Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
Suðureyri:
Freyja hf. fær af-
urðalánaviðskipti
hjá Islandsbanka
Vona að nú sé hægt að ganga endanlega
frá kaupunum, segir Jón Páll Halldórsson
Á FUNDI sem forráðamenn Norðurtangans hf. og Frosta hf. áttu
með bankastjórum íslandsbanka í gærmorgun var gengið frá því
að Freyja hf. á Suðureyri yrði áfram í afurðalánaviöskiptum hjá
íslandsbanka. Jón Páll Halldórsson, framkvæmdasljóri Norðui-tang-
ans, segir að hann voni að nú verði hægt að ganga endanlega frá
kaupum Norðurtangans og Frosta á Freyju.
Morgunblaðið/Ingvar
Lögreglan handtekur tvo menn sem stöðvaðir voru í akstri á Reykjanesbraut, grunaðir um fíkni-
efnamisferli.
12 handteknir vegna hassmáls
Fíkniefnalögreglan handtók um
helgina 12 unga menn á þremur
stöðum í borginni og lagði hald
á rúmlega 16 grömm af hassi,
5 grömm af hassolíu og um
hálft gramm af amfetamíni.
í einni húsleit í Breiðholti voru
7 menn handteknir og lagt hald á
16 grömm af hassi, 5 grömm af
hassolíu og á hálft gramm af
amfetamíni. Þar voru 7 manns
handteknir. í framhaldi af þessu
var leitað í öðru húsi og þrír menn
handteknir og síðar um kvöldið
var bíll stöðvaður á Reykjanes-
braut skammt frá Mjóddinni og
þar voru tveir menn handteknir
sem höfðu á sér lítilræði af hassi.
Málið er talið upplýst að sögn lög-
reglunnar.
Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra:
Nafnvextimir verða að
lækka hratt á næstunni
„Ég vona að við séum komnir á
béinu brautina í þessu máli,” segir
Jón Páll Halldórsson. „Það sem
allt strandaði á var að Freyja kæm-
ist í bankaviðskipti og eftir þennan
fund okkar með íslandsbanka er
það mál komið í höfn.”
Landsbankinn hafnaði því alfarið
fyrir helgi að taka Freyju hf. í
bankaviðskipti eftir að Norðurtang-
inn og Frosti hefðu keypt fyrirtæk-
ið. Hins vegar bauð Landsbankinn
hvoru fyrirtækinu um sig 25 millj-
óna króna lán til hlutabréfakaup-
anna í Freyju hf.
Að sögn Jóns Páls hefur enn
ekki verið boðað til hluthafafundar
í Freyju hf. til að ganga frá söl-
unni af þeirra hálfu en hann á von
á að það verði gert mjög fljótlega.
Einn sækir um
stöðu vega-
málastjóra
Umsóknarfrestur um emb-
ætti vegamálastjóra er runnin
út. Umsækjandi er einn, Heigi
Hallgrímsson, aðstoðarvega-
málastjóri. Snæbjörn Jónasson
vegamálastjóri lætur af störfum
fyrir aldurs sakir um næstu ára-
mót.
Kona lést
Um leið og hluthafafundur hefur
samþykkt söluna verður gengið
endanlega frá kaupum Norður-
tangans og Frosta á Freyju.
Ragnar Önundarson, fram-
kvæmdastjóri íslandsbanka, segir
að Freyja hf. hafi um árabil verið
í afurðalánaviðskiptum hjá bank-
anum og að þeim viðskiptum hafi
ekki yerið sagt upp. Þeim sem
ætli sér að kaupa Freyju sé velkom-
ið af hálfu bankans að halda þess-
um viðskiptum áfram.
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, og Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra, segja að nafn-
vextir verði að lækka hratt á næst-
unni. Davíð segir að bankastjórar
sem hann hefur rætt við segðu
að jafnvægi ætti að vera komið á
fyrir jól. Jón Sigurðsson sagðist
sannfærður um að það yrði mjög
ör lækkun á vöxtum Islandsbanka
og Landsbanka á næstu vikum.
Ákvæði í Seðlabankalögum til að
grípa inn í vaxtaákvarðanir væru
fyrir hendi og þeim yrði beitt ef
tilefni væri til.
Davíð Oddsson sagði að það væri
Sigurveig Helga Jónsdóttir
gift og átti 4 börn, hið yngsta þeirra
er 17 ára.
ekki vafi að það væri rétt hjá Bald-
vini Tryggvasyni, sparisjóðsstjóra
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
að sparisjóðirnir hafi viljað fylgja
fastar eftir hjöðnun verðbólgunnar
og laga það raunvaxtastig sem nafn-
vaxtaskráning bankanna héldi svo
háu. „Ég hef lagt á það mikla áherslu
sjálfur og þeir bankastjórar sem ég
hef talað við segja að það verði kom-
ið á jafnvægi fyrir jól eða á næstu
þremur vaxtabreytingardögum. Ég
verð að treysta því.”
Davíð sagði að bankarnir héldu
því fram að þeir þyrftu að bæta sér
tap sem þeir hefðu orðið fyrir á fyira
árshelmingi þegar þeir voru píndir
til þess að halda vöxtunum lágum,
þrátt fyrir vaxandi verðbólgu. Að-
spurður hvort það væri rétt að við-
skiptamenn bankans í dag greiddu
hærri vexti vegna þess að bankamir
hefðu lánað út með of lágum vöxtum
fyrrihluta ársins, sagði Davíð að það
væri óeðlilegt. „Hins vegar vitna
bankamenn til þess að langflestir
viðskiptamenn séu í heilsársviðskipt-
um og því jafnist þetta út, en engu
að síður finnst mér það ekki fullnægj-
andi rök og hef gagnrýnt bankana
fyrir að hafa látið undan þrýstingi í
vor og hafa haft vaxtastigið lægi-a
en verðbólgan sagði til um. Frelsi í
þessum yiðskiptum eins og öðrum
fylgir mikil ábyrgð og það er áríð-
andi að bankamir sanni það að þeir
hafi ekki brugðist.”
Jón Sigurðsson sagði að sú stað-
reynd að bankarnir lækkuðu vexti
með mismunandi hætti sýndi að það
væri ekki haft samráð milli banka-
stofnana um vaxtaákvarðanir en það
hefði áður verið gagnrýnt. Nú væri
greinilegt að hver innlánsstofnun
hefði sitt lag á vaxtabreytingunum.
„Ég er alveg sannfærður um það að
nú verður mjög ör lækkun á vöxtum
bæði hjá íslandsbanka og Lands-
banka eftir því sem verðbólgan
hjaðnar, sem hún er greinilega að
gera. En auðvitað er þetta ákvörðun
hverrar stofnunar. Þær em í sam-
keppni,” sagði Jón.
Aðspurður um þau orð Baldvins
Tryggvasonar sparisjóðsstjóra að
tregða íslandsbanka og Landsbanka
til að lækka nafnvexti kæmi í veg
fyrir að þeir 'gætu lækkað vexti eins
og þeir vildu og teldu ástæðu til,
sagðist Jón ekki búast við sparisjóð-
irnir myndu lengi hafa það sem
ástæðu til að breyta ekki sínum vöxt-
um.
Aðspurður hvort þetta væri
ásættanlegt vaxtastig þar sem verð-
bólga hefði nú farið hjaðnandi frá
því í september/október sagði Jón
engum blöðum um það að fletta að
vextirnir væru alltof háir nú. Ástæð-
urnar væru ekki síst þessar sveiflur
í verðbólgunni og þeir erfiðleikar sem
óneitanlega hefðu verið hér á því að
byggja upp traust á stöðugleika í
verðlagi. Hann vonaði að það væri
að myndast og skildist á starfsmönn-
um Islandsbanka að þar væri búið
að setja upp áætlun um lækkun vaxta
og því ástæða til að ætla að Lands-
bankinn væri að undirbúa slíka tíma-
setta áætlun um lækkun nafnvaxt-
anna.
Aðspurður hvort það væri ástæða
til að beita ákvæðum Seðlabanka-
laga, sagðist hann ætla að sjá til
hver framvindan yrði. Það væri mik-
iH munur nú á raunvaxtakjörum
verðtryggðra og óverðtryggðra láns-
forma, meiri en fengist staðist til
lengdar, auk þess sem vextir á ís-
landi væru hærri nú en vextir í ná-
gi’annalöndunum yfirleitt. Vextirnir
yrðu að lækka hratt. „Þessi laga-
ákvæði eru til og ef tilefni gefst þá
verða þau notuð,” sagði Jón Sigurðs-
son.
Kona lést í hörðum
árekstn í Hafnarfírði
FIMMTUG kona, Sigurveig Helga Jónsdóttir, Heiðnabergi 11, Reykja-
vík, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík á sunnudagsmorgun af völdum
áverka sem hún hlaut í árekstri fólksbils og rútu á mótum Flata-
hrauns og Hafnarfjarðarvegar laust eftir klukkan tvö aðfaranótt sunnu-
dagsins. Að auki hlutu 7 manns áverka í árekstrinum og liggur kona
úr hópi þeirra mikið brotin á sjúkrahúsi.
Subaru-fólksbíl var ekið af Flata- sat í framsæti bifreiðarinnar. Annar
hrauni í vinstri beygju inn á Hafnar-
fjarðarveg og í veg fyrir rútuna sem
var á leið vestur Hafnarfjarðarveg.
Á gatnamótunum blikkuðu umferð-
arljós á gulu en umferð um Flata-
hraun hefur biðskyldu þegar þannig
stendur á.
Við áreksturinn skail rútan með
miklu afli á hægri hlið fólksbílsins.
í aftursæti hægra megin sat konan
sem lést og sú sem er mikið slösuð
farþegi í aftursæti og ökumaður slös-
uðust einnig. í rútunni voru 15 far-
þegar á leið frá Keflavíkurflugvelli
og voru 4 þeirra fluttir á slysadeild
með minniháttar áverka, að sögn
lögreglu. Rútan nam staðar um 80
metra frá þeim stað þar sem árekst-
urinn varð.
Sigurveig Helga Jónsdóttir var
fædd 28. maí 1941 og til heimilis í
Heiðnabergi 11 í Reykjavík. Hún var
Stefnt að fækkun sveitarfélaga í 25
FULLTRÚARÁÐ Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsti á fundi sínum
sl. laugardag yfir stuðningi við hugmyndir um stækkun sveitarfélaga
og eflingu með sameiningu þeirra. Sveitarfélögum myndi skv. þessu
fækka úr 200 í 25 til 28 með minnst 1.000 íbúa hvert. Gert yrði ráð
fyrir sameiningu sveitarfélaganna innan heilla héraða.
Fulltrúaráðið, sem 45 aðilar frá
um landshlutum skipa, lýsti á
ndinum yfir stuðningi við hug-
mdir um stækkun og eflingu sveit-
’élaga með sameiningu þeirra sem
ki eins og kostur væri mið af leið
í áfangaskýrslu sem nefnd um
iptingu landsins í sveitarfélög skil-
i frá sér í haust.
Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
nar, formanns Sambands íslenskra
útarfélaga, voru þrjár leiðir kynnt-
í skýrslunni. „Leið 2 gerir ráð
•ir sameiningu sveitarféiaga innan
lla héraða þannig að öll sveitarfé-
lög innan sama þjónustusvæðis
myndu sameinast. Sveitarfélögin
yrðu þá u.þ.b. 25-28 í stað 200 nú.
Almenna reglan yrði sú að sveitarfé-
lög hefðu a.m.k. 1.000 íbúa, en veitt-
ar yrðu ein eða tvær undantekningar
frá því þar sem fjarlægðir væru mikl-
ar innan hins nýja sveitarfélags,”
sagði Vilhjálmur í samtali við Morg-
unblaðið.
Hinar leiðirnar tvær sem talað var
um í skýrslunni gerðu ráð fyrir, ann-
ars vegar að sveitarfélögin yrðu
60-70 með lágmarksíbúatölu 400,
hins vegar að engum aðgerðum yrði
beitt til að hvetja fámenn sveitarfélög
til sameiningar öðrum en núverandi
ákvæðum laga um lágmarksíbúatölu
og reglum um tekjujöfnunarframlög
Jöfnunarsjóðs. Þrátt fyrir það er tal-
ið að gera megi ráð fyrir að sveitarfé-
lögum fækki um 30-40 á nokkrum
árum vegna sameiningar. Lág-
marksíbúatala sveitarfélags í dag
skv. sveitarstjórnarlögum er 50 íbú-
ar.
Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar taldi fulltrúaráðið ákjósanleg-
ast að taka sem mest mið af leið 2
þar sem hún myndi stuðla að því að
sveitarfélög næðu yfir heildstæð
þjónustusvæði og yrðu þar með betur
í stakk búin til að standa undir þeim
kröfum sem til þeirra eru gerðar og
jafnframt hæfari til að taka við fleiri
verkefnum af ríkinu.
Fulltrúaráðið Iagði til að komið
yrði á sérstakri samráðsnefnd ríkis
og sveitarfélaga sem Ijúka myndi
störfum um áramótin 1992 til 1993
en fulltrúaráðið yrði þá kallað saman
til að taka afstöðu til fyrirliggjandi
tillagna. Þá yrði nefndinni einnig
falið að koma með tillögur um aðlög-
unartíma sveitarfélaga og ríkisins
að hinni nýju skipan og skila einnig
tillögum um breytingu á lögum um
tekjustofna sveitarfélaga og verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Vilhjálmur lagði áherslu á þetta
starf yrði unnið í góðri samvinnu við
sveitarstjórnir og landshlutasamtök-
in og kvað Ijóst að öflug sameining
sveitarfélaga næðist ekki nema fyrir
hendi væri almennur skilningur og
stuðningur sveitarstjórnarmanna.