Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 17.12.1991, Qupperneq 78
78 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Fermingabörnin og sr. Egill Hallgrímsson fyrir altarinu að lesa úr ritningunni. Börn leiða almennan söng við undirleik ungra klarinettleikara. Bókin Þriðjudagur 17. desember í dag klukkan 11 kemur Askas- leikir í heimsókn á Þjóðminjasafn- ið ásamt Barnakór Víðistaða- skóla. Eirikur fráneygi eftir heimsfraegan höfund Gerist á (slandi. Verð kr. 2.680.- Miklaholtshreppur: Vel sótt aðventuhátíð Jólasöngleik- ur Fíladelfíu Um helgina var sýndur jólasöngleikur Fíladelfíusafnaðar- ins, sem unnin er upp úr jólasögunni. Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona leikstýrði söngleiknum en hún skrifaði jafnframt leiktexta. í gær var grunnskólabörnujn í Reykjavík boðið að sjá sýninguna og eins og sjá má á myndinni var fullt hús af börnum sem fylgdust grannt með. Borg í Miklaholtshreppi. hátíð fyrir sóknir Söðulsholts- prestakalls var í Laugar gerðis- skóla sunnudaginn 15. desember sl. Dagskrá var á þessa leið: Ávarp sóknarprests, sr. Hreins Hákonar- sonar. Snorri Þorsteinsson fræðslu- stjóri í Borgarnesi flutti hugvekju, fermingarbörn fluttu aðventutexta, Theódóra Þorsteinsdóttir frá Borg- arnesi söng einsöng við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Lesin var þýdd jólasaga. Guðmundur Rún- ar Svansson Dalsmynni las þessa sögu. Þá söng nokkur lög kirkjukór Bakka- og Rauðamelskirkju undir stjórn Önnu Þórðardóttir á Mið- hrauni. Síðan flutti sóknarprestur ritningarorð og bæn. Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Björk í Kolbeinsstaðahreppi veittu rausnarlegar veitingar á eftir. Sam- koma þessi var ágætlega sótt úr öllum hreppum prestakallsins. Það er góð 'tilbreytni í önn daganna, að geta komið saman og átt góða dag- stund á jólaföstu. Veður hafa verið mild undanfarið, snjólaust á láglendi og jörð alveg klakalaus. Páll Alþingi hiö forna eftir Einar Pálsson er komin út. Allt sem þú þarft að vita um alþingi og menn vissu áður - en að auki geysimikið af nýjum, óvæntum og forvitnilegum upplýsingum. Allir, sem fara á Þingvöll, þurfa að eiga þessa bók. Áskrifendur af bókum Einars vinsamleg- ast hafið samband. Bókautgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, sími 25149. Jól í Landsbanka en án kertaljóss Jólin eru komin í Landsbankan og þessar snotru jólaskreytingar gleðja viðskiptavini í Vegamótaútibúinu. Það var viðskiptavinur bankans sem gaf skreytinguna fyrir síðustu jól og er hún nú notuð öðru sinni. Bannað er að kveikja á kertunum vegna eldhættu en þó var kveikt á þeim stutta stund í rafmagnsleysinu fyrir skömmu. , EKTA JOLAGLÖGG ER OAFENGT o o I ú 1 o R ii e i m AÐVENTUKYOLDI HÓLANESKIRKJU Skagaströnd. FJÖLDI nianns sótti aðventu kvöld í hinni nývígðu Ilólaneskirkju sl. ‘ sunnudag. í anddyri kirkjunnar tóku fermingarbörn á móti kirkjugestum og afhentu hverjum gesti sitt kerti. Á aðventukvöld- inu var margt á dagskrá og bar þar mest á tónlistarflutningi margs konar. Börn úr tónlistarskólum spiluðu á flautu og klarinett undir stjórn kennara sinna þeirra Julians og Rosemary Hewlett. Rosemary og Julian léku einnig saman á orgel og þverflautu auk þess sem Julian lék á fiðlu fyrir kirkjugesti. Þá var almennur söngur, fermingarbörn lásu úr ritningunni og tvö lítil börn tendruðu ljós á aðventukert- unum eftir að fermingabörn höfðu lesið um merkingu þeirra. Jóney Gylfadóttir las ljóð og Steindór R. Haraldsson flutti hugvekju en sóknarpresturinn sr: Egill Hall- grímsson fór með bæn og blessun- arorð. Athöfnin endaði svo með því að ljósin í kirkjunni voru slökkt og fermingarbörnin gengu um kirkj- una með kertin sín og kveiktu ljós á kertum viðstaddra. Að því búnu gengu kirkjugestir út í náttmyrkr- ið með logandi á kertum sínum og ljós í sálinni eftir velheppnað aðventukvöld. - Ó.B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.