Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
270. tbl. 79. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
KGB:
Annar hver
sendiráðs-
maður var
njósnari
Moskvu, Ósló. Iteulor.
BORIS Pankín, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Sovétríkjanna,
hefur sagt að allt að helmingur
allra starfsmanna í sovéskum
sendiráðum hafi þar til nýlega
njósnað fyrir leyniþjónustuna
KGB. Norska dagblaðið Aften-
posten hafði í gær eftir fyrrver-
andi njósnara KGB, Mikhaíl
Bútkov, að nokkrir Norðmenn
væru enn á mála lyá leyniþjón-
ustunni þrátt fyrir endalok kalda
stríðsins.
Borís Pankín var skipaður utan-
ríkisráðherra eftir valdaránstilraun
sovéskra harðlínukommúnista í ág-
úst en var gerður að sendiherra í
Lundúnum þegar Edúard Shev-
ardnadze tók við embættinu fyrr í
mánuðinum. Hann sagði í viðtaíi við
sovéska dagblaðið Komsomolskaja
Pravda, sem birt var um helgina,
að KGB hefði stjórnað mörgum
sendiráðum og sagt sendiherrum
þeirra fyrir verkum.
Míkhaíl Bútkov sagði að nokkrir
Norðmenn störfuðu enn fyrir KGB
og þægju fyrir það gjafír eða reiðufé.
„KGB hefur haft áhuga á Noregi
einkum vegna aðildarinnar að Atl-
antshafsbandalaginu,” sagði hann.
Bútkov sagði að 38 Sovétmenn
hefðu starfað sem njósnarar í land-
inu í fyrra. Norðmaðurinn Ame Tre-
holt, sem situr fangelsi fyrir njósnir,
hefði verið sérlega mikilvægur
njósnari og „ein af goðsagnapersón-
um KGB”. Bútkov stundaði sjálfur
njósnir fyrir KGB í Noregi og þótt-
ist þá fréttaritari Rabotsjaja Trí-
búna, dagblaðs sovéska kommún-
istaflokksins. Hann sneri baki við
KGB í maí og fluttist til Lundúna.
Reuter
íbúar í króatísku borginni Vukovar með föggur sínar á leið frá
gereyðilögðu heimili sínu í gær. Óttast er að allt að 5.000 manns,
aðallega óbreyttir borgarar, hafi fallið í umsátri sambandshersins
um borgina sem féll fyrir helgina.
Júgóslavía:
Hörð hríð að Osijek
þrátt fyrir vopnahlé
Belgrad, Pans, Zagreb, Budapest. Reuter.
Sambandsherinn í Júgóslavíu hélt uppi stórskotaliðsárásum á króa-
tísku borgina Osijek í gær, þrátt fyrir enn eitt vopnahléið sem fulltrú-
ar deiluaðila náðu samkomulagi um en það tók gildi síðdegis á sunnu-
dag.
Samkvæmt vopnahlésskilmálun-
um er gert ráð fyrir að friðargæslu-
lið á vegum Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) haldi til landsins ef vopnahléið
verður virt og segir Cyrus Vance,
fulltrúi SÞ, að ekki þyrfti að taka
meira en viku að undirbúa þá að-
gerð. Frakkar vilja að öryggisráð
SÞ komi þegar saman og ákveði að
senda gæslulið sem fyrst.
Borist hafa fréttir af því að Serb-
ar séu þegar byijaðir að setjast að
í þorpum og bæjum sem áður voru
byggð Króötum en Serbar hafa
nú lagt undir sig þriðjung Króa-
tíu. Að sögn ungverskra fjölmiðla
hafa um 5.000 manns flúið frá
Osijek-héraði til Ungveijalands
síðustu daga.
Þing Evrópuráðsins afnam í gær
rétt Júgóslavíu, sem ekki á aðild að
ráðinu, til að hafa þar sérstaka
gestasendinefnd. „Ég get ekki séð
að nokkur von sé til þess að Júgó-
slavía verði sameinað ríki á ný,”
sagði Anders Björk þingforseti.
Sjá „Talið að 5.000 hafi týnt
lífi..." á bls. 22.
Mikil óvissa um framtíð Sovétríkjanna:
Undirritun sambandssátt-
mála sjö lýðvelda frestað
Moskvu. Reuter.
LEIÐTOGAR sjö Sovétlýðvelda náðu ekki samkomulagi um nýjan sam-
bandssáttmála í gær og frestuðu undirritun hans þar til þing lýðveld-
anna hafa fjallað um drög að honum. Engin skýring var gefin á þess-
ari frestun og þykir hún verulegt áfall fyrir Míkhail Gorbatsjov Sovét-
forseta, sem hefur að undanförnu lagt kapp á að halda ríkjasamband-
inu saman.
Gorbatsjov var mæðulegur þegar
hann svaraði spurningum blaða-
manna eftir fund með leiðtogum lýð-
veldanna sjö. Hann játaði að stefnt
hefði verið að því að leiðtogarnir
undirrituðu sáttmála um framtíð
Sovétríkjanna, þar sem m.a. er gert
ráð fyrir þjóðkjörnum forseta og
miðstjórnarvaldi með takmarkað
valdsvið. Leiðtogarnir hefðu orðið
sammála um nauðsyn þess að Ijúka
samningum og einsett sér að koma
málinu í höfn í desember.
Fundinn í Moskvu sátu ekki leið-
togar Úkraínu, Armeníu, Azerbajdz-
hans, Georgíu og Moldovu og þykir
það draga úr mikilvægi sambands-
sáttmálans. Fjarvera úkraínska leið-
togans þykir verst fyrir Gorbatsjov,
en í næstu viku fara fram forseta-
kosningar og þjóðaratkvæðagreiðsla
í Úkraínu um hvort lýsa skuli yfir
sjálfstæði og segja skilið við Sovét-
ríkin. Sjö menn eru í framboði til
forseta og allir fylgjandi stofnun
sjálfstæðs ríkis og aðskilnaði frá
Moskvuvaldinu.
Gorbatsjov sagði í gær mikla
hættu á að styrjöld brytist út milli
Armeníu og Azerbajdzhans. Hann
lagði til að sovéski herinn yrði send-
ur til að hafa eftirlit með tíu km
breiðu belti við landamæri lýðveld-
anna og koma í veg fyrir átök milli
þeirra.
ÞELR FORUSTMEÐ ELDHAMRL GK13
FIMM menn fórust þegar vél-
báturinn Eidhamar GK 13
strandaði við Grindavík síðastlið-
ið föstudagskvöld. Þeir hétu:
Árni Bernharð Kristinsson, 32
ára, skipstjóri, til heimilis á
Glæsivöllum 5, Grindavík, og
lætur hann eftir sig eiginkonu
og tvö börn, eins árs og sjö ára.
Bjarni Guðbrandsson, 31 árs,
vélstjóri, til heimilis á Hólavöll-
um 11, Grindavík, og lætur hann
eftir sig eiginkonu og þrjú börn
á aldrinum 5 ára, 10 ára og 13
ára.
Sigurður Kári Pálmason, 27
ára, matsveinn, til heimilis á
Selsvöllum 6, Grindavík, og læt-
ur hann eftir sig eiginkonu og
tvö börn, eins árs og fjögurra
ára.
Hiimar Þór Davíðsson, 24 ára,
vélavörður, til heimilis á Fagra-
hjalla 50, Kópavogi, og lætur
hann eftir sig eiginkonu og sjö
mánaða gamla dóttur.
Kristján Már Jósefsson, 25
ára, háseti, til heimilis á Krabba-
stíg 2, Akureyri. Hann var
ókvæntur og barnlaus.