Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991 Orðræða um fisk Bækur Pétur Pétursson Gísli Pálsson: Coastal economies, cultural ac- counts. Human ecology and Ice- landic discourse. Manchester University Press. 202 bls. Hefðbundin aðgreining mann- fræðinnar (social anthropology) og félagsfræði liggur m.a. í því að mannfræðingar rannsaka frumstæð samfélög, samfélög þar sem fornar hefðir móta samskipti og menningu, en félagsfræðin fæst helst við svo- kölluð nútímaþjóðfélög þar sem iðn- væðing og markaður hefur umbylt skipan samfélagsins. Sem betur fer eru þessi landamerki ekki alltaf virt í fræðunum, enda hefur eitt helsta 911 RH 91 97fl L^RUS Þ' VALDIIVlARSS0M FRAMKVÆMDASTJÓRI L I IQUa>blO/U KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggiltur fastéisnasali Fjölmargir fjársterkir kaupendur hafa fyrr og síðar falið okkur að út- vega eignir af flestum staerðum og gerðum. í þvi sambandi bendum við m.a. á eftirfarandi: Sérbýli í borginni 110-150 fm óskast á einni hæð i borginni fyrir fjársterkan kaupanda. Skipti möguleg á 4ra herb. góðri hæð á Högunum með bílskúr. Nán- ari upplýsingar á skrifst. Húseign með tveimur íbúðum 4ra-6 herb. og 3ja-4ra herb. Skipti möguleg á glæsilegri sérh. miðsv. í borginni. Nánari upplýsingar trúnaðarmál. Vegna flutnings til borgarinnar óska fjársterkir kaupendur eftir margskonar eignum, sérstaklega ósk- ast góð 4ra herb. íb. miðsv. í borginni með bílsk. Miklar og örar greiðsl- ur. Nánari upplýsingar á skrifstofu. í nýja miðbænum eða nágr. óskast góð 3ja-4ra herb. íb. á 1.-2. hæð eða I lyftuhúsi. Skipti mögu- leg á 6 herb. úrvalssérh. á vinsælum stað í borginni. Nánari upplýsing- ar á skrifstofu. Nokkrar ódýrar eignir til sölu í gamla bænum og nágr. sumar á frábæru verði og aðrar með einstaklega hagkvæmum greiðslukjörum. Teikningar og nánari upplýs- ingar á skrifstofu. • • • Gott skrifstofuhúsn. óskast til kaups miðsv. í borginni. Almenna fasteignasalan sf. ____________________________ var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FASTEIGNASALAH GIMLI GIMLI Þórsgata 26, sími 25099 ^ Þórsgata 26, sími 25099 ^ S* 25099 Einbýli - raðhús SELTJARNARNES -NÝRAÐHÚS 1131 Glæsil. ca 198 fm raðhús með góðum innb. bílsk. Selst fullb. utan, fokh. innan. Til afh. strax. Verð 8,7 millj. GLÆSILEGT RAÐHUS -GRAFARVOGI mo6 Glæsil. ca 200 fm raðhús. Innb. bílsk. Hagst. lán. SELJAHVERFI 1240 Fallegt ca 200 fm endaraðhús. Skipti mögul. á minni eign. Verð 12 millj. 4ra-6 herb. íbúðir NJORVASUND 1173 Góð 4ra herb. efri hæð á góðum stað. Tvöf. verksmgler. Bílskréttur. Góöur garður. Verð 6,5 mlllj. HOFTEIGUR - LAUS 1344 4ra-5 herb. risíb. Verð 6,4 mlllj. DALSEL 1459 Glæsil. 4ra herb. endaíb. á 2. hæð. Sérþv- hús. Bílskýli. Verð 7,9 mlllj. SÓLHEIMAR 1057 Glæsil. 102 fm efri hæð. Eign í sérfl. NJÁLSGATA 1460 Góð 100 fm íb. á 2. hæð. Verð 6,6-6,7 millj. VEGHÚS 1404 Glæsil. ca 130 fm fullb. íb. Áhv. húsnlán 5 millj. SÖRLASKJÓL 1449 Glæsil. 4ra herb. risíb. Áhv. 4 millj. hagst. lán. Laus um áramót. SKÓGARÁS - LAUS 1226 165 fm íb., hæð og ris, ásamt bílsk. Tilb. u. trév. Áhv. 1600 þús. veðdeild. Laus strax. Verð 8,6 millj. ENGIHJALLI-4RA 1371 Falleg suðuríb. á 2. hæð. 3ja herb. íbúðir DALSEL Glæsíl. 90 fm íb. Verð 6950 þús. BJARGARSTÍGUR 1212 Björt og góð 2ja-3ja herb. íb. á efri hæð í steinhúsi. Verð 5,5 mllli. JÖRFABAKKI 1452 Falleg 82 fm íb. á 1. hæð. Aukaherb. i kj. Áhv. 3 millj. ASPARFELL 1438 Glæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Glæsil. út- sýni yfir borgina. Verð 5,6 millj. HRAUNBÆR 1035 Stórgl. 3ja herb. íb. á 3. hæð. Allt nýtt. Laus. Verð 6,1 millj. 2ja herb. íbúðir VESTURGATA 1123 Stórgl. 2ja herb. íb. á 1. hæð í nýju fjölb- húsi. Eign í sérfl. Verð 5,9 millj. ÞÓRSGATA - LAUS 1347 Falleg 40 fm nettó íb. á 1. hæö. Öll endurn. Verð 3,6 millj. ENGIHJALLI 1444 Glæsil. 2ja herb. íb. Verð 5 millj. LEIFSGATA 1451 Glæsil. 2ja herb. íb. Verð 4,7 millj. ASPARFELL 1462 Góð 2ja herb. íb. á 6. hæð. Verð 4,5 millj. GRANDAR 1450 Nýl. 71 fm íb. á jarðhæð. Áhv. 3,4 millj. Verð 5,6 millj. ÞÓRSGATA 1000 Gullfalleg risíb. Verð 4,2 millj. VEGHÚS - FULLB. 63 Glæsil. 64 fm íb. Verð 6,3 millj. ÓDÝRAR ÍBÚÐIR Eigum til sölu ódýrar íb. við Framnesveg, Laugaveg, Hverfisgötu o.fl. VANTAR - VANTAR - ÓDÝRAR EIGNIR Vegna mikillar sölu og eftirspurnar eftir eignum á veröbilinu 3-5 millj. vantar okkur fyrir fjölda kaupenda eignir á þessu veröbili. Hafið sam- band. 1422 LANGHOLTSVEGUR - HÚSNLÁN 2,5 MILLJ 861 Góð 61 fm íb. á 1. haeð. Ný máluð. Ákv. sala. Verð 5,1 millj. Árni Stefánsson, viðskiptafr. viðfangsefni þessara greina einmitt verið að fást við breytingarnar frá hefðbundnu þjóðfélagi yfir í nú- tímaþjóðfélag. Hins vegar er at- hyglisvert hve margir af kennismið- um sem hafa haft mikil áhrif á nútíma félagsfræði voru upphaflega mannfræðinlegar og margir þeirra gerðu sjálfir vettvangsrannsóknir meðal svokallaðra frumstæðra þjóða. Hér má nefna sem dæmi Frakkann Pierre Bourdieu, Eng- lendingana Mary Douglas og Ernst Gellner og Bandaríkjmanninn Cliff- ord Geertz. Þegar mannfræðilegum aðferðum er beitt á nútímaþjóðfé- lög, ekki síst þegar mannfræðingur- inn gerir vettvangskönnun meðal sinnar eigin þjóðar, eru mörkin milli mannfræði og félgasfræði að mínum dómi engin. Það er því engin goðgá að telja þessa bók dr. Gísla Pálssonar dós- ents í mannfræði sem framlag til félagsfræði jafnt sem mannfræði. Gísli hefur um árabil sinnt rann- sóknum sem heyra undir vistfræði og mannfræði sjávarbyggða og hér er birt sumt af því sem hann hefur áður birt í erlendum fræðiritum. Ýmsu er þó bætt við og breytt þann- ig að útkoman er heildstætt verk, ein bók sem fjallar hvorki meira né minna en um tilverugrundvöll okkar sem þjóðar, sem er sambúð manns og sjávar og afstöðu okkar til fisksins í sjónum. Formála að bókinni ritar þekktur fræðimaður í faginu, dr. Tim Ingold. Fer hann viðurkenningarorðum um innihald og efnistök Gisla og þar kemur berlega fram að fengur er að þess- ari bók ekki aðeins fyrir okkur ís- iendinga heldur og aðra, ekki síst þá sem fjalla um tengsl manns og náttúru og þá sem vilja kynnast nánar menningu okkar og forsend- um hennar. Höfuðviðfangsefni Gísla er menning íslenskra sjávarplássa og hvernig hún hefur þróast í aldanna rás. I kafla 5 og 6 kynnir hann niðurstöður sínar af vettvangskönn- un í Sandgerði sem hann gerði á árunum 1979 og 1981. Annars leit- ar hann víða fanga í lýsingu sinni og greiningu á þróun fiskveiða frá tíma gamla bændasamfélagsins, þegar þáð var undir guði og lukk- unni komið hvort fiskaðist og hvað hver fékk, og fram á okkar daga þegar kvótakerfið tók við af al- mættinu. Afstaða manns til sjávar hefur afhelgast í tímanna rás. Líf Honda 31 Civic 3ja dyra 16 ventla Tilboö Nú aðeins kr. 980 þús. Gli-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. h HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Gísli Pálsson manna gat og getur enn oltið á því hvort fiskast, hvort sjórinn gefur björg í bú. Maðurinn stóð í van- mætti sínum frammi fyrir ægivaldi náttúrunnar og hlaut að lúta henni og þakka fyrir bjargirnar. Nú á tím- um umhverfisvendar og hátækni er maðurinn ægivaldið og það er fiskurinn í sjónum sem á tilveru sína undir fiskveiðistefnu stjórn- valda. Fiskistofnana verður að vernda eins og það heitir. Það er enginn yfirnáttúrulegur aðili sem gefur lengur, heldur tekur maður- inn. Nú á allra seinustu áratugum er farið að tala um heimildir og það er að renna upp fyrir okkur að við getum ekki tekið ótakmarkað og það sem við tökum verðum við að taka skipulega. Um þetta fjallar seinni helmingur bókarinnar og skiptir höfundur þróuninni niður í tímabil að þessu leyti, sem eru í fyrsta lagi bændasamfélagið þar sem náttúruöflin og almáttugur guð voru í hásætinu, í öðru lagi hið kapítalíska veiðimannasamfélag sem varð til í upphafi aldarinnar þar aflaskipstjórinn var settur í hástætið og svo í þriðja lagi skipu- lagður kapítalismi, sem við tók með því að sókn í fiskistofnana var tak- markörkuð með aðgerðum stjórn- valda. Þar má segja að fiskifræð- ingurinn sé kominn í hástætið hvort sem hann vill eða ekki. Þessi skipt- ing er vel fram sett hjá höfundi og sannfærandi. E.t.v. hefði mátt ræða meira um mörk skeiðanna sem að einhveiju leyti hljóta að^ hafa geng- ið inn í hvert annað. Ég held t.d. að eitthvað af náttúruviðhorfum fiskveiða bændasmfélagsins sé enn að finna meðal trillukarla. Þá er „goðsagan um aflaskipstjórann” alls ekki alveg dauð og goðsögur geta fengið raunverulegt líf eins og mannfræðingurinn ætti að vita manna best. Myndina eftir Erró sem prýðir bókarkápuna er hægt að túlka sem ýkta ímynd hins karl- mannlega veiðiviðhorfs til sjávaraf- urða sem líklega kemur til með að loða við sjávarútveginn þótt hann sé nú að nafninu til rekinn með skynsamlegu viti. En við borðum ekki aðeins fisk- inn og/eða seljum hann úr landi fyrir gjaldeyri heldur hugsum við meira og minna með fiski og miðum okkar líf við fisk sem tákn. Gísli heldur því fram að sjá megi út stétt- armun á viðhorfí manna til þess hvaða fiskur er talinn ætilegur og hvaða ekki. Hér er ég ekki sam- mála Gísla þó ég fallist á grundvall- arkenningu hans um það að afstaða okkar til lífríkis sjávar og nytja þess endurspeglist í gerð og menn- ingu samfélagsins. Ég held ekki að lyst á ólíkum fiskiréttum fari eftir stéttarstöðu a.m.k. ekki til lengdar. Þó er ekki ólíklegt að svo sé meðal annarra þjóða. Fiskurinn er hluti af tilvist okk- ar, menningu og orðræðu — og mælikvarða, sbr. að þessi og hinn sé ekki „upp á marga fiska”. En fiskurinn og sjávardýr yfirleitt eru einnig til staðar í djúpvitund okkar. Hver menningarheild skilgeinir sig með því að benda á mörkin milli sín og annars, eða annarra. ímynd byggir á því að hægt sé að benda á einhvern annan eins og Gísli bend- ir á í 4. kafla sem.er mjög.fcæð- andi og skemmtijegur. Þessi „ann- ar” (other) var alltaf óræður og . óljós í menningu íslendinga. Stjórn- in og hámenningin áttu sér miðstöð handan hafsins og oft máttu þessar stofnanir vera úti í hafsauga fyrir íslendingum. Þessi annar mynd- gerðist á ógnvekjandi hátt í dulvit- und íslendinga í kenningum og sög- um um sæskrímsli ýmiss konar sem gátu gert mönnum hinn versta grikk, að ekki sé talað um að þau ógnuðu sjálfri tilverunni, Það var því visst öryggi í því að hafa útflatt- an saltfisk sem tákn þessarar þjóð- ar, sem bældi niður hræðsluna við ógnvekjandi öfl hafsins í kofum sín- um. Gísli bendir á hve fuglar hafa verið mikilvægir sem tákn í hugar- heimi aAnarra þjóða. Fuglinn er frjáls og svífur að því er virðist átakalaust þöndum vængjum og höfðar til háleitra hugsana. Hann byggir sér hreiður þar sem aðrir komast ekki að. Gísli bendir á að hrafninn hafi verið eini fuglinn sem fékk dulmagnaða merkingu í sjálfs- mynd landsins. En hér má benda á að Þjóðvinafélagið og fleiri félög höfðu fálkann og örninn fyrir merki. Einu sinni var fálkinn þjóðartákn- okkar og eigum við ekki fálkaorðu? Skrímslið og fuglinn útiloka ekki hvort annað. Þau geta haft ólíku hlutverki að gegna og bætt hvort annað upp sem arketýpur. E.t.v. var það sæskrímslið sem hélt okkur við jörðina og magnaði fram það öryggi sem við fundum í túninu heima, en fuglinn sem gerði þessa takmörkun og einangrun mögulega. Fuglinn var vísbending um að það væri til eitthvað annað hinum meg- in. Tæpur helmingur bókarinnar, fyrri helmingurinn, er ekki um ís- Iand sérstaklega. Þar fjallar höf- undur almennt um rannsóknir og kenningar í mannfræði og félags- fræði með sérstöku tilliti til grein- ingar á samfélögum og menningu sem byggja á fiski. Hér er í raun fjallað um grundvallarspurningar og viðfangsefni félagsvísinda og aðferðarfræði þeirra. ÞeSsi hluti verður nokkuð efnismikill þar sem höfundur gerir ítarlega skil á við- horfum eldri höfunda, reyndar allt frá því að félagsfræðin og mann- fræðin komu fram sem sértakar fræðigreinar. Hætt er við að hinn almenni lesandi eigi ekki alltaf auð- velt með að fylgjast með í þeirri yfirferð, en fyrir fræðin sem slík er þessi umfjöllun góðra gjalda verð einkum þar sem nýjustu viðhorf í mannvísindum eru viðruð. Þar er maðurinn hvorki almáttugur sem einstaklingur né leiksoppur ytri afla. Hann skapar þá orðræðu sem hann er hluti af og athafnir hans eru skoðaðar sem hluti félagslegra samskipta og tengsla. í lokakafla bókarinnar kemur fram hve mikilvægt það er að hafa áður Ijallað um ólík fræðileg sjónar- mið og samanburð. Þar dregur höf- undur saman þræðina og vefur greiningu sína á þróun íslenska þjóðfélagsins á snjallan hátt saman við kenningarlegar forsendur og sjónarmið. Hér er að sjálfsögðu ekki hægt að benda á allt það sem athyglis- vert er í þessari bók. Ég vil þó nefna umijöllun Gísla um eignar- réttarhugtakið sem er mjög upplýs- andi. Hann sýnir fram á það hversu eignarrétturinn er í raun og veru afstætt hugtak sögulega séð. Þessi réttur datt ekki alskapaður niður til manna úr ósýnilegri hönd stjórn- anda markaðarins. Islensk orðræða um kvóta og eignarhald á fiskinum sem syndir í sjónum er í raun sjálf eitt allsherjar orðskrímsli. Þessi umræða sannar þó grundvallarsjón- armið Gísla, sem er að afstaðan til fisksins í sjónum ræður miklu um það hvernig samfélag menn byggja. Ég held að mannfræðin sé betur i stakk búin til að greiða úr þesari flækju en hagfræðin og þess vegna kemur bók Gísla á réttum tíma. Kjarni þessarar orðræðu er í raun afstaða mannsins til náttúrunnar og spurningin um það hver hann sé í raun og veru. ^ Lífið og tilveran er fiskur, sér- staklega á íslandi. Skrímslið hefur skriðið á land. Það er ekki lengur ógeðslega loðið, vanskapað og slím- ugt, finþað.hræðir. sumt fólk í sjáv- arplássum úr húsum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.