Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1991, Blaðsíða 26
26 C MORpiLJj^BLABIÐ SAMSAFNIPitr#t^@ 27.. QKTÓBKR • U)91 ÆSKUMYNDIN... ERAF RÚNARIÞÓR PÉTURSSYNI, TÓNLISTARMANNI Svdtaárin bestuárin Á FIMMTA aldursári, sat hann með harniomkk- una hans pabba síns á gólfínu heima á ísafirði ^ og spilaði á meðan bróðir hans, tveimur árum eldri, sat á móti honum og dró belginn sundur og saman svo úr nikkunni kæmi hljóð. Ekki var hann heldur hár í loftinu þegar hann fór að fara niður í bílskúr heima hjá sér til að leita uppi þau tól og tæki sem nýst gætu í heimagert trommusett. Síðan hefur músík ver- ið hans lifibrauð, en í vikunni sendi hann frá sér nýja hljómplötu sem ber nafnið „Yfir hæð- ina”. Draumur Rúnars Þórs frá því í gamla daga hefur verið að eignast sitt eigið sveitabýli. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON r Urýmsum áttum Myndasafnið að þessu sinni hefur að geyma myndir úr t ýmsum tímum og við ólík tæki- færi. Elsta mynd- in var tekin á Iðn- sýningunni í Reykjavík haust- ið 1952 og sýnir íslenska fram- leiðslu á jeppa- húsum, en Willys- jeppar sem-þessir nutu mikilla vin- sælda, einkum um hinar dreifðu byggðir landsins, enda Willys-jepp- inn oft nefndur „þarfasti þjónn- inn” á þessum árum. Þá er mynd frá sjómannadeginum árið 1954, þegar hornsteinn var lagður að Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Laugarási. Mikil hátíðabrigði þóttu að víkingaskipi því, sem haft var með í skrúðgöngunni, mannað rosknum sjómönnum. Þá er mynd af tísku- sýningarstúlkum. Ekki er nákvæm- lega vitað hvaða ár myndin var tekin, en líklega hefur það verið um miðjan sjötta áratuginn. Að lokum er mynd af hljómsveitinni Trúbrot, að kynna fyrstu plötu sína og er myndin tekin um, eða rétt eftir 1970. Hljómsveit þessi þótti hafa nokkra yfirburði meðal popphljóm- sveita hér á landi enda valinn maður í hverju rúmi. Rúnar Þór er fæddur á ísafirði þann 21. september 1953. Foreldrar hans eru Pétur Geir Helg- ason framkvæmdastjóri á Árskóg- strönd og Ósk Norðfjörð Óskars- dóttir húsmöðir, en Rúnar er næst- elstur fjögurra systkina. „Hann var sérstaklega rólegur, blíður og góður krakki,” segir móðir hans. „Hann var meira að segja svo blíður að áður en hann fór að ganga, skreið hann um gólfin og kyssti á manni fæturna.” Honum leiddist í skóla og þótti lítið til bóknámsins koma. Hinsveg- ar vat það tónlistin sem átti hug hans óskiptan og þegar hann hóf tónlistarnám hjá Ragnari H. Ragn- ars hafði hann fundið sína réttu hillu í lífinu. Þar hóf hann fyrst trompetnám og nú er hann þeim hæfíleikum gæddur að geta gripið í nánast hvaða hljóðfæri sem er. „Einu sinni kom hann til okkar í heimsókn að sunnan. Hann rauk inn úr dyrunum og beint inn í herberg- ið þar sem orgelið er geymt án þess að kasta á okkur almennilegri kveðju. En þegar betur var að gáð, hafði hann samið lag í huganum á leiðinni norður og þurfti endilega að koma því á nótur áður en hann gleymdi því,” segir Ósk. Á æsku- og unglingsárunum var hver hljóm- sveitin stofnuð á fætur annarri og fengu þær hin frumlegustu nöfn, svo sem Skippers, Flensan, Pestin, Jana og Hveijir sem átti að vera stæling á hljómsveitinni Who. Að Núpi í Dýrafirði hitti Rúnar Þór síðan fyrir skólafélaga sinn þar Egil nokkurn Ólafsson og þar var hljómsveitin Rassar sett saman. Öm Jónsson, fyrrum meðlimur í Grafík, var í hljómsveitabransanum með Rúnari fram undir tvítugt, en þá fluttist Rúnar til Reykjavíkur. „Hann er eins og aðrir — hefur sína kosti og galla sem ég ætla ekkert að ræða hér því annaðhvort líkar manni við fólk eða ekki og Rúnar Þór er einn þeirra manna sem mér líkar mjög vel við. Og það er heldur engin dilkadráttur í honum Rún- ari,” segir Örn. Fyrir utan tóniistina var skíða- íþróttin, sund og fótbolti me'ðal annarra áhugamála og ekki var langt í náttúrubarnið Rúnar Þór. „í þijú sumur var ég í sveit hjá besta bónda í heirni -- hjá honum Jóa í Svansvík við ísafjarðardjúp. Þar hafði ég þann starfa að reka beljur og smala sauðfé. Þetta var minn besti tími. Minn draumur hef- ur síðan verið sá að eignast ein- hvern tímann sjálfur gott sveita- býli,” segir Rúnar Þór. Á sjómannadaginn 1954 var mikið um dýrðir og meðal annars mátti sjá þettta víkingaskip, sem mannað var rosknum sjómönnum. SVEITINMÍNER... KÚVÍKUR Ina Jensen veðrasamt. Á ísárum var mikill ís á fírðinum. Árið 1918 var t.d. sam- felldur ís á öllum Húnaflóa. Ég hef einu sinni komið að Kú- víkum síðan staðurinn fór í eyði. Þar er er nú húsalaust því íbúðar- húsið sem pabbi byggði árið 1908 var flutt að Kaldbaksvík og er þar athvarf laxveiðimanna í dag. Inn- búið er varðveitt í' Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði.” Kúvíkur t Árneshreppi „Sveitin mín er Kúvíkur í Ár- neshreppi, Strandasýslu,” segir ina Jensen, kjördóttir kaup- nannshjónanna Karls Friðriks íensens og Sigríðar Pétursdótt- jr. Kúvíkur, eða Reykjafjarðar- yerslunarstaður, eru nú í eyði. Það var verslað þar frá einokun- trtímanum til ársins 1947 að i Karl Jensen flutti til dóttur sinn- ar á Djúpuvík, þar sem hann dó ári seinna. ,í Kúvíkum er frekar láglent en bar þótti góð höfn. Hjallar og háls- ir eru fyrir ofan gamla verslunar- itaðinn. Rigningarsamt er í þessu byggðarlagi í norðanátt og þoku- gjarnt, en að öðru leyti ekki sérlega ÞANNIG... SKIPULEGGUR Ámi Sigfusson tíma sinn Árni Sigfússon með lykillausnina. „Ég reyni að gera mér skýra mynd af því sem skiptir máli og skipuleggja tíma minn sam- kvæmt því,” segir Árni Sigfús- son, fjölskyldufaðir, borgarfull- trúi og framkvæmdasljóri Stjórnunarfélagsins, fyrirtækis sem m.a. kennir fóiki að skipu- leggja tíma sinn. Árni þarf því að sinna störfum á þremur „víg- stöðvum” og til þess að hann hafi tíma til þess, segir hann nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hverju hann vilji áorka á degi hverjum. Til að auðvelda sér skipu- lagninguna notast Árni við hugbúnað, svokallaða „lykil- lausn”, sem byggir á svipuðu kerfi og „Time Manager” sem margir kannast við. Hann segist þó engan veginn fullnuma í fræðunum „Það kostar töluverða áreynslu að aga sig til og ég er rétt byijaður.” -Hvað með óvæntar uppákomur? „Ef dagurinn er vel skipulagður og menn hafa skýra mynd af því hveiju þeir vilja áorka, er tími til að takast á við þær. Það er alrangt að þeir sem skipuleggja tíma sinn vel séu svo hundleiðinlegir að snúi þeir sér vitlaust í dyragættiniii fari allt í háaloft. Þvert á móti verða menn afslappaðri fyrir vik- ið.” Árni segist reyna að setja sam- an tíma sinn þannig að hvergi halli á. Þar sem hann sinnir fjölda ábyrgðarstarfa, sem geta reynst tímafrek, tekur hann frá sérstakan tíma fyrir fjölskylduna. „Maður verður sífellt að velja og hafna og ég sinni því ekki _sem mér finnst ekki skipta máli. Ég reyni að gera mér grein fyrir því hvaða stóru verkefni liggja fyrir hvern dag og haga tíma mínum eftir því. Þetta ber ekki að skilja sem svo að ég skipuleggi tíma minn mínútu fyrir mínútu en ég reyni að vera stund- vís, mín og annarra vegna.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.