Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 44
>44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
vinnuálagið.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVÍSI
„ A1UND0 A€> HEILSA ÞEGAR Þú GEWGUf?
rf?AM HJ'A VITNASTOKUNNI. "
Þessir hringdu . .
Elskulegir lögregluþjónar
Fullorðin kona hringdi og vildi
segja frá hjálpsemi tveggja lög-
regluþjóna. Hún og maðurinn
hennar voru að keyra á Kringlu-
mýrarbrautinni laugardaginn 16.
nóv. þegar þau urðu fyrir því að
það sprakk dekk hjá þeim. Hún
sagði kalt hafa verið úti og .frost
en þá hafi tveir elskulegir lögreglu-
þjónar komið og hjálpað þeim og
hún vildi koma þakklæti á fram-
færi til þeirra.
Ungt afgreiðslufólk
Kona hringdi og hældi Mikla-
garði við Sund og sagði hún búð-
ina vera orðna mjög flotta en þeir
hefði enn sömu börnin við af-
greiðslu, óörugg og hikandi. Hún
sagði að þeir Miklagarðsmenn
ættu að hafa eldra og vanara fólk
við afgreiðslu þrátt fyrir að þeir
þyrftu að borga því hærra kaup,
það myndi samt borga sig.
Gjöfin týndist
Auður hringdi og sagðist hafa
keypt silfurhring með þrílifri plötu
miðvikudaginn 20. nóv. hjá Jens
gullsmið í Kringlunni. Eftir að
hafa keypt hringinn fór hún í tvær
búðir í Kringlunni og varð þá vör
við að hún hafði týnt gjöfinni sem
hún var nýbúin að kaupa. Hún
sagðist hafa snúið aftur til gull-
smiðsins og þar hafi hún fengið
frábæra þjónustu. En engu að síð-
ur væri það mjög bagalegt að hafa
týnt hringnum og því biður hún
alla þá sem orðið hafa varir við
hringinn að hafa samband við Jens
gullsmið í Kringlunni.
Fjallahjólið tekið
Rautt Mongoose-fjallahjól tap-
aðist fyrir utan Seljaskóla fimmtu-
dagskvöldið 21. nóv. Þetta er dýr-
mætt hjól því eigandinn lagði allt
sparifé sitt í það. Þeir sem vita
hvar hjólið er vinsamlega hafi sam-
band í síma 76891.
Auglýsingabrellan ekki
til sóma
Garðbæingur hringdi og vildi
byrja á því að þakka Jónínu Mich-
aelsdóttir fyrir grein hennar í Les-
bókinni undir heitinu „Þjóðarsál-
in”. Hann sagði Jónínu vera bæði
hugrakka og skarpskyggna í skrif-
um sínum. Hann var hins vegar
ekki ánægður með framlag nýja
fulltrúans í London og sagði aug-
lýsingabrelluna ekki íslandi til
sóma. Margt annað sem gæti verið
meira aðlaðandi.
Úr og úlpa
Svart Casio-herraúr tapaðist í
okt. á leiðinni Kaplakriki-Slétta-
hraun-Lækjarskóli. Um miðjan
ágúst tapaðist svo græn úlpa, rauð
á öxlum (Skiss), á einhverjum eft-
irtaldra staða: Egilsstaðir, Hall-
ormsstaður eða Kverkfjöll. Þeir
sem vita eitthvað um úrið eða úlp-
una vinsamlegast hafi samband í
síma 53970.
Gleraugn tapast
Fimmtudagsmorguninn 21. nóv.
tapaðist svart gleraugnahulstur
með karlmannsgleraugum, senni-
lega á leiðinni úr Mávahlíð yfir á
Miklubraut (við Tónabæ). Gleraug-
un eru með gráleitri umgjörð og
hálfu gleri. Þeir sem vita um gler-
augun vinsamlegast hafi samband
við Hauk í síma 12747.
Atvik í strætó
Kona hringdi og vildi geta þess
sem gott er. Hún vildi koma á
framfæri þakklæti fyrir góða þjón-
ustu í Bikamum á Skólavörðustíg.
Eins vildi hún segja frá atviki sem
hún varð vitni að í strætó fyrr í
vikunni. Hún sagðist hafa tekið
leið 11 upp í Breiðholt og það hefði
verið mjög kalt úti. Þegar hún var
komin í vagninn sá hún drengi sem
höfðu beðið í skýlinu, iila klæddir,
vera á tali við bílstjórann og höfðu
greinilega ekki nóg fyrir farinu.
Bílstjórinn rak þá út og þegar þeir
voru á leiðinni út kallaði kona sem
var fyrir í vagninum að ekki væri
hægt að reka þá út í kuldann og
borgaði fyrir þá farið. Sagði konan
sem hringdi að það væri ekki oft
sem fólk yrði vitni að slíkum at-
burði að fólk tæki upp hanskann
fyrir unglinga.
Stj örnusambandsstöð
Jón Trausti sagði að nú þegar
álmálið og handboltahöllin væru
komin í strand þá vissi hann um
félag sem væri tilbúið til fram-
kvæmda sem veittu vinnu og at-
hygli á alþjóðavettvangi. Á hann
þar við félag nýalsinna sem er til-
búið tii þess að reisa stjörnusam-
bandsstöð þar sem stuðst væri við
rannsóknir dr. Helga Pjeturs. Jón
sagði þetta geta orðið miðstöð al-
þjóðlegarar samvinnu og mikill
áhugi væri á þessu út um allan
heim. Þetta yrði þjóðinni til happs
og væri mjög góð auglýsing. Hann
vildi hvetja fólk til að kynna sér
þetta hjá félaginu, Álfhólsvegi
121, Kópavogi.
Páfagaukurinn floginn
Páfagaukur tapaðist frá Hlíðar-
gerði 18 fimmtudaginn 21. nóv.
Páfagaukurinn er gulur að lit og
þeir sem vita um ferðir hans eru
beðnir að hringja í síma 34643 eða
Svart karlmannsúr fannst nýlega
rétt hjá Hótel Sögu. Upplýsingar
eru gefnar í síma 11278 (Ingi-
mundur).
Notalegur veitingastaður
Við hjónin brugðum okkur í bæ-
inn eitt föstudagskvöldið til að fá
okkur að borða, en það gerum við
stöku sinnum og reynum þá gjarnan
nýja staði. Nú mundum við ekki
eftir neinum nýjum en höfðum frétt
af breytingum á Trubadornum á
Laugaveg 73, kjallara, frá því við
höfðum verið þar síðast. Þessi kjall-
ari var grafinn út fyrir nokkrum
árum, af þeim sem rekur staðinn,
og það er svo snilldarlega gert að
ekki er hægt að sjá annað en hann
sé jafn gamall húsinu sem byggt
er stuttu eftir aldamót. Við höfðum
komið þangað nokkrum sinnum
áður og fundist staðurinn notaleg-
ur, maturinn góður og þjónustan
frábær.
Þegar við komum á staðinn kom
í ljós að þetta voru stórbreytingar,
en gerðu hann samt hlýlegri en
áður. Staðnum ætlum við ekki að
lýsa, sjón er sögu ríkari. Við þökk-
um starfsfólki Trúbadorsins nota-
legar stundir í (gamla) kjallaranum
við Laugaveginn.
Hörður H. Guðmundsson og frú
Víkveiji skrifar
Er jólaæðið ekki heldur snemma
á ferðinni? Það er ekki einu
sinni kominn desember en samt eru
jólaskreytingar komnar á verzlun-
argötur og í sýningarglugga verzl-
ana. Er ekki nóg, að jólaæðið standi
yfír síðustu tvær til þijár vikurnar
fyrir jól?
Fólk leggur alltof mikið á sig við
jólaundirbúning og eyðir alltof mikl-
um peningum í jólahald, peningum,
sem í mörgum tilvikum eru ekki
til. Tæplega var það tilgangurinn
með jólahaldinu að búa til alls kyns
vandamál í hversdagslífi fólks.
Hamagangurinn, sem stendur yfir
til þess að undirbúa 2-3 daga há-
tíðahöld um jólin er með ólíkindum.
Er ekki kominn tími til að staldra
við og hugleiða, hvort hægt er að
halda jól með meiri hófsemd en hér
hefur tíðkazt um langan aldur.
í eina tíð var drykkkjuskapur í
fermingarveizlum orðinn verulegt
vandamál. Prestar og aðrir hófu
mikinn áróður til þess að útrýma
áfengisneyzlu úr fermingarveizlum
og það tókst. Er ekki kominn tími
til, að prestarnir leggi sig fram um
að breyta hugsunarhætti fólks varð-
andi jólahaldið?
Hinar nýju Verzlanir, sem hafa
opið á kvöldin og um helgar
og selja vörur á lágmarksverði
mælast vel fyrir. Þær hljóta hins
vegar að hafa afgerandi áhrif á
rekstur ýmis konar kvöldsöluverzl-
ana, sem hér hafa verið reknar. Þá
er átt við svonefndar sjoppur, sölut-
uma og aðrar verzlanir, sem hafa
haft opið á kvöldin og um helgar
en hafa hins vegar selt vörur á mun
hærra verði af þessum sökum.
Nýju búðirnar hljóta að taka við-
skiptin frá þessum aðilum, eínfald-
lega vegna þess, að verðmunur er
mikill og vöruúrval fjölbreyttara og
raunar svo mjög, að ekki er um
nokkurn samanburð að ræða. Það
verður fróðlegt að sjá, hvort hinir
gömlu kvöldsölustaðir breyta verð-
lagningu sinni, eftir að ný sam-
keppni er komin til sögunnar.
xxx
Víkveiji hefur oft furðað sig á
verðlagningu þeirra, sem
selja gosdrykki. Fyrir skömmu
mátti sjá í einni af stórverzlunum
borgarinnar kóladrykk í tveggja
lítra flösku, sem kostaði minna en
sami drykkur í eins og hálfs lítra
flösku þ.e. í sömu verzlun! í einni
hinna nýju kvöldsöluverzlana stóðu
Kóka-kóla og Pepsí-kóla flöskur
hlið við hlið í hillu. Fyrrnefndi
drykkurinn kostaði 179 krónureinn
og hálfur lítri en hinn síðarnefndi
109 krónur. Stundum er verð á vin-
sælustu gosdrykkjunum lækkað um
nokkra tugi króna eins og hálfs lítrá
flaska en viku seinna hefur yerðið
verið hækkað aftur í sömu krónu-
tölu og áður.
Hvað veldur þessu mismunandi
verðlagi? Eru það kaupmennirnir
sjálfir, sem lækka eigin álagningu
eða eru. það verksmiðjurnar, sem
sveifla verðinu fram og aftur með
þesum hætti? Ef það eru kaupmenn-
irnir, sem lækka álagninguna þá
er hægt að skilja þessar verðbreyt-
ingar vegna þess, að þá snýst þetta
um samkeppni. Ef það eru framleið-
endur sjálfur verða þær illskiljan-
legri. Auðvitað eiga framleiðendur
í samkeppni sín í milli en hún tekur
þá á sig býsna furðulegar myndir.
Eitt verð í dag en annað á morgun.
Eitt verð í þessari verzlun og annað
í hinni, vekur óneitanlega upp
spurningar um, hvort neytendur séu
liafðir að fíflum.;