Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 6
lyiQfiGUNBlAÐÍÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1991 $ G LÖGFRÆDI/ Hvenær hefur hindandi samningur stofnast? Fastdgnakaup NÝLEGA barst mér í hendur rit sem Páll Skúlason lögfræðingur liefur tekið saman og nefnist Að eignast íbúð (Leiðbeiningar fyr- ir almenning). I því er að finna margvíslegar upplýsingar um kaup og sölu íbúðarhúsnæðis. í formála segir höfundur að ritið sé fyrst og fremst ætlað þeim sem hyggjast kaupa íbúðarhús- tiæði, ekki síst þeim sem eru að kaupa í fyrsta sinn, en ýmislegt ætti þó að geta komið seljendum að notum og húseigendum al- mennt. Meðal efnis í riti Páls má nefna upplýsingar um fjármögnun íbúðarhúsnæðis, félagslegt hús- næði, gerð kaupsamninga, réttindi og skyldur kaupenda og seljenda, þinglýsingar, hlutverk fast- eignasalans, sér- reglur um fjölbýl- ishús, skatta, tryggingar o.fl. I lokakafla ritsins eftír Davíð Þór er að finna sýnis- Björgvinsson horn ýmissa skjala og eyðublaða sem notuð eru í fasteignaviðskiptum. Má þar nefna kaupsamning, makaskipta- samning, umboð, veðleyfi o.fl. Rit- ið, sem er 120 bls., er ríkulega myndskreytt og hið vandaðasta að allri gerð. Með því er bætt úr þörf fyrir greinargóða handbók fyrir almenning um fasteignaviðskipti. í 5. kafla ritsins fjallar Páll um tilboð og samþykki. Eins og allir vita sem gengið hafa í gegnum húsnæðiskaup er gerð tilboðs fyrsti liðurinn í því að koma á kaupsamn- ingi milli kaupanda og seljanda. Með tilboði er í lögfræði átt við loforð sem þarf að samþykkja, áður en það verður bindandi. Þeg- ar slíkt loforð hefur verið sam- þykkt er kominn á samningur milli viðkomandi aðila. Samþykki til- boðs felur í sér yfirlýsingu gagnað- ilans um að hann gangi að þeim kostum sem honum eru boðnir í jVQRÆTTI HÁS'f- Síðasti söludagur í B-flokki r ó morqun. Milljónir dregnar út þriöjudagskvöld. SPENnanW ! - efþú átt miða! tilboðinu. Oftast er tilboð tíma- bundið. Ef það er samþykkt eftir að sá tími hefur runnið út bindur það ekki þann sem gaf tilboðið og skoðast sem nýtt tilboð af hálfu hins aðilans. í riti Páls er fjallað um dóm Hæstaréttar frá 1985 (bls. 671) þar sem reyndi á ýmis grundvall- aratriði sem varða tilboð og sam- þykki þeirra. Dómurinn er um margt lærdómsríkur fyrir þá sem standa í íbúðarkaupum. Málavextir voru þeir að árið 1982 var fasteignasölu í Reykjavík falið að selja íbúð við Nóatún í Reykjavík. Eigandi hennar var B. Þann 30. júní gerðu hjónin A og S skriflegt tilboð í íbúðina að fjár- hæð kr. 1.250.000 og skyldi út- borgun vera 900.000 og greiðast á einu ári, en eftirstöðvar á skulda- bréfí til 4 ára. Eigandi íbúðarinnar samþykkti þetta tilboð þennan sama dag. Síðar um daginn frétti B af því að H hefði sýnt áhuga á að skoða íbúðina. Lauk því með því að H gerði tilboð í íbúðina sem hljóðaði upp á 1.100.000 sem skyldi greiðast upp á 5 mánuðum. Þótti B þetta tilboð öllu hagstæð- ara. Hafði B þá samband við A og lýsti vilja sínum til að falla frá fyrra samþykki sínu, en á það gátu A og S ekki fallist, enda höfðu þau þegar selt sína íbúð. Gerði B sér þá lítið fyrir og lýsti því yfir að hann rifti samþykki sínu. Sam- þykkti hann að svo komnu síðara tilboðið og var gerður kaupsamn- ingur á grundvelli þess. A og S mótmæltu riftun á tilboði sínu og létu þinglýsa því. í kjölfarið kröfð- ust þau afhendingar íbúðarinnar í samræmi við tilboðið. Því var ekki sinnt og var íbúðin afhent H stuttu síðar. A og S höfðuðu þá mál til útgáfu afsals og afhendingar á íbúðinni, auk þess sem þau kröfð- ust skaðabóta. í héraðsdómi var ekki fallist á kröfu A og S um útgáfu afsals og afhendingu íbúðarinnar þeim til handa. Var það byggt á því að þau hefðu ekki haldið rétti sínum nægi- lega til haga gagnvart H sem hafði verið í góðri trú um samningsstöðu sína. Hæstiréttur klofnaði í málinu. Um afhendingarkröfu A og S sagði meirihlutinn: „Fallast ber á þá niðurstöðu héraðsdóms, að B hafi samþykkt kauptilboð A innan til- skilins samþykkisfrests, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, og að samþykki hans hafi ekki verið afturkallað rétti- lega. Hafi því komist á bindandi samningur um kaup A og S á íbúð- inni. Bar þeim því að efna samn- inginn af sinni hálfu. A og S sýndu í verki vilja sinn til að efna samn- inginn. Síðari samningsgerð B og H braut því í bága við samnings- skyldur B við A og S. Eigi verður fallist á ákvæði héraðsdóms um tómlæti A og S. Þau létu þinglýsa kaupsamningi sínum þegar í stað og allar athafnir þeirra sýndu að þau ætluðu að standa á rétti sínum samkvæmt samningnum. Sam- kvæmt þessu eiga A og S lög- mæta kröfu á því að fá afsal fyrir íbúðinni úr höndum B í samræmi við efni hins samþykkta kauptil- boðs.” I niðurstöðu Hæstaréttar er tek- in skýr afstaða til þess að með samþykki kauptilboðs hefur í reynd komist á bindandi samning- ur milli aðila. Hann hefur því mik- ið leiðbeiningargildi fyrir þá sem við fasteignaviðskipti fást. AD EIGNAST LÆKNISFRÆDI/ ... ellegar nokkub á leib? Krabbamán í brjóstum Þreifað eftir hnútum. LIÐIN eru rétt hundrað ár síðan William Halsted skurð- læknír í Baltimore gatþess lauslega í grein um meðferð sára að hann hefði á síðustu átta árum skorið upp 13 konur með krabbamein í brjósti og beitt nýrri aðferð og róttæk- ari en áður hafði viðgengist. Þremur árum seinna birtist ritgerð þar sem hann fjallaði eingöngu um bijóstaskurði sína og því er 1894 oftast nefnt sem upphafsár þeirrar aðgerðar, en næstu hálfa öld eða vel það var hún álitin hin eina rétta með- ferð við krabba- meini í brjósti. Ekki svo að eftir Þórarin skilja að hún Guðnason væri með öllu ein um hituna því lengstaf tíðk- aðist að röntgengeisla aðgerðar- svæðið eftir og stundum jafnvel fyrir uppskurðinn líka. Þessar nýmóðins aðferðir til lækninga þóttu gefast allvel enda hafði aldrei fyrr tekist að stemma stigu við alveldi þessa banameins. Þegar fram í sótti og nokkurra áratuga reynsla sýndi að ekki tókst að lækna til frambúðar nema aðra hverja konu eða tæplega það fóru efa- semdir að vakna um ágæti ríkj- andi meðferðar og menn fóru að þreifa fyrir sér um breytingar. Suma skurðlækna grunaði að of lítið væri að gert og tóku því burt eitla sem liggja innan á rifjahylkinu til viðbótar við hol- handareitlana sem eftir forskrift Halsteds fylgdu með þegar bijóstkirtillinn og vöðvinn undir honum voru fjarlægðir. Ekki reyndist þetta breyting til batnaðar en eins og verða vill þegar hreyfing kemst á, sveiflað- ist pendúllinn í báðar áttir og margir læknar töldu vænlegast að minnka uppskurðinn í stað þess að stækka hann og Iosuðu konuna þess vegna aðeins við bijóstkirtilinn en létu vöðva í friði og eitla líka ef æxlið virtist ekki hafa náð að breiðast út í þá. Þeir sem smátækastir voru létu sér nægja að nema æxlis- hnútinn burt og nánasta um- hverfi hans í kirtlinum. Slíkt kallast fleygskurður og nýtur víðast hvar mestrar hylli eins og sakir standa. Honum fylgir gjarnan eftirmeðferð, geislun eða lyf eða hvorttveggja, að ráði kunnáttumanna um slíkt hveiju sinni þar sem tekið er tillit til aldurs konunnar og ýmissa atriða sem rannsóknir kunna að leiða í ljós. Ekki ber á öðru en að þessi stefna í meðferð sjúk- dómsins ætli að standa hinum fyrrtöldu á sporði en reynslan er ólygnust og hún er varla orð- in nógu löng enn. Þessi pistill hefur hingað til snúist um meðferð krabbameins í bijóstum þá örskotsstund sem eitt hundrað ár eru í sögu mann- eskjunnar. En hvað þá um tíðni sjúkdómsins, greiningu hans á okkar dögum og batahorfur þeirra kvenna sem verða á vegi hans nú og í næstu framtíð? Bijóstakrabbi er víðast hvar í heiminum algengast krabba- meina í konum. Hér á landi greindist hann 1981-5 hjá 88 konum að meðaltali á ári (99 árið ’85) en eftir það fer nýjum sjúklingum fjölgandi og reyndust flestir 1988 eða 133, en 119 árið áður og 122 árið eftir. Þess- ar tölur leiða hugann að þrennu: íbúum landsins fer sífjölgandi og bæði konur og karlar ná hærri aldri en fyrr þekktist; vegna áróðurs huga konur vænt- anlega betur að bijóstum sínum nú en áður og fleiri smá æxli greinast með aukinni þátttöku í krabbameinsleit og bættri rönt- genmyndatækni; í þriðja lagi er ekkert vafamál að þessi sjúk- dómur er nú um stundir í sókn bæði hér og annars staðar. Samt bendir allt til þess að sá tæpi helmingur þeirra sem læknuðust fyrir nokkrum áratugum og minnst var á hér að framan sé nú orðinn rúmur helmingur, með öðrum orðum — það mjakast í rétta átt, þótt hægt fari. Því ber að fagna. Það er svo bágt að standa í stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.