Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.11.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. NOVEMBER 1991 43 KNATTSPYRNA Frakkamir voru betri í Rúðuborg Rúnar Kristinsson gerði mark íslands í 2:1 tapleik Valdimar og IngóBf- ur í herbúðir Fram? Stjömumennirnir efnilegu Valdimar Kristófersson, sóknarleikmaður og Ingólfur Ingólfsson, miðvallarspilari, sem íeika með 21 árs landsliðinu, eru að hugsa sér til hreyfings og hafa þeir báðir verið orðaðir við Fram. „Ef ég fer frá Stjörnunni - þá fer ég til Fram,” sagði Valdimar í gærkvöldi, en Ingólfur sagði að það væri öruggt að hann færi frá Stjömunni. „Ég mun ganga til liðs við Fram eða Víking.” ÍSLENDINGAR verða í neðsta sæti fyrsta riðils Evrópukeppni landsliða, leikmanna 21 árs og yngri. Það er Ijóst eftir tap, 2:1, gegn Frökkum í Rúðuborg í gærkvöldi. Sigur Frakka var fyllilega sanngjarn í gær, íslenska liðið var ekki nægilega samstillt og strákarnir virkuðu einfaldlega ekki í nægilega góðri æfingu. Enda ekki furða. íslandsmótinu lauk fyrir um tveimur mánuðum. beita síðan skyndisóknum. Það Skapti Hallgrimsson skrifar frá Frakklandi Það var Rúnar Kristinsson sem gerði mark íslands á 75. mín- útu. Haraldur Ingólfsson tók hom- spymu frá vinstri, boltinn fór í varnar- mann á markteigs- horninu nær, hrökk þaðan til Rúnars út í miðjum teig og hann var fljótur að átta sig. Sendi hann rakleiðis efst í markhornið. Vel gert, en því miður eitt af því fáa sem gladdi íslensk augu í síðari hálfleiknum. „Ég missti boltann aðeins frá mér. Varnarmaður var að koma í mig þannig að ég „negldi” eins fast og ég gat með tánni,” sagði Rúnar við Morgunblaðið eftir leikinn. Leikurinn fór rólega af stað, Frakkar vom meira með boltann en lítið var um hættuleg færi. ís- lendingar biðu aftarlega, freistuðu þess að láta Frakkana koma og ÚRSLIT EM 21 ÁRS LIÐA: Stade Robert-Diochon, Rúðuborg: Frakkland - ísland..............2:1 Gerald Baticle (22.), Bilute Lizarazu (56.) - Rúnar Kristinsson (75.) Dómari: M. Montero frá Portúgal. Lið fslands: Kristján Finnbogason, Brandur Sigurjónsson, Arnaldur Loftsson, Arnar Grétarsson, Kristján Halldórsson, Rúnar Kristinsson, Valdimar Kristófersson, Stein- ar Adolfsson, Anton Björn Markússon (Indr- iði Einarsson 75.), Ingólfur Ingólfsson (Grétar Steindórsson 50.), Haraldur Ingólfs- son. Staðan er þessi í 1. riðli: Tékkóslóvakía....8 7 1 0 23: 4 15 Spánn.............7 3 2 2 6: 5 8 Frakkland.........8 3 2 3 7: 5 8 Albanía...........7 1 2 4 3:13 4 Ísland............8 1 ) 6 3:15 3 MEISTARAKEPPNI EVRÓPU: Old Trafford, Englandi: Man. Utd. - Rauða Stjarnan.......1:0 Brian McClair (67.). 22.110 Handknattleikur BIKARKEPPPNI HSÍ: FH-KA.........................27:21 íþróttahúsið Kaplakrika: Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 6, Kristján Arason 5, Gunnar Beinteinsson 5, Hans Guðmundsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Óskar Helgason 1, Pétur Petersen 1. Mörk KA: Stefán Kristjánsson 7, Alfreð Gíslason 6, Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 4, Jóhann Jóhannsson 2, Erlingur Kristjáns- son 1, Guðmundur Guðmundsson 1. FH b - Grótta b...............28:30 ■Eftir framlengingu (24:24). RISAMÓT Stórmót í Þýskalandi (Super Cup), þar sem fyrrum ÓL- og HM-meistarar keppa, ásamt Spánveijum: Þýskaland - Rúmenía...........19:18 Sovétríkin - Júgóslavía.......32:16 Spánn - Svíþjóð...............24:22 ðkvöld BIKARKEPPNI HSÍ 16 liða úrslit karla: Akureyri, Þór - Fram ■kl. 20.30 Seljaskóli, KR b - ÍR 19.15 Vaísh., Valur - Haukar 20.30 Vestm., ÍBV - Stjaman Víkin, Víkingur- UBK 16 liða úi-slit kvenna: Kaplakriki, FH - Stjaman 18 Strandg., Haukar - Grótta.... 20 Valsheimili, Valur - ÍBV 19 BLAK Digranes, HK - UMF. Skcið (ka.) ...20 Digranes, IIK - UBK (kon.). 21.15 Herrakvöld Víkings Herrakvöld Víkings verður í Víkinni n.k. föstudagskvöld 22. nóvember kl. 19,30. Ymsar uppákomur verða. Forsala aðgöngumiða er í Víkinni eftir hádegi alla daga fram að herrakvöldi. Miðafjöldi er takmarkaður og er því vissafá að káupa miða tímanlega. tókst þokkalega, vcrnin var að vísu ekki nægilega sannfærandi en þeg- ar liðið náði knettinum og komst fram yfir miðju sáust fallegir hlut- ir. Þá hélt liðið boltanum betur en aftar, spilaði fallega og ógnaði nokkrum sinnum. Þó kom stundum fyrir að síðasta sending misheppn- aðist. Haraldur Ingólfsson þrumaði yfir markið utan teigs eftir stundar- fjórðungs leik og Ingólfur Ingólfs- son átti skot úr teig stuttu síðar eftir mjög fallega sókn eftir send- ingu frá Rúnari en skot hans var varið. Valdimar Kristófersson fékk besta færið í fyrri hálfleiknum eftir glæsilega sendingu Rúnars á 19. mín. Komst þá inn á teig en mark- vörðurinn varði fast skot hans mjög vel. En svo komust Frakkar yfir á 22. mínútu. Vinstri úthetjinn komst upp að endamörkum, sendi fyrir og miðheijinn Baticle skallaði auðveld- lega í netið. Hálfklaufalegt og leið-- inlegt, þar sem íslendingar höfðu átt betri færi. Rothöggið kom svo aðeins ellefu mínútum eftir hlé. Viristri útheijinn þrumaði þá í netið úr teignum eftir frábæran undirbúning. Frakkarnir gerðust ágengari eftir þetta, en Kristján Finnbogason — sem ekki verður sakaður um mörkin — varði nokkrum sinnum mjög vel. En vörn Islands var ekki nægilega vel vak- andi og fékk heldur ekki nógu góða aðstoð frá miðjumönnunum. Frakk- arnir fengu að valsa í gegn alltof oft. Frakkar voru nánast einráðir lengi vel í seinni hálfleik og það þarf því ekki að hafa mörg orð um leik Islendinganna eftir hlé. Þeir voru yfirleitt skrefinu á eftir. Eng- inn náði að leika af eðlilegri getu, nema hvað Kristján markvörður stóð sig vel. Aðrir gerðu laglega hluti annað slagið og voru að reyna, en greinilega af vilja en mætti. En úrslitin eru auðvitað ekki svo slæm; eins marks tap gegn Frökkum á útivelli lítur ekki illa út á pappírn- um. Liðið getur miklu meira, en ýmislegt spilar þar inní. Og þar hlýtur að vega þyngst tímasetning- in á leiknum. Kristján Finnbogason stóð sig vel í markinu. Slæmt að spila á þessum tíma - sagði Hólmbert Friðjónsson sem stjórnaöi landsliðinu í síðasta skiptið ,,ÞETTA var sanngjarn sigur Utkoman er þó ekki slæm og ég er nokkuð sáttur við hana En við áttum ekki meira skilið,” sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari landsliðsleikmanna 21 árs og yngri, eftir tapið í Rúðu- borg í gærkvöldi. Hann stjórn- aði liðinu þarna í síðasta skipti því hann lætur nú af störfum hjá KSÍ. Hólmbert sagði mjög slæmt að spila landsleik á þessum árs- tíma. „Það var alveg á mörkunum að við gætum haldið úti æfíngum heima. Við spiluðum gegn Albaníu í maí í vor þegar menn voru ekki komnir í leikæfingu og síðan annan leik nú, í nóvember, þegar menn eru dottnir úr æfíngu. Þetta er ekki nógu gott.” Hólmbert sagði strákana hafa, að sínu mati, eyðilagt eigið sjálfs- traust með því að leika eins mikið til baka og þeir gerðu í upphafi. Sagðist hafa viljað að þeir hefðu reynt að leika meira fram á við. Ef Frakkarnir hefðu einfaldlega verið í miklu betri æfingu — það væri eðlilegt — þar sem keppnis- tímabilið hjá þeim væri í gangi nú — og það hefði skipt mestu máli. Rúnar Kristinsson: „Við héldum alveg í við þá í fyrri háífleiknum, þó svo þeir hefðu skor- að. Og fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru í lagi. En eftir að þeir komust í 2:0 voru menn alveg bún- ir. Þá duttum við niður og spiluðum bara á miklum vilja fannst mér, því við vildum ná hagstæðum úrslitum. En þetta hefði getað farið öðruvísi því við klúðruðum tveimur dauða- færum áður en þeir skoruðu. Það tókst ekki og okkur er refsað fyrir slík mistök,” sagði Rúnar. ■ ALBERT Guðmundsson, sendiherra í París, var heiðursgest- ur Frakka á leik 21 árs liða Frakk- lands og íslands í Rúðuborg í gærkvöldi. Frakkar dreifðu fróð- leiksmolum um Albert fyrir leikinn. ■ INGI Björn Albertsson, al- þingismaður, þjálfari Vals og fyrr- um landsliðsmaður í knattspyrni^, var einnig á meðal áhorfenda - í fylgd með föður sínum. ■ FJÖLDI áhorfenda voru á leiknum í gærkvöldi - 9.000. Mun- aði þar mestu um að skólabörnum og unglingum var boðið sérstaklega á leikinn. eða alls um sjö þúsund. ■ „NÚ er skipting hjá Finnum,” glumdi í hátalarakerfi vallarins, þegar Indriði Einarsson kom inná sem varamaður. Menn brostu, en þulurinn sá ekki ástæðu til að leið- rétta mistökin. ^ ■ EF Guðni Bergsson verður ekki orðinn góður fyrir landsleikinn í kvöld, en hann tognaði á nára á æfingu, mun Sævar Jónsson taka stöðu hans í vörninni. Sævar lék gegn Frökkum í Reykjavík. Birk- ir Kristinsson og Kristján Jóns- son, sem voru varamenn þá, eru nú í byijunarliði íslands. ■ SIGURÐUR Jónsson, sem er meiddur, missti einnig af leiknum gegn Frökkum í Reykjavík vegna meiðsla. ■ ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, komu frá París til Rúðuborgar, til að sjá 21 árs liðið leika. — ■ FRAKKAR eru -ákveðnir að vinna og verða fyrstir til að fá fullt hús í 25 ára sögu Evrópukeppn- innar. V-Þjóðveijar unnu aftur á móti alla leiki sína í undankeppni HM 1982 á Spáni. ■ PLATINI tilkynnti lið sitt í gær, en það er þannig skipað (3-4-3): Bruno Martin - Jocelyn Angloma, Laurent Blanc, Bernard Casoni, Manuel Amoros - Didier Deschamps, Luis Fernandez, Christian Perez - Amara Simba, Eric Cantona, Pascal Vahirua. HANDKNATTLEIKUR Hvorki lán né styrkur - frá ríkisvaldinu verði HM-keppnin hér á landi 1995 Handknattleikssamband íslands stendur nú frammi fyrir þeirri staðreynd að verði heimsmeistara- keppnin í handknattieik haldin hér á landi árið 1995 fær HSÍ hvorki ríkistryggt lán né styrk frá ríkis- valdinu til að bjarga fjárhagsstöðu sambandsins, sem er mjög slæm. Verði hins vegar hætt við að halda keppnina er ríkisstjórnin tilbúin að leggja sitt af mörkum upp í útlagð- an kostnað. Þetta var niðurstaða fundar, sem formaður HSÍ, forseti ÍSÍ og form- aður ólympíunefndar áttu með for- sætisráðherra og fjármálaráðherra í fyrrakvöld. Báðir aðilar skýrðu sjónarmið sín og málin skýrðust, en engin ákvörðun var tekin. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar, formanns HSÍ, voru skilaboð ríkis- valdsins skýr. „Við fengum staöfest að staðið yrði við samninginn við Kópavogs- bæ varðandi byggingu íþróttahúss og yrði keppnin hér þyrfti HSÍ að bjarga sér sjálft úr fjárhagsörðug: leikum sínum. Sem formaður HSÍ harma ég mjög þessa afstöðu og mun leggja áherslu á ad ÍSÍ, ólymp- íunefnd og séi-sambönd beiti sér af hörku fyrir okkar málstað um leið og barist vei-ður fyrir formlegum stuðningi við afreksmannastefnu íþróttahreynngarinnar. Verði hins vegar ekki af keppniririi einhvérra hluta vegna er núverandi ríkisstjóni reiðubúin að greiða HSÍ ákveðnar skaðabætur.” Aðspurður sagði Jón að HSÍ hefði ekki farið fram á ákveðna upphæð ef hætt yrði við keppnina, „en það er ljóst að ef svo færi yrði tap okk- ar nokkuð vel yfir 100 milljónum. En markmið okkar er að halda keppnina og því höfum við ekki sett fram neinar kröfur.” Jón sagði að tækninefnd Alþjóða handknattleikssambandsins hefði tekið vel í að endurskoða kröfur um stærð halla vegna úrslitaleikja í HM, sem gæti geit það kleift að stækkun Laugardalshallar kæmi til greina 'ef ekki yi'ði úr byggirigu nýrrar hallar, en unnið væri áfram í því að fá fleiri stuðningsaðila vegna keppninnar. Sala auglýsinga væri í höndum sérfræðinga á vegum IHF, en framkvæmd HM yrði í höndum sérstakrar nefndar, sem væri óháð hefðbundinni starfsemi sambandsins. Hún myndi semja við ferðaskrifstofur um samstarf rið skipulagninguna. Málið verður tekið fyrir á sam- bandstjómarfundi HSÍ um helgina og verður þá væntanlega ákveðið hvaða stefnu HSÍ á að taka í stöð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.