Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 Sigurlaug Sigurðar- dóttír - Minning Fædd 31. desember 1919 Dáin 10. nóvember 1991 Sigurlaug Sigurðardóttir, Há- teigsvegi 40, er látin. Kynni okkar hófust fyrst þegar nokkuð var liðið á ævi okkar beggja en atvikin leiddu mig inn á heimilið á Háteigs- vegi 40 á haustmánuðum fyrir rúm- um átta árum. Má því segja að viðkynning við þær systur, Sigur- iaugu og Ásu, og Arndísi móður þeirra, hafí ekki verið ýkja löng en varð mér því ógeymanlegri. Sigurlaug fæddist 31. desember 1919 að Hjalla í Ölfusi en þar bjuggu foreldrar hennar í fjóra ára- tugi. Voru þau bæði af kjarnmiklu og vel metnu ættfólki komin. Móð- ir Sigurlaugar var Amdís Jónsdótt- ir, f. 15 febrúar 1894 að Hlíðar- enda í Ölfusi. Faðir Amdísar var Jón Jónsson, bóndi þar og hrepp- stjóri, sonur Jóns Sturlaugssonar, bónda í Syðra-Seli í Stokkseyrar- hreppi. Móðir Arndísar var Þórunn Jónsdóttir, Árnasonar útvegsbónda í Þorlákshöfn. Arndís ólst upp hjá foreldrum sínum á Hlíðarenda, yngst átta systkina. Árið 1914 gift- ist hún Sigurði Steindórssyni frá Egilsstöðum í sömu sveit. Foreldrar hans voru Sigríður Þorvarðardóttir frá Litlu-Sandvík og Steindór Steindórsson, bóndi og hreppstjóri á Egilsstöðum. Arndís og Sigurður hófu búskap á Hjalla 1914. Þar fæddust þeim átta börn og komust sex þeirra til fullorðinsára. Sigurlaug var þriðja elst af systkinum sem upp komust en hin eru: Þórann, Jón sem er látinn, þá Ása, Magnús og Harald- ur. Næg verkefni munu hafa verið fyrir fjölskylduna á Hjalla og börn- in vanist á vinnusemi og atorku um leið og þau uxu úr grasi. Auk allra venjulegra bústarfa á stóru heimili í sveit á þeim tíma bættust umsvif, m.a. vegna þess að þar var kirkjustaður. Má geta þess að Sigurður var orgelleikari í Hjalla- kirkju öll árin sem þau bjuggu þar; þá var þar símstöð og bréfhirðing. Mjög var gestkvæmt á Hjalla, bæði sveitungar og utansveitarfólk. Mun það hafa hvílt mest á Arndísi hús- freyju og síðar einnig á dætmnum, að taka á móti þeim fjölmörgu gestum sem að garði bar, af þeirri rausn og einstöku gestrisni sem var og er eitt af aðalsmerkjum fjöl- skyldunnar á Hjalla. í mínum huga var þar rótgróið íslenskt menningarheimili þar sem lífsmát- inn var iðjusemi, gestrisni og gott mannlíf. Bakgmnnur í lífi Sigurlaugar var æskuheimilið að Hjalla. Þar mótaðist hún af vinnusemi og at- orku foreldra sinna. Átján ára fór hún að heiman að leita sér að ævi- starfi. Hún lærði að sauma og vann við það næstu tvo vetur en var við bústörfín heima á Hjalla á sumrin. Þá fór hún til náms og starfa í Skíðaskálanum í Hveradölum og eftir það urðu matreiðslu- og veit: ingastörf hennar ævistarf. í Reykjavík vann hún nokkur ár í mötuneyti stúdenta á Garði og 1950 réðst hún til starfa á Lauga- veg 28, sem lengi var vinsæll veitingastaður í borginni. Þar vann hún í 34 ár eða þar til hún varð að láta af störfum vegna þess sjúk- Spádómarnir rætast 1 pm ’ ^ c? m \ ■ < 'sjtf' fólapappír - o§ urabuóapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. Heildsölubirgðir. dóms, sem nú hefur orðið henni yfirsterkari. Þá em ótalin öll heim- ilisstörfin sem hún vann bæði hjá foreldrum sínum og á heimili þeirra systra, en hvar sem Sigurlaug lagði hönd að verki var það gert af stakri samviskusemi og myndarskap. Árið 1954 bmgðu foreldarar Sig- urlaugar búi eftir 40 ára búskap á Hjalla. Mun það hafa verið gert með mikilli eftirsjá. Þá fluttust þau til Reykjavíkur og dvöldust þar til æviloka. Sigurður lést 1973 en Arndís lifði mann sinn á þriðja tug ára. Hún andaðist 25. febrúar 1990, þá rúmlega 96 ára að aldri. Amdís hafði á yngri árum óvenju mikið starfsþrek. Hélt hún starfkr- öftum fram yfir áttræðisaldur og vann að heimilisstörfum á meðan heilsan entist. Eftir að foreldrar þeirra fluttu til Reykjavíkur bjuggu þær Sigur- laug og Ása systir hennar á heim- ili þeira í Bólstaðarhlíð 5. En 1964 ákváðu þær að kaupa stóra og myndarlega íbúð á Háteigsvegi 40 fyrir sameiginlegt heimili, þar sem foreldrar þeirra gætu búið hjá þeim á meðan þeim entist aldur. Mun á þeim tíma hafa þótt mikil dirfska af tveimur konum að ráðast í kaup á svo stórri eigh. Smám saman endumýjuðu þær alla innviði íbúð- arinnar og bjuggu heimilið á allan hátt eins og best mátti verða. Bar þar allt vitni um vandaðan smekk og samstillt framtak þeirra systr- anna. Þá má geta þess að fyrir nokkrum árum festu þær einnig kaup á jarðhæð hússins og áttu þá húseignina hálfa. Á heimili þeirra kom ég haustið 1983. Voru þær systurnar þá enn báðar útivinnandi en Arndís móðir þeirra aldurhnigin og heilsutæp í skjóli þeirra. Er mér til efs að hægt sé að búa nokkurri móður betra skjól en hún naut hjá þeim. Vil ég þá einnig minnast þess að Amdís bar sinn háa aldur með M BUCKS WDECKER. ÖFLUGAR 0G ENDINGARGÓÐAR HANDRYKSUGUR BLACK.DECKER handryksugur. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. þeirri prúðmennsku og reisn, sem henni var eiginleg. Vegna sjúkdóms síns varð Sigur- laug að hætta að vinna snemma árs 1984 þótt henni væri það mjög óljúft. Þrátt fyrir að hún þjáðist mikið og fötlun vegna sjúkdómsins hindraði hana í að starfa eins og henni var tamt, tók hún þátt í nær hveiju starfí sem þurfti að sinna með hægri hendinni einni. Á þann hátt neitaði hún að beygja sig fyr- ir sjúkdómnum. Þann tíma sem ég var daglangt á heimilinu kynnt- umst við Sigurlaug. Við hana var auðvelt að ræða um hvað sem var og ekki skorti okkur umræðuefnið. Hún var einstaklega hreinlynd og hispurslaus í skoðunum á mönnum og málefnum og oftast fór álit okk- ar saman á því sem um var að ræða. Meiningu sína gat hún sagt við hvern sem var án þess að til sundurlyndis kæmi. Sigurlaug hélt fast við grónar hefðir, samt var hún nútímakona, klæddist jafnan vel og smekklega, hafði yndi af að ferðast innanlands sem utan og vissi ekki skemmtilegri ferðamáta en í flugvél. Hin meðfædda reisn í framkomu og látbragði brást henni aldrei, hvernig sem heilsu hennar var farið. Alúð hennar og vinátta var mér mikils virði. Frá því ég kom fyrst til aðstoðar móður þeirra fyrir um átta árum hefur heimili þeirra verið fastur punktur í minni tilveru, en einkum þó eftir að alvarlegt slys henti mig á vordögum 1984. Þá og æ síðan hef ég og við hjónin notið ómetan- Iegrar höfðingslundar, vináttu og gestrisni af hendi þeirra systra og fyrir það er mér þakklæti efst í huga. Heimili þeirra Sigurlaugar og Ásu hefur verið samkomustaður fjölskyldunnar, systkinabörnin og þeirra börn verið þeim jafn kær og væru þau þeirra eigin. Engin getur tekið sæti Sigurlaugar nú þegar hún er horfin sjónum. En lífið held- ur áfram og við sem þekkjum Ásu vitum að heimilið á Háteigsvegi 40 mun standa opið fyrir fjölskyld- unni, vandamönnum og vinum eins og það hefur alltaf gert. Með þakklæti í huga fyrir sam- fylgd og vináttu kveð ég Sigur- laugu og sendi Ásu og fjölskyld- unni samúðarkveðjur^ okkar. Þuríður Árnadóttir Sigurlaug Sigurðardóttir fæddist að Hjalla í Olfusi, foreldrar: Sigurð- ur Steindórsson, bóndi þar á bæ og Arndís Jónsdóttir kona hans. Bæði vom þau hjónin ættuð úr sömu sveitinni. Sigurður stundaði sjósókn með búskapnum. Hann var maður tónvís og lék með tilþrifum á kirkjuorgel staðarins. Börnin vom alls sex, sem á legg komust. Lifa nú fjögur þeirrá: Þómnn, Ása, Magnús og Haraldur. Sigurlaug var listhneigð, eins og faðirinn, og lagtæk, að hveiju sem hún gekk. Hún lærði saumaskap. Ekki varð sú þó atvinna hennar. Hún réðst snemma til starfa við Skíðaskálann í Hveradölum. Árið 1950 hóf hún störf hjá Veitingahús- inu Laugavegi 28b, sem ég hafði þá umsjón með. Sjá mátti, að þar fór einstæð kona. Hún var háttvís, svo af bar, skipti ekki skapi, mætti ævinlega á réttum tíma og vann verk sín samvizkusamlega. Það var reyndar tvennt, sem aðgreindi hana frá öðrum starfsstúlkum, sém þó unnu óaðfinnanlega. Hún sást aldr- ei flýta sér, en afköstin voru samt meiri en hjá öðrum. Hún var jafnan hrein í sínum hvíta vinnusloppi. Þar sást hvorki blettur né hrukka. Eins og að líkum lætur, er erfitt að forð- ast slíkt við eldhússtörf, leirþvott og matargerð. Sem dæmi um leikni hennar skal getið atviks. Borgar- læknir, dr. Jón Sigurðsson, hafði komið í heimsókn og gekk um stað- inn. Honum varð starsýnt á Sigur- laugu, sem stóð við eldavélina og bakaði pönnukökur. Hann mælti undrandi: „Séð hef ég tvær og stundum þijár pönnukökur á lofti í einu, en aldrei sex eins og nú!” Sigurlaug náði fljótt trúnaði eig- endanna. Henni var falið að annast starfsmannaráðningu og daglegan rekstur. Stjóm fórst henni vel úr hendi. Hún var henni nánast fyrir- hafnarlaus. Einhvers konar eðlis- lægur agi fylgdi henni. Hún þurfti ekki að hasta á stúlkurnar eða ávíta. Þær hlýttu möglunarlaust. Henni vora hæg heimatökin, því sjálf var hún öðrum til fyrirmyndar. Sigurlaug var kona grannvaxin, í meðallagi há, bláeyg og brún- hærð. Hún var öllum hugljúfari, hjálpleg við þá, sem erfitt áttu, og barngóð. Hún gekk bein og lét ekki á sjá, þegar sjúkdómur þjakaði hana síðustu árin. Bjó hún þá með systur sinni Ásu á Háteigsvegi 40. Þær tvær höfðu áður búið foreldram sín- um heimili á þeim sama stað. Ekki heyrði ég Sigurlaugu kvarta, enda þótt mér væri kunnugt um, að hún liði þjáningar. Hún var æðrulaus til hinztu stundar, hugrökk kona, sönn hetja. Ég kveð Sigurlaugu með þökk fyrir samvinnu og skyldurækni. Eftirlifandi systkinum hennar, öðr- um nánum ættmennum og ástvin- um votta ég innilega samúð. Magni Guðmundsson Þorfinnur Sigfinns- son — Minning Fæddur 15. júlí 1927 Dáinn 17. nóvember 1991 Þorfinnur Sigfinnsson er látinn. Hann lést á gjörgæslu Landspítal- ans 17. þ.m. Þorfinnur fæddist 15. júlí 1927 að Grænanesi, Norðfirði, sonur hjónanna Sigfinns Þorleifssonar frá Hofí og Sigríðar Friðriksdóttur frá Seldal, Norðfirði. Þau eru bæði látin en eignuðust tólf börn og eru átta þeirra á lífi. Þorfinnur fór snemma að vinna fyrir sér alla almenna vinnu sem til féll, vegavinnu, byggingarvinnu, síðar á vertíð og til sjós á bátum og togurum. Áríð 1953 hóf hann störf sem matreiðslumaður hjá bandarískum verktökum á Keflavíkurflugvelli og síðar, eða 1957, hjá íslenskum aðalverktökum, þar sem hann vann æ síðan. Ég tel mig hafa verið lánsama að kynnast Þorfinni og njóta starfs- krafta hans á þeirri deild sem ég veitti forstöðu, en hann var mikill fyrirtækismaður. Samviskusemi, trúmennska og húsbóndahollusta voru eðlilegir þættir í starfi hans og öllum sam- skiptum. Hann var með afbrigðum hændur að börnum og barngóður og nutu börnin mín, og síðar barna- börn, þess. Nú að leiðarlokum, er mér ljúft að minnast þessa trausta samferða- manns, sem var trúr starfí sínu og skilaði dagsverki sínu af alúð. Ég votta systkinum hans og öðr- um vandamönnum samúð mína og bið Guð að blessa minningu hans. Friðrik Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.