Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 2

Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 Jólatrén valin Morgunblaðið/Þorkell Fyrir jólin mun Skógræktarfélags íslands í fyrsta sinn setja á markað- inn um 300 tré, rauðgreni og stafafuru, úr 30 hektara landi sem félag- ið hefur á leigu í Brynjudal inn af Hvalfirði. Það voru þeir Jón Geir Pétursson og Jón Sólmundsson sem felldu fyrstu trén og sagði Brynj- ólfur Jónsson framkvæmdastjóri félagsins, að þetta væri í fyrsta sinn sem félagið aflaði sér tekna með sölu á jólatrjám en það'er Land- græðslusjóður í Fossvogi sem tekur hana að sér. Sláturhús KASK uppfyllir heilbrigðiskröfur EB: Kjöt flutt út á EB-mark- að eftir fjögnrra ára hlé Búizt við að 200 tonn verði flutt út af 6001 sem heimilt er að selja til EB SLÁTURHÚS Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði fékk í gær staðfestingu frá Evrópubandalaginu um að húsið full- nægði ölium heilbrigðiskröfum bandalagsins og mætti því flytja út kindakjöt í heilum skrokkum á EB-markað. Ekkert íslenzkt slátur- hús hefur mátt flytja út kjöt til EB í nærri fjögur ár vegna þess að aðbúnaður hefur ekki staðizt heilbrigðiskröfur. Búast má við að KASK flytji út um 200 tonn á árinu, en Islendingum er heimilt að flytja út 600 tonn til EB samkvæmt samningi við bandalagið. Sj 6 vá-Almennar: Eignast 49% hlut í Abyrgð SJÓVÁ-ALMENNAR eignast 49% hlutafjár Ábyrgðar hf., tryggingafélags bindindis- manna, þegar hlutafé Ábyrgðar hf. verður aukið á næstunni. Einnig hafa félögin gert samning um að auka samstarf á sviði tölvuvinnslu, bókhalds, inn- heimtu og tjónaafgreiðslu og er markmiðið að draga úr rekstrar- kostnaði beggja félaganna. Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra Sjóvár- Almennra, er hlutafé Ábyrgðar hf. í dag 56 milljónir króna. Hlutafé verður aukið um 56 milljónir, þann- ig að það verður 112 milljónir króna alls. Sjóvá-Almennar munu kaupa nýja hlutaféð og verða eigendur að 49% af hlutafé Abyrgðar. „Hin 51% verða í eign Ansvar, sem er trygg- ingafélag sænskra bindindismanna, en það á í dag 95%. Þrátt fyrir þessa hlutafjáraukningu verður Ábyrgð hf. áfram dótturfélag An- svar,” segir Einar. Einar segir að meginbreytingin, sem snúi að viðskiptavinum Ábyrgðar, verði væntanlega fólgin í því að nú fari öll tjónavinnsla fram í Tjónaskoðunarstöðinni á Drag- hálsi, en fram til þessa hafi einung- is bifreiðatjón verið skoðuð og met- in þar. „Samningarnir eru í raun tví- þættir. Annars vegar leggjum við fram aukið hlutafé og hins vegar gerum við þjónustusamning við Ábyrgð, þar sem við tökum að okk- ur ákveðna þætti í rekstri félags- ins. Ábyrgð er sjálfstætt trygginga- félag og verður það áfram, þrátt fyrir þetta aukna samstarf milli félaganna. Við teljum að Ábyrgð hafi góðan og traustan viðskipta- mannahóp, sem muni skipta áfram við það félag,” segir Einar Sveins- son. Borgarráð: Utsvar verði óbreytt á næsta ári Á FUNDI borgarráðs í gær var samþykkt að leggja til við borg- arstjórn að útsvar í Reykjavík verði óbreytt á næsta ári. í tillögunni segir að borgarráð samþykki að leggja til við borgar- stjóm að útsvarsgreiðsla í stað- greiðslu fyrir árið 1992 verði óbreytt, eða 6,7%. Að sögn Einars Karlssonar, slát- urhússtjóra hjá KASK, kotn hol- lenzkur eftirlitsmaður frá EB í haust og kynnti sér aðstæður í slát- urhúsinu. Athugun hans leiddi í ljós að húsið uppfyllti kröfur Evrópu- bandalagsins og mega Hornfirðing- ar því flytja út 1. flokks kjöt á Evrópumarkaðinn. Að sögn Jóhanns Steinssonar hjá Goða hf., sem annast útflutning á kindakjöti fyrir siáturhúsin, hefur öðrum húsum, sem áður fluttu út á EB-markað, ekki tekizt að upp- fylla þær ströngu reglur um hrein- læti, sem bandalagið setur. Einnig hefur það staðið í vegi fyrir útflutn- ingi að embættismönnum EB hefur ekki þótt nógu gott eftirlit haft með því að lömb leidd til slátrunar hafi ekki verið fóðruð á hormónum. Nú viðurkennir EB hins vegar það eftir- lit, sem hér er framkvæmt, að sögn Jóhanns. Jóhann sagði að Goði (áður bú- vörudeild Sambandsins) hefði átt góða viðskiptavini í Danmörku og Þýzkalandi, sem þekktu íslenzka kindakjötið og væru líklegir til að vilja kaupa kjötið, sem KASK má nú flytja út. Hann sagði að útflutn- ingur á EB-markað myndi hjálpa eitthvað til að grynnka á umfram- birgðum af kindakjöti. Gért er ráð fyrir að í ár verði flutt út um 1.500 tonn alls og er þá reiknað með 200 tonnum á Evrópubandalagsmarkað, að sögn Jóhanns. Undanfarin ár hafa verið flutt út um 2.000 tonn af kjöti á ári, einkum til Færeyja og Svíþjóðar, þar sem fengizt hefur sæmilegt verð. „Verðið á EB-markaðnum er betra en á jaðarmörkuðum eins og Japan og Mexíkó, en það er mikil samkeppni þar við nýsjálenzkt kjöt, sem nú er á mjög lágu verði. Þetta er ekkert Iúxusverð, en betra en heimsmarkaðsverðið,” sagði Jó- hann. Það er því ljóst að kjötið verður flutt út með umtalsverðum útflutn- ingsbótum. „Þetta hjálpar til við að losa sig við það, sem til er, fram að næstu sláturtíð. Eftir það er útflutningur með útflutningsbótum meira og minna úr sögunni og þá er spurning hvort bændur geta sætt sig víð það verð, sem heims- markaðurinn býður,” sagði Jóhann. EES-samningur: Undirritnn ráðherra tefst vart GUNNAR Snorri Gunnarsson, forstöðumaður viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, telur að sú töf sem orð- ið hefur á því að embættis- menn áriti EES-samninginn eigi ekki að fresta undirritun samningsins af hálfu ráð- herra ríkja EB og EFTA. Evrópudómstóllinn hefur varpað fram ýmsum grundvall- arspurningum um hlutverk dóm- stóls Evrópska efnahagssvæðis- ins og má af þeim merkja að æðstu dómarar Evrópubanda- lagsins óttist að EES-samning- urinn vegi að sjálfstæði þeirra. Gunnar segir að verði endanlegt álit Evrópudómstólsins ótvírætt á þann veg að samningurinn stangist á við Rómarsáttmálann, grundvallarlög EB, þá hljóti að koma til álita fyrir ráðherraráð EB og aðildarríkin að breyta Rómarsáttmálanum í samræmi við það, en þessar vikurnar e'r einmitt unnið að endurskoðun sáttmálans fyrir leiðtogal'undinn í Maástricht í desember. Sjá nánar á miðopnu. Hraðbankar skráðu úttekt en skiluðu engum peningum VEGNA mistaka hafa sumir notendur hraðbanka orðið fyrir því að fá enga peninga í hendur er þeir reyndu að taka út af reikn- ingum sínum með bankakorti. Engu að síður skráði tölvubúnaður bankanna úttekt af reikningnum. Þetta ósamræmi varð þegar hraðbankarnir voru beintengdir bókhaldi aðaltölvu hjá Reikni- stofu bankanna. Að sögn Þórðar B. Sigurðsson- ar, forstjóra Reiknistofu bank- anna, var verið að beintengja hraðbankana við bókhaldið i aðal- vél, svo að allar færslur yfir dag- inn bókist jafnóðum. „Fyrir klaufaskap var hraðbankanum gefin heimild fyrir 10 þúsund króna úttekt á dag í stað 15 þús- und króna, þannig að viðmiðunar- markið var rangt. Þetta varð til þess að ef beðið var um meira en 10 þúsund krónur neitaði hrað- bankinn úttektinni, en færsla átti sér samt sem áður stað,” segir Þórður. Þórður sagði að þetta hefði staðið yfir helgi en hefði svo ver- ið leiðrétt strax á mánudeginum 11. nóvember. „Eftir að þessu hafði verið komið í lag uppgötvað- ist að ef farið var yfir heimild eða hætt við úttekt, sendi hraðbank- inn leiðréttingafærslu, sem ekki var bókuð fyrr en að kvöldi, en það þarf aðgerast ura leið,” sagði Þórður. „Það var búið að fara yfir þetta allt saman og prófa áður en bein- tengingin átti sér stað, en samt gerðist þetta. Ég vona að nú séu hraðbankarnir komnir í lag. Allt svona er leiðrétt, en ef fólk er í einhveijum vafa á það að snúa sér til útibús síns. Við viljum biðj- ast afsökunar á öllum óþægind- um, sem fólk hefur orðið fyrir af þessum sökum,” sagði Þórður. í október voru um 40 þúsund úttektir í hraðbönkum, eða um 50 færslur að meðaltali á dag í hvetjum hraðbanka. „Þessi notk- un er nú ekki mikil. Duglegur gjaldkeri getur afgreitt á milli 900 og 1.000 færslur á dag á þeim itíma.sem opið er,” sagði Þórður B. Sigurðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.