Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 13
Jt jM flfc »1 C* |- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUJSÍNUDAGUR’27. OKTÓBER 1991 - C 13 Jónas Hjörleifs- son — Minning Fæddur 2. janúar 1909 Dáinn 30. september 1991 Foreldrar Jónasar voru Hjörleifur Jónsson bóndi í Skarðshlíð undir Austur-Eyjafjöllum og Ragnhildur Þórðardóttir vistráðin á sama stað. Meinbugir voru á, Hjörleifur kvænt- ur stórlátri konu, Sigríði Guðna- dóttur. Þau áttu fimm börn. Foreldrar Hjörleifs lifðu þá í skjóli sonar síns Gissurar í Drangs- hlíð. Þegar þeim barst fregn þessi féll gömlu konunni allur ketill í eld, en maður hennar lét sér hvergi bregða, kvað slíkt margan góðan dreng hafa hent og haldið virðingu sinni óskertri. Síður hefði hann kosið son sinn staðinn að hnupli. Bjóst hann svo til J'erðar og rölti út að Skarðshlíð. Árangur þeirrar farar varð sá að til engra örþrifa- ráða var gripið. Guðrún, systir þeirra Hjörleifs og Gissurar, bjó í Vesturbænum í Drangshlíð. Hún og maður hennar, Þorsteinn Jónsson tóku hinn ný- fædda svein í fóstur og ólu hann upp sem eiginn son. Jónas gerðist snemma tápmikill og áræðinn. Þrátt fyrir nokkurn aidursmun urðum við brátt leikfé- lagar og unnum síðar saman að félagsstörfum tvíbýlisins. Saman vöktum við yfir túni, gengum sam- an til ánna um sauðburð, sóttum þær eftir fráfærur og smöluðum þeim á kvíból kvölds og morgna sumarlangt. Aldrei hallaði á hann við störf þessi þótt yngri væri. Fósturforeldrar Jónasar áttu sér eina dóttur barna. Hún giftist og ungu hjónin tóku við snotru búi. Nýi bóndinn reyndist lítill búhöldur, enda sjósókn meira við hans hæfi. Þegar Jónas var 17 ára féll bóndinn frá. Ekkjan stóð ein uppi með fimm böm á framfæri. Ekki var annað sýnna en hún yrði að hverfa frá föðurleifð sinni, en þá gerðist Jónas fyrirvinna hennar. Með harðfylgi sínu og atorku tókst honum að snúa málum til réttari átta, svo að ekki þurfti að leita á náðir Kreppulána- sjóðs, sem settur var á laggirnar um líkt leyti og Jónas hvarf frá Drangshlíð. Á þessum árum fór Jónas að afla sér tekna með sjósókn á vetr- um. Hann komst í skipsrúm hjá aflakónginum Guðmundi Jónssyni á Skallagrími og var þar vertíð eftir vertíð. Sannar það best harðfengi hans, því að engir veifiskatar urðu mosavaxnir um borð á Skalla. Jónas hugðist þó ekki gera sjó- mennsku að ævistarfi heldur verða bóndi. En jarðnæði lá ekki á lausu undir Austur-Eyjafjöllum. Um langan aldur hafði Stefán Halldórsson búið góðu búi á Rauða- felli. Á fjórða áratug þessarar aldar var hann orðinn ekkjumaður og börn hans horfin úr föðurgarði. Sonur hans, sem líklegur var að taka við á Rauðafelli, varð úti. Er af því saga hörmuleg. Varð nú að ráði með góðu samþykki barna Stefáns að Jónas fengi jörðina til ábúðar og tryggði Stefáni áhyggju- lausa elli uns yfir lyki. Um það leyti hafði Jónas kvænst Ragnhildi Guð- jónsdóttur frá Raufarfelli. Ingveld- ur móðir hennar hafði lengi búið í ekkjustandi og komið börnum sín- um öllum til manns af eigin ramm- leik. Rauðafell var talin fleytingsjörð góð, en ág’alli að Kaldklifsá spillti lendum. I tíð Jónasar hefur það breyst í vildisjörð og ágangur vatna heftur. Um margt voru þeir sambýlis- menn ólíkir, Stefán fastheldinn á fornar venjur en Jónas maður breyttra tíma. Með léttri lund tókst Jónasi að forðast árekstra og Stefán átti gott ævikvöld í skjóli þeirra hjóna. Stefán andaðist 1962. Jónas og Ragnhildur eignuðust þijár dætur og tvo syni. Þau heita Guðrún, Guðný, Þórhildur, Þor- steinn og Guðni. Dætur þeirra hafa stofnað heimili á Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum og Reykjvaík. Synir þeirra hafa ætíð átt heimili á Rauðafelli en aflað fanga útífrá og veið fengsælir. Guðni hefur verið vertíðarmaður á aflahæsta skipi Vestmannaeyja árum saman en heima á sumrum. Þorsteinn vann að virkjun Þjórsár. Hann kvæntist og reisti nýtísku hús á hlaðvarpan- um heima og hefur nú tekið við búsforráðum á Rauðafelli. Foreldr- ar hans urðu því engar hornrekur við búendaskipti en gátu áfram dvalist í sínu gamla húsi. Því hefur verið vel viðhaldið og snyrt í kring. Ákveðið hefur verið að það verði griðastaður brottfluttra ættingja. Jónas var hamhleypa til allra verka og hlífði sér í engu. Hann var góður granni, lítt sýtingssamur um smámuni. Kom það sér vel í þéttbýli meðan slægjulönd voru enn bútuð í smáspildur og ógirt. Hann var fús að rétta nágrönnum hjálpar- hönd og átti mörg dagsverk í ann- arra garði og ekki ætíð reiknuð til verðs. Glaður og reifur var hann til hinstu stundar. Hin síðari ár þvarr hið mikla lík- amsþrek Jónasar, enda því tíðum ofgert. Fyrir nokkrum árum átti hann alllanga legu á Landspítala Islands. Eg tók upp þráðinn frá bernsku okkar og heimsótti hann daglega. Áttum við þar ógleyman- legar stundir er við rifjuðum upp sameiginlegar minningar frá bernskudögum okkar. Þrátt fyrir þverrandi minni stóðu þeir honum ljóslifandi fyrir sjónum. Jónas var jarðsunginn frá sókn- arkirkju sinni í Eyvindarhólum. Svo margir fylgdu honum til grafar að fleiri hlýddu í andakt utan dyra en innan og þó rúmar hin fagra kirkja öll sín sóknarbörn í sæti samtímis. Það kom þó ekki að sök því að Eyjafjöll skörtuðu sínu fegursta með blikandi haf á aðra hönd en sólglitrandi jökla á hina. Jón Á. Gissurarson BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúsiega uppiýsingar og ráðgjöf um KS.HELGASONHF IISTEINSMKMA ■■ SKEMMUVEGt 4ð'SlMt 7Q677 Grímur Grimsson framkvæmdarstjóri Steve Allison kennari Julie Ann Ingham skólastjóri Michele Geldens kennari Margrét Hálfdánardóttir skrifstofustjóri Helen Everett kennari Jacqueline Foskett kennari Cheryi Hiii Kennari Carolyn Godfrey kennari ALLIR KENNARAR SKÓLANS HRH í SÍMA 25331 EDA 259« 06 FADU FREKARIUPPLYSINGAR KENNSLA HEFST 4. NÓVEMBER NK. Fyrir fullorðna: Almenn enska (7 vikur) (1-11 stig) Enskar bókmenntir (5 vikur) Rituð enska (5 vikur) Viðskiptaenska I (5 vikur) Viðskiptaenska II (5 vikur) Bretland: Saga, menning og ferðalög (5 vikur) Önnur námskeið: Krárhópar (5 vikur) Umræðuhópar (S vikur) Fyrir börn: Leikskóli fyrir 3-5 ára (6 vikur) Byrjendanámskeið 8-10 ára (6 vikur) Bytjendanámskeið 10-12 ára (6 vikur) TOEFL - G MAT - GRE námskeið Undirbúningsnámskeið fyrir próf sem krafist er við flesta skóla í enskumælandi löndum (4/5 vikur) Einkatímar: Hægt er að fá einkatíma eftir vali Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann í spjall og kaffí áður en námskeiðin hefjast, 30. okt. til 3. nóv. nk. Við bjóðum upp á 11 námsstig í ensku. Við metum kunnáttu þina og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum best. Komdu í heimsókn eða hringdu - þvi fylgja engar skuldbindingar ÞU FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJA OKKUR - VELKOMIN I HOPINN Velkominn í Enskuskólann TUNGOTU 5 101 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.