Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
39
Óvissa um framtíð Míkhaíls S. Gorbatsjovs:
Fyrirlestrar í vestri eða
áhrifaleysi í austri?
Moskvu. The Daily Telegraph.
Nú þegar fyrir liggur að leiðtogar fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna
hafa afráðið að hundsa með öllu tillögur Míkhaíls S. Gorbatsjovs
um myndun nýs sambandsríkis er eðlilegt að spurningar vakni um
hvað bíði hans í framtíðinni. Eitt blasir við, Gorbatsjov verður fyrsti
og eini forsetinn í sögu Sovétríkjanna er hafði beint framkvæmda-
vald og einungis einu sinni hefur það gerst áður að maðurinn með
ljáinn bindi ekki enda á valdaferil leiðtoga Sovétríkjanna.
Á árum áður einkenndi óvissa,
leyndarhyggja og pukur það ferli
sem jafnan hófst er leiðtogi Sovét-
ríkjanna gekk á fund feðra sinna.
Er hinn látni leiðtogi lá á viðhafnar-
börum söfnuðust undirsátarnir
saman og gátu tæpast dulið sorg
sína en í bakherbergjum lögðu
valdaklíkur á ráðin um hver ætti
að taka við og hvaða mannabreyt-
ingar telja mætti nauðsynlegar.
Gorbatsjov getur hins vegar ekki
afhent arftaka sínum veldissprot-
ann vegna þess að það embætti er
hann nú gegnir heyrir sögunni til.
Eðlilegt er að Gorbatsjov geti
tæpast hugsað sér að setjast í helg-
an stein. Hann er aðeins sextugur
og hefur mótað alla stefnu Sovét-
ríkjanna frá árinu 1985. Það þarf
því ekki að koma á óvart að hann
skuli þráast við þótt staðan virðist
harla vonlaus.
Undirsáti Jeltsíns?
Enn sem komið er hafa ekki
komið fram neinar tillögur í þá
veru að samveldið nýja sem fyrrum
lýðveldi Sovétríkjanna hafa mynd-
að lúti stjórn forseta. Hugsanlegt
er að Gorbatsjov verði boðið emb-
ætti aðalritara eða framkvæmda-
stjóra samveiisins. Ummæli hans
gefa raunar til kynna að hann geti
tæpast hugsað sér það hlutskipti.
Þá yrði honum ætlað að fram-
kvæma stefnu þá sem leiðtogar
lýðveldanna mótuðu og myndi hann
því m.a. þurfa að sætta sig við að
taka við skipunum frá Borís Jelts-
ín, forseta Rússlands, sem Gorb-
atsjov dæmdi í eina tíð í pólitíska
útlegð í sovéskum stjórnmálum.
Þó svo Míkhaíl S. Gorbatsjov
njóti gífurlegrar virðingar erlendis
er staðreyndin engu að síður sú
að fá störf eru laus á „aiþjóðlega
vinnumarkaðinum", sem henta
myndu honum. Nýr framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna hefur
þegar verið kjörinn. Gorbatsjov
hlaut friðarverðlaun Nóbels og
hann átti þátt í að binda enda á
kalda stríðið en sagan hefur sýnt
að hann er ekki jafn hæfur þurfi
hann að blanda sér í átök þau sem
fram fara utan Moskvu. Askipti
hans af þjóðernisdeilum í Sovétríkj-
unum hafa lítinn sem engan árang-
ur borið og frammistaða hans í
Persaflóastríðinu og átökunum í
Júgóslavíu þótti ekki sérlega sann-
færandi.
Heimsóknir og fyrirlestrar?
Þótt Gorbatsjov léti af störfum
á besta aldri myndi hans tæpast
bíða aðgerðarleysi og einangrun.
Fyrirlestraferðir til Bandaríkjanna
eru drjúg tekjulind eins og dæmin
sanna og hann gæti heimsótt bæði
Ronáld Reagan, fyrrum forseta
Bandaríklanna, í Kaliforníu og vin-
konu sína Margaret Thatcher, fyrr-
um forsætisráðherra Bretlands, til
Lundúna. Og síðast, en ekki síst,
gæfist honum tími til að rita endur-
minningar sínar.
Mörgum þætti þetta tæplega
hryggileg framtíðarmynd og því
hlýtur sú spurning að vakna hvers
vegna Gorbatsjov lýsir ekki yftr því
að hann sé sestur í helgan stein.
Sjálfur hefur hann sagt að hrun
miðstjórnarvaldsins í Moskvu geti
haft hinar alvarlegustu afleiðmgar
þar eystra. Vafalaust myndi afsögn
hans stuðla að auknum óstöðug-
leika í Sovétríkjunum og auka enn
frekar á þann ótta er ríkir á Vestur-
löndum um að kjarnorkuheraflinn
sé nánast stjórnlaus. Þá kann að
vera að hann óttist að hann verði
gerður ábyrgur fyrir vafasömum
fjárreiðum Kommúnistaflokksins
frá árinu 1985 er hann varð leið-
togi stjórnmáladeildar flokksins og
þá kynni hann að neyðast til að
biðja Borís Jeltsín griða.'
Sú hætta er nú fyrir hendi að
Gorbatsjovs, mannsins sem inn-
leiddi umbótastefnuna, sem nú hef-
ur lyktað með hruni Sovétríkjanna,
verði minnst sem síðasta aftur-
haldsmannsins þar eystra. Sjálfur
hefur hann sagt að helstu þættir
ævistarfs hans séu að baki: „Ég
hefi gert allt sem í mínu valdi
Thatcher og Gorbatsjov í sölum Kremlar.
stendur. Ég tel að flestir í mínum
sporum hefðu fyrir löngu gefist
upp.“ Þetta er næstum því ábyggi-
lega rétt og því vaknar sú spurning
. hvort frekari barátta þjóni einhverj-
um tilgangi. Líkt og Margaret
Thatcher gæti sagt Gorbatsjov fel-
ur sú ákvörðun að setjast í helgan
stein ekki nauðsynlega í sér ein-
angrun og algjört valda- og áhrifa-
leysi.
Míkhaíl S. Gorbatsjov segir afsögn sína ekki yfirvofandi:
Kveðst standa vörð um stjórn-
arskrána og lýðræðið í landinu
New York. Reuter, The Daily Telegraph.
MIKHAÍL S. Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, sagði í viðtali við
blaðamenn bandariska vikuritsins
Time um helgina að það hefði
verið óviðurkvæmilegt fljótræði
af hálfu James Bakers, utanríkis-
ráðherra Bandarílyanna , að lýsa
yfir því að Sovétríkin heyrðu sög-
unni til. Sovéska fréttastofan
TASS hafði það eftir Gorbatsjov
um helgina að hann teldi hlutverk
sitt vera að standa vörð um lýð-
ræðið og stjórnarskrá Sovétríkj-
anna á þessum miklu umbrotatím-
um. Sagði hann að afsögn sín
væri ekki yfirvofandi og Edúard
Shevardnadze, utanríkisráðherra
Sovétrikjanna, kvaðst hafa hvatt
Gorbatsjov til að láta ekki af emb-
ætti.
Ummæli Gorbatsjovs í viðtalinu
við Time þóttu gefa til kynna að
hann hefði reiðst mjög vegna þeirrar
fullyrðingar Bakers er hann lét falla
þann 8. þessa mánaðar þess efnis
að Sovétríkin væru liðin undir lok.
Þau ummæli þóttu aftur á móti gefa
til kynna að ráðamenn í Bandaríkjun-
um hefðu komist að þeirri niðurstöðu
að Gorbatsjov gæti ekki lengur haft
áhrif á þróun mála í „Sovétríkjun-
um“. „Hér er allt á hverfanda hveli.
Á meðan við erum að reyna að gera
okkur ljóst hvað raunverulega er að
gerast virðast Bandaríkjamenn nú
þegar þekkja alla þætti málsins til
fullnustu," sagði hann. Dick Cheney,
varnannálaráðherra Bandaríkjanna,
þótti í sjónvarpsviðtali á sunnudag
frekar taka undir þessi sjónarmið
Bakers heldur en hitt.
Yfirmaður herafla
Sovétríkjanna
Gorbatsjov kvaðst enn bera þá von
í bijósti að unnt yrði að bjarga so-
véska ríkjasambandinu en sagðist á
hinn bóginn ala með sér efasemdir
um að það tækist. Hann sagðist vilja
að í þessu efni yrði um hægfara og
skipulega þróun að ræða til að unnt
yrði að koma í veg fyrir alllsheijar
upplausn og stjórnleysi. „Ég mun því
beita valdi mínu sem forseti og fyrst
og fremst sem yfirmaður herafla
Sovétríkjanna. Það er óhemju mikil-
vægt að ástandið verði ekki með öllu
stjórnlaust.
Aðspurður um þá stefnu sem
Bandaríkjastjórn hefði mótað í þessu
efni kvaðst Gorbatsjov vera þeirrar
hyggju að þeir George Bush Banda-
ríkjaforseti og James Baker utanrík-
isráðherra hefðu báðir látið í ljós
stuðning og haft ýmislegt jákvætt
til málanna að leggja. Hann lét þess
hins vegar getið að hann gæti ekki
sætt sig við „tilraunir til að kynda
undir aðskilnaðarstefnu í Úkraínu,"
og virtist gefa til kynna að þar hefðu
erlend öfl verið að verki. Gorbatsjov
Reuter
Kommúnistar efndu á sunnudag til kröfugöngu á Rauða torginu í Moskvu. Lýstu þeir þar yfir and-
stöðu sinni við að stofnað verði nýtt samveldi á rústum Sovétríkjanna auk þess sem fram kom sú krafa
að ekki verði hróflað við líki byltingarleiðtogans Vladímírs Leníns, sem liggur smurt í glerkistu í graf-
hýsi hans við Kremlarmúra.
kvaðst vonast til þess að vestræn
ríki sérstaklega sýndu bæði þolin-
mæði og yfirvegun á þessum erfiðu
tímum. „Herra Baker sýndi af sér
fljótræði er hann sagði að Sovétríkin
væru ekki lengur til.“
Jeltsín hringdi ekki
Gorbatsjov gagnrýndi einnig Borís
Jeltsín, forseta Rússlands. Kvaðst
' hann ekki fá skilið þá ákvörðun hans
að snúa baki við tillögunni um nýtt
ríkjasamband, sem Jeltsín hafði
ásamt fleiri leiðtogum lýðveldanna
þegar samþykkt í grundvaílaratrið-
um áður en tilkynnt var um stofnun
samveldisins nýja. „Ég get ekki fall-
ist á þetta. Hann hringdi ekki einu
sinni í mig. Ég komst að því að hann
hafði átt samtal við George Bush en
við mig talaði hann ekki.“
Míkhaíl S. Gorbatsjov ítrekaði
fyrri yfirlýsingar um að hann hefði
fulla stjórn á kjarnorkuherafla Sovét-
ríkjanna. Vangaveltur og efasemdir
í þessu efni ættu ekki við rök að
styðjast. Hapn kvaðst ennfremur.
vera þeirrar skoðunar að önnur
valdaránstilraun, lík þeirri sem harðl-
ínukommúnistar gerðu í ágústmán-
uði, væri útilokuð. Er hann var spurð-
ur hvort afsögn hans væri yfirvof-
andi svaraði forseti Sovétríkjanna:
„Hvað varðar ævistarf mitt þá hefur
helsta tilgangi þess þegar verið náð.
Ég er sáttur við sjálfan mig. Mér
finnst einnig að það sem ég hef áork-
að eigi að nýtast landi mínu að fullu
og á vettvangi alþjóða stjórnmála.
Og ég tel mig búa yfir nægum styrk
til að halda áfram.“
í frétt er TASS-fréttastofan sov-
éska birti á laugardag sagði að Gorb-
atsjov hefði látið svipuð ummæli falla
í samtali við Francois Mitterránd
Frakklandsforseta. Hann teldi hlut-
verk sitt vera það að standa vörð
um stjórnarskrána og tryggja lýð-
ræði í Sovétríkjunuin.
Lokatilraun Gorbatsjovs?
Edúard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, sem ásamt
Gorbatsjov mótaði umbótastefnuna
svonefndu, kvaðst á laugardag liafa
hvatt forseta Sovétríkjanna til að
halda ró sinni og segja ekki af sér
á .allra næstu dögum, hið minnsta.
Hann hefði enn mikilvægu hlutverki
að gegna og gæti haft mótandi áhrif
á tilurð samveldisins nýja. Þessi
ummæli Shevardnadze þóttu gefa til
kynna að enn hefði Gorbatsjov ekki
gefist upp við að tengja saman með
einhveijum hætti tillögur sínar um
nýtt samband, fullvalda Sovétlýð-
velda, og hugmyndir leiðtoganna um
samveldið svonefnda. Raunar sagði
Gorbatsjov í viðtali við dagblað eitt
sovéskt,Nezavísímaja Gazeta, að
væri sanmingur sá sem leiðtogar
þriggja lýðvelda undirrituðu í Hvíta-
Rússlandi í siðustu viku endanleg
útgáfa hans gæti hann ekki fallist á
hugmyndir þeirra um samveldið. „Ef
hér ræðir hins vegar um ákveðið
framlag af þeirra hálfu sem ræða
ber í samhengi við nýjan ríkjasátt-
mála og ef til vill er hægt að leiða
til einnar ákveðinnar niðurstöðu þá
hefur augljóslega skapast ný staða.“
Þess varð vart um helgina að so-
véskir fréttaskýrendur og sérfræð-
ingar ælu með sér vaxandi efasemd-
ir um samveldis-sáttmálann. Dag-
blaðið Komsomolskaja Pravda vék
sérstaklega að kröfu Mið-Asíulýð-
veldanna fimm þess efnis að þau
verði talin til stofnenda samvéldisins.
Er þessi krafa af þeirra hálfu talin
til marks um að þau óttist að Rússar
hyggi á stofnun nýs risaveldis á land-
svæði því er áður heyrði undir Sovét-
stjórnina í Kreml og að tryggja beri
jafnræði þegar í upphafi. Blaðið
sagði að vera kynni að þessi krafa
yrði til þess að Úkraínumenn hættu
við og samveldishugmyndin yrði þar
með að engu.
HRUN SOVESKA MIÐSTJORNARVALDSINS