Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
31
Umræða utan dagskrár;
Samstaða um kaup á björg-
unarþyrlu en ekki verklagið
Fyrirhuguð kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna voru
rætt utan dagsskrár í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dóms-
málaráðherra segir að unnið verði hratt að þessu máli og jafnframt
verði hugsanlegt samstarf við björgunarsveit varnarliðsins kannað.
Ólafur Ragnar Grjmsson (Ab-Rn) segir að ekki sé eftir neinu að bíða,
ríkistjórnin hafi allar heimildir til að hrinda í framkvæmd vilja Al- ’
þingis og þegar teknum ákvörðunum.
Það var Guðrún Helgadóttir (Ab-
Rv) sem fór fram á þessa umræðu
vegna hins hörmulega sjóslyss við
Hópsnes. Guðrún sagði vilja Alþing-
is vera ljósan um kaup á björgunar-
þyrlu. Hún vitnaði til ályktunar Al-
þingis frá 12. mars síðastliðnum
þess efnis að ríkisstjórnin sæi til
þess á árinu 1991, að gerður yrði
samningur um kaup'á fullkominni
björgunarþyrlu fyrir Landhelgis-
gæsluna. Ræðumaður benti einnig
á að í lánsfjárlögum fyrir 1991 hefði
verið heimild til fjármálaráðherra
til að ráðstafa 100 milljónum króna
í þessu skyni og sérstakri nefnd
embættismanna og forsvarsmanna
Landhelgisgæslunnar falið að skila
skýrslu um málið og þeir farið utan
til þess að kanna hugsanlegan
þyrlukost. Hún og aðrir þingmenn
hefðu því talið ástæðu til að ætla
að þetta mál væri komið á rekspöl.
En eftir stjórnarskipti hefði það
borið til tíðinda að ný nefnd hefði
verið skipuð í málið og ekki væri
að sjá á fjárlögum næsta árs að
þyrlukaup væru fyrirhuguð. Þessa
vegna hefði hún lagt fram fyrir-
spurn í síðasta mánuði um hvað liði
þyrlukaupunum. í svari dómsmála-
ráðherra hefði komið fram að
áhersla væri Iögð á að hefja viðræð-
ur við varnarliðið en kaupum á þyrlu
frestað. Guðrún vitnaði til þess að
síðastliðið föstudagskvöld hefði
hörmulegt sjóslys gerst og sá at-
burður hlyti að leiða til þess að krefj-
ast yrði svara um hvort ríkisstjórnin
hefði endurskoðað afstöðu sína til
kaupa á björgunarþyrlu sem búin
væri þeim búnaði sem til þyrfti.
Þyrlukaupanefndir
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra sagði ekki óeðlilegt að
spurt væri um framkvæmt á ákvörð-
unum Alþingis eftir slíka hörmung-
aratburði eins og nýverið hefðu
gerst. I tíð fyrri ríkisstjórnar hefðu
sérfræðingar verið sendir á vettvang
til að kanna hvaða kostir væru fyr-
ir hendi. Að lokinni þeirri skyndi-
könnun hefði verið ljóst að að áliti
þeirra sem ferðina fóru þyrfti frek-
ari athugana við áður en endanleg
ákvörðun yrði tekin. Því hefði ríkis-
stjórnin skipað nýja nefnd til að
undirbúa þá ákvörðun sem Alþingi
hefði falið ríkisstjórninni að taka.
Formaður nefndarinnar hefði verið
Björn Bjarnason (S-Rv), í þeirri
nefnd hefðu einnig átt sæti þeir
menn sem fyrri ríkistjórn hefði valið
til að gera þá skyndikönnun sem
fyrr var nefnd. Nefndin hefði skilað
áliti og hennar niðurstaða væri að
leggja enn til að unnið yrði hratt
að því að útvega Landhelgisgæsl-
unni öflugri þyrlukost og í annan
stað að kanna hugsanlegt samstarf
við varnarliðið og hefja formlegar
viðræður um það efni, slíkt hugsan-
legt samstarf gæti haft áhrif á það
hvers konar þyrla yrði fyrir valinu.
Þær viðræður myndu hefjast næst-
komandi miðvikudag og vænti hann
þess að niðurstöður í þessu rriáli
gætu Iegið fyrir á fyrri hluta næsta
árs.
Steingrímur Hermannssson
(F-Rn) sagðist hafa litið svo á í vor
að þá hefði teningnum verið kastað
og ákveðið að kaupa viðbótarþyrlu
fyrir Landhelgisgæsluna. Ræðu-
maður vildi ekki gera lítið úr sam-
starfi við varnarliðið en þessi mál
yrðu aldrei í góðu lagi nema við
hefðum í eigin hendi fullkomin
björgunartæki. Steingrími kom það
nokkuð að óvart sem fram kom í
ræðu dómsmálaráðherra um skyndi-
könnun, honum hefði skilist að
nefndin sem skipuð var í mars hefði
komist að niðurstöðu um hvaða
tegund hentaði best. Einnig hefði
honum skilist að sérfróðir menn frá
Landhelgisgæslunni sem voru í fyrri
nefndinni, hefðu komið að starfi
þeirrar síðari sem sérfræðingar en
ekki þátttakendur í nefndinni. Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði
ljóst að við þyrftum björgunarsveit
sem búin væri fullkomnasta
björgunarbúnaði og þyrlukaupa-
nefndin sem núverandi ríkisstjóm
skipaði hefði ítrekað að brýnt væri
að Landhelgisgæslan fengi öflugri
þyrlu til afnota. Einnig væri nú ljóst
I annarri grein frumvarpsins er
kveðið á um að fjármálaráðherra
sé heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að
taka lán á árinu 1992 að fjárhæð
allt að 150 milljónir króna eða jafn-
virði þeirrar upphæðar í erlendri
mynt.
Fyrsti flutningsmaður er Ingi
Björn Albertsson (S-Rn), en með-
flutningsmenn eru: Steingrímur
Hermannsson (F-Rn), Guðrún
Helgadóttir (Ab-Rv), Anna Ólafs-
dóttir Björnsson (SK-Rn), Ossur
Skarphéðinsson (A-Rv) Guðmundur
Hallvarðsson (S-Rv), Stefán Guð-
mundsson (F-Nv) _og Matthías
Bjarnason (S-Vf). í greinargerð
Segir -að •frumvarpið - sé -flutt- til -að -
Þorsteinn Pálsson
Ingi Björn Albertsson
MMÍMSI
Ingi Björn Albertsson:
150 milljón króna lán til
þyrlukaupa verði lögfest
Átta þingmenn úr öllum flokkum lögðu fram í gær frumvarp til
laga þess efnis: „Ríkisstjórnin skal á árinu 1992 gera samning við
framleiðendur eða seþ'endur um kaup á björgunarþyrlu fyrir Land-
helgisgæsluna.”
Guðrún Helgadóttir
að við þyrftum að huga að skipu-
lagi björgunarstarfa. Jón lagði
áherslu á að bestu lausna yrði leitað
og í því sambandi væri enginn vafí
að samstarf við varnarliðið væri
mikilvægur hlekkur. Ráðherrann
lagði áherslu á að þær heimildir sem
lægu fyrir yrðu nýttar sem best og
þar væri skýrsla þyrlukaupanefnda
góður grundvöllur. Anna Olafdótt-
ir Björnsson (SK-Rn) sagði að það
bæri að virða vilja Aþingis. Hún
taldi ekki að þyrfti að ræða sérstak-
lega samstarf við varnarliðið, þyrlur
þess væru miðaðar við hernaðar-
þarfir en ekki björgun í sjávar-
háska. Hún lýsti stuðingi við frum-
varp sem Ingi Björn Albertsson (S-
Rv) hafði boðað að lagt yrði fram.
Allar heimildir fyrir hendi
Ólafur Ragnar Grímsson
(Ab-Rn) sagði ríkisstjórnina hafa
allar heimildir í lögum til að taka
ákvörðun. Ræðumanni þótti leitt að
verða að segja að lýsing dómsmála-
ráðherra væri röng. Hinn 13. mars
hefði hann sem fjármálaráðherra
haldið fund með þáverandi dóms-
málaráðherra, embættismönnum
beggja ráðuneyta og Landhelgis-
Ölafur Ragnar Grímsson
gæslunnar og þar hefði sú ákvörðun
verið tilkynnt að nefnd yrði sett upp
til gera tillögur um hvað þyrlu-
tegund yrði keypt. í framhaldi af
því hefðu nefndarmenn farið til
Bandaríkjanna, Frakklands og Nor-
egs til að kynna sér þyrlur. Hinn
15. apríl hefði formlegri niðurstöðu
verið skilað til Landhelgisgæslunnar
og síðar ráðuneytisins. Þar hefði
formlega verið gerð tillaga um að
keypt yrði franska þyrlan AS-332-
L1 (Super-Puma). Jafnframt hefði
komið fram að sérfræðingar Land-
helgisgæslunnar teldu að þyrlu-
tegundir Bandaríkjahers hentuðu á
engan hátt við íslenskar aðstæður.
Ólafur Ragnar átaldi dómsmálaráð-
herra fyrir að nota orðið „skyndi-
könnun” um þessa vinnu. Við stjórn-
arskiptin hefði verið búið að vinna
þá vinnu sem þyrfti að vinna en
núverandi ríkisstjórn hefði kosið að
drepa málinu á dreif, setja í nýjan
farveg og tefja.
Árni Mathiesen (S-Rn) taldi full-
víst að ný björgunarþyrla yrði nú
keypt á tafar, en einnig yrði að
treysta skipulag björgunarstarfa.
Ekki yrði unnað við að sjómenn
gengju kvíðnir til sinna starfa.
„Afar óhress”
Ingi Björn Albertsson (S-Rv)
var „afar óhress” með svör ráð-
herra. Þeir ætluð að halda áfram á
sömu braut. Hvað þyrfi til? Það
væru allar heimildir til að taka stóra
skrefið og kaupa þyrlu. Ingi Björn
fordæmdi meint sinnuleysi. Það
tæki um 2 ár að koma nýrri þyrlu
í þjónustu og í milltíðinni átti að
brúa bilið með því að leigja þyrlu.
Ingi Björn sagði að þyrla kostaði
væntanlega 700-800 milljónir sem
myndu greiðast á 9-13 árum. Það
eina sem vantaði væri viljinn. Ræðu-
maður sagði að á næstu mínútum
yrði dreift lagafrumavarpi til að
binda í lög vilja Alþingis. Það væri
hart að þurfa að gera það en óum-
flýjalegt. Ingibjörg Sólrún Gísla-.
dóttir (SK-Rv) taldi furðulegt að*
íslendingar hefðu ekki fyrir löngu
komið sér upp björgunarþyrlu, eink-
anlega með hliðsjón af því að á
níunda ártugnum hefðum við misst
128 manns í sjóinn. Árni Johnsen
(S-Sl) sagði ljóst að þjóðarsátt ríkti
um að kaupa þyrlu. Starfsmenn
Landhelgisgæslunnar hefðu innt af
hendi stórkostlegt starf en þeir
þyrftu betra tæki og þeirra flug-
menn hefðu mælt með þyrlu af gerð-
inni Super-Puma. Hann hvatti til
þess að málinu yrði hraðað sem
kostur væri. Árni sagði einnig eðli-
legt að ræða samstarf um björgun-
armál við varnarliðið. Steingrímur
J. Sigfússon (Ab-Nv) hvatti til þess
að forystumenn allra flokka kæmu
saman til fundar til að ná algjörri
pólitískri samstöðu um að afgreiða
þetta mál. Hann vakti athygli á því
að það væri margra mat að til þess
að vel væri að þessum málum búið
þyrftu að vera í rekstri ekki ein
heldur tvær þyrlur. Guðrún Helga-
dóttir (Ab-Rv) þakkaði ræðumönn-
um, þingmenn virtust einhuga en
óljósara væri um ríkisstjórnina. Hún
lagði áherslu á að við yrðum að eign-
ast eigin björgunarþyrlu. Hún tók
undir orð Inga Bjamar um að á
meðan væri verið að ganga frá
þyrlukaupunum yrði vél leigð.
Þorsteinn Pálsson lagði áherslu
á að í orðinu „skyndiskoðun” hefði
ekki falist gagnrýni á vinnubrögð
fyrrverandi ríkisstjórnar. Þetta orð
kæmi fram í greinargerð Þorsteins
Þorsteinssonar flugvélaverkfræð-
ings sem þegar hefði verið birt sem
hluti af áliti þyrlunefndar. Þorsteinn
sagði báðar ríkisstjórnir hafa unnið
af fullum heilindum að þessu máli.
Um þetta mál hefði verið breið sam-
staða og hann vænti þess að svo
yrði áfram; um það ætti ekki að
vera pólitískur ágreiningur. Þor-
steinn kvaðst vera fús til viðræðna
og samvinnu við fulltrúa þingflokká
til að tryggja samstöðu um að koma
þessu máli í höfn.
Á fundi sem Ólafur Ragnar
Grímsson hélt með blaðamönnum
ítrekaði Ólafur Ragnar að hann
hefði tekið þegar í vor ákvörðun um
að nota heimildir til þyrlukaupa og
legið hefði fyrir að sérfræðingar
Landhelgisgæslunnar hefðu valið
frönsku þyrlutegundina AS-332-L1
og þeir hefðu tjáð sér að sú skoðun
væri enn óbreytt. Einnig hefði kom-
ið fram á fundi sem haldinn var f
Grindavík að nefnd þeirri sem starf-
aði undir forystu Björns Bjarnason-
ar hefði vérið kunnugt um þetta
álit. Ólafur Ragnar greindi einnig
frá því að þingflokkur Alþýðuband-
alagsins væri tilbúinn til viðræðna
við forystumenn annarra flokka til
að ná sem breiðastri samstöðu um
þetta mál.
herða á því að sá vilji Alþingis nái
fram að ganga, sem fram var sett-
ur í þingsályktun síðastliðið vor
þess efnis að ríkisstjórninni yrði
falið að sjá til þess að gerður yrði
samningur um kaup á fullkominni
björgunarþyrlu fyrir Landhelgis-
gæsluna.
Flutningsmenn segja þingheimi
og landsmönnum öllum eigi að vera
ljóst hversu brýnt það sé að þjóðin
eignist sem fullkomnasta björgun-
arþyrlu eins fjótt og nokkur kostur
er. Málið þoli enga bið. Flutnings-
menn vona að Alþingi beri gæfu til
að veita þessu frumvarpi samþykki
sem allra fyrst þannig að það geti
- -orðið-að lögum-fyrir-næstu -áramótr.
MAZDA 323 GLX
VIRÐULEGUR
0G VANDAÐUR!
1600 cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innspýtingu • Vökvastýri • 5 gíra eða sjálfskiptur • Rafknúnar rúður, læsingar og úti- speglar • Rafhituð fram- sæti • Fæst með aldrifi.
MAZDA- ENGUM LÍKUR 1 Opið laugardaga kl. 10-14.
SKÚLAGÖTU 59, S 61 95 50 i mazpal