Morgunblaðið - 26.11.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991
15
Til öryggis .
Opið bréf frá móður til foreldra og
fjölskyldna íslenskra sjómanna
eftir Guðrúnu
Snæbjörnsdóttur
Enn einu sinni hefur orðið hræði-
legt sjóslys. Hvers vegna? Ótal
spumingar koma upp í hugann.
Hvaða lærdóm er hægt að draga
af þessu? Eitt er víst, að sá lærdóm-
ur er of dýru verði keyptur. Hver
verður næstur? Verður það eigin-
maður, unnusti, sonur, bróðir eða
vinur þinn eða minn? Það er ekki
sjálfgefið að fá ástvini sína heila
heim.
Hvert einasta sjóslys er mál okk-
ar allra. Á skömmum tíma hafa
vaskir menn í blóma lífsins goldið
með lífi sínu í hinn digra sjóð
Ægis; þess sama og ráðamenn þjóð-
arinnar, „landsfeður vorir”, hafa í
hástemmdum orðum rætt um sem
gullkistu okkar, landsins barna,
sem byggjum þetta land.
Landsfeður er stórt orð. En
hvernig feður eru þeir, sem ætla
börnum sínum að sækja fyrir þá
gullið sem í kistunni er, en láta sig
þó litlu skipta hvort þessum börnum
er tryggt mögulegt öryggi og góð
heimkoma? Slíkir feður eru ekki
vaxnir föðurhlutverkinu — að mínu
mati — og eru ekki hæfir til þess
að axla þá ábyrgð sem því fylgir.
í alltof langan tíma hafa sjómenn
þurft að beijast í ójöfnum leik fyrir
sjálfsögðum og skilyrðislausum
mannréttindum hvað varðar örygg-
ismál.
Mikil umræða var á sínum tíma
um sleppibúnað fyrir lífbáta, en nú
er sá búnaður sjálfsagður öryggis-
búnaður í hveiju skipi. Áður en svo
varð, höfðu margir íslenskir sjó-
„Ég vona að það frum-
varp feli í sér kaup á
þyrlu sem tekur heila
skipshöfn, annað er
ekki forsvaranlegt. Sú
staða má aldrei koma
upp, að skipstjóra verði
lögð sú byrði á herðar
að þurfa að velja úr
hópnum sínum þá sem
á að bjarga.”
menn greitt fyrir það hæsta verð —
með lífí sínu.
Björgunargallar eru nú einnig
komnir um borð í íslensk skip og
hafa þeir sannað gildi sitt ótal sinn-
um. Flotgallar við vinnu eru einnig
í sumum skipum, en ekki öllum.
Þá galla þurfa sjómenn sjálfir að
kaupa. Vinnugallar þessir hafa á
stuttum tíma sannað ótvírætt að
þeir eru nauðsynlegur öryggisbún-
aður við vinnu um borð. Þeir út-
gerðarmenn eru til fyrirmyndar sem
telja sjálfsagt að sjá skipveijum sín-
um fyrir slíkum göllum. Hafið þið
hugleitt þá fjarstæðu, ef t.d. flug-
áhafnir væru látnar greiða fyrir
öryggisvestin um borð í flugvélun-
um, eða ef launþegar almennt væru
skikkaðir til að greiða eigendum
fyrirtækja allt að- 5% af launum
sínum í sjóð, sem aðeins atvinnurek-
endur hefðu aðgang að „til örygg-
is”, ef reksturinn gengi illa. Hvort
sem um er að ræða flugfélag, skipa-
útgerð aða annan rekstur, er oftast
byijað á því að segja þessum sömu
launþegum upp vinnunni ef illa
gengur! Er öryggið ekki tryggt
nema við annan enda borðsins eða
hvað?
í nokkurn tíma hafa sjómenn
greitt af launum sínum í svokall-
aðan jöfnunarsjóð, sem nota skyldi
til að greiða úr þegar illa áraði.
Greitt hefur verið úr sjóðnum þegar
illa gengur, en einhverra hluta
vegna fer sú greiðsla aðeins til út-
gerðanna! Þetta hljóta að vera mis-
tök. Nú hefur Ólafur A. Þórðarson,
útgerðarmaður Eldhamars GK,
skorað á félaga sína, útgerðar-
mennina, að veija sjóðnum til kaupa
á öryggisþyrlu. Ég vona að útgerð-
armenn taki þessari áskorun.
Það eru sjálfsögð mannréttindi
sjómanna og fjölskyldna þeirra að
þeir búi ávallt við bestu fáanleg
skilyrði í öryggismálum. Það er
augljós staðreynd, að sjómennirnir
eru, vinnu sinnar vegna, ekki í þeirri
eftir Samúel
Guðmundsson
Það er hryggilegt að þyrla hafí
ekki verið kölluð út án tafar þegar
Eldhamar GK strandaði.
Það á skilyrðislaust að kalla út
þyrlu, þegar neyðarkall berst, það
á ekki að rifast um hver eigi að
kalla hana út.
Mér finnst hægt að líkja því við
að ef hringt væri í slökkvilið þá
færi einn lögreglumaður með
handslökkvitæki á staðinn til að
kanna aðstæður.
Skipsstrand er alltaf alvarlegt
Guðrún Snæbjörnsdóttir
aðstöðu að geta barist sjálfir fyrir
sínum málum, eins og þyrfti. Þess
vegna skora ég á ykkur, eiginkon-
ur, foreldrar, vinir og aðrir þeir sem
vilja styðja sjómennina okkar, að
kalla á framkvæmdir. Látum hey-
rast hátt í okkur um þessi mál og
látum okkur ekki nægja að slík mál
og það á að taka sem slíkt við
útkall. Einhver kann að segja að
það sé svo dýrt að senda þyrlu að
óþörfu, en ég tel að það geti verið
hluti af þeim æfingum sem fara
fram.
í Morgunblaðinu 24. nóvember
sl. á bls. 6 er frétt um viðgerð
Þjóðleikhússins. Þar er í fremstu
röð sá alþingismaður sem hefur
beitt sér einna mest í björgunar-
málum sjómanna.
í fréttinni kemur fram að áætl-
að sé að viðgerð Þjóðleikhússins
kosti 1.850.000.000, einn milljarð
átta hundruð og fimmtíu milljónir.
Þessum fjármunum væri* betur
séu aðeins könnuð af nefndum, sem
enn hafa ekki skilað drengjunum
okkar neinum árangri. Það er orðið
langt síðan við höfðum ekki efni á
því að bíða lengur.
Ef til vill skilar frumvarp Inga
Björns Albertssonar sér alla leið í
kerfinu fljótt. Þegar þetta er skrifað
hefur það ekki verið lagt fram. Ég
vona að það frumvarp feli í sér
kaup á þyrlu sem tekur heila skips-
höfn, annað er ekki forsvaranlegt.
Sú staða má aldrei koma upp, að
skipstjóra verði lögð sú byrði á
herðar að þurfa að velja úr hópnum
sínum þá sem á að bjarga.
Þar til björgunarþyrla kemur og
þar til boðkerfi öryggismála í landi
er fullkomið, legg ég til að varn-
arliðið verði beðið um að taka að
sér yfirstjórn öryggisgæslu og
björgun úr sjávarháska í samvinnu
við slysavarnasveitir landsins.
Hver eru ykkar viðbrögð? Ég
votta aðstandendum allra þeirra
sjómanna sem látist hafa við störf
sín á sjónum dýpstu samúð og bið
góðan Guð að veita þeim styrk og
blessun á sorgarstund.
Höfundur er sjómannsdóttir og
móðir sjómanns.
varið til kaupa á öflugum þjörgun-
arþyrlum sem geta bjargað
mannslífum, það gerir Þjóðleik-
húsið varla.
Ég skora því á Árna Johnsen
að sjá til þess að þessum fjármun-
um verði varið til kaupa á öflugum
björgunarþyrlum án tafar ella
verði samið við varnarliðið um að
senda án tafar þyrlu á vettvang
þegar neyðarkall berst.
Að lokum votta ég þeim sem
eiga um sárt að binda samúð mína
og vona að svona mistök komi
ekki fyrir aftur.
Hcfundur er vélstjóri.
Kaupum bj örgnnarþyr lur strax
r r
PHILIPS VR 3260 ER ODYRT EN GOTT MYNDBANDSTÆKI
VERÐ KR.
35.700:
STGR.
Fullkominn íslenskur
leiðarvisir fylgir
ÞHILIPS PAL/MESECAM víko ftCS’iC t tE oi- '.njíí-j * 101
VUS; Hö | "f t
k 1 ’ «CÖOftO <*4 nxv ►* -*»■ C<íáo6 tUMfftð < CÍ.CO! f AU. ct, : --f 1
PHILIPS SLÆR í GEGN
Philips myndbandstækin hafa sannarlega slegiö í gegn á
íslandi. Tæknilega fullkomin, auöveld í notkun og frábær
myndgæði eru nokkrar af ástæðum vinsældanna.
En verðið er ein aðalástæðan hjá Philips.
HQ kerfi tryggir fullkomin
myndgæði.
Mjög góð kyrrmynd.
Leitarhnappur.
Fullkomin sjálfvirkni í gang-
setningu, endurspólun og
útkasti snældu.
Sjálfvirk endurstilling á teljara.
Fjarstýring á upptökuminni.
30 daga upptökuminni.
Upptökuskráning í minni
samtímis fyrir 8 dagskrárliði.
Sextán stöðva geymsluminni.
20 mínútna öryggisminni.
Ótal fleiri möguleikar sem
aðeins Philips kann tökin á.
Verið örugg með tvær stöðvar um jólin
TREYSTIÐ PHILIPS
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20