Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 55 tryggir það. Frá Pisa er hægt að skreppa í hálftíma lestarferð og koma þá til Lucca, sem er meðal annars miðstöð ólífuræktunar. Bær- inn er fallegur og vel varðveittur miðaldabær, bakaríin líta ævintýra- lega vel út, andrúmsloftið er heill- andi og matseldin í bænum er víð- fræg. Sætabrauð og sedrusviður Siena liggur inni í landi, sunnan við Pisa. Borgin liggur á hæðum og þröngar göturnar í miðbænum vinda sig upp og niður milli múrsteins- rauðra húsanna í Y-lagi frá aðaltorg- inu, Piazza del Campo. Það er stórt og víðáttumikið, liggur í halla, um- kringt nokkuð háum húsum. Við torgið er safn, Palazzo Pubblico, sem freistandi er að lofa með hástemmd- um lýsingarorðum, því þar eru ein- stakar myndir fyrir þá sem hafa áhuga á því tímabili myndlistarinnar þegar stíf miðaldamyndlistin var að mýkjast fyrir fijálslegri og mann- þrungnari anda endurreisnarinnar. Bakaríin í Siena eru þess virði að þau séu heimsótt. Bærinn er frægur fyrir sætabrauð er kallast „panf- orte“, þétt og þungt ávaxtabrauð, sem fæst þama í ýmsum útgáfum og svo margt annað sætmeti einnig. Þegar nær dregur Róm breytist landslagið. í héraðinu Toscana, þar sem Firenze og Siena liggja, er hver lófastór blettur ræktaður. Vínviður- inn er notaður til að skipta ökrum og engjum niður í reglulega ferhym- inga, inn á milii era litlar vínekrar og svo annar nytjagróður. Um hæðir og ása stendur teinréttur og keilu- laga sedrusviðurinn, undarlegur, dumbgrænn í annarri grænku. í Róm er aðeins tími til að skipta um lest í þetta skiptið. Um komuna til Rómar sagði Goethe að við þann dag vildi hann miða raunverulegan fæðingardag sinn ... I Napólílestinni leynir sér ekki að hér er komið á annað menningarsvæði. Fólkið er dekkra yfirlitum, það talar meira og hærra. Framtakssamir sölumenn ganga fram og aftur í lestinni og bjóða brauð, vatn, bjór og gos í belg og biðu. Þeir kunna að bjarga sér Suður-ítalirnir, en varkárir landar þeirra kaupa ekki af þeim. Það er aldrei að vita hvaðan vatnið kemur, þó það sé í flöskum, sem líta út eins og þær sem fást í búðunum. Þeir bjarga sér nefnilega á ýmsa vegu. Drykkjarföngin liggja í fötum með ísmolum, brauðið í slitnum plastpok- um. Útlit þeirra er ekki listaukandi, fyrir utan að sölumennimir era vel drullugir og illa þefjandi sumir hveij- ir. En skyldu þeir annars borga farið? Lífið við ströndina Landslagið breytist er sunnar dregur, gróðurinn verður stijálari, yfirbragðið þurrara, en blómin skær- lit. Fjöllin fá á sig íslenskan svip. Þau era lág og veðruð, svæðið er eldfjallasvæði. Mitt á milli Rómar og Napólí er lítill bær, sem heitir Terrac- ina. Gamli bærinn stendur uppi í hlíð- inni. Um aldir hefur vegurinn milli stórborganna tvegga legið þarna um og þama eru rómverksar leifar. H.C. Andersen teiknaði myndir frá Terracina á leið sinni til Napólí og það hafa fleiri gert. Niðri á sléttlend- inu við ströndina eru hús byggð á síðustu þrjátíu eða fjörutíu árum. Einu sinni lifðu bæjarbúar á fískveið- um, auk þess sem flestir áttu litla landskika utan við bæinn, þar sem þeir ræktuðu það nauðsynlegasta, svolítið af vínvið og ólífutijám, auk grænmetis og þannig var um flesta fiskibæi á þessum slóðum. Það er að vísu enn slangur af fiskimönnum eftir, sem fara út síðla nætur og koma í bítið á morgnana, en flestir bæjarbúar virðast lifa á byggingar- framkvæmdum og þjónustustörfum og lifa vel, ef marka má yfirbragð bæjarins, bílana, klæðnað fólksins og búðimar. Venjulega búa þama um fjöratíu þúsund manns, en á sumrin marg- faldast sú tala. Rómarbúar koma um helgar og í sumrfríinu og reyndar eiga margir þeirra íbúðir í bænum, eða leigja. Þarna eru aðeins örfá hótel. I ágúst streyma Napólíbúar þangað í frí, en þá hverfa Rómarbú- ar á braut, því þeim finnst of heitt og mannmargt. Útlendir ferðamenn sjást varla. Einu útlendingamir eru farandsalamir, allt Afríkumenn, sem selja sólgleraugu, fataplögg og gling- ur. Á ströndinni era barir með reglu- lega millibili, þar sem er selt sitthvað matarkyns. í kring eru sólstólar og sólhlífar, sem fólk leigir. Þarna hitt- ast sömu fjölskyldunarar ár eftir ár undir sólhlífunum, ömmur og afar, börn og barnabörn. Eldsnemma á morgnana, milli sex og sjö, er fátt á ströndinni. Einstaka gamlingi kemur þarna til að vaða og skokka, meðan fiskibátamir streyma inn með ströndinni að höfn- inni. Sólin er lágt á lofti, sandurinn svalur og það er hægt að sofa í sól- inni án þess að brenna. Um kl. níu fer að hlýna fyrir alvöru og þá taka baðgestimir að mæta. Bakarinn gengur um og býður sykurkringlur til kaups. Börnin leika sér í sandin- um, unglingar spila nokkure konar tennis, strákarnir spila fótbolta, ef þeir komast upp með það fyrir bað- verðinum, og stöku fullorðinn slæst í leikinn. Upp úr hádeginu tínast flestir heim til að borða og hvíla sig. Sumir koma svo aftur seinni partinn. Aðrir borða og sofa á ströndinni undir sólhlífunum. Um kl. 19 er varla nokkur maður eftir. Á kvöldin fara allir á rúntinn, keyra hring eftir hring og umferðin er ærandi, þegar mótor- hjólin bætast við. Á gangstéttunum er allt krökkt af fólki á öllum aldri. Mömmur og tengdamömmur ganga með ungum pörum, ungt fólk í hóp- um, afar og ömmur og ungar fjöl- skyldur með lítil börn langt fram eftir kvöldi. Allir era í hópum, enginn gengur einn og margir borða ís. Þetta er suniarlífið, frá því í júní og fram í sepember. Hjartahlýja í skjóli Vesúvíusar Og svo aftur upp í Napólílestina. Þarna sitja tveir ungir menn og lesa blaðsnifsi. Þeir era að þýða klausu af klassískri grísku yfir á ítölsku, líklega stúdentsprófsverkefni, sem þeir era að fara yfir. Þama er líka aldraður lögfræðingur, ættaður frá Napólí en býr norðar núna. „Eg fæddist í Napólí, þegar borgin var einn stór aldingarður og fólkið var hjartahlýtt og gott. Hjartahlýjan er þarna ennþá, engir hafa eins stórt hjarta og Napólíbúar, en mannlífinu hefur hnignað í takt við hnignun borgarinnar." Hann kaus að flytjast þaðan. Svo er rætt um pólitíkina á Italíu, sem er ein allsheijar spennu- saga, sem allir rýna og spá í, í leit að einhveijum botni. Blöðin era með stöðugar vangaveltur og bollalegg- ingar um stefnur og strauma, hags- muni og fjármuni til skýringará öll- um þessum hræringum. „Suðræni hugsunarhátturinn er að horfa á hlutina innan frá, átta sig á sam- hengi hlutanna, meðan norður-evr- ópski hugsunarhátturinn beinist að því að sjá hlutina utan frá, virða þá fyrir sér án þess að, tengjast þeim ..." Það stendur ekki á skýringum hjá Napólíbúanum. Þeir era svo ynd- islega heimspekilega þenkjandi þarna um slóðir. Ýmsir af þekktustu heimspekingum ítala koma frá Na- pólí. Kannski er þetta gríski arfur- inn. Napólí og nágrenni var grísk nýlenda á 6.-7. öld f.Kr. og þaðan er nafnið komið, Nýjaborg. Þess má sannarlega sjá stað að borgin hefur verið falleg. Borgar- stæðið er einstakt á hæðum uppi af Napólíflóanum og gullfallegur Vesúvíus gnæfir yfir. Miðbærinn er tryllingslegur hrærigrautur af bílum, mótorhjólum og fólki, svo hver hugs- ar um sig og treystir á mátt sinn og meginn, en ekki tillitssemi ann- arra. Samt gengur umferðin stórsly- salaust að því er virðist. í þröngum hliðargötum búa handverksmenn, iðnaðarmenn og víst einnig margir, sem hafa framfæri sitt af óskil- greindum hlutum. Þarna er alls stað- ar verið að selja smyglaðar sígarett- ur og allt mögulegt annað dót af óljósum uppruna. Það er opið inn í eldhús og svefnhergbergi, öðram vistarveram er ekki til að dreifa þarna á jarðhæðinni. Á veggjum eru fjölskyldu- og dýrlingamyndir. Ljós- mynd af akfeitu krakkapari, sjö ára eða svo, hún í ballkjól, hann í jakka: fötum, þátttakendur í danskeppni. í stöku eldhúsi era forljótar og ós- mekklegar innréttingar, en fæstar íbúðir geta státað af slíkum íburði. Aðeins lausir skápar og borð sitt úr hvorri áttinni. Á rúmunum era víða íburðarmikil nælonrúmteppi í amer- ískum glansmyndastíl. í sjónvarpinu á morgnana eru þau auglýst upp á kraft af æstum sölumanni, sem á endanum öskrar tilboðin framan í áhorfendur og sjónvarpið gengur fram á nótt. Inn á milli eru voldugri hús rneð stóram og glæsilegum íbúð- um án þess það sjáist utan frá. Og þar uppi eru stórar svalir, þaktar blómum, útsýnið er himneskt yfir flóann og fjallið, borgarkraðakið of langt niðri til að trufla þessa fallegu mynd, svo um stund er hægt að ímynda sér að allt sé eins og einu sinni. Sorrento sem Pavarotti syngur um Sorrento er einn af bæjunum suð- ur með ströndinni frá Napólí, stendur við flóann. Tenórar syngja um turn- inn í Sorrento, það var aukalag Pava- rottis, þegar hann söng á Islandi og bærinn er jafn fallegur og lagið, það er að segja gamli bærinn. Alls staðar vaxa sítrónur og appelsínur, nú í stökum görðum, áður í ekrain uppi um hóla og hæðir svo langt sem augað eygði. Og þetta sá Goethe og gat ekki stillt sig um að spyija „Þekkirðu landið, þar sem sítrónurn- at- glóa ...“ Og þarna kom H.C. And- ersen, Stendha! og allir og allir á þeim tíma, þegar ekki var hægt að teljast í hópi menntaðra og upplýstra manna án þess að hafa lagt að baki menningarferð til Ítalíu. Þeir eru hjartahlýir þarna suð- urfrá, það verður ekki af þeim skaf- ið. Uppi á svölunum, innan um blóm- in, er glóðarsteikingin í fullum gangi. Glóðaðir tómatar, eggaldin og pa- príkur í öllum regnbogans litum. Síð- an kemur pasta og svo er risastórri sneið af sverðfiski lyft upp af glóðun- um. Fiskurinn er líkur túnfiski, ljós og þéttur, en léttari en túnfiskurinn. Svo salatið og mozzarella-ostur, þessi hnoðaði ferskostur úr mjólk vatnabuffala, brauðið seigt og skorp- an stökk. Eftirrétturinn er sítrónu- himnasæla, Ijós kaka bleytt í sítrón- usafa, undir léttu eggjahvítukremi með sykruðum sítrónuberki. En það besta er brosið og hlýtt viðmótið. Gamli bærinn er fallegur að kvöldi til og fáir niðri við ströndina. Og alltaf þessi undursamlega hlýja, lík- aminn alltaf gegnumheitur og mjúk- ur. Það ilmar allt upp úr og niðrúr af sítrónum, ekki síst að kvöldi til og sítrónulíkjörinn er engu líkur. Það er heldur enginn vandi að búa hann til, aðeins að að ná sér í líter af 95% vínanda, sem er seldur þarna, leggja í hann gula börkinn af átta sítrónum í sólarhring, sjóða líter af vatni og 600 gr af sykri, kæla og blanda sam- an við vínandann, eftir að hafa síað börkinn frá. En sítrónurnar þurfa barasta að vera þessar með þykka og ilmandi berkinum frá Sorrento og nágrenni... Ræktuninni er sniðug- lega fyrirkomið. Sítrónu- og appels- ínutrén eru ekki mjög há, en uppúr þeim stendur vínviður, sem er látinn vaxa upp yfir ávaxtatrén og mynda laufskála yfir þeim. Þannig fá þau skjól og vínberin vaxa ágætlega þarna uppi. Svo eru þau tínd þegar þar að kemur og sami skikinn gefur af sér ávexti og vín. Þeir kunna að bjarga sér þarna suðurfrá ... Á Vesúvíusarhringleiðinni, lestinni sem gengur frá Napólí og út með fjallinu, gefst tóm til að sjá það frá ýmsum sjónarhornum og virða fyrir foma hrauntaumana niður eftir því. Á lestarstöðinni í Napólí er ys og þys að vanda. Þegar sest er upp í norður-lestina hefst umferðin. Sölu- rrtennimir ganga fram og aftur kal- landi og hrópandi. Ófrískar konur með ómegðina í eftirdragi, krakkar, fólk sem ekki getur unnið. Allt er þetta venjuleg sjón fyrir þann sem hefur dvalið nokkra daga í Napólí. Ungur maður birtist. Baugamir und- ir augunum eru dökkfjólubláir í fölu og teknu andlitinu, hann er grindhor- aður og fötin hanga utan á honum. í humátt á eftir honum kemur hik- andi stúlka. Hann segist ekki hafa borðað í nokkra daga, því hann sé með alnæmi og fjölskylda hans hafi varpað honum á dyr. í þetta skiptið eru flestir í vagninum fljótir að grípa til buddunnar. Eftir dijúga stund bregður parinu fyrir á lestarpallinum. Þau hafa gengið í gegnum alla lest- ina og eru með heldur hýrri há, en þegar þau komu inn. Það er aldrei að vita með þá þarna, kannski var sagan bara vel heppnað ábatabragð og eiginlega væri þess óskandi. Endasleppt frí og ferðin endalausa Með því að ferðast frá norðri til suðurs á Ítalíu, þá rennur það skýr- lega upp fyrir ferðamanninum hversu ólíkir landshlutarnir eru. Það era heldur ekki nema rúmlega hundrað ár síðan að Ítalía varð eitt ríki. Samr- uni er aðeins stjórnmálalegs eðlis, en að öðra leyti dansa limirnir hver í sinum takti. Yfirbragð Norður-ítal- íu minnir meira á næstu lönd eins og Austurríki eða Sviss. Umferðin gengur stillilega fyrir sig og mannlíflð einnig, allt er hreint og þokkalegt. Suður-Ítalía er and- stæða þess. Kunningja- og fjölskyld- utengsl koma sér vel eins og á Is- landi, skipulagið er aðeins nokkurn veginn og hérumbil, með ýmsum undantekningum og smugum. Suður-ítalir leggja ógnarkraft í að tala um daginn og veginn, lífið og tilveruna, en þeir eru líka útsjónars- amir að sjá sér út tækifæri og bíða ekki eftir að fá allt upp í hendurnar. En allt þetta sér maður ekki, ef aðeins er farið í frí. Orðið „frí“ felur í sér að slappa af, borða og sofa og þegar fríinu lýkur, lýkur öllu þessu. Það er miklu nær að fara í ferð líkt og ferðalangar fyrri tjma, sem fóru í menningarferðir. Ekki til að skoða og glápa, fara á tónleika í höllum og óperusýningar í rústum, merkja við í handbókum og senda póstkbrt frá viðeigandi stöðum, eins og orðið virðist þýða nú, heldur til að mennt- ast um lifnaðarhætti annarra og um sig sjálfan í leiðinni. Ferð til að auðga andann og líf sitt um leið, fá eitthvað til að glíma við í huganum. Úr þannig ferð kem- ur ferðalangurinn auðugri, sjón- deildahringurinn hefur víkkað og ferðinni lýkur ekki, þó áfangastaður- inn sé kvaddur, en heldur áfram að vekja nýjar hugsnir. Slíkri ferð líkur aldrei og það dregur kannski úr sökn- uðinum yfir að skilja við jafn undur- samlegt land og Italía er. TEXTI OG TEIKNINGAR: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR. GAGNLEGAR OG ÞROSKANDI JOLAGJAFIR Gott úrval af innlendum og erlendum bókum BESTU SELDU BÆKURNAR í BETRA LÍF í DESEMBER: 1. VÍGSLAN 2. AUKTU STYRK ÞINN 3. MIKAEL HANDBÓKIN 4. HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR 5. NOSTRADAMUS - Við upphaf nýrrar aldar 6. UNAÐSDRAUMAR OG ÍMYNDANIR KYNLÍFSINS 7. BÓKIN UM RÚNIR 8. ANDLEG UPPBYGGING MANNSINS 9. MÖRG LÍF, MARGIR MEISTARAR 10. EFTIR DAUÐANN HVAÐ ÞÁ? MONDIAL ARMBANDIÐ OG SEGULARMBANDIÐ Ekki aðeins heilandi gjöf - heldur líka fallegt skart. Góður valkostur í jólapakkann. Mondial armbandið: Silfur og silfur m/gullkúlum verð kr. 2990,- Með 18 karata gullhúð verð kr. 3.990,- Segularm- bandið: Silfur- og gullhúðað verð kr. 2.590,- ALDREI MEIRA URVAL AF SKARTGRIP- UM MEÐ NÁTTÚRULEGUM ORKUSTEINUM Hringar Hálsmen - margar útlitsgerðir Eyrnalokkar Stjörnumerki úr silfri og með 24- karatagullhúðmeö kristöllum Pendúlarog margt fleira. NYALDARTONLIST OG HUGLEIÐSLU- OG SLÖKUN- ARÆFINGAR Á SNÆLDUM Nokkrir af best seldu titlunum: ★ SilverWings ★ FairyRing ★ BrighterSide ★ Harmony ★ Tranquility ★ Canyon Trilogy ★ EarthSpirit ★ Leiðin til innri friðar EINNIG: ★ Aldreimeiraúrvalaforkusteinum ★ Silkipokar fyrir steinana ★ Reykelsi fyrirjólin ★ llmkerti ★ Tarotspil og bækur ★ Medicine Cards ★ Sacred Path Cards ★ Stytturog veggmyndir ★ O.m.fl. Persónuleg þjónusta og ráðgjöf beuR^ip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.