Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 þó vel og vinna á við nánari skoð- un, eins og t.cL „Við Reykjarfoss” (nr. 16), „Óbyggðardraumur” (nr. 25) og „í Fjaðurárgljúf'ri” (nr. 35). Ýmsar myndir á sýningunni hafa þó til að bera vandaða upp- byggingu efnisins, og eru við- fangsefnin þá^bæði meðhöndluð á miðlægari og hnitmiðaðri hátt; þetta eru verkin sem gestir staldra mest við. Meðal þessara málverka má nefna „Móbergs- heimur” (nr. 11), „Landvættur” (nr. 15), „Jökuljötnar” (nr. 20) og „Lækjartónn” (nr. 29). Hér hefur myndefnið greinilega feng- ið að vinna með listamanninum, ef svo má komast að orði. Þessi sýning Gunnars Arnar að Kjarvalsstöðum kann að koma mörgum listunnendum á óvart, því hér er á ferðinni umtalsverð breyting frá síðustu málverka- sýningu hans. En þetta er þrátt fyrir allt í góðu samræmi við fer- il hans hingað til; að takast á við ný verkefni, leitast við að ná góðu valdi á þeim, og snúa sér þá fljótlega að enn öðru. Slíkt er eðli margra listamanna, og fyrir vikið er oft meira gefandi að fylgja þeirra ferli en ella. Gunnar Örn er nú að fást við ný verkefni, og þó að hér bregði fyrir góðum sprettum, er nokkuð í að hann hafi náð því valdi á viðfangsefninu, sem hann hefur burði til; því verður áhugavert að fylgjast með því sem hann mun vinna á þessu sviði á næstu árum. Sýningu Gunnars Arnar í aust- ursal Kjarvalsstaða lauk sl. sunnudag. Gljúfurheimar Gunnars Arnar Myndlist Eiríkur Þorláksson Gunnar Örn Gunnarsson hefur farið víða í málverkum sínum frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið um 1970; hann hefur jafnframt verið ófeiminn við að leita nýrra leiða, og sífellt verið að takast á við ný viðfangsefni. Vegna þessa hefur umbreytingin frá einni sýningu til hinnar næstu oft verið meiri hjá Gunnari Erni en listunnendur eiga að venjast hjá listamönnum almennt, og svo er einnig að þessu sinni, en nú fer senn að ljúka einkasýningu á málverkum hans í austursal Kjarvalsstaða. A sýningunni getur að líta þijátíu og sjö málverk, þar sem landslagið og hulduheimar þess hafa orðið aflvakar myndmálsins. Þessi sýning er eins konar yfirlit þess sem listamaðurinn hefur verið að takast á við síðustu tvö ár, en umhverfi heimilis hans að Kambi í Rangárvallasýslu, við hlið hinnar miklu Þjórsár, virðist loks hafa náð tökum á honum. Þessi nýja bylgja í list Gunnars Amar kom fyrst fram í verkum hans á samsýningu i tilefni af M-hátíð á Suðurlandi, sem haldin var á Hellu nú í sumar, en birtist nú í öllu sínu veldi. Því er enn í fullu gildi sú lýsing, sem undirrit- aður gaf á verkunum í sumar: „Hér getur að líta margþætta og flókna heima; náttúruvættir hafa tekið völdin í landslaginu, og blasa alls staðar við áhorfandan- um út úr klettum, fossum, gljú- frum og skýjum. Titlarnir sjáífir benda enn sterklega til þessara þátta (Þokan liggur á fjallinu, Gljúfurheimar, Fjallhöfðingi, Steinandlit o.s.frv.). Eins og listamaðurinn minnir á í viðtali sem tekið var í tilefni sýningarinnar þá hafa núlifandi kynslóðir listamanna alist upp við ákveðna „kjarvalska” myndhugs- un varðandi landslag, og allir þeir sem takast á við landslags- myndir hljóta að vinna út frá henni á einn eða annan veg, t.d. varðandi hið nálæga í landinu. Þetta kemur glöggt fram í mörg- um verkanna á sýningunni, þar sem myndefnið fyllir nær út i flöt- inn, en fjallatoppar og himinninn ná aðeins að helga sér örlitla rönd efst á léreftinu. Það er þann- ig hið þrönga sjónsvið, sem kem- ur fram í verkum Gunnars Amar fremur en víðáttur landsins og íjarlæg fjallasýn, enda nefnir hann sig gljúfragaur og sæju að móbergsgljúfur Suðurlands hafi einkum heillað sig undanfarið. Hin sérstæða litanotkun lista- mannsins kemur vel fram í þess- um viðfangsefnum, og einkum njóta jarðlitirnir sín vel hér. Hin- ir sterku grænu litir gefa mörg- um verkunum einnig sérstæðan svip gróðurfars og milda hörku náttúrunnar, en binda verkin samtímis í klafa ákveðins árs- tíma, þegar myndefnin kynnu að Gunnar Örn: Lækjartónn. 1991. Olía á striga. bera kaldari liti ekki síður. Gunnar Örn hefur sjaldan lagt mikið upp úr skýrri myndbygg- ingu, og það háir honum í mörg- um verkanna hér, þar sem of miklu er hlaðið á flötinn; þar sem samspil lita og náttúruminna er sem villtast, leysast verkin upp í formleysi, sem gestir eiga erfitt með að tengja þeim nöfnum sem þeim eru gefin. Sum af þessum „villtari málverkum standa sig Tríó Reykjavíkur. Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Tónlist Ragnar Björnsson Á stundum hefur komið fram sú kvörtun að hér vanti faglega gagnrýni. En hvað er þá fagleg gagnrýni, og hvar les maður svo- kallaða faglega gagnrýni? Fyrir undirritaðan er fagleg gagnrýni einskonar „pedantismi” þar senj nótnagildin verða að vera ná- kvæm, tónstigarnir hnökralausir, trillurnar hreinar, pedalinn hvorki of eða van, tempóið nákvæmt útí gegn, forteið mjúkt og voldugt — undantekningar þó — píanóið syngjandi og svo frv. Ef þessi gagnrýnisleið væri valin stæðu líklega fáir eftir dauðhreinsaðir. Slík opinber gagnrýni væri enda líklega fáum til góðs og flestum hundleiðinleg aflestrar. Píanósón- atan í c-moll op. 10, nr. 1 eftir Beethoven kom ekki dauðhreinsuð á þennan hátt frá meðferð Hall- dórs. Upphaf sónötunnar þarf t.d. að vera hreint og púnkteraði takt- urinn nákvæmur og mjög vafa- samt er að spila fyrstu taktana „con pedal”, í öðrum þættinum má eiginlega engin nóta missa sig, hvorki í trillum eða hlaupum. Erfitt v-irðisi tm,- hljóm flygilsins í sal Hafnarborg- ar, fortehljómurinn vill verða harður og um leið hljómlaus. Til þess að ná þessari „dauðhreinsun” í flutninginn, sem getur reyndar stundum verið nauðsynlegt og töfrandi, þarf sjálfsagt annað og heppilegra umhverfí en það sem við lifum við og ómannlegt er að þurfa að skipta sér á marga staði og eiga helst að vera óaðfinnan- legur á öllum. Sellósónata Beetho- vens op. 102 nr. 1 var flutt af Gunnari Kvaran og Halldóri. Flutningur þeirra félaga á sónöt- unni var góður og sérstaklega naut fallegur tónn Gunnars sín vel og ekki bara tónn heldur og skilningur Gunnars á þessari inni- haldsríku en flóknu sónötu. Tón- leikunum lauk með Tríói op. 70 nr. 1, Geister- eða draugatríóinu svonefnda, nafnið tilkomið vegna 2. þáttar tríósins, — Largo assai er espressivo. Flutningur tríósins var einn sá besti sem undirritaður hefur heyrt frá höndum þremenn- inganna, góð tempo, dulúðin í 2. þætti náðist, síðasti þátturinn hefði að vísu mátt vera fjörlegri, sem þó má deila um, flutningurinn eðlilegur og óþvingaður, sem end- , arilega reyriist best. ■ ' ________________________________:-- Fjalllendi vest- an Ejjafjarðar __________Bækur________________ Haraldur Sigurðsson Árbókin í fyrra spannaði Eyja- fjarðarfjöll frá sýslumótum Skaga- ijarðar tl Öxnadals, eða með öðrum orðum hálendi Tröllaskaga umhverf- is Sigluljörð, Ólafsljörð, Svarfaðard- al og Hörgárdal. Hér er svo haldið áfram og sveigir frásögnin austur á bóginn og nær yfir hálendið milli Hörgárdals og Öxnadals annars veg- ar og hins vegar Eyjaíjarðarsveitar eins og byggðir Eyjaijarðardals heita nú. Að þessu sinni hefur verið brugð- ið á það ráð, að ritstjórn bókarinnar er að öllu leyti í höndum heima- manna eða Ferðafélags Akureyrar. Tveir kennarar, þeir Angantýr H. Hjálmarsson og Magnús Kristinsson, skipta staðalýsingunni á milli sín, og ritar Angantýr um svæðið sunnan Öxnadalsheiðar og austan dalsins og annan kafla, sem hann nefnir Frá Möðrufelli til Torfufells. Fjallar hann um hálendið vestan við sunnan- verðan Eyjaíjarðardal, það á meðal Nýjabæjarijall. Magnús ritar hins vegar um ijallkeðjuna umhverfis Glerárdal. Auk þeirra félaga, sem verða að teljast aðalhöfundar bókarinnar, rit- ar Hörður Kristinsson grasafræðing- ur um hálendisgróður á skaganum í heild. Helgi Bjömsson jarðeðlis- fræðingur ritar um jökla á Trölla- skaga, og Haukur Jóhannesson jarð- fræðingur segir okkur ágrip af jarð- fræði skagans. Nemur frásögn þeirra nær þriðjungi hinnar eigin- legu árbókar. Lengsti kafli bókarinnar fjallar um Glerárdal og umhverfi hans, og fer þar raunar að vonum, þar sem um er að ræða útivistarsvæði Akur- eyringa og einn af helstu skíðavett- vöngum landsins. Hefst greinin á stuttu yfirliti um svæðið í heild, en að því búnu tekur hann lesandann við hönd sér og fylgir honum á fímmtán mismunandi leiðum um fjöllin. Lagt er upp frá ýmsum stöð- um , þringinn í kring um sva:ðið. Ljósm./ Magnús Kristinsson Stærra tröllið á Glerárdal. Segja má að leiðirnar hverfist að vissu leyti um Lamba, skála F.A. innst eða inn af Glerárdal. Víða er komið við á þessum ferðum, lýsingin nákvæm og örnefnafjöldi mikill, svo að nærri fer, að ókunnugan lesanda ofhasi á allri nafnarununni og að hann missi sjónar á skóginum fyrir öllum trjánum, eins og höfundur kemst að orði í öðru sambandi. Ugg- laust er þetta nafnatal vandlega gert og út af fyrir sig hinn besti fengur, ekki síst ef svo fer sem nú horfir, að byggð strjálist í framtíð- inni sums staðar á nálægum svæð- um. En ef til vill hefur höfundurinn haft í huga orð skáldsins, að „lands- lag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt”. Ekki get ég að því gert, að mér geðjast að ýmsu leyti þetur að frá- sögn Angantýs. Það er léttara yfir honum og hann lætur fremur fjölina fljóta, þar sem hann gengur við hlið lesandans. Hann slær á gamansama strengi og bregður upp sögum um liðna atburði, sem gerst hafa á þess- um slóðum eða tengjast leiðinni sem farið er um. Slíkar sögur lyfta frá- sögninni allri ef í hóf er stillt og , gerastaðinn eftirminnilegri ekki síð- ur en örnefnin. Raunar þykir mér líklegt, að svæði þessi séu sagnauð- ugri en íjöllin kringum Glerárdal. Þar lágu forðum leiðir milli byggða, og við gamlar og grónar götur hefur margt borið að höndum. Eg sem þessar línur rita er al- ókunnugur á þeim slóðum, sem bók- in Ijallar um. En af samanburði við uppdrátt íslands og kort þau sem bókinni fylgja, ásamt öðrum upplýs- ingum, þykist ég mega ráða, að frá- sögn þeirra sé traust og hin gleggsta leiðsögn hveijum, sem feta vill í fót- spor þeirra og skoða sig um í hinu hrikalega fjalllendi vestan Eyjaijarð- ar. Frásögnin nær ekki lengra suður en þangað sem byggðaijöll þijóta og við taka öræfi og afréttarlönd að mótum Suður- og Norðurlands. Þeirra er hér hvergi minnst og að engu getið. Þar eru þó nokkrir at- hyglisverðir staðir, t.a.m. Urðarvötn, Laugar og Háöldur. Allt er svæðið mikið umferðaland Eyfirðinga. Þó að það skorti svipmikið yfirbragð, geymir það nokkrar vinjar sem vert er að benda á. En ritstjórnin virðist hafa bundið sig svo fast við Trölla- skagann, að ekki varð um þokað. Þó held ég að stuttur viðauki um þessar slóðir hefði orðið bókarbót. Löngum hefur það tíðkast við út- gáfu árbókar Ferðafélagsins, að vís- indamenn hafa ritað sérfræðilegar ritgerðir um ákveðið efni er tengist héraðinu, sem um er fjallað að ein- hveiju leyti. Ritgerðir þessar hafa jafnan farið á eftir héraðslýsing- unni. Hér hefur verið ort upp á nýj- an stofn og þær látnar fara fyrir, fremst í bókinni. Eins og áður segir fylgja þijár slíkar þessum árgangi. Þær fjalla að sjálfsögðu um ákveðna þætti í náttúrufari Tröllaskagans og höfða þannig jafnt til þessarar bókar sem hinnar síðustu, svo sem um landmyndun, jökla og háljallagróð- ur. En þrátt fyrir staðbindingu geyma þær merkar upplýsingar, er varða landið í heild eða að minnsta •kosti hálendi þess. Er að þeim öllum hinn besti fengur og bókarauki. Bókina prýða 19 uppdrættir, sem Guðmundur O. Ingvarsson hefur gert, auk þess sem hann hefur búið náttúrufræðilega uppdrætti til prentunar. Fjöldi landslagsmynda er í bókinni, flestar eftir Gunnar Jóns- son. Nokkuð eru þær misjafnar en allar þokkalegar. Oddi hf. sá um prentunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.