Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 17
MORÖUNBIiAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR sunnudagur
27. ÖKTÓBER 1991
C 17
Poppþátturinn Top of the Pops hóf göngu sína á velmektardögum
Bítlanna. Síðan hefur áhorfendum þáttarins fækkað úr 15 í 5-6 millj-
omr.
Breytingar
á poppþætti
BREYTINGAR hafa venð boðaðar á einum elsta poppþætti ljósvak-
amiðla í Bretlandi, Top of the Pops, til þess að ná til fleiri áhorf-
enda. Nýir kynnar hafa verið ráðnir og nýtt kynningarlag hefur
verið valið. Framvegis verða ekki aðeins leikin 40 vinsælustu lögin
í Bretlandi, heldur einnig vinsælustu lögin í Bandaríkjunum og lög
af plötum.
Binum útsendingum verður fjölg-
að og fleiri gestum boðið í þátt-
inn, jafnvel óperusöngvaranum Pav-
arotti, til að hafa við þá „einkaviðt-
öl”. Minna verður af kynningarefni.
Þátturinn hefur lítið breyst síðan
honum var hleypt af stokkunum
1964. Á mestu velgengnisárunum
fylgdust 15 milljónir með honum, en
aukin kynning á hverfulum dæg-
urflugum dró úr vinsældum þáttarins
og áhrifum hans á mótun tónlistars-
mekks.
Þátturinn komst í mikla lægð á
pönkara-árunum þegar umdeildir
textar voru gagnrýndir. Á síðari
árum hefur mest borið á diskó- og
rapp-tónlist og áhorfendum hefur
fækkað í fimm eða sex milljónir.
Með breytingunum verður reynt
að ná til eldri táninga með ijölbreytt-
ari poppsmekk og ungs fólks sem
hefur áhuga á fleiri tegundum af
poppi. Poppfræðingurinn John Peel,
sem stjórnaði þættinum á árum áður
og þótti nýjungagjarn, er lítt hrifinn
af breytingunum og líkir þeim við
nýja útgáfu á biblíunni í nýrri þýð-
ingu og með nútímastafsetningu.
Dallas endar með hvelli
Síðasti þátturinn á dagskrá annað kvöld
Segja má að tímamót verði í sjón-
varpssögu íslendinga annað
kvöld, 28. október, þegar Stöð 2
sýnir síðasta þáttinn sem fram-
leiddur var af Dallas. Dallas hefur
verið í röð þeirra sjónvarpsþátta
sem hvað mestra vinsælda hefur
notið, bæði hérlendis og vestan-
hafs. Framleiddir hafa verið alls
356 þættir af Dallas-þáttunum á
fjórtán árum, en heimsmetið á
samt Gunsmoke, sem margir
kannast við frá tið Kanasjón-
varpsins hér á landi.
Það hefur
margt
drifið á daga
Ewing-ijöl-
skyldunnar
upp á síðk-
astið, en án
efa eru marg-
ir Dallas-
aðdáendur
farnir að
hafa samúð
með gamla refnum J.R. sem virðist
vera að spila rassinn svo rækilega
úr buxunum að meira að segja John
Ross neitar að hafa nokkuð meira
saman við hann að sælda. Örvænting
hefur gripið J.R. sem fær heimsókn
að ofan í líki engilsins Adams sem
sýnir þeim fyrrnefnda hvernig líf
Ewing-fjölskyldunnar hefði verið ef
J.R. hefði aldrei fæðst.
Þetta handrit er skrifað af fram-
leiðanda þáttanna, Leonard Katz-
man, sem einnig leikstýrir þessum
síðasta þætti sem endar með hvelli.
Fjöldi persóna snýr aftur til Dallas
í þættinum, eins og til dæmis Mary
Crosby í hlutverki Kristen Shephark,
en hún hefur ekki komið fram í
þáttunum síðan hún fannst á floti í
einkasundlaug Ewing-fjölskyldunn-
ar. Linda Grey er í hlutverki Sue
Eilen, en sú síðarnefnda giftist kvik-
Larry Hagman í
hlutverki J.R.
myndagerðannanni og fluttist til
London fyrir alllöngu. Steve Kanaly,
sem leikur Ray Krebbs, snýr aftur
og sömuleiðis þau Ted Shackelford
og Joan von Ark sem fara með hlut-
verk Gary og Valene Ewing, en þau
tvö hafa ekki komið fram í þáttunum
svo heitið geti í tíu ár. Þá rís enginn
annar en Nick, fyrrum elskhugi Sue
Ellen, upp frá dauðum í þessum síð-
asta þætti en með hlutverk hans fer
Jack Scalia.
En hvað englinum Adam, sem er
svo kannski enginn engill þegar allt
kemur til alls, gengur til með J.R.
blessaðan kemur áhorfendum
eflaust svo mikið á óvart að það
verður lengi í minnum haft að Dall-
as endaði með hvelli, segir m.a. í
kynningu frá Stöð 2.
OPERU GLEFSUR
í AUGLÝSINGUM
GLEFSUR úr óperum eru í auknum mæli notaðar í sjónvarpsauglýs-
ingum að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph, meðal annars
til að hvetja fólk til að kaupa líftryggingu, kjósa Verkamannaflokk-
inn og kaupa ákveðna bifreiðategundir.
Stef úr Tannháuser er notað til
að fá fólk til að horfa á kvik-
myndina Meeting Venus, sem er
styrkt með evrópsku fjármagni og
segir frá sænskri sópransöngkonu,
ungverskum hljómsveitarstjóra og
verkalýðsfélögum í París. í auka-
hlutverkum eru Spánverjar, Portúg-
alar og Bandaríkjamenn. Þannig
virðast óperuglefsur eiga vel við í
auglýsingum fyrir alþjóðlegan mark-
að.
Fyrirtækið Saatchi og Saatehi
notar stef úr Þrælakórnum í
Nabucco eftir Verdi til að að aug-
lýsa flugfélagið British Airways.
Nessun Dorma var kynningarlag
lýsinga frá heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu í breska ríkissjónvarp-
inu BBC og hljómar einnig í auglýs-
ingum um mat, sem er á boðstólum
í flugvélum.
Fiat notar Largo al Factotum úr
Rakaranum í Sevilla til að auglýsa
bíla. 1 Bandaríkjunum er tónlist úr
HoIIendingnum fljúgandi notuð í
auglýsingu um hraðpóstþjónustu. í
nýlegu sjónvarpsleikriti um dagbæk-
ur hljómar tónlist eftir Wagner þeg-
ar skuggaleg áform eru skipulögð.
Augiýsingaiðnaðurinn í Bretlandi
og Bandaríkjunum hefur ekki verið
í eins mikilli lægð í 20 ár. Óperu-
glefsur í auglýsingum hafa þann
kost að ekki þarf að greiða höfunda-
laun, því að tónskáldin eru fyrir
löngu komin undir græna torfu, og
áhugi á óperum virðist hafa aukist.
Óperugestum í Bretlandi fjötgaði um
15% í fyrra.
Venjulegur sjónvarpsáhorfandi í
Bandaríkjunum horfir á 3.000 aug-
lýsingar á dag, en aðeins 48% muna
eftir einni einustu auglýsingu, sem
þeir hafa séð í sjónvarpi á undan-
fömum íjórum vikum. Fyrir fjómm
árum mundu fjórðungi fleiri eftir
einhverri auglýsingu.
HÆTTID
AD
BOGRA
VID
ÞRIFIN!
N ú fást vagnar með nýrri vindu
par sem moppan er undin með
éinu handtaki án pess að taka
purfi hana afskaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta pýðir auðveldari og betri prif.
Auðveldara,
fljótlegraog
hagkvæmara!
V
Nýbýlavegi 18
Sími 641988
J
VERSLUNARRÁÐ
IV l'SLANDS
Morgunverðarfundur í Súlnasalnum, Hótel Sögu,
þriðjudaginn 29. október 1991, 08.00-09.30.
ÍSLENSKT
VIÐSKIPT ALÍF
Í NÝRRI
FRAMTÍÐARMYND
Verði samningurinn um evrópskt efnahagssvæði
að veruleika, gjörbreytist framtíðarmynd íslensks
viðskiptalífs. Hún breytist raunar hvort sem er
með nýjum viðskiptaháttum í heiminum. Um þessi
viðhorf verður fjallað á fundinum.
Framsögumenn:
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
„Nýjar aðstæður í íslenskum viðskiptum”
Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri.
„Viðskiptasamkeppni á nýjum nótum”
Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri FÍI.
„Atvinnulífið mun taka stakkaskiptum”
Árni Árnason, framkvæmdastjóri Árvíkur
„Áhrif á fyrirtæki f viðskiptum?”
Framsöguræður taka 40 mínútur og allt að 30
mínútur gefast fyrir fyrirspurnir og svör.
Fundarstjóri: Sigrún Traustadóttir, fjármálastjóri
Hagvirkis-Kletts hf.
Aðgangur með morgunverði af hlaðborði kr.
1.000,-
Fundurinn er opinn, en mikilvægt er að
þátttökutilkynningar berist í síma
678910 fyrir klukkan 16 á mánudag.
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
GOODpYEAR
VETRARHJÓLBARÐAR
GOODýYEAR
60 ÁR Á ÍSLANDI
UMBOÐSMENN UM LAND
IHl
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI 695500 674363