Morgunblaðið - 26.11.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'26. NÓVEMBER 1991
19
Yelda og Murat
Kodalli halda
tónleika
STYRKTARFÉLAG íslensku
óperunnar mun með stuðningi
Kaupþings hf. standa fyrir tón-
leikum með hjónunum Yeldu
og Murat Kodalli miðvikudag-
inn 27. nóvember.
Efnisskrá tónleikanna sem
verða haldnir í íslensku óperunni
er samansett af píanóverkum eft-
ir Chopin, Nevit og Murat Kod-
alli, tveimur sönglögum eftir
Murat með texta eftir tyrkneska
ljóðskáldið Abbas Sayar og vin-
sælum og velþekktum óperuar-
íum. Yelda syngur þijár aríur úr
þremur óperum eftir Mozart og í
einni þeirra, L’amero, mun
Zbigniew Dubik leika með þeim
á fiðlu. Einnig syngur hún Caro
Murat og Yelda Kodalli.
nome úr Rigoletto eftir Verdi,
aríu Olympiu úr Ævintýrum Hoff-
mans og Klukkuaríuna úi'Lakamé
eftir Delibes.
Tónleikarnir heijast kl. 20.30
og miðasala er hafin í íslensku
óperunni.
Sameining Skjaldar og Þormóðs ramma úr sögunni:
Skjöldur hf. hefur sýnt
áhuga á að kaupa Dögun
SAMEINING Skjaldar hf. á Sauðárkrók og Þormóðs ramma hf. á Siglu-
firði er úr sögunni en Skjöldur mun hafa áhuga á að kaupa rækju-
vinnsluna Dögun á Sauðárkróki. Á stjórnarfundi Skjaldar um helgina
kom fram að þeir hluthafar sem eru heimamenn á Sauðárkrók hafa
ekki áhuga á að fara í sameiningarviðræður við Þormóð ramma og
því var það málið tekið út af borðinu.
Vilhjálmur Egilsson stjórnarform- Dögunar,” segirVilhjálmurEgilsson.
aður Skjaldar hf. segir að kaupin á
Dögun hafi komið til umræðu á fund-
inum og telji forráðamenn Skjaldar
það vera höfuðkostinn í myndinni
núna. Hinsvegar liggur fyrir að
Skjöldur mun ekki hafa frumkvæði
að því að bjóða í hlutabréf Dögunar
en mun gera það verði þau til sölu.
„Við erutn tilbúnir til viðræðna um
þetta mál komu fram áhugi af hálfu
Dögun er rækjuverksmiðja. Fyrir-
tækið á bátinn Röst en honum fyigir
rúmlega 500 tonna botnfiskkvóti og
250 tonna rækjukvóti.
í máli Vilhjálms kemur fram að
útlit er fyrir að rekstur Skjaldar í
ár skili hagnaði og skuldsetning fyr-
irtækisins er hagstæð. „Við erum
ekki í vandræðum á neinn hátt og
okkar rekstur er þokkalegt dæmi,”
segir Vilhjálmur. „En við verðum líka
að hugsa nokkur ár fram í tímann
og því eru þessi mál til umræðu hjá
okkur.”
Óttar Ingvason framkvæmdastjóri
Íslensku útflutningsmiðstöðvarinnar
er stærsti hluthafinn í Dögun með
um 30% hlutaQár. Hann segir að
ekki hafi komið til tals hjá eigendum
Dögunar að selja fyrirtækið og hann
á von á að neikvætt yrði tekið í slík-
ar hugmyndir. Hinsvegar væri ekk-
ert því til fyrirstöðu að Dögun seldi
Skildi kvóta. „Við höfum áður boðið
þeim kvóta á leigu,” segir Óttar. „En
ef þeir vilja kaupa verða þeir að
borga markaðsverð fyrir kvótannn.”
Fyrsta uppboð Sothe-
by’s á Norðurlöndum:
Uppboð hér
hugsanleg
- segir Sigríður
Ingvarsdóttir
FYRSTA listaverkauppboð Sothe-
by's á Norðurlöndunum verður
haldið á Grand Hotel í Stokkhólmi
9. desember nk. Boðin verða upp
listaverk eftir sænska listmálara
frá 1870 til dagsins í dag. Sigríður
Ingvarsdóttir, fulltrúi Sotheby’s
hérlendis, segir að ef til vill sé
þetta uppboð upphafið að því að
Sotheby’s haldi uppboð á íslandi.
Starfsemi Sotheby’s hér á landi
hafi verið afar vel tekið í alla staði.
Ein verðmætasta myndin sem boð-
in verður upp í Stokkhólmi er eftir
Carl Fredrik Hill og heitir „Tradet
och Flodkroken og Motiv Fran Bois
Le Roi" metin á 1,5-2 milljónir skr.,
eða 15-20 milljónir íslenskra króna.
Af öðrum/myndum má nefna „Anke-
drottningens Begravning” eftir Nils
Dardel metin á 8-10 milljónir
króna,„Min Arbetsbank” eftir Helene
Schjerfbeck metin á 5-7 milljónir
króna, „Five O' Clock Te”eftir Isaac
Grunewald metin á 5-6 milljónir
króna og tvær myndir eftir Bror
Hjorth, „Kafferp Vid Langsjön” met-
in á 4-6 milljónir króna og„Bond-
begravning 1925” metin á 2-2,5
milljónir króna.
* Orginal kölnischwasser *
i Stærðir: 50,100,150,300,800 mi.
En lítið að gerast
í sjónvarpinu þínu?
Bættu úr því með Stöð 2
Langar þig til að sjá eitthvað nýtt? Langar þig til að horfa
á fjölbreytt sjónvarpsefni? Viltu lengja sjónvarpsdagskrána?
Þetta allt færðu með Stöð 2. Fáðu þér myndlykil strax í dag
og það lifnar heldur betur yfir sjónvarpinu þínu.
Bankastræti 3, sími 91-13635.