Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
FAMILY HOME COMPUTER nl&Síft
BRINGSIMAGES AND THE
AMAZING REALITY!
; aiaw—bw
ttwft »»*« rw«" KUm i.ut,twv j («$*í«£tZm»«u* CCVmn S1VÍU
irzæz-.: ■; ' more'f'u"i
to rou
BRYAN ADAMS
TónleikaríLaugardalshöll jjEt
17.desember1991
HXJGLEIDIRj
Reykjavík^fánar, Laugavegi 24, Glæsibæ, Strandgata 37, Mjódd, Borgarkringlunni
°g Auj^orstræti; Skífan, Kringlunni, Laugavegi 33, Laugavegí 96 og Laugavegi 26.
Vestmannaeyjar; Adam og Eva. Húsavík: Sími 9g-4i 362. Akureyri: KEA-Hljómdeild.
Neskaupstadur: Tónspil. Selfoss: Verslunin ösp. Akranes: Bókaskemman.
Skagafirdi: Kaupfélag Skagfirdin§a. Hornaftrdi: KASK. ísafjördur: Hljómborg.
Keflavfk:K-Sport.
Einnig et hægt ad panta mida ísíma 91 -677750. Gírósedill verdur sendiir bid hæl og et hann hefur
£, verid greiddur verda midarnir sendiruni hæl. Muniðad gieida strax. *
^ Skrifstofa Borgarfoss hf„ GerðubárgM, sími 677750.
HÖfundur er fyrrverandi bóndi á
Kirkjubóli.
Listin að af-
þakka áfengi
eftirArna Sigfússon
Flestir sem vilja forðast offitu vita
að árangursrík leið felst í að minnka
sykurríka drykki. Nú fást sykurlaus-
ir drykkir sem sjálfsagt val í öllum
verslunum og á öllum mannamótum.
Flestir sem vilja forðast áfengis-
vímu vita að árangursrík leið felst
í að afþakka áfengi en þiggja þess
í stað áfengislausa drykki, sem bjóð-
ast nú í mikilli fjölbreytni í fjölmörg-
um verslunum og á öllum fyrsta
flokks veitingastöðum.
Hvort tveggja reynist erfitt í
fyrstu, en fljótlega verður það sjálf-
sögð venja. Okkur mun verða ljóst
að staðfesta á báðum þessum sviðum
skapar okkur betri stöðu í starfi og
leik.
Ég vel að tengja sykurdrykki og
áfengi í þennan hátt í tilefni bindind-
isdags fjölskyldunnar, því í mínum
augum er áhersla á minni áfengi-
snotkun fjölskyldufólks sjálfsagður
liður í auknu heilbrigði og ánægju-
legri starfsdögum, líkt og kjörþyngd
eða holl fæða. Valið er jafn sjálfsagt.
Menn hafa ólíkar ástæður til að
hafna áfengi. Sumir af biturri eigin
reynslu, aðrir af reynslu annarra,
og enn aðrir einfaldlega vegna þess
að þeir kunna betur við sig allsgáða,
svo undarlegt sem það er! Þegar
tímar líða án áfengis hallast þó flest-
ir á þá skoðun að þeir hafi fulla
þörf fyrir að vera allsgáðir — alltaf.
Fæstir hefla áfengisnotkun sína
staðráðnir í að verða áfengisfíklar.
Margir rata meðalveginn alla ævi,
en því miður vitum við enn afar lítið
O:
um hvað veldur því að fjöldi fólks
heltist úr lestinni og fellur á meðal-
veginum.
Afengisfíklar skilja sjaldnast að
misnotkun þeirra skaði heimilisfólkið
fyrr en þeim er orðið ljóst að þeir
hafa sjálfír skaðast. Oft tekur mörg
ár að bíða eftir slíkri hugljómun. A
meðan er hætta á að fjölskyldan lifi
öll við afleiðingár misnotkunar:
sinnuleysi foreldris, ósannsögli,
• skapbresti, og önnur stórhættuleg
gildi í uppeldi hvers barns.
Á bindindisdegi fjölskyldunnar er
tilvalið tækifæri fyrir hvern og einn
að hugleiða hvort misnotkun áfengis
hafi einhvern tíma, einhveija kvöld-
stund, einhvern morgun, varpað
skugga á heilbrigt fjölskyldulíf.
Leiðir meðalvegurinn, sem þú telur
þig e.t.v. feta, í aðra átt en þú vilt
að hann geri? Hvaða áhrif hafa
brostnar vonir barna á hugmyndir
þeirra um „eðlilegt” fjölskyldulíf?
Of mörg þeirra telja hina misheppn-
uðu leið vera einu leiðina og staldra
Árni Sigfússon
„Áfengisfíklar skilja
sjaldnast að misnotkun
þeirra skaði heimilis-
fólkið fyrr en þeim er
orðið ljóst að þeir hafa
sjálfir skaðast.”
hvergi við til þess að endurskoða
hana, þegar að því kemur að þau
stofna sína eigin ijölskyldu.
Nýtum þennan dag til þess að
staldra við stundarkorn. Lítum
yfir farinn veg og sjáum hvort
ekki sé kominn tími til þess að
feta leiðina til heilbrigðara fjöl-
skyldulífs. Þar þarf meira til en
að hamla gegn misnotkun áfeng-
is. En bindindi er mikilvægt tæki
sem ég hvet menn til að íhuga.
Það þarf ekki hástemmd loforð.
Ágætt væri að byija á einum degi
í einu. Er þessi dagur ekki tilvalinn?
Höfundur er einn af
borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
HVERSVEGNA
BINDINDISMENN?
eftir Halldór
Kristjánsson
Hvað veist þú um áfengi?
Við skulum sleppa öllum flækjum
en halda okkur við þau áhrif sem
við höfum séð.
Við höfum séð að ölvuðum mönn-
um fatast. Þeir verða reikulir í spori
og missa marka á ýmsan hátt.
Við höfum orðið vitni að heimilis-
böli þegar ekkert taumhald var orð-
ið á drykkjufýsninni. Við höfum
verið vitni að þjáningu fjölskyldunn-
ar, maka, barna og heimilisvina.
Við höfum orðið vitni þess að
menn misstu atvinnu, eignir og
heimili vegna drykkjunnar.
Við vitum líka um slys og óhæfu-
verk sem eru bein afleiðing áfengis-
neyslu.
En svo vitum við líka um fjölda
manna sem neytir áfengis án þess
að því fylgi tjón eða ósköp eins og
hér er búið að minna á. í þann
meiri hluta vilja margir skipa sér.
Því ekki það?
Við göngum út frá því að þeir
sem urðu ofdrykkjumenn hafi ætlað
sér að vera hófsmenn. Þeir völdu
sér lífsstíl sem átti að vera farsæll
en varð þeim ógæfa. Og þá er kom-
ið að kjama málsins.
Þessi lífsstíll var valinn vegna
þeirra sem sleppa við vandræðin, —
ekki hinna. En lífsstíll hófseminnar
varð mörgum að falli. Þess vegna
Halldór Kristjánsson
„Við göngum út frá því
að þeir sem urðu of-
drykkjumenn hafi ætl-
að sér að vera hófs-
menn. Þeir völdu sér
lífsstíl sem átti að vera
farsæll en varð þeim
ógæfa.”
urðu til bindindismenn. Það eru
menn sem ekki vilja með dæmi sínu
og dagfari efla og útbreiða þann
lífsstíl sem einhveijum verður að
ógæfu. Það eru menn sem ekki vilja
leggja sig í óþarfa áhættu og jafn-
framt taka þátt í að troða þær slóð-
ir sem merktar verða blóði og böli.
m
og 2 Tu
á abeins
Verbdæmi.
Nasa leikjatölva meö
Turbo stýripinnum
og 4 leikjum_______11.900,-
Nasa leikjatölva með
Turbo stýripinnum
og 35 leikjum______14.900,-
Super Mario Bros. III__3.900,-
The Simpsons___________3.900,-
Yo-Nid_________________3.900,-
Back To The Future_____3.900,-
Battle Toads___________3.900,-
lOOIeikjapakki.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!