Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 3 Island-Rússland: Undirritun viðskipta- samnings á næsta leiti VONIR standa til að viðskipta- samningur við rússneska lýðveld- ið verði undirritaður mjög fljót- lega og þá verði hægt að taka upp formlegar viðræður um sölu á einstökum vörutegundum til lýðveldisins. Að sögn Einars Benediktssonar, framkvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, hefur Síldarútvegsnefnd leitað nýrra leiða með sölu á salt- aðri síld til Sovétríkjanna, eftir að ljóst varð að stjórnvöld myndu hætta miðstýrðum kaupum á mat- vælum, og hefur einkum verið lögð áhersla á viðskipti við rússneska lýðveldið. Þá hefur jafnframt verið unnið að því á vegum utanríkisráðu- neytisins að ná samkomulagi um viðskiptasamning milli ríkisstjórna Islands og rússneska lýðveldisins, sem ætlað er að vera grunnur við- skipta. Einar sagði Síldarútvegs- nefnd undanfarið hafa undirbúið svo sem kostur væri hugsanleg framtíðarviðskipti, þannig að þau mætti hefja með skjótum hætti ef úr rættist með gjaldeyri Rússa til kaupanna. Borgarráð: Okeypis í bílastæði fyrir jól BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu umferðardeildar að skipulagi jólaumferðar í borginni í desembermánuði. Er gert ráð fyrir takmarkaðri umferð um Laugaveg og Aust- urstræti auk þess sem ókeypis verður í bilastæði á vegum borgarinnar laugardagana fyrir jól. Bent er á fjölda bílastæða í bílastæðahúsum borgarinnar og undir berum himni, til dæmis á Bakkastæði. Starfsmenn fyrirtækja í mið- bænum eru hvattir til að leggja bílum sínum fjær en venjulega fram að jólum. Jafnframt er fólk eindregið hvatt til að nota stræt- isvagna. Lánskjara- vísitala lækk- ar um 0,22% Verðbólgan 1,6% síðustu 3 mánuði Lánskjaravísitalan lækkar milli mánaðanna nóvember og desember og verður 0,22% lægri í næsta mánuði en hún var í nóv- ember. Vísitalan 3.198 gildir fyr- ir desember en 3.205 gilti fyrir nóvember. Þessi lækkun jafn- gildir 2,65 Iækkun á ársgrund- velli og síðustu þrjá mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 1,6% miðað við heilt ár. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,3%. Astæður lækkunarinnar er lækk- un launavísitölu um 1,2% vegna þess að eingreiðsla launa vegna við- skiptakjara í sumar fór út úr vísi- tölunni. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,1% frá október til nóvember og var 187,4 stig. Síð- ustu 12 mánuði hefur hún hækkað um 7,6% en síðustu þrjá mánuði um 2,2% umreiknað til árshækkun- ar.i 'iu|omin ! Frá slysstað. Morgu nbl aðið/I ngvar Fimm slösuðust í hörðum árekstri FIMM manns voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Sæ- brautar, Skeiðarvogs og Kleppsmýr- arvegar laust fyrir hádegi í gær. Skemmdir urðu á fimm bílum og er einn þeirra ónýtur. Toyota-pallbíl, sem ekið var suður Sæbraut, var beygt til austurs inn á Kleppsmýrarveg, en í veg fyrir Mazda- fólksbíl á leið norður Sæbraut. Árekstur- inn varð mjög harður og kastaðist pall- bíljinn til og skemmdi þijá bíla, sem voru kyrrstæðir við umferðarljósin á Kleppsmýrarvegi. Ókumaður og þrír farþegar úr Mazda-bílnum, svo og ökumaður pallbíls- ins, voru fluttir á slysadeild en að sögn lögreglu voru meiðsli þeirra ekki talin hættuleg. - #<> Í&. £*iS*S*SZ‘rr7. ____ Nú er tíminn til ú ákveba Greiðslukjör vií> allra hæfi: E 1 ■sr1 jfW E U nOCARD Samkort r. I,,. íTT ! ' T; I Hl l iri i) vo i;T si.'tirn eo SKIPHOLTI 19 11 mán. 18mán. 11 mán. 30 mán. SÍMI 29800 . Ht>löi. ) í .liMtii'.ty í .11 .IJ Ke'l 11 1UI i u áfelui n i 4 *! ílfif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.