Morgunblaðið - 17.12.1991, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991
\imm}
VIDEOTÖKUVÉLAR
ALSJÁLFVIRKAR
HI-FISTEREO
6xZOOM
Dagsetningarmöguleikar
Ljósnæmi 4 lux
VEGUR AÐEINS 0,590 KG
Sértilboð kr. 74.95Ö,- stgr.
MUNALÁN
CB Aíborgunarskilmálar g]
VÖNDUÐ VERSLUN
-rJLJIMMCO,
FÁKAFEN 11 — SfMI 688005 I
EScholtes
F4805 ELX
TV 483 B
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
rammi, fjórar hellur,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
iÉÉ
U
Funahöfða 19
sími 685680
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur og
grill, fituhreinsun.svart
glerútlit, tölvuklukka
með tímastilli.
Jónatan B. Einars
son - Kveðjuorð
Fæddur 30. júlí 1940
Dáinn 18. nóvember 1991
Þeir þylja ekki bænir og biðja ekki um grið
en böðul sinn helskotnir glíma þeir við.
Svo kunna ekki dónar að deyja.
(Þorst. Erlingss.)
Okkur langar til þess að minnast
hér, þótt seinna sé en skyldi, vinar
okkar Jónatans Einarssonar, sem
var til grafar borinn laugardaginn
25. nóvember sl.
Fyrir um það bil hálfu öðru ári
kom hann Jónatan í heimsókn til
okkar og lýsti því þá glaðbeittur
að líklegast væri krabbamein hreint
ekki svo galin pest, því nú væri
búið að skera innan úr honum allt
lauslegt með þeim æskilegu afleið-
ingum að nú gæti hann helst ekki
látið inn fyrir sínar varir vatn og
þess kyns ullabjakk, en hæfni sín
til að drekka áfengi hefði aftur á
móti stóraukist. Þetta væri allt ann-
að og betra líf. Síðan hló hann svo
smitandi hlátri að ég taldi víst um
að hann myndi lifa alla viðstadda
og ríflega það.
Þannig var Tani. Á glaðri stundu
voru fáir glaðari. Með skelmsku
glotti og spé í auga stríddi hann
fólki og spann upp fráleitustu sögur
sér til skemmtunar. En stríðni hans
var af þeirri gerð sem gott var að
verða fyrir. Hún var aðeins vottur
þess að honum þótti vænt um það
fólk sem fyrir henni varð.
En þrátt fyrir allt spott og spé
var Tani öðrum þræði alvörugefinn
og viðkvæmur í lund. Ég minnist
margra funda í Alþýðubandalaginu
þar sem hann stóð upp og brýndi
menn til þeirra átaka sem ein skiptu
máli, að auka jöfnuð í þessu þjóðfé-
lagi. Og þótt glens og spé væri
sjaldan langt undan duldist þó eng-
um að þar var talað í fullri alvöru.
Fyrir aldarfjórðungi var kalda
stríðið líklega ívið kaldara hér á
Suðumesjum en víðast hvar annars
staðar á landinu og ýmsir vinstri
menn töldu hollast að fara með
veggjum og hafa ekki hátt um skoð-
anir sínar. Það var á þessum ámm
sem undirritaður kom fyrst á heim-
ili þeirra Sólveigar og Tana. Þar fór
enginn með veggjum. Þurfti Al-
þýðubandalagið á handtaki að halda
var leitað til þeirra og Alþýðubanda-
lagið þurfti þá eins og oft endranær
á mörgum handtökum að halda.
Jónatan var fæddur á ísafirði
árið 1940, stundaði sjó sem ungur
maður fyrir vestan en vann síðan
lengst af á þungavinnuvélum eftir
að hann flutti hingað suður. Þau
Sólveig og Tani áttu saman 3 dæt-
ur, þær Elínu, Guðbjörgu og Þór-
laugu auk þess sem þau ólu upp
tvo syni Sólveigar, þá Helga Björg-
vin og Inga Rúnar.
Það var mikið ástríki með Jónat-
an og börnum hans öllum og
fjölsyldan var samhent um það að
gera heimili sitt þannig úr garði
að það vakti aðdáun. Sérhver gest-
ur var látinn finna að einmitt hann
væri alveg sérstakur aufúsugestur
enda var þar gestkvæmt með af-
brigðum þrátt fyrir mikið annríki
alla tíð.
Það stóð aldrei á Tana að leggja
Sólveigu allt það lið er hann mátti
þegar hún af mikilli þrautseigju
lagði á sig hjúkrunarnám þrátt fyr-
ir stóra fjölskyldu og þau félags-
störf af margvíslegasta tagi sem á
hana var lagt.
Þegar við vorum jafnvel farin að
leyfa okkur að vona, eftir að Tani
hafði með ótrúlegu harðfengi og
einstökum stuðningi Sólveigar náð
allgóðri heilsu eftir skelfilegt sjúk-
dómsstríð fyrir tæpum þremur
árum, sem hann sjálfur lýsti þannig
að hann „væri löngu dauður ef það
væri ekki fyrir hana Sólveigu“. Þá
kom í ljós að sjúkdómurinn hafði
ekki sleppt tökum sínum og þrátt
fyrir aðdáunarverða baráttu þeirra
beggja sigraði loks sá er allt hlýtur
að endingu að sigra.
Við vottum fjölskyldu Jónatans
að lokum okkar innilegustu samúð.
Við höfum öll misst góðan dreng
en þeir sem þekktu hann best vita
hve mikið þau hafa misst.
Sigga og Ásgeir.
Útför Jónatans Einarssonar fór
fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 23.
nóvember sl. að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Það voru blendnar tilfínningar
sem komu fram þegar mér bárust
þær fréttir að Jónatan væri dáinn.
Ég vissi að það var lausn fyrir hann
eftir erfiðan sjúkdóm, en að hinu
leytinu mikill söknuður, því það er
sárt að missa vini sína á miðjum
aldri þegar lífíð er oftast orðið auð-
veldara, meiri tími til samvista og
til að sinna hugðarefnum sínum,
en ekki brauðstritið eintómt.
Þegar vinur deyr þá hvarflar
hugurinn til baka. Þó ekki séu nema
14 ár síðan ég kynntist Jónatan,
þegar við Sólveig kona hans urðum
skólasystur í Ljósmæðraskóla ís-
lands, þá fínnst mér að ég hafi
þekkt þau hjón alla ævi, vegna
mannkærleika þeirra og einlægni í
samskiptum við aðra.
Jónatan var sérstakur maður að
því leyti að hann var alvarlega
hugsandi um þjóðlífíð og hafði ríka
réttlætiskennd til að bera, en líka
geislandi kátur þegar við átti og
sá fyrsti í hópnum sem við kveðjum.
Það var alltaf stutt í glens og
spaug hjá Guðbimi. Hann sagði
ekki ósjaldan að þeir vinirnir væm
fágætum kostum búnir allir sem
einn og frábærlega heppnir og lík-
lega ættu þeir met í því að vera
Pálmaolía í stað y
smiers eða
smjorlíkis
Sími/fax 612295.
Guðbjöm Þorsteins-
son - Minning
Það var vorið 1965 að einn bekk-
ur nemenda lauk námi úr Sjómann-
askólanum. Þessir nemendur vom
í engu frábmgðnir öðrum sem slík-
ir, nema þetta voru allt þaulvanir
skipstjórar í fullu starfi, en þá vant-
aði réttu pappírana. Þeir vom
kannski líka dálítið eldri en aðrir
nemendur skólans, kallaðir öldung-
amir. Strax og þeir settust á skóla-
bekk sáu þeir að undanþágur dugðu
ekki lengur og nokkrir mánuðir í
skóla fannst þeim lítið mál og þá
væri líka öllum reglum fullnægt.
Þessi hópur bast síðan sterkum
vináttuböndum sem frægt er orðið,
bæði hér heima og elendis. Þetta
vom allt fjölskyldumenn og héldu
jafnvel úti tveim heimilum. Engin
námslán tíðkuðust þá. Þeir stefndu
allir að sama takmarkinu og von-
inni, að físka eins og þeir gætu,
þeirra biðu skip, skipshöfn og sjór-
inn fullur af físki.
Þegar námi lauk og vinimir héldu
hver til síns skips, var ákveðið að
hittast reglulega á fimm ára fresti
og það var staðið við það. Það var
glaður hópur sem fór í Flókalund
um Hvítasunnuhelgina 1970 og svo
á Akureyri, Ítalíu, Spán, Hellu á
Rangárvöllum og síðastliðið sumar
á Hallormsstað.
Þá var útséð að hópurinn færi
að þynnast. Guðbjörn, sá sem ávallt
átti fmmkvæðið og vann mest í að
félagamir kæmu saman, var þá
orðinn fársjúkur. Engum duldist að
hverju stefndi, en við vonuðumst
öll að hann fengi að vera lengur
með okkur. En nú er hann íjarri,
Spádómarnir rætast I
J
f f SÖNGFÉLAGAH /4 EINN & ÁTTA
tlNN OCAtta flytja tónlist úr ýmsum áttum. Hér flytja þeir
■ « . . > íslensk lög, sígild
erlend lög og lög af
It.l j léttara taginu. Einnog
fL S é átta fást á hljómplötu,
V \ f f f- geisladisk og kassettu. Pöntunarsími: 812003
r ■í\
ekki má gleyma þessum hárfína
húmor sem var svo fínn að stundum
var ekki hægt að átta sig á hvert
stefndi í samtölum við Jónatan og
maður beit á agnið sem hann brá
fyrir sig, en þegar manni var ljóst
hvers kyns var og leit á Jónatan
þá glitruðu augun full af kímni og
hláturinn braust út.
Ekki er hægt að minnast Jónat-
ans svo að kona hans Sólveig Þórð-
ardóttir komi ekki líka upp í hug-
ann, svo samofin voru þau sem hjón.
Þau hvöttu og uppörvuðu hvort
annað. Er nær með ólíkindum hvað
þáu áorkuðu saman á þeim rúmlega
30 árum sem þau áttu saman, ólu
upp 5 böm, 2 syni, Helga og Inga
Rúnar sem Sólveig átti fyrir en
Jónatan reyndist þeim ekki síðri
faðir en dætrum þeirra, Elínu, Guð-
björgu og Þórlaugu, og bera þau
öll vitni um það góða veganesti sem
Jónatan og Sólveig veittu þeim í
æsku. Öll hafa þau stofnað sín
heimili og eignast böm sem Jónatan
hafði mikið yndi af og seinast þeg-
ar við Jónatan áttum tal saman í
síma, þá sagði hann mér frá skím
yngsta bamabarnsins sem hann
hélt undir skím í Grindavíkurkirkju
sl. sumar og minntist hann þá um
leið unga prestsins þar, séra Jónu
K. Þorvaldsdóttur, en hann heillaði
af því hvernig hún boðaði guðs orð,
og reyndist þessi sami prestur Jón-
atan og fjölskyldu hans vel þegar
hann upplifði viðskilnað sinn við líf-
ið, sem var erfítt, því margt virtist
ógert og er þá vissan um eilíft líf
nauðsynleg hveijum manni.
Ekki síður sótti Jónatan styrk til
konu sinnar, sem hún gaf honum í
ríkum mæli. Jónatan og Sólveig
áttu glæsilegt heimili í Njarðvíkum
sem gott var að koma til, enda oft
gestkvæmt, snyrtimennskan sem
var Jónatan í blóð borin kom fram
á heimili þeirra. Jónatan hafði yndi
af músík af hvaða tagi sem var og
það var sérstök upplifun að dansa
við Jónatan, því hann hafði taktinn
eða sveifluna í sér.
Þegar góður drengur og vinur
fellur frá er svo ótal margs að minn-
ast en ég læt staðar numið hér.
Blessuð sé minning Jónatans
Einarssonar og sendum við Sigfús
Sólveigu og ástvinum öllum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Svanborg Egilsdóttir
enn giftir sömu konunum og þeir
áttu þegar þeir voru í Sjómanna-
skólanum.
Guðbjörn var tryggur vinur og
félagi og lét verða af því að rækta
vinskapinn með heimsóknum eða
símtali.
Ég veit að Guðbjörn fór nær því
að hveiju stefndi. Hann hringdi einu
sinni sem oftar, spurði frétta af
okkur og segir svo, hvemig hefurðu
það? Bærilega, en þú? Þá segir
hann, Stella mín, við erum búin að
eiga yndislega daga og auðnast svo
margt gott, okkar blómatíð fer að
ljúka. Við verðum að sætta okkur
við það. Þetta sagði rnér nóg til að
íhuga hlutina og að ekkert er sjálf-
gefið, hvorki líf, heilsa, gæfa né
gleði.
Þegár ég kveð nú kæran vin þá
eru allar samverustundimar í huga
mínum sem ein heild, full af gleði-
legum minningum. ’
Elsku Svanhildur og fjölskylda,
guð blessi ykkur og minninguna
um Guðbjörn Þorsteins. Innilegustu
samúðarkveðjur.
Stella
Birting afmætís-
og minningargreina
Morgtinblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.