum hafi verið Jakob, eða
jafnvel Jesús. Hafi samfélagið í
Kúmran verið frumkristin kirkja,
þykir ljóst að kristin kirkja er komið
langt frá upprunalegum kenningum
sínum og siðum. Og slíkar upplýs-
ingar gætu hæglega grafið undan
æðsta kirkjuvaldinu.
Flestir leiðandi sérfræðingar á
sviði Biblíurannsókna, afneita þess-
um kenningum með öllu, jafnt útgáf-
ustjórnir, sem og aðal gagnrýnendur
hennar. Telja þeir að útgáfa þeirra
nú, muni afsanna kenningarnar.
Staðfesta áreiðanleika Gamla
testamentisins
En hvað sem í ljós kann að koma,
hafa þau handrit sem gefín hafa
verið út haft mikil áhrif á Biblíurann-
sóknir og varpað nokkru ljósi á
tengsl Gamla- og Nýja testament-
isins. Handritin eru 1000 árum eldri
en miðaldatextarnir sem stuðst hef-
ur verið við og í þeim hafa fræði-
menn rekist á fjölda breytinga. Þrátt
fyrir það virðast handritin í heild
sinni staðfesta áreiðanleika Gamla
testamentisins frekar en menn áttu
von á. Sem dæmi um það, hafa ver-
ið nefndir 66 kaflar Jesajabókar.
Hún fannst í nær heilu lagi í Kúmr-
an hellunum og víkur aðeins í 13
smávægilegum atriðum frá Gamla
testamentinu eins og við þekkjum
það. Nú þegar hafa nokkrar minni-
háttar leiðréttingar og viðbætur,
byggðar á handritunum verið gerðar
á nýjustu útgáfum Biblíunnar í
Bandaríkjunum. Þar sem setningar
úr Biblíunni vantar í Kúmran-hand-
ritin, vakna upp spurningar um hvort
fyrstu ritararnir hafí sleppt þeim eða
hvort síðari tíma skrifarar hafi bætt
þeim við. Svipaðar vangaveltur eru
um tilvist setninga sem eru í
Kúmran-handritunum en ekki í nútí-
maútgáfu Biblíunnar.
Stærstur hluti rita Gamla testa-
mentisins er byggður á textum sem
O 5'
■ r r \*W
jí Hl- ,f * s/VÖ
•iv
r*.».
* if
_ 1 J
i mmw?
% * '
^ » •:* Æ*
Handritin liafa verið ljósmynduð og rannsökuð í bak og fyrir, frá lokum fimmta áratugarins. Sum
brotin eru á stærð við krónupening.
Allt frá árinu 1949 hafa fornleifafræðingar leitað að fleiri handrita-
leifum í Kúinran-hellunum.
3k
HANDRITIN ÖMÉTANLEG
„Dauðahafshandritin hafa ómetanlega þýðingu að svo mörgu leyti.
Þau skipta t.d. afar miklu máli fyrir hebreska málsögu, sem litið
er vitað um. Þá gegna þau lykilhlutverki í sögu texta Gamla-Test-
amentisins,” segir dr. Sigurður Örn Steingrímsson, sérfræðingur
á sviði Gamla testamentisins. Hann vinnur nú sem aðalþýðandi
nýrrar íslenskrar biblíu, sem koma á út í tengslum við 1000 ára
afmæli kristni á íslandi.
s — i—
tíma eftir árið 100
CX hafí verið fundað um
gamla testamentið og
ákveðið hvaða textar ættu þar
heima. Reynt hafi verið að eyði-
leggja þá texta sem ekki voru
teknir með. En raunar var það
handrit að gamla testamentinu
sem talið er áræðanlegast og best,
ekki ritað fyrr
en árið 1008,
Codex
Leningrad-
ensis. Þar
sem þeir text-
ar sem ekki
kömust inn í
Gamla testa-
mentið voru
líklega eyðil-
agðir, ljúka
Dauðahafs-
handritin upp
sögu baksviðs
texta Gamla
testamentis-
ins. Þau hafa í raun breytt hug-
myndum manna um bakgrunn
þess texta sem biblían er byggð
á.”
Sigurður vinnur nú að nýrri
íslenskri þýðingu Gamla testa-
mentisins Hann segist munu þýða
Codex Leningradensins en hafa
Kúmran-handritin til hliðsjónar,
rétt eins og aðra texta sem víkja
frá höfuðhandritinu. „Fræði-
mannabiblían, Stuttgart-útgáfan
svokallaða, byggir á Codex
Leningradensins en aðrir textar
eru neðanmáls þar sem þeir víkja
frá textanum. Þeir neðanmáls-
textar verða ekki í íslensku útgáf-
unni enda eru þeir fyrst og áhuga-
verðir fyrir biblíufræðinga.”
Auk biblíutextanna er fjöldi
annarra texta í Dauðahafshand-
ritunum, m.a. regluhandritin.
„Þau gefa upplýsingar um þá
reglu manna sem yfirgaf Jerús-
alem af fúsum og fijálsum vilja.
Ekki er vitað hvort það var regla
Essena eður ei. Vitað er að sam-
félag Essena byggðist í kringum
hugmyndina um að heimsuppgjör
stæði fyrir
dyrum. Hluti
þeirra lifði
ströngu
klausturlífi og
þá eingöngu
karlmenn.
Aðrir, bæði
konur og karl-
ar, bjuggu í
nágrenninu
og héldu
hjónabandið í
heiðri, rétt
eins og gyð-
ingar hafa
ævinlega
gert.”
— Hvað með allar þær kenn-
ingar sem settar hafa verið fram
í tengslum við handritin. Til dæm-
is hefur verið gefin út bók byggð
á Dauðahafshandritunum, Arin
þöglu í ævi Jesú, þar sem því er
haldið fram að hann hafí dvalið
hjá Essenum frá tólf ára aldri og
fram að þrítugu?
„Biblían gefur mikla möguleika
til vangaveltna en ekkert í guð-
spjöllunum bendir til að Jesú hafi
haft nein tengsl við Essena. Þar
sem öll handritin hafa ekki verið
gefin út er eðlilegt að fram komi
tilgátur um innihald þeirra. En
ég hef ekkert lagt mig eftir þess-
um kenningum.”
Masórítar rituðu niður en þeir voru
gyðingar, þekktir fyrir smásmugu-
lega nákvæmni. Elstu ritin eru frá
því um 1008 e.Kr. Þar sem textum
Kúmran-handritanna ber ekki sam-
an við texta Masórítanna standa
fræðimenn frammi fyrir þeim vanda
að skera úr um hvort Masórítarnir
hafi ekki verið eins miklir nákvæmn-
ismenn og talið er eða hvort
Kúmran-handritin séu hluti annarrar
útgáfu af hebresku Biblíunni.
Hverjir eru höfundar
handritanna
Það sem ekki er síður spennandi
en sjálf handritin, eru þær upplýs-
ingar sem þau gætu gefíð um þá
sem rituðu þau. Upplýsingar um
hina dularfullu samtímamenn Krists,
sem rituðu handritarollurnar og
földu þær i Kúmran-hellunum er
herir Rómveija nálguðust óðum.
Ekki er vitað með vissu hvort þeir
voru Essenar, sértrúarsöfnuður sem
lifði nokkurs konar klausturlífi við
Dauðahafíð á fyrstu öld eftir Krist
eða hvort þeir tilheyrðu fjölmennari
söfnuði Gyðinga. Reynist síðari
kenningin rétt, bendir hún til þess
að meira öngþveiti hafi ríkt í trúar-
kenningum Gyðinga en áður hefur
verið talið.
Fræðimenn sem rannsökuðu
handritin komust fljótlega að þeirri
niðurstöðu að Essenar hefðu ritað
þau. Byggðu þeir þær kenningar
sínar m.a. á svonefndri „handbók í
hegðun”, sálmum og fleiru, sem
þótti benda til samfélags þar sem
trúarhitinn var geysilegur og þar
sem ríkti öfgakennd trú á endur-
komu Messíasar. Nú vilja fræði-
mennirnir aftur á móti ekki útiloka
þann möguleika að um hóp Gyðinga
hafi verið að ræða sem tengdust
frum-kristninni. Líklegast er þó ess-
enisminn og kristnin hafi sprottið
af sama meiði, gyðingdómurinn. Sú
kenning að Essenar hafi verið kristn-
ir nýtur ekki fylgis allra fræði-
manna. Andmælendur hennar benda
á að tíminn stemmi illa, hugmynda-
fræði Essena og kristinna manna
greini á í undirstöðuatriðum og að
engir textar úr Nýja testamentinu
hafi fundist í Kúmran-hellunum. Þau
atriði sem tengi þessa tvo hópa sam-
an, skírnin og líkt hugsanaform, séu
smávægileg í samanburði við t.d.
áherslu Essena á að framfylgja lög-
máli Móse.
Eru Essenar ekki höfundarnir?
Hópur fræðimanna er þeirrar
skoðunar að Dauðahafshandritin
tengist Essenum ekkert, heldur hafí
þeim verið smyglað útúr Jerúsalem
þegar árás Rómveija á borgina árið
67 e.kr. var yfirvofandi. Segjaþeir
að hugmyndir og stílbrögð í handrit-
unum séu svo ólík innbyrðis að þau
geti ekki hafa verið skrifuð af sama
hópi manna. Þá nefna þeirt.d.
MMT-roIluna þar sem taldar eru upp
20 ástæður þess að hópur manna
yfirgaf musterið í Jerúsalem. Af 20
atriðum eru aðeins tvö sem samrým-
ast kenningum Essena. Einn mesti
dýrgripurinn meðal handritanna,
Kopar-rollan, lýsir því hvernig fjár-
sjóðir eru grafnir víðs vegar um
eyðimörkina. Segja fræðimennirnir
að upplýsingarnar sem þar komi
fram um hvers konar dýrgripi og
skjöl sé að ræða,
hljóti að hafa komið
frá einhvers konar
höfuðstöðvum, auk
þess sem Essenar
hafí verið yfirlýstir
andstæðingar hvers
konar auðsöfnunar.
Hafi þessi hópur
fræðimanna rétt
fyrir sér, bendir það
til þess að Gyðing-
dómurinn á fýrstu
öld eftir Krist hafí
einkennst af baráttt
milli hópa með ólík-
ar trúarskoðanir og
breytinga á presta-
veldinu. Frá fyrir-
komulagi þar sem
geistleg embætti
genguíarfogíátt
til meira fijálsræðis.
„Handritin segja
okkur að trúardeilur
og eyðilegging Jerú-
salem hafí getið af
sér tvær öflugar trúarhreyfingar,
kristni og rabbíniskan gyðingdóm,”
segir Norman Golb, sérfræðingur í
Austurlandafræðum við háskólann í
Chicago, aðaltalsmaður hópsins.
Hann hefur ekki enn fengið aðgang
að sjálfum handritunum en vonast
til þess að úr því leysist fljótlega.
Margt sameiginlegt með
frumkristni og gyðingdómi
Talið er víst að athyglin muni í
ríkari mæli beinast að því sem frum-
kristni og fyrstu alda gyðingdómur
eigi sameiginlegt. Þó að engin rit
Nýja-testamentisins hafí fundist í
handritunum, er margt líkt með
Dauðahafstextunum þeirra og rit-
unum. Eitt handritanna sem enn
hefur ekki verið birt, er sagt lýsa
mjög ákveðinni tvíhyggju, þar sem
togist á ljós og myrkur, hið.illa og
hið góða, á svipaðan hátt og í Jó-
hannesarguðspjalli, sem ritað var á
síðari hluta fyrstu aldar. Fyrir fund
Dauðahafshandritana töldu margir
biblíufræðingar að tvíhyggjan sem
fram kemur í guðspjallinu, ætti rót
sína að rekja til grískra áhrifa og
þvi sönnun þess að guðspjallið hefði
ekki verið ritað fyrr en á annarri öld.
Annar af óbirtu textunum er tal-
inn sláandi líkur Lúkasar-guðspjalli
þar sem segir frá boðun Maríu.
„Hann mun verða mikill og verða
kallaður sonur hins hæsta.” Og síðar
segir „og það sem fæðist, (mun)
verða kallað heilagt, sonur guðs.”
(Lúk. 1,32 og 1,35) í Dauðahafs-
handritunum segir ...,,og hann verð-
ur hylltur (sem) sonur guðs og þeir
munu kalla hann son hins allra
hæsta.” Hvorki er ljóst hver talar
né hver er ávarpaður í textanum.
Biblíufræðingar spyija sig þess nú
hvort hann sé hliðstæða eða jafnvel
fyrirmynd guðspjallsins, eða enn
eldri spádómur um komu Messíasar.
Hver sem svo sannleikurinnn er, er
ljóst að textatnir leiða í ljós að frum-
kristni og gyðingdómur eiga meira
sameiginlegt en áður var talið. Og
þegar allir textar Dauðahafshandrit-
anna hafa verið birtir, munu þeir
fyrst og fremst minna okkur á
hversu samofin þessi tvö trúarbrögð
eru.