Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 LogÍræómgur i ÞorhilOur Sandhtplt \ *.;y iSolúmenn ' . » .G/sfc Sigurb/örnssþn 'j ; . Sigurbjom Þorbergsson Atvinnuhúsnæði SMIÐJUVEGUR Ný 513 fm efri hæð með sérinng. og góðu útsýni. Hæðin er.tilb. u. trév. og máln. Sérhiti. Hentar vel sem samkomusalur eða skrifst. Einbýii og séreignir HJALLABREKKA - KÓP. Glæsilegt 2ja ibúða hús með bílskúr og mjög fallegum garði. Góð 2ja herb. ibúð 60 fm á 1. hæð ásamt inngangi í aðalíbúð sem er 212'fm á þremur pöll- um. Stofa, fjölskylduherb., bókaherb., 5 svefnherb., eldhús, 2 baðherb., tóm- stundaherb., búr, þvottahús og góðar geymslur. Inngangur > báðar íbúðirnar úr fallegum 2ja hæða gróðurskála. MELGERÐI - KÓP. Mjög gott tæpl. 300 fm 2ja íbúða hús á tveimur hæðum. Efri hæð m/4 svefn- herb., góðúm stofum og stóru auka- herb. á neðri haéð en þar er líka sér 2ja herb. íbúð og stór innb. bílskúr. Saunabað og garðstofa m/nuddpotti. Glæsilegt útsýni og góður garður. Verð 18,0 miljj. SPÍTALASTÍGUR 213 fm verslunar-, iðnaðar- og skrifstofuhúsn. og 4ra herb. íbúð til sölu í sama húsi. Selst í einu lagi eða aðskilið. Húsið er timb- urhús til afhendingar strax. AKURGERÐI - PARH. Steypt parh. kj., hæð og ris 128,6 fm nettó. 3-4 svefnherb., 2 stofur. Mjög góður garður í suður. Verð 11 mjllj. RAUÐALÆKUR - 6 HB. Glæsileg íb. 131,4 frn á 3. og efstu hæö. 4 svefnherb., 2 stofur. Suöursv. Fallegt útsýni. Verð 10,5 millj. SNORRABRAUT - HÆÐ 4ra herb. efri hæð í steinhhúsi. 21 fm bílsk. fylgir. Ákv. sala. Verð 7,5 millj. 4ra-6 herb. GAUKSHÓLAR - 5-6 HB. Stórglæsileg 5-6 herb. endaíb. 123,8 fm á 5. hæð. Fráb. útsýni. Þrennar sval- ír. Sérþvhús og -búr. íb. fylgir 27 fm bílsk. Verð 8,5 millj. KLEPPSVEGUR - 4RA Mjög falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð í fjölb- húsi. Suðursv. 12 fm aukaherb. í risi. Áhv. byggsjóðslán 3,3 millj. 2ja og 3ja herb. LAUGATEIGUR - 3JA Falleg íb. í kj. 81,6 fm. íb. er m/sér- inng. Nýyfirfarin og laus nú.þegar. Verð 6,2 millj. VINDÁS - 2JA Mjög falleg 2ja herb. (b. 58,8 fm á 2. hæð. Getur losnað fljótl. Verð 5,1 millj. VÍÐIMELUR - 2JA , Góð íb. í kj. 44,1 fm. Mikið endurn. ný eldhúsinnr., parket. Ný endurn. raflagn- ir og ný tafla. Verð 4,1 millj. LYNGMÓAR - 2JA í Garðabæ gullfalleg 2ja herb. íb. á 1. hæð 56,2 fm. Parket og flísar á gólfum. Góð lán fylgja, 2 millj. Verö 5,7 millj. VINDÁS Góð einstaklingsíb. á 3. hæð með fal- legum innr. Flísar og parket. Laus strax. Vérð 3,8 millj. VITASTÍG 13 26020-26065 Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Stakf&ll Faswgnasaia Suðurlandsbraut 6 687633 <f 011 RH 01 07fl '-ARUS Þ' VALD|MARSS°N FRAMKVÆMDASTJÓRI m I Ivv klwlv KRISTIIMNSIGURJÓIMSSON,HRL.lóggilturfasteignasali Til sölu eru að koma m.a. eigna: Glæsileg sérhæð - frábært útsýni 4ra herb. efri hæð rétt v/höfnina í Hafnarfirði 113 fm. 2 stórar stofur, 2 svefnherb., rúmg. skáli. Nýtt eldhús, nýtt bað. Nýtt sérþvhús v/eld- hús. Geymsluris fylgir. Glæsilegt endaraðhús í syðstu röð í Fellahv. steinhús 158,3 fm. Allt eins og nýtt. Kj. u. hús- inu. Bílsk. 21,6fm, sérbyggður. Lóð m/glæsil. blómagarði. Teikn. á skrifst. Fellsmúli - Álftamýri 3ja og 4ra herb. góðar íb. Vinsaml. leitið nánari uppl. Góð íbúð - laus strax 2ja-3ja herb. íb. v/Hraunbæ á neðri hæð. Nýtt bað. Sérinng. Ágæt sameign nýsprunguþétt og mál. utanhúss. Laus strax. Góð íbúð á góðu verði 2ja herb. ib. á rishæð v/Miklubraut. Stórir kvistir á stofu og svefn- herb. Gott ibherb. í kj. m/snyrtingu. Ágæt sameign. Miðsvæðis í borginni - skiptamöguleiki Góð íb. 90-100 fm óskast til kaups á 1. eða 2. hæð eða í lyftuh. Skipti mögul. á úrvals sérhæð miðsvæðis í borginnj. Helst í vesturbænum í Hafnarfirði einbhús ekki stórt óskast til kaups. Fjárst. kaupandi. Reisulegt steinhús í Langholtshverfi tvær íb. 3ja herb. á 1. hæð og 2. hæð. Ennfremur góður geymslukj. og geymsluris. Stór bílsk. (45 fm nú verstæði). Tilboö óskast. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. óskast í vesturbænum. ALMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 HINIR TÓLF Myndlist Bragi Ásgeirsson í Sverrissal Hafnarborgar sýna um þessar mundir tólf myndlistar- menn sem allir lifa og starfa í Hafnarfirði og stendur sýningin til 22. desember. Ekki er það þó svo, að hér séu állir þeir mættir til leiks, sem hafa aðsetur í firðinum og vantar hér nokkra góðkunna og þjóð- kunna einstaklinga og sýnir það hve myndlistarmönnum hefur íjölgað á svæðinu undangengin ár, því ekki er ýkja langt síðan telja mátti þá á fingrum sér og jafnvel annarrar handar. Þá hefur breiddin aukist til muna og ber sýningin þess svo sannarlega vitni, en áberandi er að listiðnaðarfólkinu hefur ijölgað meir en hreinum myndiistarmönn- um. í öllu falli hefur maður það fekar á tilfinningunni eftir að hafa skoðað verkin, að maður hafi verið á listiðnaðarsýningu en myndlistarsýningu og mega hlut- aðeigendur skilja það eins og hver vill. En listrýnirinn skilgreinir það þannig, að hin svipmeiri átök við form og efni, sem eru einkenn- andi fyrir myndlistarverk og sem skera sig úr, séu ekki það sem helst einkennir obbann af verkun- um, heldur eins konar málamiðlun er byggir tilveru sín á óaðfinnan- legu handverki. Hér kunna í og með að birtast áhrif frá þróuninni innan hinna ýmsu listaskóla, er útskrifa lista- menn með prófgráður rétt eins og iðnskólar. En auðvitað eru til undantekningar og ein þeirra blasir við er inn er komið,_ sem er „Helgiskrín" eftir Sverri Ólafs- son. Hér kviknar á perunni hjá skoðandanum því að um áleitið verk er að ræða, sem hefur yfir sér kíminn undirtón ásamt því að formræn uppbyggingin, sem er einfaldlega skápur úr járni, með notalegu innihaldi, höfðar til hans, án þess þó að vera fullkominn í tæknilegu tilliti. Hins vegar krefst hitt verk listamannsins „Auður stóll“ mun meiri nákvæmni og tækni i útfærslu en fram kemur, þótt sjálf hugmyndin, sem er dálít- ið skondin sé meira en fullgild. Verk Gests Þorgrímssonar vekja einnig strax athygli og þá einkum „Geislabrot", sem er unn- ið í marmara og býr yfir einföldum formrænum krafti, en er kannski einum of fágað í útfærslu. Dúk- og tréristur Aðalheiðar Skarphéðisndóttur eru samvisku- samlega útfærðar og hér þótti mér „Kossinn“ sýnu hrifmest. En Aðalheiður mætti að ósekju ráð- ast.af meiri krafti á viðfangsefni sín og nýta sér betur hina fjöl- þættu tækni sem aðferðin býður upp á. Hér vil ég að fram komi, að þegar ég ér að vísa til átaka við efniviðinn á ég ekki endilega við sprengikraft í útfærslu heldur allt eins djúpa undiröldu yfirveg- aðra vinnubragða þar sem reynir firnamikið á gerandann. Akrylmyndir Rúnu hafa yfir sér vissan þokka og þá einkum „Kyrrð“, en hún er meira í essinu sínu í verkum sínum á kaffistof- unni og þá einkum því verki er ber heitið „Blátt rökkur", sem er ákaflega stemmingarríkt og vel útfært í bláum formrænum stíg- andi. Það eiga sér stað ýmsar athygl- isverðar breytingar í verkum Jónu Guðvarðardóttur, sem hún útfærir í steinleir. Formin eru ávöl og þekkileg og litirnir djúpir og samrædmir. Formin í verkum Sigríðar Ág- ústsdóttur, sem hún utfærir í jarð- leir og virka eins og samblandsk- úlptúrs og notagildis eru áberandi einföld og heildstæð og uppruna- legur liturinn nýtur sín vel, eink- um komust þessar eigindir á líf- rænan hátt til skila í verkinu „Form 11“. Skírskotunin er í lagi í þorsk- hausum Sigríðar Erlu en útfærsl- an er ekki áhrifamikil og tæknin virðist í besta lagi hjá Elínu Guð- mundsdóttur en eitthvað sýnist mér skorta á formrænan kraft í verk hennar. Loks ber að geta þurrkrítar- mynda Janos Probsters, sem eru heiðarlega unnar og það vekur athygli mína hve næmt auga hann hefur fyrir hinni formrænu fegurð í hinu gamla. Það eru nefnilega dapurlegar framfarir, sem byggj- ast einvörðungu á stöðluðum hug- myndum þar sem lífræn sköpun hefur orðið eftir - týnst. Og það mætti um leið minna á að það sem var athyglisvert og fullgilt í list og listiðnaði fyrir 20 árum og þá sem algjör nýjung, virkar oftar en ekki full staðlað er svo er komið. Barnabækur List og hönnun Bragi Ásgeirsson í aðalsölum Hafnarborgar stendur fram til 22. desember yfir sýning á barnabókum, ásamt myndum barna og unglinga, svo og nokkurra þeirra er hafa mynd- list einstakar bækur. Þetta er mikil sýning og eins gott að skoða hana vel og gaum- gæfilega ef gagn á að vera að, því að framboðið er mikið. Ekki kom ég á staðinn til þess sérstaklega að geta þessarar sýn- ingar, enda umfjöllun um bækur ekki mitt fag nema hvað mynd- lýsingar og útlitshönmjp viðkem- ur. En ég var forvitinn og skoð- aði hana samt og reyndi að átta mig á hlutunum í öllu kraðakinu, því satt að segja er meira verzlun- at'- og markaðsbragur á sýningarsalnum en góðu hófi gegnir. Æskilegt hefði verið að lögð hefði verið mun meiri áhersla á hnitmiðaða sýningu og úttekt á myndlýsingum bóka með meira magni af frumteikningum til samanburðar. Sýningar sem slík- ar eru nefniiega fágætar og það er einmitt trú mín að ávinningur- inn af þeim geti orðið það drjúgur að bókaútgefendur hafi hreint ekki efni á því að vanrækja þann þátt kynningarferlisins. Satt að segja finnst mér eftir skoðun sýningarinnar að miklu meira mætti vera um það að teiknarar og myndlistarmenn fengju verðug verkefni við mynd- lýsingar bamabóka, því að þegar á heildiná er litið þá er hér um mjög útjaskaðan og alþjóðlegan staðal á slíkri útgáfu að ræða. Það er ekki nóg að bækur séu fallegar, litríkar og myndlýsingin snotur, ef annars er um blóðlitla fjöldaframleiðslu að ræða,. því bækurnar lenda í höndum mikil- vægustu kynslóðarinnar, sem hefur allt lífið fyrir stafni. Það eru áratugir síðan ég benti á þá viðhorfsþróun í útlandinu, að það þyrfti hæfustu og sann- menntuðustu kennarana til að kenna yngstu kynslóðinni. í ljósi slíkrar þróunar ættu hinir eldri að vera færir um að béita í rík- ari mæli eigin frumkvæði og hug- kvæmni, sem væri borin uppi af ótakmörkuðum fróðleiksþorsta. Mér er það í ljósu minni hve fallegai' og litríkar barnabækur urðu leiðigjarnar er frá leið, en aðrar, sem svipmiklar myndlýs- ingar og frjótt hugarflug prýddu ■ ásamt þróttmiklu lesmáli voru hins vegar dýrmæt eign, sem allt- af var ánægjulegt að handfjatla. Það er ekki mikið af myndlýs- ingum til sýnis, en á endavegg eru þó nokkrar og af þeim skera einkum verk Ragnheiðar Gests- dóttur og Gunnars Karlssonar sig úr. Myndir Ragnheiðar fyrir mjúkar og skynrænar línuteikn- ingar og einstaklega milda og blæbrigðaríka liti og eru þær gerðar við kver sem hún hefur sjálf sett saman er nefnist „Fyrstu skrefin“ í útgáfu Máls og menningar, en Gunnars fyrir sérstæðan og áhrifaríkan raun- sæisstíl í bókinni „Platafmælið" eftir Illuga Jökulsson í útgáfu Iðunnap. Án nokkurs vafa mætti finna ýmsar fleiri frambærilegar mynd- lýsingar, en þetta var það sem ég tók strax sérstaklega eftir, en í heildina er þetta eins og fyrr segir full staðlað og einhæft. ■ IÐUNN hefur gefið út fimm nýjar bækur um systurnar Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdótt- ur rithöfund. Það er listamaðurinn Gunnar Karlsson sem mynd- skreytir. Bækurnar heita: Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra í búðarferð, Snuðra og Tuðra fara í strætó, Snuðra og Tuðra í miðbænum og Snuðra og Tuðra missa af matnum. í kynningu útgefanda segir: „Syst- umar fjörugu, Snuðra og Tuðra, voru einu sinni litlar og Ijúfar, en síðan hefur margt breyst. Þær taka upp á alls konar prakkarastrikum og stundum eru þær ósköp óþæg- ar. Mamma þeírra segir að þær muni læra af reynslunni — en pabba finnst stundum að það gangi ekki alveg nógu vel. Öll börn þekkja Iðunn Steinsdóttir Snuðru og Tuðru úr sjónvarpinu og skemmta sér konunglega yfir ævin- týrum þeirra og uppátækjum.“ Gunnar Karlsson Bækurnar eru prentaðar í Prentbæ hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.