Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Siglingarleið Gaiu og viðkomustaðir frá Þrándheimi til Washington. Mynd/World Monitor.
land. Fór Leifur ásamt nokkrum
skipveijum í land. Þeir fundu landið
einskis virði og nefndu það Heliu-
land. Síðan var förinni haldið áfram
uns þeir komu að skógivöxnu landi
með hvítar sendnar strendur. Könn-
uðu þeir landið og nefndu Markland
(eða skógarland) og enn var siglt
áfram. Fundu þeir þá hið þriðja
land og könnuðu einnig. Þeir fundu
á þessu landi sjálfsána akra og vínv-
ið og byggðu sér hús nokkur til
vetursetu og nefndi Leifur landið
Vínland.
Leifur lét hluta áhafnarinnar fara
í stuttar könnunarferðir en hinn
hluti áhafnarinnar hjó tré og hlóð
skipið með timbri til heimflutnings.
Jafnframt var afturbátur skipsins
fylltur af vínbeijum. Næsta vo_r
héldu þeir heim til Grænlands. Á
leiðinni sáu þeir skipsflak og þjörg-
uðu 15 manns af flakinu og var
Leifur nefndur „Leifur heppni“ eft-
ir það.
... annar leiðangurinn
Næsti leiðangur var skipulagður
af Þorvaldi Eiríkssyni bróður Leifs.
Þorvaldur fer á skipi Leifs og fylg-
ir sömu leið. Finnur Þorvaldur Vín-
land og dveljast þeir í Leifsbúðum,
húsum þeim sem Leifur lét byggja.
Kanna þeir nú landið og í einni slíkri
ferð sjá þeir innfædda í fyrsta sinn.
Lágu þeir innfæddu undir þremur
skinnbátum þrír undír hverjum.
Þorvaldur og hans menn ná 8 af
þessum 9 og drápu þá en einn slapp.
Skömmu síðar kom stór hópur inn-
fæddra og sló í bardaga. Þorvaldur
fékk ör í kviðinn og smáþarmana.
Hann dró örina út, leit á hana og
sagði á þá leið: Mikil fita er á ístr-
unni. Við höfum fundið gjöfult land
en okkur er ekki ætlað að njóta
þess. Deyr síðan Þoi’valdur og er
jarðsettur og kross settur á gröfina
því ætlunin var að sækja líkið síð-
ar. Fóru skipveijar síðan aftur til
Grænlands.
... þriðji leiðangurinn
Þriðji leiðangurinn var skipulagð-
ur af Þorsteini Eiríkssyni, öðrum
bróður Leifs. Þorsteinn var nýgiftur
Guðríði Þorbjarnardóttur og áform-
uðu þau að kanna Vínland og sækja
iík Þorvaldar. Á leiðinni til Vínlands
lenda þau í þoku og glata áttum.
Sigla þau um sumarið en finna
ekki Vínland, en ná loks til Græn-
lands aftur síðla hausts. Lenda þau
í Vestri byggð og gista hjá bónda
einum, Þorsteini svarta. Sjúkleiki
kemur upp í þessari byggð og deyr
fjöldi manna og bæði Þorsteinn
Eiríksson og kona Þorsteins svarta.
Um vorið fer Guðríður ekkja Þor-
stins Eiríkssonar í Bröttuhlíð til
Eiríks rauða og Leifs.
... fjórði leiðangurinn
Skömmu síðar kemur í Bröttuhlíð
auðugur og vinsæll Islendingur,
Þorfinnur karlsefni. Þorfinnur verð-
ur ástfanginn af Guðríði og verður
jafnframt áhugasamur um Vín-
landsferð. Þorfinnur karlsefni gift-
ist Guðríði og þau undirbúa landn-
ám á Vínlandi. Leiðangurinn er far-
inn á þrem skipum, með í ferð eru
sextíu karlmenn og fímm konur,
með búpening og nauðsynlegan
búnað og tæki til að hefja’landnám.
Þau kom til Vínlands og setjast að
í Leifsbúðum. Næsta sumar fæðir
Guðríður sveinbarn sem nefndur
var Snorri og var hann fyrsti hvíti
maðurinn fæddur í þessu nýja landi.
Landnemarnir kynnast innfæddum
og eru þau kynni í fyrstu friðsam-
leg. Innfæddir selja þeim skinnavör-
ur fyrir mat, einkum mjólk. Þegar
innfæddir vilja i'á að kaupa vopn
og Þorfinnur karlsefni neitar að
selja, þá koma upp deilur sem leiða
til dauða eins þeirra innfæddu.
Brátt dregur að stóran hóp inn-
fæddra og slær í bardaga sem lýk-
ur með flótta innfæddra. En Þor-
finnur á einnig við meiri vanda að
stríða og einn þeirra er kvenmanns-
leysið í nýlendunni. Ógiftir menn
verða órólegir og fá mikinn áhuga
á eiginkonum félaga sinna. Þorfinn-
ur ákveður að flytja aftur til Græn-
lands og hópurinn snýr til baka
eftir þriggja ára dvöl á Vínlandi.
Frá Grænlandi fer Þorfinnur til
Noregs og selur þar vörur sínar en
flytur síðan aftur til Islands og
kaupir jörð í Skagafírði. Eftir dauða
Þorfinns stjórnaði Guðríður búi sem
Snorri tók við, þá fer Guðríður í
pílagrímsför til Rómar.
... fimmti leiðangurinn
Fimmta leiðangrinum til Vín-
lands var stjórnað af Freydísi dótt-
ur Eiríks rauða. Fékk hún lið með
sér tvo íslenska bræður frá Aust-
fjörðum, þá Helga og Finnboga.
Fóru þeir á eigin skipi og sigidu
þau sem leið lá til Vínlands. Eftir
að þau höfðu búið um sig í Leifsbúð-
um koma fljótlega upp illdeilur.
Freydís hafði erft erfitt skap föður
síns og lét hún drepa bræðurna
fyrst og síðan skipshöfn þeirra. I
þeirra liópi voru einnig fimm konur
sem menn Freydísar neituðu að
drepa. Freydís tók þá exi eina og
lauk við verkið sjálf. Þegar komið
var til Grænlands fréttist af glæp-
um Freydísar og þóttu hin verstu
voðaverk.
... fleiri leiðangrar
Sagan segir að fleiri leiðangrar
hafi verið farnir síðar en engar sög-
ur fara af árangri þeirra. Grænlend-
ingar héldu uppi ferðum til Mark-
lands (Labrador) fram á 14. öld og
sóttu þangað timbur.
Lýkur hér sögunni af fundi
Grænlands.
Texti
Margrét Þorvaldsdóttir
Höfðar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
flttirgMttliIstfrife ’
HÚSDÝRAGARÐURINN
í LAUGARDAL
TAHNINGAMAÐUR
Óskum eftir tamningamanni til starfa.
Upplýsingar gefur hr. Sigurjón Bláfeld ísíma 32533.
Húsdýragarðurinn í Laugardal.
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ
Barbara
Cartland
ÁSTAÐ LÁNI
Gilda neyöisttil aö leika
hlutverk hinnar vinsœlu
systur sinnar, Heloise, í
samkvœmislífi Lundúna.
En fljótlega dregst hún
inn i njósnamól og fleiri
atburöir gerast, sem hún
hafði ekki fyrirséð.
■ihhíhhHí
Eva Steen
/ LEIT AÐ ÖRYGGÍ
Flestar ungar stúlkur líta
björtum augum fram ó
veginn, en það gerir
húnekki. Húnhorfirtil
baka — til hinnar glötuðu
bernsku sinnar, þegar
hún ótti félaga, sem hún
haföi samskipti við, og
þegar foreldrar hennar
höfðu tíma fyrir hana.
Erik Nerlöe
SIRKUSBLÓÐ
Hún elskaði líf sitt sem
listamaður og var döð
sem sirkusþrinsessa. En
dag einn dróst hún inn i
annars konar heim og
varð að velja ö milli
þess-að vera sirkus-
stjarna öfram eða
gerast þarónessa ó
stóru herrasetri.
Theresa Charles
ÖNNUR
BRÚÐKA UPSFERÐ
Maura hafði þráð þennan
dag, þegar ungi maður-
inn, sem hún hafði gifst með
svo litlum fyrirvara, kœmi
heim eftir sex ára fangavist í
erlendu fangelsi. En sá
Aubrey, sem nú vildi endi-
lega fara með hana í „aðra
brúðkaupsferð" til fiskiþorps,
þar sem þau höfðu fyrst
hitst, virtist gersamlega
breyttur maður.
Else-Marie Nohr
AÐEINS SÁ SEM
ELSKAR ER RÍKUR
Þegar Anita var fimmtán
ára gömul samdi Lennart
Ijóð handa henni, sem
hann nefndi „Aðeins sá
semelskar erríkur".
Mörgum árum seinna
fékk Lennarf tœkifœri
til að minna Anitu á
þessi orð.
■
SKUGGSJÁ
Bókabúð Olivers Steins sf
NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ