Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 13 RAMMA GERÐIN HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 17910, KRINGLUNNI SÍMI, 689960 Meira en þú geturímyndad þér! Reglubtmdið eftirlit tryggir öruggan og áfallalausan rekstur lyftunnar. Héðinn-Schindler lyftur hafa eðlilega haft stærstu markaðshlutdeild hérlendis á sviði lyftubíinaðar um árabil. Það gerir vandaður tæknibúnaður og góð þjónusta. Fólk treystir Héðinn- Schindler lyftum. Neyðarvakt VARA allan sólarhringinn tryggirskjót viðbrögð verði bilun. • • Oryggisþjónustan VARI hefúr lengur en nokkur annar aðili hérlendis, sérhæft sig í búnaði sem stuðlar að öryggi einstaklinga og fyrirtækja á markvissan og nútímalegan hátt. Fólk treystir VARA. Við stöndum saman og stuðlum að öryggi þinu Nú leggjast þessi fyrirtæki á eitt. Þau sameina hátæknibúnað í fremstu röö og þjónustu allan sólarhringinn og stuðla þannig að auknu öryggi lyftufarþega. HEÐINN Schindler lyftur hf. Lyngási 8 - Garðabær Telefax 91-653182 Sími 91-653181 VARI Sérhæfð alhliða öryggisþjónusta Sími 91-29399 ÖRUGGAR LYFTUR ALLAN SÓLARHRINGINN Vátiyggmgabætur og virðisaukaskattur eftir Sigmar Armannsson í þjóðarsálum ljósvakamiðla og dagblaða hefur að undanförnu mik- ið verið fjallað um greiðslur vá- tryggingabóta og meðferð virðis- aukaskatts í því sambandi. í því efni hefur orðið vart mikils mis- skilnings almennings. Er það í sjálfu sér skiljanlegt, þar sem mála- flokkarnir skattar og vátryggingar hafa jafnan þótt í hópi hinna flókn- ari, og vart verður það til einföldun- ar þegar þessi mál koma saman. Verði tjón á bifreið, sem vátrygg- ingafélagi ber að bæta, snýr tjón- þoli sér til hlutaðeigandi vátrygg- ingafélags, sem metur tjónið til fjár, þ.e. viðgerðarkostnaðinn. Annars vegar er metinn kostnaður við efni og varahluti, en hins vegar kostnað við viðgerðarvinnuna. Fari tjónþoli með bifreið sína til viðgerðar á bif- reiðaverkstæði, og verkstæðið sendir vátryggingafélagi reikning fyrir viðgerðinni, greiðir vátrygg- ingafélagið verkstæðinu þann reikning ásamt virðisaukaskatti af bæði vinnu og varahlutum. Til að kanna að viðgerðin og kostnaðurinn við hana hafí verið á viðhlítandi hátt, geta félögin stuðst við tjóns- matið. Á þessa kostnaðarliði er auðvitað í tjónsmatinu gert ráð fyr- ir virðisaukaskatti sem nemur 24,5%. Alkunna er að iðulega gerist það, að tjónþoli kveðst ætla að ann- ast viðgerðina á bifreið sinni sjálf- ur, og fer þess á leit, að vátrygg- ingafélagið greiði honum bætur samkvæmt tjónsmatinu. Hlutverk vátryggingafélaga er fyrst og fremst að bæta raunverulegt fjár- tjón tjónþola. Því er það, að séu bætur greiddar tjónþola beint, er miðað við áætlaða tjónsfjárhæð, en án virðisaukaskatts af vinnuliðnum. Byggist þessi uppgjörsaðferð á því, að tjónþoli, sem sjálfur vill annast viðgerð á ökutæki sínu, greiðir ekki virðisaukaskatt af þeirri vinnu, þ.e. að eigin vinna almennings af þessu skaðabótaréttar og virðisauka- skattslöggjöf. Afar mikilsvert er, að fólk geri sér grein fyrir því, að félögum ber skylda til þess að leitast við að halda kostnaði vegna bótaskyldra tjóna í lágmarki án þess þó að ganga á þann rétt tjónþola að hann fái fjártjón sitt bætt. Auknum tjóna- kostnaði verður nefnilega ekki mætt af hálfu vátryggingafélag- anna á annan veg en þann, að hækka vátryggingariðgjöldin. Þessi meðferð virðisaukaskatts við tjóns- uppgjör, sem er í alla staði lögleg og rökrétt, er til þess fallin að sínu leyti að draga úr slíkri hækkunar- þörf. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Sigmar Ármannsson „ Afar mikilsvert er, að fólk geri sér grein fyrir því, að félögum ber skylda til þess að leitast við að halda kostnaði vegna bótaskyldra tjóna í lágmarki án þess þó að ganga á þann rétt Ijónþola að hann fái fjártjón sitt bætt.” tagi er ekki virðisaukaskattsskyld starfsemi. Ef vátryggingafélagið hefði greitt bæturnar í þessu tilviki að viðbættum virðisaukaskattinum, hefði tjónþoli hagnast á umferðar- óhappinu, og fengið meira fé í hend- ur heldur en hið raunverulega fjár- tjón hans var. Þessi uppgjörsaðferð er viðhöfð í þeim nágrannalöndum okkar, þar sem virðisaukaskatts- kerfi er við lýði, og kemur að fullu heim og saman við meginreglur Þú og þínir geta áhyggjulaust ferðast með Héðinn-Schindler lyftum því nú tekur Öryggisþjónustan VARI á móti bilanatilkynningum utan skrifstofutíma og beinum neyðarboðum frá lyftum allan sólarhringinn og kallar tafarlaust út viðgerðarmenn efþörf krefur. Öryggi og þjónusta Héðinn Schindler lyftur hf. og Öryggisþjónustan VARI eiga sameiginlegt áhugamál: öryggi þitt og þinna M- r JÓLAUÓS Eigum fyrirliggjandi hin eftirspurðu sænsku aðventuljós og Ijósastjaka fró KONST SMIDE. Verð fró 2.450.- Sendum í póstkröfu. n •» P f *'J V I'.Í'Imí‘i v. augljós/Ljósm. SSJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.