Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 5

Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 5
Sakadómur Reykjavíkur MORGUNBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 5 „Namibíumaðurinn” í hálfs árs fangelsi Helmingnr fangavistarinnar skilorðsbundinn SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 26 ára gamlan mann, Þor- björn Vilhelm Gunnarsson, sem talinn er namibískur ríkisborgari, búsettur í Windhoek í Namibíu, til 6 mánaða fangelsisvistar, þar af þijá mánuði óskilorðsbundið, fyrir auðgunarbrot framin í Reykjavík í september og október síðastliðnum. Brot mannsins bitnuðu á Hót- el Holti, heildversluninni Kristu og Kreditkortum hf., auk þess sem Hótel Island átti hjá honum fé. A hinu namibíska vegabréfi sínu nefnist maðurinn Thorbjornen Gunnarsson en hér á landi kvaðst hann heita Þorbjörn Vilhelm Anders Gunnarsson frá Húsavík. í Kanada fundust fingraför mannsins á skrá undir nafninu Lars-Erik Torbjorn Matti Pekka Gunnarsson. Maðurinn hefur haldið fast við það að hann sé namibískur ríkisborgari og við meðferð málsins hefur ekki sannast sá grunur að hann sé fæddur í Manitoba í Kanada og sé kanadískur ríkisborgari. Maður þessi kom hingað til lands þann 19. september og átti bókað far héðan til Amsterdam þann 18. október. Hann fékk sér herbergi á Hótel Holti. Þar bjó hann til 11. október er hann var krafinn um greiðslu á um 214 þúsund króna skuld fyrir gistingu, veitingar og þjónustu. Þegar maðurinn gat ekki greitt var honum vísað af hótelinu eftir að hann hafði afhent vegabréf sitt og farseðla til tryggingar greiðslu skuldarinnar. Við svo búið flutti maðurinn sig yfir á Hótel Is- land þar hann bjó til 15. október er rannsóknarlögreglan handtók hann á hótelinu en daginn áður hafði hótelstjórinn á Holti lagt fram kæru gegn honum. Þá var hótel- reikningurinn á Hótel íslandi orðinn um 41 þúsund krónur. Um svipað leyti voru lagðar fram kærur frá heildsölunni Kristu en í lok september og byijun október hafði maðurinn fengið það fyrirtæki ti! að afhenda sér snyrtistól og ýmsar snyrtivörur fyrir um 426 þúsund krónur undir því yfirskyni að hann væri íslenskur ríkisborg- ari, með íslenskt virðisaukaskatts- númer og hefði mikla þekkingu á snyrtivörum. Forsvarsmenn fyrir- tækisins náðu þann 13. október til baka meirihluta varningsins á hár- greiðslustofu í bænum þar sem maðurinn hafði starfsaðstöðu og hluti háns fannst á Hótel Holti en á vantaði vörur fyrir um 32 þúsund krónur. í ljós hafði komið að virðis- aukaskattsnúmer það sem maður- inn hafði gefið upp tilheyrði fyrir- tæki á Hellu á Rangárvöllum. Auk þess sem maðurinn var ákærður fyrir framangreind brot gegn hótelunum og Kristu sf. var hann ákærður fyrir að hafa notað í viðskiptum hér á landi greiðslu- kort sem útgefið var í S-Afríku og komið var á vákortalista. Ut á það hafði hann tekið hérlendis fyrir tæpar 40 þúsund krónur, sem Kred- itkort hf. er ábyrgt fyrir greiðslu á. í niðurstöðum sakadóms Reykja- víkur um málið er maðurinn sýkn- aður af ákæru um svik gagnvart Ilótel íslandi þar sem hann hafði ekki verið krafinn um greiðslu þeg- ar hann var handtekinn en þá fund- ust í fórum hans jafnvirði rúmlega 60 þúsunda íslenskra króna. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir aðra framangreinda ákæruliði og auk 6 mánaða fangelsis og greiðslu á 90% sakarkostnaðar var hann dæmdur til að greiða Hótel Holti, Kristu sf. og Kreditkortum hf. skaðabætur sem nema framangreindum fjár- hæðum, alls rúmlega 280 þúsund krónur. Sagði peninga sína hafa horfið Hjörtur O. Aðalsteinsson saka- dómari hafnaði sem fyrirslætti þeim framburði mannsins, sem fram kom þegar hann hafði verið viku í haldi lögreglu, að hann hefði átt peninga sem dugað hefðu til greiðslu allra skuldanna en þeir hefðu horfið úr peningaskáp hótelsins. Hann sýkn- aði manninn af kröfu ákæruvaldsins um að honum yrði vísað úr landi að lokinni afplánun. Ekki voru talin lagaskilyrði til að kveða á um það með dómi. Útgáfa nýs dagblaðs: Skipting hlutafjár- ins liggur ekki fyrir Undirbúningi á að ljúka um mánaðamót GUNNAR Steinn Pálsson, einn forsvarsmanna Nýmælis hf., er vinnur að undirbúningi stofnunar nýs dagblaðs, segir að enn liggi ekki ljóst fyrir hver hlutafjáreign væntanlegra hluthafa verði I útgáfunni, en það verði að öllum líkindum orðið ljóst um næstu það verði í síðasta lagi um áramót- in,” sagði hann. Meðvitundar- ferðarslys 65 ÁRA gamall inaður liggur með- vitundarlaus á sjúkrahúsi eftir að hann slasaðist í umferðarslysi í Hafnarfirði síðdegis á laugardag. Hann var þá farþegi í bíl hjá manni, sem að sögn lögreglu er grunaður um ölvun við akstur. Okumaðurinn missti stjórn á bíln- um á Vesturbraut. Skall hægri hlið bílsins á húsvegg og kom höggið þar sem farþeginn sat í framsæti. Hann var fluttur á slysadeild með höfuðá- verka. laus eftir um- mánaðamót. Gunnar Steinn sagði að í upp- hafi hefði verið gert ráð fyrir að hlutafé nýja dagblaðsins yrði á bil- inu 100-200 milljónir, og ef ekki kæmu til aðrir hluthafar, þá yrði stærsti hlutinn í eigu íslenska út- varpsfélagsins, en útgáfufélög Tímans og Þjóðviljans yrðu svo með 20% eignarhlut hvort, og auglýs- ingastofan Hvíta húsið og Prent- smiðjan Oddi með minnsta hlutinn. „Nú þegar verið er að Ijúka vinnu við að móta útlínur blaðsins er fyrst hægt að fara að reikna út af ein- hveiju viti hvað það kostar að gefa þetta út og hve mikið hlutafé þarf, og þá mun jafnframt reyna á það hversu mikið hlútafé menn geta lagt fram og þá hversu stórir í eign- arhaldinu þeir verða. Við vinnum eftir því tímaplani að við séum bún- ir að þessu öllu saman fyrir næstu mánaðamót, en menn hafa sagt að . I JOLAUMBUÐUM A JOLAVERÐI I JOLAKOKURNAR, JOLAMATINN OG JÓLAGOTTIÐ! •/ðns!w* i y ' Wz - \ v ’j ■ . ■mí r v.W- ' AUK / 6ÍA k9d22-616

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.