Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 7

Morgunblaðið - 26.11.1991, Síða 7
4 GPS-staðarákvörð- unarkerfið óvirkt: Yfir 500 skip í flotanum eruútbúin GSP - kerfinu GPS-staðarákvörðunarkerfið verður óvirkt um næstu helgi eða frá föstudegi til sunnudags en verður aftur komið í gang á mánudag. Verið er að fram- kvæma prófanir á því en yfir 500 skip í íslenska flotanum eru útbú- in þessu kerfi sem er eitt hið nákvæmasta sinnar tegundar. Auk þess mun nokkur fjöldi af jeppabifreiðum vera með GPS- kerfið. GPS-kerfið er í eigu Bandaríkja- manna og það er byggt upp af 16 gervitunglum á sveimi um jörðina. Til að ná staðarákvörðun með því þarf samband við a.m.k. þijú af þessum 16 tunglum en með þeim prófunum sem gera á verður slökkt á 11 af þeim. Reynir Guðjónssonm framkvæmdastjóri ísmar hf., sem er umboðsaðili fyrir kerfið hérlend- is, segir að þótt hugsanlega megi ná sambandi við þijú af þeim fimm tunglum sem áfram verða virk sé engan veginn hægt að treysta á það. I máli Reynis kemur fram að þau rúmlega 500 skip sem útbúin séu GPS-kerfinu styðjist ekki eingöngu við það í staðarákvörðunum sínum þannig að ekki ættu að verða nein meiriháttar óþægindi af þessu stoppi. Kerfið verður stöðvað dag- ana 29. nóvember til 1. desember og Reynir bendir á að truflanir gætu orðið á kerfinu dagana 13.-15. desember. Reykhólasveit: Þrír staurar fuku í óveðri Miðhúsum. í ÓVEÐRINU sem gekk yfir á sunnudagsnótt fóru 3 staurar í sveitalínunni hjá Kambi í Reyk- hólasveit og staur í sveitalínunni hjá Garpsdal í Gilsfirði. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem staurar brotna þarna. Raf- magn er nú komið á sveitalínuna. Þessi afmörkuðu svæði virðast vera verstu ísingasvæðin hér. Hins vegar brotnuðu einnig þijár staura- samstæður í byggðalínunni hjá Kambi og er rafmagnslaust hér fyrir vestan. Viðgerðarflokkur er nú að koma á staðinn en hvenær viðgerð lýkur er ekki vitað. Um tíuleytið á sunnudagsvköld var ekki hægt að ná sambandi við ísafjörð. - Sveinn MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 7 Jón Grímur Jónsson gerði tímamótasamning við sjálfan sig. Hann ákvað að kaupa sér Launabréf og getur nú greitt sjálfum sér laun með nýjum hætti. Launin eru vextirnir af bréfunum, sem eru greiddir fjórum sinnum á ári, og verðbætur leggjast við höfuðstólinn þannig að hann heldur verðgildi sínu. Þar að auki eru Launabréfin skattfrjáls. Eigandi þeirra greiðir hvorki eignarskatt af höfuðstólnum né tekjuskatt af vöxtunum. Það eru fleiri en Jón Grímur sem geta notið árangurs erfiðis síns og skapað sér og sínum meiri tíma og ánægju. Farðu að dæmi hans: Festu fé þitt í Launabréfum, bréfum sem eru skattfrjáls tekjulind og einvörðungu byggð á ríkistryggðum eignum. Kynntu þér kosti Launabréfa hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land. m LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, sími 679200 Löggilt verðbréfafyrirtæki Aðili að Vérðbréfaþingi íslands SEMDU VIÐ SBÍ SJÁLFAN ÞIG UM SKATT- FRELSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.