Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 Hlutabréfasjóður Norðurlands: Fyrsta hlutafjárút- boðið að upphæð um 24 milljónir hefst í dag FYRSTA hlutafjárútboð hins nýstofnaða Hlutabréfasjóðs Norður- lands hefst í dag, þriðjudag, en um er að ræða útboð að upphæð 'tæplega 23,8 milljónir króna að nafnvirði. Hægt verður að kaupa hlutabréf fyrir hvaða upphæð sem er, þó minnst 10 þúsund krónur. Sölutímabilið er frá 26 nóvember til 25. febrúar á næsta ári. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. er sjálfstætt hlutafélags sem ávaxtar fé hluthafanna með kaup- um á hlutabréfum og skuldabréf- um atvinnufyrirtækja. Stefnan er að 40-75% af eignum sjóðsins sé að jafnaði bundið í hlutabréfum, en 25-60% í skuldabréfum, banka- innistæðum og sjóði. Félagið mun fjárfesta sem mest af eigum sínum í hlutabréfum fyrirtækja sem starfa á Norðurlandi og eru þegar skráð á hiutabréfamarkaði, eða lík- 'legt er að muni fást þar skráð á næstu árum. Gengi bréfanna verður reiknað út daglega, en það ræðst af mark- aðsverðmæti þeirra hvetju sinni sem og markaðsaðstæðum, þ.e. framboð og eftirspurn á hluta- bréfamarkaði munu einnig hafa áhrif á hlutabréf í eigu Hlutabréfa- sjóðs Norðurlands. Félagið hefur fengið staðfest- ingu ríkisskattstjóra á því að það fullnægi skilyrðum um frádrátt kaupverðs hlutabréfa, en á þessu ári mega einstaklingar draga frá kaupverð hlutabréfa fyrir um 95 þúsund krónur frá tekjuskatts- stofni og lækka þar með tekju- skatt um 38 þúsund krónur, en skattalækkunin er allt að 76 þús- und krónur fyrir hjón. Aðalsöluaðilar hlutabréfanna eru Kaupþing Norðurlands og Kaupþing, en einnig munu spari- sjóðir um land allt og Búnaðar- bankinn og útibú hans annast söl- una, auk þess sem reiknað er með að öll verðbréfafyrirtæki muni bjóða bréfin til sölu. Leikgleði á Leikbæ Morgunblaðið/Rúnar Þór Krakkarnir á Leikbæ á Dalvík létu hálkuna ekki á sig fá, heldur tóku fram snjóþotur og þustu út i góða veðrið. Þar undu þau sér hið besta við að renna sér niður hólinn á lóð leikskólans. Samningar tókust í mjólkursamlagsdeilunni: Súlnafell- ið áfram gertút frá Hrísey SÚLNAFELLIÐ EA sem Kaupfélag Eyfirðinga gerir út frá Hrísey verður áfram gert út frá eynni með óbreytt- um hætti. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar KEA, þar sem jafnframt var samþykkt að taka sjávarútvegsþátt félasg- ins, bæði útgerð og fisk- vinnslu, til athugunar. Fyrirhugað var að hætta út- gerð Súlnafells um næstu ára- mót og flytja fisk til vinnslu í eynni frá skipum sem kaupfé- lagið gerir út frá Dalvík, Björg- vin og Björgólfi. Hríseyingar mótmæltu þessum hugmyndum harðlega og í kjölfarið voru upp- sagnir yfirmanna Súlnafellsins dregnar til baka og hefur nú verið ákveðið að útgerð þess verði með óbreyttum hætti. Smári Thorarensen oddviti í Hrísey sagði að íbúar eyjarinnar hefðu fagnað þessari ákvörðun mjög, en þeir vonuðu að um endanlega ákvörðun í þessu máli væri að ræða, þannig að þéir þyrftu ekki stöðugt að ótt- ast að útgerðinni yrði hætt. Samið var um 27 þúsund króna eingreiðslu og kaupaukakérfi IÐNVERKAFÓLK í mjólkursamlögum KEA á Akureyri og KÞ á Húsavík samþykkti í gær samninga sem tókust síðla sunnudags milli Iðju, félags verksmiðjufólks, Verkalýðsfélags Húsavíkur og Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Verkfalli sem búið að boða I samlögunum var því aflýst. I samningunum felst 27 þúsund króna eingreiðsla með orlofi til handa því starfsfólki sem sótt hefur starfsnámskeið auk þess sem samið var um að taka upp kaupaukakerfi í mjólkurbúunum, sem reiknað er með að skili 5% hækkun innan árs frá því að aðalkjarasamningur er undirritaður. Iðnverkafólk í mjólkurbúunum tveimur hafði boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 25. nóvember, en samningafundir með sáttasemjara stóðu yfir allt frá því á miðvikudag í liðinni viku. Samningar tókust loks á siðustu stundu, síðla á sunnudag. í samningnum er kveðið á um 27 þúsund króna eingreiðslu með orlofi til þeirrá starfsmanna í búun- um sem sótt hafa starfsfræðslun- ámskeið, en langflestir starfsmenn í samlögunum hafa sótt þessi nám- skeið. Þau stóðu yfir í 40 tíma samtals. Þá var einnig samið um að taka upp kaupaukakerfi í mjólkurbúun- um og er stefnt að því að setja upp slík kerfi á sex mánuðum frá undirskrift aðalkjarasamninga, en reiknað er með að kerfið skili 5% kauphækkun innan árs. Hafi ekki tekist að koma þessu kerfi á innan tilskilins tíma eru ákvæði í samn- ingunum um biðgreiðslur sem nema 800 krónum á viku til þeirra starfsmanna sem sótt hafa nám- skeiðin. „Ég vona að allir séu sæmilega sáttir við þennan samning. Þetta er nokkru hærri eingreiðsla en við buðum í upphafi, en hún er samt innan þess ramma sem við getum sætt okkur við,” sagði Hjörtur, en hann bjóst við að sami háttur yrði hafður á hvað önnur mjólkursam- lög varðar. „Við erum sátt við þessi málalok og einkum erum við fegin þvi að ekki kom til verkfalla.” Ármann Helgason varaformað- ur Iðju sagði að með þessum samn- ingi hafi verkalýðsfélögin fengið viðurkenningu á starfsfræðslunni, þ.e. viðurkennt er að semja skuli um fyrirkomulag slíkrar fræðslu og einnig hafi verið samið um að mönnum sé heimilt eftir sex mán- aða störf í búunum eða lengur, að sækja starfsfræðslunámskeið, sem svipi til þeirra sem áður voru í boði. „Menn eru kannski aldrei 100% ánægðir með samninga, en ég held að ekki hafi verið hægt að teygja sig lengra án þess að til verulegra verkfalla kæmi,” sagði Ármann. Kári Arnór Kárason formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur sagði að miðað við aðstæður væri hann þokkalega ánægður með samning- inn. „Menn fara svo fljótlega að setja sig í stellingar varðandi kaup- aukakerfið,” sagði Kári Arnór. „Menn eru þokkalega ánægðir hér og það er ágætt að ekki kom til verkfalls, því allt eins hefði mátt búast við að það gæti orðið langt.” Iðnverkafólk í samlögunum greiddi atkvæði um samninginn í gær, hann vár samþykktur sam- hljóða hjá starfsmönnum mjólkur- samlagsins áj Húsavík, en at- kvæðagreiðsla fór þannig í mjólk- ursamlagi KEA á Ákureyri, að 26 samþykktu samninginn, einn var á móti, þrír seðlar voru auðir og einn ógildur. Skiptalok hjá Fiskmar í Ólafsfirði: 100 þús. fengust upp í 35 milljóna kröfur SKIPTUM er lokið í þrotabúi Fiskmars hf. í Ólafsfirði. Ein forgang- skrafa fékkst greidd að upphæð tæplega 100 þúsund krónur, en engar greiðslur komu upp í almennar kröfur. Fiskmar hf. var lýst gjaldþrota í nóvember á síðasta ári og va.r lýst um 35 milljóna króna kröfum í búið. Engar greiðslur fengust upp í almennar kröfur, en ein forgangs- krafa fékkst greidd, en þar var um að ræða lífeyrissjóðsgreiðslu að upphæð tæplega 100 þúsund krón- ur auk þess sem búið átti fyrir skiptakostnaði. Sparisjóður Ólafsfjarðar lýsti kröfu að upphæð 16,9 milljónir króna. Allt lausafé búsins var veð- sett sparisjóðnum og bæjarsjóði, en sparisjóðurinn leysti til sín veð- in á matsverði. Ekkert kom upp í kröfu bæjarsjóðs, að upphæð 8,6 milljónir króna. HÚSMEBI Tll LEISII Verslunarhúsnæði er til leigu við Hafnar- stræti 88. Tilboðum skal skila til Byggðastofnunar, Akureyri, eigi síðar en 28. nóvember 1991. Nánari upplýsingar í síma (96) 21210. Fékk bíl í happdrætti Sigmundur Þórisson formaður Knatt- spyrnufélags Akureyrar afhenti fyrir skömmu Sveini Rafnssyni bifreið sem hann vann í byggingahappdrætti KA, en til þessa happdrættis var efnt til styrktar byggingu hins nýja íþróttahúss KA sem tekið var í notkun fyrir nokkru. Morgunblaðið/Rúnar Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.