Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 23 Forsetakosningar í Tadzhíkístan: Rakhmons sigraði með yfirburðum Dúshunbc. Reuter. Daily Telegraph. RAKHMON Nabíjev, fyrrum leiðtogi kommúnistaflokksins í Mið-Asíu- lýðveldinu Tadzhíkístan fór með sigur af hólmr í forsetakosningum, sem fram fóru í lýðveldinu í fyrradag. Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum hlaut hann 56,9% atkvæða en helsti keppinautur hans, Davlatnazar Khúdonazarov, rösk 30%. Khúdonazarov hefur kært niðurstöðurnar formlega og fullyrt að kosningasvindl hafi átt sér stað. Nabíjev var flokksleiðtogi í Tadz- híkístan 1982-85 en Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti, þá nýtekin við sem leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, vék líonum frá. Er hann fyrsti harðlínumaðurinn sem kemst til valda eftir að sovéski kommún- istaflokkurinn var lagður niður í kjölfar misheppnaðs valdarán harðlínuaflanna í Moskvu í ágúst sl. Nabíjev þykir koma illa fyrir og er sagður eiga við drykkjuvanda að stríða. Nýtur hann öflugs fylgis í norðurhuta lýðveldisins þar sem vel- megun er meiri en á öðrum svæðum og íhaldssemi mikil en umbætur sem Moskvustjórnin hefur gripið til hafa í óverulegum mæli komist í fram- kvæmd í Tadzhíkístan. Forsetakosningarnar eru hinar fyrstu sem fram fara í Mið-Asíulýð- veldum Sovétríkjanna. Andstæðing- ar Nabíjevs héldu því fram í kosningabaráttunni að hann skorti umburðarlyndi og myndi stjórna með harðri hendi. Myndi fljótt sjóða upp úr milli hinna flölmörgu þjóðarbrota sem byggju í lýðveldinu. Helsti mót- frambjóðandi Nabíjevs var Davl- atnazar Khúdonazarov, 47 ára kvik- myndaleikstjóri og fyrrum fulltrúi í miðstjórn sovéska kommúnista- flokksins. Naut hann stuðnings leið- toga múhameðstrúannanna og mo- skanna sem verið hafa opnaðar eftir áratuga ofsóknir gegn kirkjunni í Sovétríkjunum. Andstæðingar Khú- donazarovs, einkum þó Rússar, sem eru í minnihluta í Tadzhíkístan, hafa óttast að næði hann kjöri tæki við klerkaveldi í lýðveldinu. Noregur: Sovétmenn ætla ekki að lyfta kafbátnum SOVÉSKUR ráðherra skýrði frá því á ráðstefnu í Tromsö í síðustu viku að áætlanir um að reyna að lyfta flaki kjarnorkukafbátsins Komsolets, er sökk milli Bjarnareyjar og Norður-Noregs, hefðu ver- ið lagðar á hilluna. „Það eina sem gæti fengið okkur til að breyta þeirri ákvörðun er að Norðmenn vilji fá hann fjarlægðan, t.d. af ótta við mengun fiskimiða,” sagði ráðherrann, Viktor Míkhaílov, að sögn blaðsins Aftenposten. Geislavirkt eldsneyti er tekið að leka úr kafbátnum, sem sökk milli Svalbarða og Norður-Noregs árið 1989, en það skapar ekki hættu á alvarlegri mengun, að sögn norskra embættismanna. „Það er gat á kjarnakljúfstankn- um og úran-eldsneyti er tekið að leka,” hafði Reuíers-fréttastofan eftir Knut Gussgard, yfirmanni Geislavarna Noregs. „Lekinn mun aukast á næstu áratugum. Hann er þó ekki hættulegur.” Gussgard hefur varað við því að Sovétmenn ætli ef til vill að láta Norðmenn um að finna lausn á málinu. 42 skipveijar biðu bana þegar kafbáturinn sökk eftir að eldur hafði komið upp í honum. Aður hafði áhöfnin stöðvað kjarnakljúf- inn. Kafbáturinn er á 1.685 m dýpi. Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður Geislavarna ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið best að skipið yrði áfram á botnin- um, þar sem lítil hætta væri á að geislavirk efni bærust þaðan upp á við og menguðu fiskimiðin. Ef reynt yrði að hífa skipið upp kynni það til dæmis að liðast í sundur með þeim afleiðingum að geislamengun bærist með yfirborðsstraumunum um grunnsævið. Auk þess lægi ekki fyrir hvernig hægt væri að flytja kafbátinn í burtu. Bretland: Freddie Mercury látinn úr alnæmi London. Reuter. ROKKSTJARNAN Freddie Mercury, aðalsöngvari bresku hljómsveit- arinnar Queen, lést á sunnudag úr alnæmi, daginn eftir, að hann skýrði frá því fyrsta sinni, að hann væri haldinn sjúkdómnum. Hann var 45 ára að aldri. Reuter Freddie Mercury á sviðinu en myndin var tekin í júlí 1985. Mercury var meðal þeirra fremstu í bresku rokki um 20 ára skeið og átti meginþátt í að koma Queen á toppinn með söngvum eins og „Bo- hemian Rhapsody” og „We are the Champions”. Var banameinið lungnabólga eins og oft er méð alnæ- missjúklinga en áður en hann lést skoraði hann á aðdáendur sína að taka höndum. saman í baráttunni gegn alnæminu. Mercury fór ekki í felur með nautnafullt líferni sitt né að hann væri tvíkynhneigður en um nokkurt skeið hafði hann ekki komið fram opinberlega eða síðast fyrir hálfu öðru ári þegar hann tók við tónlist- arverðlaunum. Queen hefur ekki far- ið í hljómleikaferð síðan 1986. Freddie Mercury, fæddur Fred- erick Bulsara, er ein kunnasta stjarn- an í bresku skemmtanalífi, sem lotið hefur í lægra haldi fyrir alnæminu, en af öðrum má nefna leikstjórann Tony Richardson og leikarann Ian Charleson. SOTHEBY’S STOFNAÐ 1744 þekktasta uppboðshús í heimi býður nú fram þjónustu sína á íslandi Sotheby’s hefur þá ánægju að tilkynna að fulltrúi þess hefur nú tekið til starfa í Reykjavík. Sotheby’s býr yfir 200 ára reynslu af kaupum og sölu á listmunum og öðrum verðmætum. Eftirspurn er eftir frímerkjum, mynt, peningaseðlum, silfri og íslenskri myndlist, einkum eftir eldri meistarana, s.s. Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Svavar Guðnason. Einnig er eftirspum eftir landakortum, t.d. seldist nýlega á uppboði hjá Sotheby’s í London, gott eintak af landakorti af íslandi frá 17. öld. Theatrum Orbis Terrarum eftir Abraham Ortelius á 1800 pund eða um íslenskar kr. 183.000. Velgengni Sotheby’s hefur m.a. byggst á því að tryggja hæsta verð fyrir þá muni, sem boðnir em upp, og að mat á munum er eigendum að kostnaðarlausu. Farið verður með allar fyrirspumir sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar um uppboð á listmunum og ððrum verðmœtum hjá Sotheby’s veitir Sigríður Ingvarsdóttir í síma (91 >20437 BONUSVERD A HREINLÆTtSTŒKJUM!! Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið 1. flokks hreinlætistæki beint frá framleiðendum á betra verði en áður hefur þekkst H Dæmi: TH stálvaskar kr. 20 gerðir Verðdæmi: Vfr hólf og borð 10.930,- baðker 10 gerðir Verðdæmi: Stærð: 170 x 70 cm. kr. 9.500,- WC með harðri setu - 5 gerðir Verð frá kr. 12.500,- handlaugar 5 gerðir Verðdæmi: Gerð Europa 43 x 55 cm. kr. 2.700,- sturtubotnar kr. 5 gerðir Verðdæmi: 80 x 80 cm. 3.900,- B O blöndunartæki 10 gerðir. Verðdæmi: f. handlaugar kr 4.950,“ f. eldhús kr 4.850,- Ennfremur hitastillitæki frá kr. 8.950,- Oll verð eru staðgreiðsluverð. Verð eins og þessi eru sönn kjarabót fyrir alla húsbyggjendur! Opið laugardaga kl. 10 -14. ‘’^*1 |i?¥ ‘in V7SA E iUHOOWO -f* ....... sp=5ap J1lc)adstofaÍN| Armúta 36 — Slmlt5181Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.