Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
Frumvarp um breytíngar á lögum um tekju- og eignarskatt:
Enginn getur skorast undan
að leggja nokkuð að mörkum
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um
breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt síðastliðinn laugardag
og var umræðu um frumvarpið fram haldið í gær. Frumvarpið snert-
ir ýmis efni en það er eitt af svonefndum tekju- eða fylgifrumvörp-
um með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjármálaráðherrann kallar
éftir stuðningi til að reisa við þjóðarhag. „Þar getur enginn skorast
undan. Allir verða að leggja nokkuð að mörkum, og allra helst þeir
sem betur mega.“
Fjármálaráðherra gerði grein
fyrir helstu efnisatriðum frum-
varpsins. Þar er gert ráð fyrir því
að draga nokkuð úr afsláttarliðum
skattakerfisins og endurgreiðslum
til tekjuhærri skattgreiðenda í þeim
tilgangi að auka með því skil í ríkis-
sjóð af beinum sköttum. Einnig eru
fólgnar í frumvarpinu ýmsar breyt-
ingar á ákvæðum um skattlagningu
lögaðila og einstaklinga.
Fjármálaráðherra benti á að
tekjuskattur einstaklinga á íslandi
^einkennist öðru fremur af einföld-
um álagningarreglum, fáum und-
anþágum frá skattskyldu, þegar frá
væru taldar eignatekjur, og tiltölu-
lega háum endurgreiðsluliðum. Á
árinu 1990 voru nálægt 22% af
álögðum tekjuskatti endurgreidd
með ýmsum hætti. Sértækir afslátt-
arliðir og bótagreiðslur vbru alls
um 8,2 milljarðar. Þar af voru
barnabótaliðir stærstir eða samtals
4,4 milljarðar. Bæturtengdar öflun
húsnæðis voru um 2,4 milljarðar.
Sjómannaafsláttur var um 1,4 millj-
arðar.
700 milljónir
Ráðherra dró ekki dul á að með
frumvarpinu væri ætlað að draga
nokkuð úr þessum endurgreiðslu-
liðum. Yrði það samþykkt myndu
þeir lækka um tæplega 700 millj-
ónir króna, þá myndi um 20% af
áiögðum tekjusköttum verða varið
til endurgreiðslna og bóta.
Frumvarpið gerir ráð fyrir þeirri
breytingu á barnabótakerfínu að
auka hinn tekjutengda hluta þess.
Breytingarnar leiða til þess að
barnabætur muni í heild lækka um
1.150 milljónir en barnabótaauki
hækka um rúmlega 630 milljónir,
þannig að útgjöld vegna þessara
liða munu lækka um liðlega 500
milljónir króna. Áhrif þessara
breytinga verða í stórum dráttum
þau að þeir foreldrar sem hingað
til hafa fengið barnabótaauka munu
fá svipaðar eða hærri bætur, en
þeir sem hafa verið ofan þeirra
marka munu fá bætur sínar skertar
frá því sem nú er. Ráðherra sagði
að þetta þýddi m.a. að bótaliðir ein-
stæðra foreldra í heild myndu ekki
skerðast, jafnvel hækka lítið eitt.
I Sjómannaafsláttur
Þessu næst vék íjármálaráðherra
að þrengingu reglna um sjómanna-
sfsláttinn, en gert er ráð fyrir að
takmarka rétt til hans með því að
miða eingöngu við þá daga, sem
sjósókn er stunduð. Samkvæmt
frumvarpinu myndi veittur sjó-
mannaaflsláttur lækka um 180 til
200 milljónir frá því sem hann var
við álagningu á þessu ári. Ráðherra
sagði að laun vegna sjómennsku
hefðu verið samkvæmt skattafram-
tölum síðasta árs tæpir 18 milljarð-
ar. Lækkun sjómannaafsláttarins
væri rúmlega 1% heildarlaunanna.
Og frá meðalsjómannakaupi væri
skerðingin um 0,6%. Það væri, svo
dæmi væri tekið, hlutfallslega minni
breyting en lækkun barnabótanna
hjá þeim sem fyrir þeirri skerðingu
yrðu. Það kom fram í ræðu fjár-
málaráðherra að þessi skerðing sjó-
mannaafsláttarins hefði vakið einna
mesta athygli. Hann taldi viðbrögð-
in í nokkru ósamræmi við efnið og
væntanleg áhrif þessara breytinga.
„í reynd er það svo að áhrif þeirra
á hag þeirra sem þau snerta, það
er sjómenn og útgerð, eru ekki
meiri, nema síður sé en þau áhrif
sem fjölmargir aðrir verða fyrir af
öðrum ákvæðum frumvarpsins og
ýmsum þeim ráðstöfunum sem
stjórnvöld verða nú að grípa til í
þeim tilgangi að reisa við þjóðar-
hag. Þar getur enginn skorast und-
an. Allir verða að leggja nokkuð
að mörkum, og allra helst þeir sem
betur mega.“
Framsögumaður gerði einnig í
sinni ræðu nokkra grein fyrir breyt-
ingum á ákvæðum um skattalega
nýtingu á rekstrarlegu tapi og varð-
andi frádrátt útborgaðs arðs frá
tekjum lögaðila, skattlagningu
söluhagnaðar, skattlagningu sam-
vinnuhlutafélaga og starfshætti rík-
isskattanefndar.
Þingsköp eða undirmál
Fjármálaráðherra lagði að end-
ingu til að málinu yrði vísað til 2.
umræðu og efnahags- og viðskipta-
nefndar en vísaði til 23. greinar
þingskapa, 2. málsgreinar. „Áður
en 1. umræða fer fram um stjómar-
frumvörp eða fyrri umræða um til-
lögur frá ríkisstjórninni getur for-
seti heimilað, ef ósk berst um það
frá niu þingmönnum, að nefnd at-
hugi mál í því skyni að afla frekari
Jón sagði að hins vegar skuld-
bindu aðildarríkin sig til að gera
ekki upp á milli landa í orkuvið-
skiptum. Það skipti til dæmis miklu
máli fyrir Norðmenn, sem væru
með olíuvinnslu á landgrunni sínu
svo og hin nýfijálsu ríki í Austur-
Evrópu. Þannig skuldbindu Norð-
menn sig til að gera ekki upp á
milli olíufélaga eftir því hvaðan þau
kæmu. „Tilgangur þessa sáttmála
er ekki síst sá að tengja ríki Austur-
Evrópu við viðskiptakerfi Vestur-
landa á þessu mikilVæga sviði,“
sagði Jón.
Hann tók það fram að hann hefði
haft náið samstarf við hin Norður-
löndin í þessu máli og einmitt beitt
sér fyrir samráði um þennan full-
veldisfyrirvara í samningnum. Mál-
ið hefði verið mjög vel kynnt fyrir
Alþingi og nefndum þess, iðnaðar-
nefnd og utanríkisnefnd. I umræð-
um í iðnaðarnefnd með þátttöku
embættismanna iðnaðarráðuneytis-
ins hefðu ekki komið fram athuga-
semdir um að við gerðumst aðilar
upplýsinga um það eða skýringa á
efni þess. Slíkt er og heimilt að
gera að lokinni framsöguræðu um
málið. Forseti ákveður hve lengi
athugun nefndarinnar má standa.“
Fjármálaráðherrann fór fram á það,
fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins og þeirra þingmanna sem
sæti ættu í ríkisstjórninni, áð frum-
varpinu yrði vísað, ásamt öðrum
tekjuöflunarfrumvörpum sem lægju
fyrir, til meðhöndlunar í nefnd, en
þessi beiðni fæli ekki í sér að málið
skyldi afgreiðast með nokkrum
hætti úr nefndinni. Fjármálaráð-
herrann fór þess á leit að nefndin
athugaði frumvarpið strax á næsta
mánudegi.
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis taldi það athugunarefni hvort
þessi túlkun fjármálaráðherrans
stæðist og mátti glögglega heyra
úr þingsal að Olafur Ragnar Gríms-
son (Ab-Rn) taldi svo ekki vera;
„undirmál". Þingforseti gerði fund-
arhlé og að því afloknu tilkynnti
hún að ekki yrði að þessu sinni tek-
in afstaða til tilmæla fjármálaráð-
herra en ósk hans um athugun yrði
komið á framfæri við formann efna-
hags- og viðskiptanefndar. Um-
ræðu var síðan frestað.
Sátt stétta
I gær var málið aftur tekið til
umræðu. Halldór Ásgrímsson
sagði að frumvarpið legði byrðar á
tekjuhærri barnafjölskyldur fremur
en tekjulægri en þótti það næsta
sérkennilegur framgangsmáti að
ganga framhjá tekjuhærri einstakl-
ingum úr því að það þurfti að vera
að þessari stefnuyfirlýsingu.
„Ég tel aðild okkar mjög jákvæða
af tveimur ástæðum. Annars vegar
þátttaka okkar í því starfi sem nú
fer fram um allan heim meðal lýð-
fijálsra ríkja og felst í að tengja
hinar nýfijálsu þjóðir við viðskipta-
kerfi Vesturlanda og greiða þeim
fyrstu sporin á braut markaðasbú-
skapar, en einnig vegna þess að það
er hagsmunamál okkar sjálfra að
eiga greiðan aðgang að orkumark-
aði Evrópu í framtíðinni þegar við
hugsanlega flytjum þangað raforku
beint. Það er því mjög mikilvægt
að við getum átt aðgang að því
starfí sem framundan er við að
móta þessar viðskiptareglur með
lögformlegum hætti," sagði Jón.
Ottast um forræði yfir
orkulindum
Að beiðni stjórnarandstöðunnar
var evrópskur orkusáttmáli ræddur
utan dagskrár í gær, en þingmenn
stjórnarandstöðu óttuðust að for-
ræði Islendinga yfír sínum orkulind-
að íþyngja iandsmönnum. Ræðu-
maður sagði að með þessu frum-
varpi væri ein stétt tekin útúr og
íþyngt sérstaklega. Það hefði verið
sátt um þennan skattaafslátt milli
stétta. Sjómannsstarfið væri hættu-
legt og unnið fjarri fjölskyldu og
heimili. Halldór ræddi einnig í
nokkru máli hina tæknilegri hluta
frumvarpsins, s.s. um nýtingu á
rekstrarlegu tapi og um starfshætti
ríkisskattanefndar og fleira. Hann
varaði við því að fara offari í þgss-
um efnum þótt finna mætti dæmi
sem orkuðu tvímælis, ekki mætti
ganga svo langt að nauðsynleg
hagræðing og endurskipulagning
yrði torvelduð.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne) fann almennt að verklagi ríkis-
stjórnarinnar, illa grunduðu og
fljótfærnislegu bæði utan þings og
innan. Steingrímur var í sjálfu sér
reiðubúinn til að skoða tekjuteng-
ingu barnabóta en hér væri um
skerðingu að ræða sem myndi leiða
til greiðsluerfiðleika fjölda fólks.
Og við ríkjandi aðstæður taldi hann
skerðingu sjómannaafsláttarins
fráleita og gæti engum sem migið
hefði í saltan sjó dottið slík fjar-
stæða í hug. Hann taldi að skerðing
sú sem sjómenn yrðu fyrir yrði mun
meiri en þær 180-200 milljónir sem
fjármálaráðherra teldi fram. Sam-
tök sjómanna mætu þetta mun
hærra, a.m.k. 500 milljónir króna.
Þrengt að barnafólki
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv)
sagði nú vera til umræðu allnokkur
frumvörp sem endurspegluðu áform
og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn-
ar. Og í heild væri stefnan stórfelld
um væri ekki fulltryggt.
Fyrsti ræðumaður stjórnarand-
stöðu, Steingrímur Hermannsson
(F-Rn), sagði þarna vera ákvæði
sem gætu reynst hættuleg ef þau
yrðu samþykkt án fyrirvara. Gert
væri ráð fyrir fijálsum aðgangi að
orkulindum þótt tekið væri fram
að að fullveldi ríkja héldist óskert.
Einnig væru þarna ákvæði um jafn-
ræðisreglu; að ekki mætti mismuna
aðilum. Steingrímur taldi skilgrein-
ingar í drögum að sáttmálanum á
fullveldi vera ófullnægjandi. Það
yrði að hafa skýra fyrirvara, m.a.
í ræðu sem iðnaðarráðherra hygðist
halda. .Hann vildi að iðnaðarráð-
herra greindi frá því hvernig málum
væri hér nú háttað og ríkisstjórnin
túlkaði forræði íslendinga yfir or-
kulindum þannig að þeim væri
heimilt að halda einkarétti- opin-
berra aðila til virkjunar á orkulind-
um landsins.
Það kom fram í máli Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra að
hann væri í sjálfu sér sáttur við
túlkun Steingríms Hermannssonar
á okkar stöðU. Forsætisráðherra
lagði áherslu á að hér væri ekki
um að ræða bindandi samning held-
ur pólitíska stefnuyfirlýsingu og
ekkert sem iðnaðarráðherra hefði
sagt eða gert hefði veikt okkar
stöðu. Iðnaðarráðherra hefði lagt
höfuðáherslu á að hvert land hefði
forræði yfír nýtingu sinna orkulinda
árás á alþýðufólk í landinu. Kristín
taldi skerðingu sjómannaafsláttar-
ins vera einhliða breytingu á kjör-
um, sambærilega við umdeilda
lagasetningu á kjarasamninga við
Bandalag háskólamanna í þjónustu
ríkisins, BHMR. Kristín gagnrýndi
ekki síður og jafnvel frekar skerð-
ingu á barnabót.um, þótt tekjuteng-
ing væri ekki fráleit væri einkenn-
andi að allar viðmiðunarreglur væru
neðan við öll velsæmismörk.
Friðrik Sophussyni fjármála-
ráðherra þótti ansi langt seilst með
því að telja takmörkun á sjómanna-
afslætti vera sambærilega við lögin
gegn BHMR. Hér væri eingöngu
miðað að því að menn nytu ekki
skattaafsláttar í landi.
Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) taldi
ekki óeðlilegt að þrengja ákvæði
um skattaafslátt með yfirfærslu á
rekstrartapi. Jóhann taldi tekju-
tengingu barnabóta koma vel til
greina en hér væri verið að þyngja
álögur á barnafólk. Hann gagn-
rýndi harðlega greinargerð með
frumvarpinu. Jóhann taldi að þar
væri íað að afnámi sjómannaafslátt-
arins. Sjómannaafslátturinn væri
með vissum hætti viðurkenning
þjóðarinnar á sjómannsstarfinu.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
(F-Ne) var ánægður með að í frum-
varpinu væri ákvæði um samvinnu-
hlutabréf en taldi að efnahags- og
viðskiptanefnd hefði þurft meira
tóm til að athuga þessi ákvæði bet-
ur. Jóhannes Geir ræddi almennt
rekstrarumhverfi íslensks atvinnu-
lífs og íslenskan hlutabréfamarkað
og hugsanleg og ógnvægileg áhrif
ef hlutabréfum af ríkisbönkum yrði
veitt út á markaðinn. Jóhannes
Geir sagði í lok ræðu sinnar að ef
einhver stétt ætti að njóta for-
réttinda í skattalegu tilliti, væri það
sjómannastéttin.
Laust eftir kl. 19 varð Jóhannes
Geir að gera hlé á ræðu sinni því
Salome Þorkelsdóttir vakti athygli
á því að nú yrði fundarhlé í einn
og hálfan tíma sem sumir þingmenn
yrðu að nýta til nefndarfunda en
öðrum gæfist kostur málsverðar.
og gæti ákveðið með hvaða hætti
orkulindir þess yrðu nýttar. Forsæt-
isráðherra túlkaði hina svonefndu
jafnræðisreglu á þann veg að ríkj-
um yrði ekki heimilt að gera upp á
milli einstakra landa sem ættu að-
ild að samningnum. Það þýddi hins
vegar ekki að ríkin gætu ekki gert
upp á milli sjálfs sín annars vegar
og einhvers af þeim löndum sem
undirrituðu samninginn hins vegar.
Stjórnarandstæðingar fögnuðu
þessari túlkun forsætisráðherra en
lögðu áherslu á að tryggilega yrði
að binda um hnútana og halda öllum
fyrirvörum skilvíslega fram. Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra taldi að í þessu máli væri
kannski verið að búa til ágreining
um mál sem enginn ágreiningur
væri um.
Jón Sigurðsson sagði að stefnu-
yfirlýsingin væri ekki lögformlega
skuldbindandi en hún væri pólitísk
skuldbinding. Það væri ekkert við
því að segja að stjórnarandstaðan
væri andsnúin stefnu stjórnarinnar,
en honum fyndist koma úr hörðustu
átt gagnrýni Steingríms Hermanns-
sonar sem sjálfur hefði tekið þátt
í Ieiðtogafundi ráðstefnu um öryggi
og samvinnu í Evrópu RÖSE í
nóvember í fyrra, en þar hefði ein-
mitt ve.rið lögð áhersla á að undirbú-
in yrði evrópskur orkusáttmáli þar
sem settar yrðu meginreglur um
orkusamstarf Evrópuríkjanna.
Utandagskrárumræða vegna væntanlegs orkusáttmála:
Yfirráð okkar yfir orkulind-
unum eru mjög vel tryggð
- segir Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, um stefnuyfirlýsingu í orkumálum
„Yfirráð okkar yfir orkulindunum eru mjög vel tryggð í texta
þessarar stefnuyfirlýsingar orkuráðherra aðildarríkja hins væntan-
lega orkusáttmála. Hann er beinlínis gerður á þeim grundvelli að
fullveldi og yfirráð aðildarríkjanna yfir orkulindunum sé tryggt og
hvert ríki ráði skipulagi síns orkubúskapar,“ sagði Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra, aðspurður um gagnrýni á orkusáttmálann, en
stefnuyfirlýsing varðandi hann verður undirrituð í dag. Jón Sigurðs-
son er staddur erlendis af þeim sökum, en utandagskrárumræða um
sáttmálann fór fram á Alþingi í gær.