Morgunblaðið - 20.11.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991
Ný skipan
verðtrygginga
eftir Hjalta Þórisson
I all Itarlegri grein, sem afhent
var Alþingi, ríkisstjórn, Seðla-
banka, aðilum vinnumarkaðarins
og fjölrniðlum í marz síðastliðnum
og enginn fjölmiðla hefur séð sér
fært að birta, voru lagðar fram til-
lögur að skipulagi verðtryggingar.
Þar var rakin raunasaga þeirra
mála síðastliðna áratugi eins og hún
hefur birzt undirrituðum og ábyrgð
lýst á hendur viðkomandi stjórn-
völdum.
Hér verður gerð önnur tilraun til
þess, að koma þeim sjónarmiðum,
sem þar komu fram, inn í almenna
umræðu. Þau eru:
Það er ein frumskyldum ríkis-
valdsins að tryggja verðgildi
gjaldmiðilsins, sem er ávísun á verð-
mæti, útgefin af þessu sama ríkis-
valdi. Þegnarnir eiga heimtingu á
að því megi treysta. Verði vanhöld
á því, þ.e. falli gengi og verðbólga
geisi, er aðeins eitt meðal til við
afleiðingunum og það er verðtrygg-
ing. Verðtryggingar eru ekki aðeins
réttlætismál heldur eru þær líka
heilbrigðisatriði fyrir efnahagslífið
líkt og stöðugt gengi. Þetta rétt-
læti og heilbrigði getur ríkisvaldið
eitt tryggt með einfaldri lagasetn-
ingu og því ber að gera það.
Ekki er þó sama hvemig staðið
er að verðtryggingum. Lánskjara-
vísitalan ein er eðlileg viðmiðun
verðbóta og verðtryggingar, tengd
við höfuðstól. Með öllu er óafsákan-
legt að innifela verðbætur í vöxtum
með „verðbótaþætti vaxta”. Auka-
verkanir af því eru skelfilegar.
Brýnt er að vaxtataka í þjóðfélaginu
sé með heilbrigðum hætti og heil-
brigð skipan verðtrygginga er lyk-
illinn að því að svo geti verið. Gervi-
verðtrygging í gegnum vexti gerir
hins vegar illt verra eins og sannað-
ist rækilega á árunum 1975-1979
og sýnir sig enn.
Lánskjaravísitala er tilbúin, af-
leidd, og ekki endilega sjálfvirk
viðmiðun til uppbóta fyrir rýrnun
gjaldmiðilsins. Leggja verður fag-
legt mat á það hvað sé hæfileg og
skynsamleg uppbót og við hvaða
skilyrði hún skuli gilda.
Tillögur að lánskjaravísitölu og
framkvæmd verðtryggingar:
0HITACHI
Rafmagnsvörur
Slípirokkar G-18SE
180 mm, 2.100 w
verð-kr. 18.272.00
TILBOÐ kr. 14.948.00
ísboltar
Fes tingameis tarar
Strandgata 75,
220 Hafnarfjörður.
sími 91-652965
Sendum í póstkröfu.
1. Lagt er til, að breytingar á
lánskjaravísitöiu taki samskonar
breytingum og hinn eiginiegi verð-
lagsmælikvarði, framfærsluvísital-
an, en nemi níutíu prósentum þeirra
breytinga. Veðruppbótin sé þannig
skert um 10%. (Dæmi: Eftir 10%
verðbólgu stæði 100 króna höfuð-
stóll í 109 krónum, sem væri „rým-
un” um tæpt 1% og eftir 100% verð-
bólgu stæði hann í kr. 190, sem
væri rýmun um 5%, þ.e.a.s. vax-
andi rýrnun með vaxandi verðbólgu
allt að 10%. Þetta verkar öfugt við
lækkandi verðlag.) Þetta tryggir að
ekki verði um ofverðbætingar að
ræða og á sér fleira til málsbóta.
Ekki er óeðlilegt að einhver rýmun
eigi sér stað, eins og er í óverð-
tryggðu ástandi við væga náttúm-
lega verðstígandi. Einnig er eðlilegt
að „gjald” komi fyrir þá þjónustu
skuldara við lánardrottna að varð-
veita eigur þeirra og tryggja þær
fyrir verðbólgu.
Órökrétt, óheilbrigt, andstætt
Ólafslögum og hagsmunum launa-
fólks er að tengja lánskjaravísitölu
við launavísitölu. Það ber að leggja
af. Heppilegt hefði hins vegar ver-
ið, að heíja skráningu Iánskjaravísi-
tölu þegar kaupmáttur var í lág-
marki því mikilvægt er að fólk geti
endurgoldið skuldir sínar.
2. Verði innan við fímm prósent
breyting á framfærsluvísitölu á
milli mælinga breytist lánskjaravísi-
tala ekkert fyrr en því lágmarki er
náð. Það ber að skilja svo, að minni
breyting sé innan við eðlilegar
sveiflur verðlags.
Lánskjaravísitalan er áhrifalaus
með öllu og þannig séð „afnumin”
ef verðbóga er í lágmarki, eins og
tryggja ber, enda sé hún þannig
úr garði gerð, að hún virki ekki ef
verðlagshræringar em innan eðli-
legra marka. Hún er hins vegar
nauðsynlegt öryggisnet ef út af
brygði og tryggir, að menn eigi
ekki kost á annarlegum verðbólgu-
gróða.
3. Athugandi er að tekið sé tillit
til óeðlilegra breytinga annarra
hagstærða, svo sem launa og fast-
eignaverðs (veðverðmæta) (þ.e.
„misgengis”) með rauðum viðvör-
unarstrikum, enda séu þau tilefni
sérstakra ráðstafana.
4. Verðtrygging sé lögbundin,
þannig að allar Ijárskuldbindingar
í þjóðfélaginu séu háðar ákvæðum
um verðtryggingu (Ólafslög séu
loks færð í rétt horf). Ekki sé því
nauðsynlegt að semja sérstaklega
um verðtryggingu og dagsetning
nægi til þess að tengja umsamdar
upphæðir við lánskjaravísitölu. Sjá
og lið 6. Verðtrygging sé því ekki
samningsatriði og einungis raun-
vextir og lánstími séu umsemjanleg
lánakjör, sem eðlilegt er.
Núverandi falsbann við verð-
tryggingum til skemmri tíma en
þriggja ára verði þannig afnumið
enda stórskaðlegt og þess í stað
stytt í þijá mánuði. Bann af þessu
tagi yrði þó að öllum líkindum út
í bláinn ef fyrrtalin atriði eru virk.
5. Tekin verði upp skráning
bankakrónu (vísitölukrónu) hjá
Seðlabankanum, þ.e. skráning
krónu sem tekur sömu breytingum
og lánskjaravísitala, til notkunar á
skuldaskjölum og reikningum þ.m.t.
innlánsreikningum banka. Ein
bankakróna samavarar þá sí og svo
mörgum krónum eftir því hver vísi-
talan er. Skráning slíkrar krónu
myndi leysa þann skráningar- og
bókfærsluvanda sem bankarnir
telja sig búa við varðandi hlaupandi
viðskipti. Þetta gerði og sérstakar
„vaxtauppbætur” á „óverðtryggð-
um” Qárskuldbindingum eins og
víxlum, sem nú tíðkast, ónauðsyn-
legar. Þær yrðu skráðar í banka-
krónum og væru þar með verð-
tryggðar.
6. Aðeins gildi einn nafnvaxta-
fótur, þannig reiknist sömu nafn-
vextir á höfuðstól, hvort sem hann
er verðtryggður eða ekki, enda sé
hann það að jafnaði. Vextir eru
uppbót fyrir flest annað en rýrnun
gjaldmiðilsins og eiga alls ekki að
Hjalti Þórisson
„íslenzkt hagkerfi er
að því leytinu þróaðra
en önnur, að þar tíðkast
verðtryggingar. Ut-
færsla þeirra hefur þó
því miður ekki verið
sem skyldi og tímabært
er að sníða agnúana
af.”
vera það. Sérstakar vaxtaákvarð-
anir á „óverðtryggðar” fjárskuld-
bindingar til verðlagsuppbóta verði
bannaðar (sjá síðar).
7. Óeðlilegt er, að verðbætur á
höfuðstól teljist til vaxtagjalda við
skattaskil enda verði því breytt.
8. Vaxtatekjur (raunvaxtatekj-
ur) og aðrar fjármagnstekjur eru
tekjur eins og hverjar aðrar tekjur
og þær ber að skattleggja. Skatt-
frelsi þeirra er hneisa.
9. Fastir vextir á skuldaskjölum
séu regla og sérstaklega á lang-
tímalánum.
10. Okurlög gildi.
11. Vaxtamunur banka verði
aldrei meiri en tvö prósent.
12. Bankamir taki upp stór-
fellda langtíma lánafyrirgreiðslu og
þ. á m. húsnæðislán.
Skortur raunverulegrar lang-
tímafjái-mögnunar er sjúklegt ein-
kenni á efnahagslífi og kúgar efna-
hagsstarfsemina, líkt og of hár Ijár-
magnskostnaður, með óeðlilega örri
og þungri endurgreiðslubyrði. Þetta
hefur verið ein helzta efnahags-
meinsemd hér á landi og er bæði
afleiðing og orsök verðbólgu. Bank-
akerfið hefur fullkomlega brugðist
í því efni. Umfangsmikil langtímafj-
ármögnun er nauðsynleg til þess,
að verðtrygging skili árangri í bar-
áttunni við verðbólgu og lánskjara-
vísitala ein tryggir öryggi hennar.
Vaxtaverðbæting upphefur hana
hinsvegar og kyndir undir verð-
bólgu.
Islenzkt hagkerfi er að því leytinu
þróaðra en önnur,_ að þar tíðkast
verðtryggingar. Utfærsla þeirra
hefur þó því miður ekki verið sem
skyldi og tímabært er að sníða
agnúana af.
Núverandi skipan ber í sér mein-
semd, sem hefur reynzt þjóðinni dýr
og unnið hefur gegn settum
markmiðum, þar sem eru „vextir á
óverðtryggðum lánum”. Hér er um
það að ræða að verðbólgan er elt
uppi með sífelldum nafnvaxtabreyt-
ingum.
Orðalagið „óverðtryggð lán” er
rangnefni og er blekkjandi. Þessi
lán eru ekki óverðtryggð frekar en
nokkur önnur lán hér á landi. Verð-
trygging þeirra er hinsvegar ekki
bundin höfuðstól heldur vöxtum
með verðbótaþætti vaxta.
Skjólvörn þessarar meinsemdar,
þriggja ára bannið við verðtrygg-
ingum, (sem komið hefur í staðinn
fyrir einkarétt ríkisins á verðtrygg-
ingum), er því samskonar fásinna.
Hvaða haldbær rök geta hnigið að
því, að banna vísitölutengingu höf-
uðstóls til lengri eða skemmri tlma
en leyfa verðbótaþátt vaxta? Það
er ekki bann við verðtryggingum.
Imyndi menn sér að það vinni
gegn verðbólgu þá er því þveröfugt
farið. Hér verður að nægja að
minna á reynslu áranna 1975-1979
til þess að sýna hvaða háski stafar
af þessari gerviverðtryggingu. Og
einnig má benda á ofurvexti þeirra
nú um stundir. Um fyrirætlanir
stjórnvalda að afnema lánskjaravís-
itöluna er þetta að segja: Fyrirgefa
mætti óvitum. Andúð þeirra á henni
og dálæti á vaxtaverðbætingu er
óskiljanleg.
Tómt mál er raunar að tala ura
afnám hennar. Til næstu áratuga,
jafnvel hálfrar aldar, eru feikn fjár-
skuldbindinga bundnar henni og
enginn ábyrgur ávöxtunaraðili mun
taka í mál að undanþyggja höfuð-
stól sinn verðtryggingu.
Auglýst er eftir viðbrögðum
Seðlabankans við þessum tillögum.
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
og starfsmaður
Húsnæðisstofnunar rikisins.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Selja, selja
eftir Njörð P. Njarðvík
Svo bar við eitt sinn á föstudags-
kvöldi þegar klukkan var gengin
ellefu og ég sat dottandi fyrir fram-
an sjónvarpið, að síminn hringdi og
spurt var eftir mér með nafni. Þeg-
ar ég brölti í símann, kynnti sig
maður og spurði hvort ég vildi ekki
kaupa ritverk Jónasar Hallgríms-
sonar. Ég sagði nei takk fyrir. Þá
sagði maðurinn: „Nú, hefur þú ekki
áhuga á ljóðum Jónasar Hallgrims-
sonar?”
Það snöggfauk í mig. Maðurinn
hefur sjálfsagt vitað að ég er há-
skólakennari í íslenskum bók-
menntum, og nú átti sem sé að
fara þá leið að mér, að það væri
harla kynlegt ef slíkur kennari vildi
ekki umyrðalaust kaupa nýja út-
gáfu á ritsafni Jónasar. Mér datt
eitt andartak í hug að segja þessum
manni að ég vissi trúlega meira um
ritstörf Jónasar en hann, að ég -
kynni utanað flest bestu ljóð Jónas-
ar. En ég stillti mig um það, sem
betur fer. Ég skildi þegar í stað,
að slíkt væri einungis til þess fallið
að lengja símtalið, og allra síst vildi
ég fara að karpa við þennan mann.
Ég lét því nægja að segja að ég
hefði ekki áhuga á slíkum símtölum.
Ég vildi ekki láta sölumenn trufla
mig á heimili mínu, og allra síst
síðla kvölds, og að ég teldi mig
fullfæran um að kaupa bækur án
aðstoðar frá honum.
Heimilisplága
Því er þetta atvik rifjað upp hér,
að símhringingar af þessu tagi eru
að verða hrein heimilisplága. í síð-
ustu viku varð konan mín fimm
sinnum fyrir þessu. Aðferðin er allt-
af sú sama. Það er spurt um annað
hvort okkar með nafni. Þegar farið
er í símann, kynnir sig einhver og
spyr hvort hann sé að trufla. Þar
sem þetta fyrirbæri er því miður
orðið algengt, er svarið einnig alltaf
hið sama: „Það fer eftir því hver
þú ert og hvaða erindi þú átt.” Þá
er verið að falbjóða eitthvað, áskrift
að tímariti, bækur eða aðrar vörur,
og í sumum tilfellum verið að fylgja
eftir bréfi sem áður hefur verið
sent. Það er talað með ákveðinni
ýtni, og ekkert hugsað um hvernig
á stendur, hringt á matmálstímum
eða síðla kvölds. Samtalið verður
ekki lengra. Svör okkar eru ævin-
lega á sömu leið: A heimili okkar
viljum við fá að vera í friði fyrir
sölumönnum.
Við erum ekki reiðubúin til þess
að heimili okkar sé eins konar versl-
unarhúsnæði fyrir ágenga sölu-
menn. Vilji menn selja vörur sínar,
geta þeir sett upp verslun eða hald-
ið sig við verslunarhúsnæði sitt. Það
sýnist enginn skortur á búðum hér
á höfuðborgarsvæðinu. Menn geta
auglýst vöru sína, og ef við viljum
eignast hana, þá förum við og kaup-
um hana. Svo einfalt er það. Öðru
máli gegnir um heimili okkar.
Svona símtöl gera ekki annað en
að ergja mann. Og við viljum ekki
láta setja okkur í þær aðstæður að
þurfa að bægja frá okkur ágengum
sölumönnum. Er það til of mikils
mælst? Það virðist svo.
Tilætlunarsemi
Þegar við fluttum heim til íslands
frá Gautaborg árið 1971 þótti okk-
ur afar gott að losna undan ágangi
sölumanna, sem þar voru næsta
iðnir við ýtni sína. Nú, tuttugu árum
síðar, er þessi plága síst minni hér.
Hún dembist yfir mann ‘ líkt og
skæðadrífa úr mörgum áttum í
senn, og það liggur við að þurfi að
hvessa sig I hvert sinn til að verj-
ast henni. Þetta eru ekki bara sím-
töl, þótt þau séu að vísu hvimleið-
ust, heldur rignir yfir mann alls
kyns furðulegum tilboðum í pósti
nær daglega. Og ekki aðeins frá
innléndum fyrirtækjum, heldur
langt utan úr heimi. Sem dæmi um
tilboð sem mér hafa borist nýlega,
má nefna jólakökur frá Texas og
peningaveski frá Hong Kong.
Allir kannast auðvitað við happ-
drættismiðana, sem eru tiltölulega
saklausir, því þeim er auðvelt að
fleygja beinustu leið í ruslið. En það
er verra þegar sendar eru bækur
ásamt gíróseðli. Og nú síðast komu
tvö búnt af jólakortum ásamt gíró-
seðli frá Félagi aldraðra. Þessu vill
maður helst ekki fleygja af því að
það er ákveðið verðmæti. Hins veg-
ar vil ég ekki láta mér óviðkomandi
fólk skammta mér bækur eða jóla-
kort. Ég vil velja það sjálfur. Svo
að ég neyðist til að fara út í póst-
hús til að biðja um endursendingu.
Og þá er verið að baka mér fyrir-
höfn sem ég kæri mig ekki um og
hef svo sannarlega ekki beðið um.
Að fá að vera í friði
Ég get ekki séð neitt annað já-
kvætt við þessar linnulausu póst-
sendingar en að þær færi póstþjón-
ustunni einhveijar tekjur. Hinsveg-
ar hef ég stundum velt því fyrir
mér hvort þetta borgi sig. Hvort
sú fyrirhöfn sem felst í símhringing-
um og póstsendingum skili í raun