Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 26

Morgunblaðið - 20.11.1991, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 Morgunblaðið/Rúnar Þór Upp birtir um siðir Eftir nokkuð óvænt hausthret, norðanáhlaup og mikla ofankomu hefur nú birt upp norðanlands og var hið fegursta veður í Eyjafirði í gær, þegar sólin braust fram úr skýjaþykkninu. Mikill snjór er yfír öllu, en vegir hafa verið ruddir þannig að vegfarendur ættu að komast leiðar sinnar. Dagvistarheimilið Holtakot: Kostnaður við bygginguna nær tvöfalt fram úr áætlun KOSTNAÐUR við byggingu dagvistarinnar Holtakots við Þver- holt nam á verðlagi í júlí síðastliðnum um 31 milljón króna og hafði þá farið nær tvöfalt fram úr áætluðum byggingarkostnaði. Kostnaður á hvern fermetra dagvistarinnar er um 123 þúsund krónur og er þá ekki tekið tillit til stofnbúnaðar, en það er mun hærri kostnaður á hvern fermetra en þegar miðað er við fullbúna raðhúsbyggingu. Sigfríður Þorsteinsdóttir, Fram- sóknarflokki, lagði þessar upplýs- ingar fram á bæjarstjórnarfundi í gær. í yfirliti yfír byggingakostn- að dagvistarinnar kemur fram að kostnaður nam 3,4 milljónum króna árið 1989, árið 1990 nam kostnaður 21,5 milljón króna og á þessu ári 3,2 milljónum króna, eða samtals tæplega 28,3 milljónir, en samkvæmt verðlagi í júlí síðast- liðnum er kostnaður vegna bygg- ingarinnar kominn í um 31 milljón króna. Sigfríður sagðí að dagvistin væri 225 fermetrar að stærð og verð á hvern fermetra væri um 141 þúsund krónur, en þegar ekki væri tekið tillit til stofnbúnaðar væri kostnaðurinn um 123 milljón- ir króna. Til samanburðar nefndi hún að fermetri í góðri raðhúsa- íbúð í bænum með fullfrágenginni lóð væri á bilinu 84 til 90 þúsund krónur og 72-75 þúsund í blokkar- íbúðum. Þá nefndi hún að kostnað- ur við hvem fermetra í 5. áfanga Verkmenntaskólans á Akureyri væri 90-100 þúsund krónur. „Eg tel ekki óeðlilegt að bæjarstjórn fari í saumana á þessum mikia kostnaði, þessi bygging átti í upp- hafí að vera fremur ódýr,” sagði Sigfríður. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, sagði kostnað við dagvistina vera með slíkum end- emum að hann ætti ekki orð, helst væri hægt að líkja honum við við- haldskostnað við Þjóðleikhúsið. Kostnaður væri nærri tvöfalt það verð sem fullbúnar og vandaðar raðhúsaíbúðir kostuðu. Kvaðst Björn Jósef taka undir tiilögu um að þetta mál yrði skoðað. Heimir Ingimarsson, Alþýðu- bandalagi, sagði þennan kostnað ekki ná nokkurri átt og með ólík- indum væri að þetta gæti gerst. Húsið væri úr forsteyptum eining- um og þrátt fyrir fast verð hefði kostnaður farið úr böndunum. Hann styddi tillögu um að skoða í bæjarráði hvort eðlilega hefði verið að málinu staðið. KA fær bæjarábyrgð BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur heimilað bæjarstjóra að veita Knattspyrnufélagi Akureyrar, KA 14 milijóna króna ábyrgð gegn fullnægjandi tryggingum vegna skammtímaláns. Knattspyrnufélag Akureyrar sendi erindi til bæjarráðs í síðustu viku þar sem leitað var eftir ábyrgð Akureyrarbæjar til trygg- ingar skammtímaláni að upphæð 14 milljónir króna vegna bygging- ar íþróttahúss félagsins við Dals- braut. Lántaka félagsins er til komin vegna þess að lán sem KA fær úr Ferðamálasjóði að upphæð 20 milljónir króna kemur ekki til út- borgunar fyrr en á árinu 1992. Agreiningur varð í bæjarráði um hvort innheimta bæri ábyrgð- argjald af ábyrgðarveitingunni og sagði Björn Jósef Arnviðarson, Sjálfstæðisflokki á fundi bæjar- stjórnar í gær að upplýst hefði verið á bæjarráðsfundinum að það væri óskráð regla að taka ekki ábyrgðargjald af félagasamtökum og kirkjum. Það væri sín skoðun að ekki væri eðlilegt að skoða þessi mál. Ábyrgðargjald væri tek- ið til að mæta hugsanlegum áföll- um sem ábyrgðarveitingar gætu haft í för með sér og minnti full- trúa á að bærinn hefði orðið fyrír stórum áföllum vegna ábyrgða sem hann hefði gengið í og nú síðasta hefði komið í ljós að um 15 milljónir féllu á bæinn vegna ábyrgðarveitingar til ístess hf. sem varð gjaldþrota síðasta sum- j ar. I 1——-—-—-—---------- Morgunblaðið/Rúnar Þór Stássið er heiti á nýjum veitingasal sem nýlega var opnaður, en hann kemur sem viðbót við veitingastaðinn Greifann við Glerárgötu. Salinn hannaði Magnús Már Þorvaldsson arkitekt, sem er lengst til hægri á myndinni, en við hlið hans er Lilja Jónasdóttir, þá veitingamennirnir Hlynur Jónsson og Andri Már Gylfason. Strætisvagnar Akureyrar: Fargjöld- in hækka BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í gær nýja gjaldskrá Strætisvagna Akur- eyrar sem tekur gildi 1. desemb- er næstkomandi. Einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 65 krónum í 70 krónur og einstök fargjöld barna úr 24 krónum í 27. Eftir 1. desember kostar kort með 20 miðum fyrir fullorðna 1.150 krónur, en kostaði 1.000 krónur. Aldraðir greiða 500 krónur fyrir 20 miða kort eftir hækkun, en greiddu 450 krónur og 20 miðar fyrir börn kosta 370 krónur í stað 330 króna. Þá hækka 25 miða kort fyrir framhaldsskóla- nema úr 930 krónum í 1.000 krón- ur eftir að nýja gjaldskráin tekur gildi. —----*-*-*--- Vísnatónleik- ar á sal M A Vísnaparið Jens og Dorthe halda vísnatónleika í sal Mennt- askólans á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Einnig munu þau spila fyrir nemendur Gagnfræðaskólans á miðvikudagsmorgun. Jens og Dorthe koma frá Dan- mörku og hafa þau sungið og spila saman í nokkur ár, bæði í heima- Iandi sínum og víðar á Norðurlönd- um. Á efnisskránni eru norrænar vísur af ýmsu tagi og þau leggja áherslu á að ná góðu sambandi við áheyrendur með léttum og skemmtilegum flutningi. Dorthe hefur að baki tónlistar- menntun og leikur hún jöfnum höndum á gítar, pianó, harmon- ikku og strengjahljóðfæri auk þess að útsetja tónlistina. Jens leikur á gítar og flautu. Hingað til lands koma þau á vegum Norræna húss- ins og Norræna félagsins og mun þau ferðast um landið og halda tónleika á ísafirði, Dalvík, Akur- eyri og Egilsstöðum. (Fréttatilkynning) ----*-*-*--- Tónleikar í Grundarkirkju Tónlistarskóli Eyjafjarðar efnir til tónleika í Grundarkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld- ið 21. nóvember og hefjast þeir kl. 20.30. Tilefni tónleikanna er að nýtt píanó er komið í kirkjuna, sem eykur mjög möguleika til fjöl- breytts tónlistarflutnings í kirkj- unni. Á dagskrá tónleikanna verða verk frá ýmsum tímum, m.a. fyrir söngrödd, gítar og blokkflautu, túbudúett, blokkflautukvartett auk margs annars. Flytjendur verða úr hópi kenn- ara tónlistarskólans, Þuríður Bald- ursdóttir, Gunnar H. Jónsson, Ingvi Vaclav Alfreðsson, Guðjón Pálsson, Michael Jacques auk skól- astjóra, Atla Guðlaugssonar. Áðgangur er ókeypis, en þeim sem vilja láta eitthvað af hendi rakna er bent á hljóðfærakaupa- sjóð Grundarkirkju. (Frcttatilkyniiing)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.