Morgunblaðið - 20.11.1991, Page 1

Morgunblaðið - 20.11.1991, Page 1
56 SIÐUR B 265. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Átök tefja flutninga frá Vukovar Belgrad. Reuter. TILRAUNIR til að flytja særða menn, gamalmenni og börn frá Vukovar fóru út um þúfur í gær vegna bardaga milli króatískra þjóðvarðliða og sambandshers- ins. Langflestir Króatanna hafa þó gefist upp en nokkur hópur heldur enn uppi mótspyrnu. Vopnahléið, sem um samdist fyr- ir helgi, hefur ekki verið virt og hefur sambandsherinn haldið uppi stórskotaliðsárásum og loftárásum á borgir og bæi víða í Króatíu. Fyrirhugað var, að bílalest frá króatíska hemum færi til Vukovar til að sækja þangað um 400 særða menn, 110 börn og 100 gamal- menni en hætt var við þessa áætlun þegar bardagar brutust út skammt frá sjúkrahúsinu í borginni. Síðar var þó skýrt frá því, að sambands- hermenn hefðu náð sjúkrahúsinu á sitt vald. Embættismaður í upplýs- ingamálaráðuneytinu í Zagreb, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sagði hins vegar, að ástæðan væri aðal- lega sú, að sambandsherinn hefði margbreytt leiðinni, sem bílalestin ætti að fara. Hugsanlega vegna þess, að hann treysti ekki eigin mönnum og allra síst serbnesku sjálfboðaliðunum, cetnikunum, til að ráðast ekki á lestina. Sagði hann, að enn væru í Vukovar um 2.000 böm og ástandið á þeim og aðstæð- urnar skelfílegri en orð fengju lýst. Hafa þau hírst í húsakjöllurum ásamt fullorðna fóikinu í þá 86 daga, sem árásir sambandshersins hafa staðið yfir. Króatíska æðstaráðið, sem er skipað fulltrúumi ríkisstjórnarinnar og hersins, hefur skipað Króatanum Stipe Mesic, forseta júgóslavneska sambandsríkisins, að segja'af sér. Sagði í samþykktinni, að þetta embætti væri í raun ekki til lengur. Sjá frétt á bls. 21. Nakta Maja tekin niður New York. The Daily Telegraph. ENDURPRENTUN málverksins Nöktu Maju eftir spænska málar- ann Goya hefur verið tekin niður af vegg skólastofu nokkurrar í Penn State háskólanum í Banda- ríkjunum. Ástæðan er sú að kvenkyns prófessor við skólann kvartaði undan því að málverkið truflaði kennsluna. Endurprentunin hefur hangið í tónstofu háskólans undanfarin tíu ár. Sýnir það hertogaynjuna af Albá liggja brosandi á dívan og var mál- að um aldamótin 1800. í síðustu viku ályktaði Kvennanefnd skólans sem fjallar um samskipti kynjanna að myndin skyldi tekin niður og var svo gert. í áliti nefndarinnar sagði að kvenkyns kennarar skólans ættu í erfiðleikum með að varðveita fag- lega ímynd sína með mynd af nak- inni konu á veggnum bak við þær. Ekki fylgir sögunni hvort annað málverk Goya, Klædda Maja, verð- ur hengt upp í staðinn. Reuter Bandaríkjamaðurinn Thomas Sutherland faðmar eiginkonu sína Jean en þau hittust á hersjúkrahúsi í Wiesbaden í Þýskalandi í gær eftir rúmlega sex ára aðskilnað. Terry Waite og Thomas Sutherland: Gíslamálinu gæti lokið um áramótin Lundúnum. Reuter. VESTRÆNU gíslarnir tveir, sem látnir voru lausir í Líbanon á mánudag, hittu fjölskyldur sínar í gær eftir að hafa verið hlekkjaðir í dimmum herbergjum í áraraðir. Þeir sögðust báðir vona að endi yrði senn bundinn á gíslamálið. Bretanum Terry Waite var fagn- að sem þjóðhetju er hann kom til herstöðvar í suðurhluta Englands eftir 1.763 daga gíslingu. Á meðal þeirra sem tóku á móti honum voru Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, og fyrrverandi og núver- andi biskupar af Kantaraborg. Waite sagði að mannræningjarnir í Líbanon hefðu sagt að síðustu bandarísku gíslingarnir þrír y-rðu leystir úr haldi fyrir lok mánaðarins og kvaðst vona að tveimur Þjóðverj- um yrði einnig sleppt fyrir áramót. Þjóðverjarnir eru í haldi hreyfingar, sem er einkum skipuð ættingjum tveggja shíta er sitja í fangelsi í Þýskalandi. „Þeir hafa komist í mikinn vanda með því að halda gíslunúm,” sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Suth- erland, sem var einnig látinn laus á mánudag, er hann kom á banda- rískt hersjúkrahús í Wiesbaden í Þýskalandi. „Þeir hafa áttað sig á að slíkt borgar sig ekki.” Báðir mennirnir voru taldir betur á sig komnir en búist hafði verið við. Utvarpið í Teheran sagði að lausn mannanna tveggja benti til þess að mannræningjarnir í Líbanon hefðu ákveðið að láta alla gíslana lausa. „Búist er við að endi verði bundinn á gíslamálið að fullu og öllu,” sagði útvarpið. Mannræningjarnir í Líbanon höfðu krafist þess að Líbanir, sem eru í haldi ísraela, yrðu látnir laus- ir. ísraelar halda enn 300 Líbönum og ísraelsstjórn sagði í gær að ekki kæmi til greina að láta þá lausa. Hún sagði þó síðar að líbanskir fangar kynnu að verða leystir úr haldi ef greint yrði frá örlögum ísra- elsks flugmanns, sem var skotinn niður yfir Líbanon. Sjá fréttir á bls. 20. Sovétríkin: utanríkisráðherra á ný Moskvu. Reuter. The Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatjsov, forseti Sovétríkjauna, útnefndi Edúard She- vardnadze í embætti utanríkisráðherra Sovétríkjanna í gær. Því starfi gegndi Shevardnadze frá árinu 1985 þangað til í desember 1990. Þá sagði hann af sér vegna þess að myrkraöflin væru að taka völdin í landinu eins og hann orðaði það. Borís Pankín, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra frá valdaráninu í Sovétríkjunum í ágúst, verður sendiherra Sovétríkjanna í London. Shevardnadze sem er 63 ára gamall hefur löngum verið einn helsti bandamaður Gorbatsjovs og átti stóran þátt í að móta Umbóta- stefnu forsetans. Hann fór með utanríkismál Sovétríkjanna þegar samskipti ríkisins við vestræn ríki og bandalagsríki í Austur-Evrópu tóku stakkaskiptum. Afsögn Shev- ardnadze í desember síðastliðnum kom gífurlega á óvart en það átti eftir að koma á daginn að varnaðar- orð hans voru á rökum reist. „Ein- ræði vex fiskur um hrygg. Umbóta- sinnarnir hafa yfirgefið sjónarsvið- ið,” sagði Shevardnadze á fundi fulltrúaþings Sovétríkjanna í des- ember í fyrra þegar hann skýrði afsögn sína. Hann lét áfram til sín taka í stjórnmálum og stofnaði ásamt fleirum Lýræðisumbóta- hreyfinguna svonefndu. Eftir valda- ránið misheppnaða var hann beðinn um að taka að sér embætti utanrík- isráðherra á ný en hafnaði því á þeirri forsendu að ekki væri ljóst hvers fulltrúi hann yrði þá, framtíð Sovétríkjanna væri á huldu. Shevardnadze er Georgíumaður og var flokksformaður þar á árun- um 1972 til 1985. Zviad Gamsak- hurdia, núverandi forseti Georgíu, sem á þeim árum var andófsmaður, ber Shevardnadze ekki vel söguna og segir að stjórn hans á lýðveldinu hafi verið blóðug. í viðtali við sovéska sjónvarpið, sem sýnt var í gær en var tekið fyrir nokkrum dögum, segir She- vardnadze að mesta hættan sem steðji að heimsbyggðinni sé óstöð- ugleiki í Sovétríkjunum. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði ákvörðun Gorbatsjovs í gær. „Við þekkjum [Shevardnadze] vel og berum mjkla virðingu fyrir honum,” sagði Bush. Gorbatsjov tilkynnti ennfremur f Edúard Shevardnadze gær ýmsar breytingar á sovésku utanríkisþjónustunni. Nafni ráðu- neytisins verður breytt og undir það falla utanríkisviðskipti. Sendiherrar í Frakklandi, írlandi, Grikklandi og Svíþjóð verða fluttir til innan utan- ríkisþjónustunnar. John Major, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði í gær skipan Pankíns í sendiherrastöðu í London. Gorbatsjov hafði hringt í Major og spurt álits á þessari tilhögun og svaraði Major um hæl að hún væri mjög svo ásættanleg. Heimildar- menn sem þekkja Pankín vel segja að honum hafi fundist sem ráð- herrastaðan ætti ekki við sig og hafi hann mælst til þess að Gorb- atsjov flytti hann til. Havel vottaður stuðningur Þúsundir námsmanna lýstu í gær yfir stuðningi við Vaclav Havel for- seta Tékkóslóvakíu á útifundum í Prag. Havel hefur farið fram á aukin völd til að afstýra gliðnun ríkisins en öflug sjálfstæðishreyfing er í Slóvakíu. Havel vill m.a. fá heimild til að ijufa þing og stjórna með tilskipunum fram að þingkosningum. Edúard Shevardnadze

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.