Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 35 Landsvirkjun: Tillag’a um lækkun refsi- gjalds úr 87 kr. í 8 krónur Keyrsla dísilrafstöðva hjá almenningsrafveitum þá úr sögunni FORSTJÓRI Landsvirkjunar leggur til á næsta stjórnarfundi Lands- virkjunar að refsigjaldið í gjaldskrá fyrirtækisins, sem greitt er þegar notkun rafveitu fer yfir umsamin mörk, verði lækkað í jan- úar og febrúar úr tæpum 87 krónum kílówattstundin í 8 krónur. Verður refsigjaldið þá lægra en kostnaður við raforkuframleiðslu með dísilvélum og er þá búist við að dísilvélakeyrsla almenningsraf- veitna vegna afltoppa verði alveg úr sögunni. Tíminn verður notað- ur til að endurskoða gjaldskrá Landsvirkjunar með hliðsjón af reynslunni af þeim breytingum sem gerðar voru í upphafi ársins. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í gær að ný gjaldskrá Landsvirkjunar hefði tek- ið gildi í upphafi ársins. Hún hefði verið undirbúin í samráði við al- menningsrafveitur í tvö ár og ákveðið að nýta fyrsta árið til reynslu og taka hana síðan til end- urskoðunar. Markmiðið með gjald- skrárbreytingunum var meðal ann- ars að gera gjaldskrána kostnaðar- réttari, það er að afl og orka verði selt sem næst kostnaðarverði. Til þess þurfti vægi orkugjaldsins að aukast. Það átti að eyða þeim hvata sem var í eldri gjaldskrá fyrir al- menningsrafveitur að keyra dísil- vélar á afltoppum. Sagði Halldór að við þessar breytingar hefði dreg- ið mjög úr slíkri rafmagnsfram- leiðslu með dísilvélum en hún væri þó ekki úr sögunni eins og fram hefði komið í umræðunni að und- anförnu. Taldi Halldór að hálfri annarri milljón króna hefði verið eytt í olíu til raforkuframleiðslu vegna afltoppa á árinu og þó það væri mun minna en orðið hefði með óbreyttri gjaldskrá stingi það í augu á meðan nægt vatnsafl væri í landinu. Því hefði hann ákveðið að leggja fram tillögu á stjórnar- fundi Landsvirkjunar næstkomandi fimmtudag um lækkun refsigjalds- ins úr 86,82 kr. á kílówattstund í 8 krónur í janúar og febrúar á meðan heildarendurskoðun gjald- skrárinnar færi fram. Talið er að það kosti 9-10 krónur að framleiða kílówattstundina með olíu og væri þar með búið að eyða öllum hvata almenningsveitna til keyrslu dísil- véla vegna afltoppa. Með nýju gjaldskránni var ábyrgð á áætlun raforkuþarfar færð til almenningsrafveitnanna. Veiturnar skrifa sig fyrir því afli sem þær telja sig þurfa, til eins árs í upphafi en síðan var ætlunin að þær skrifuðu sig fyrir afli næstú fimm ái-in. Halldór sagði að talið hefði verið að almenningsveitumar væru betur í stakk búnar til að áætla aflþörfina en Landsvirkjun þar sem þær stæðu nær notendun- um og ættu því að geta gert raun- hæfari áætlanir. Ef notkun veitu fer einhvem tímann fram yfir afl- áskrift að viðbættu ókeypis yfirafli sem Landsvirkjun úthlutar leggst refsigjald á umframnotkunina. Var gjaldið sett á til að veita almenn- ingsveitunum aðhald til að gera sem raunhæfastar áæ'tlanir. Hall- dór Jónatansson sagði að þetta fyrirkomulag hvetti veiturnar til að nýta vel það afl sem þær hefðu skrifað sig fyrir. En þær hefðu einnig vissa möguleika til að spila á gjaldskrána, til dæmis með því að skrifa sig fyrir of litlu afli og keyra dísilvélar á álagstoppum. Það væri þó vandmeðfarið hjá þeim og alls óvíst að áætlaður sparnaður skilaði sér að fullu. Halldór sagði að nú væri komið hik á rafveiturnar við að áætla aflið langt fram í tímann vegna ýmissa óvissuþátta, til dæmis í byggðamálum og efnahagsmálum, og settar hefðu verið fram hug- myndir um að frekar ætti að miða við spár orkuspárnefndar um raf- orkunotkun. Skynsamlegt að leggja til lækkun refsigjalds Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- magnssljóri í Reykjavík og for- maður Sambands íslenskra raf- veitna, sagði að það væri skynsam- legt hjá forstjóra Landsvirkjunar að leggja til lækkun refsigjaldsins. Hann sagði misjafnt hvernig lækk- un þess kæmi við rafmagnsveiturn- ar. Það færi eftir því hvernig þær hefðu gengið frá aflspám sínum. Lækkun gjaidsins kæmi sér vel fyrir þær veitur sem áætlað hefðu of lágt afl en fyrir aðra, t.d. Raf- magnsveitu Reykjavíkur sem ekki gerði ráð fyrir að lenda í refsi- gjaldi, skipti þetta engu máli. Haft var eftir Aðalsteini í Morg- unblaðinu síðastliðinn laugardag að mikið hagræði væri fólgið í notk- un raforku frá dísilstöðvun. Aðal- steinn sagði að þetta væri ekki rétt eftir haft. Það væri einungis hagkvæmt í algjörum undantekn- ingatilvikum. Aðalsteinn vildi vekja athygli notenda sem væru að velta þessum hlutum fyrir sér að hafa samband við rafveitu sína og leita upplýsinga um það hvað best væri að gera. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur væri starfandi ráðgjafi sem hægt væri að leita til. Almenn umræða um hagkvæmni í raforkunotkun og vinnslu hefur aukist í fréttatilkynningu sem Lands- virkjun hefur sent frá sér kemur fram að rafveitumenn telja að breytingar á gjaldskrá Landsvirkj- unar hafi borið árangur á fleiri sviðum en að minnka rafmagns- framleiðslu með dísilvélum: „Fyrir- tæki reyna í ríkari mæli en áður að nýta ódýra sumarorku þar sem hún er fyrir hendi. Eftirspurn eftir afgangsorku hefur aukist og fyrir- tæki sjá tækifæri til nýrra nota á raforku og til að nota hana í vax- andi mæli í stað olíu. Almenn um- ræða um hagkvæmni í raforku- notkun og vinnslu hefur aukist og stjórnendur fyrirtækja eru nú betur vakandi fyrir þeim tækifærum til sparnaðar sem fólgin eru í gjald- skrám rafveitna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.