Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 78

Morgunblaðið - 17.12.1991, Síða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Fermingabörnin og sr. Egill Hallgrímsson fyrir altarinu að lesa úr ritningunni. Börn leiða almennan söng við undirleik ungra klarinettleikara. Bókin Þriðjudagur 17. desember í dag klukkan 11 kemur Askas- leikir í heimsókn á Þjóðminjasafn- ið ásamt Barnakór Víðistaða- skóla. Eirikur fráneygi eftir heimsfraegan höfund Gerist á (slandi. Verð kr. 2.680.- Miklaholtshreppur: Vel sótt aðventuhátíð Jólasöngleik- ur Fíladelfíu Um helgina var sýndur jólasöngleikur Fíladelfíusafnaðar- ins, sem unnin er upp úr jólasögunni. Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona leikstýrði söngleiknum en hún skrifaði jafnframt leiktexta. í gær var grunnskólabörnujn í Reykjavík boðið að sjá sýninguna og eins og sjá má á myndinni var fullt hús af börnum sem fylgdust grannt með. Borg í Miklaholtshreppi. hátíð fyrir sóknir Söðulsholts- prestakalls var í Laugar gerðis- skóla sunnudaginn 15. desember sl. Dagskrá var á þessa leið: Ávarp sóknarprests, sr. Hreins Hákonar- sonar. Snorri Þorsteinsson fræðslu- stjóri í Borgarnesi flutti hugvekju, fermingarbörn fluttu aðventutexta, Theódóra Þorsteinsdóttir frá Borg- arnesi söng einsöng við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Lesin var þýdd jólasaga. Guðmundur Rún- ar Svansson Dalsmynni las þessa sögu. Þá söng nokkur lög kirkjukór Bakka- og Rauðamelskirkju undir stjórn Önnu Þórðardóttir á Mið- hrauni. Síðan flutti sóknarprestur ritningarorð og bæn. Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Björk í Kolbeinsstaðahreppi veittu rausnarlegar veitingar á eftir. Sam- koma þessi var ágætlega sótt úr öllum hreppum prestakallsins. Það er góð 'tilbreytni í önn daganna, að geta komið saman og átt góða dag- stund á jólaföstu. Veður hafa verið mild undanfarið, snjólaust á láglendi og jörð alveg klakalaus. Páll Alþingi hiö forna eftir Einar Pálsson er komin út. Allt sem þú þarft að vita um alþingi og menn vissu áður - en að auki geysimikið af nýjum, óvæntum og forvitnilegum upplýsingum. Allir, sem fara á Þingvöll, þurfa að eiga þessa bók. Áskrifendur af bókum Einars vinsamleg- ast hafið samband. Bókautgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, sími 25149. Jól í Landsbanka en án kertaljóss Jólin eru komin í Landsbankan og þessar snotru jólaskreytingar gleðja viðskiptavini í Vegamótaútibúinu. Það var viðskiptavinur bankans sem gaf skreytinguna fyrir síðustu jól og er hún nú notuð öðru sinni. Bannað er að kveikja á kertunum vegna eldhættu en þó var kveikt á þeim stutta stund í rafmagnsleysinu fyrir skömmu. , EKTA JOLAGLÖGG ER OAFENGT o o I ú 1 o R ii e i m AÐVENTUKYOLDI HÓLANESKIRKJU Skagaströnd. FJÖLDI nianns sótti aðventu kvöld í hinni nývígðu Ilólaneskirkju sl. ‘ sunnudag. í anddyri kirkjunnar tóku fermingarbörn á móti kirkjugestum og afhentu hverjum gesti sitt kerti. Á aðventukvöld- inu var margt á dagskrá og bar þar mest á tónlistarflutningi margs konar. Börn úr tónlistarskólum spiluðu á flautu og klarinett undir stjórn kennara sinna þeirra Julians og Rosemary Hewlett. Rosemary og Julian léku einnig saman á orgel og þverflautu auk þess sem Julian lék á fiðlu fyrir kirkjugesti. Þá var almennur söngur, fermingarbörn lásu úr ritningunni og tvö lítil börn tendruðu ljós á aðventukert- unum eftir að fermingabörn höfðu lesið um merkingu þeirra. Jóney Gylfadóttir las ljóð og Steindór R. Haraldsson flutti hugvekju en sóknarpresturinn sr: Egill Hall- grímsson fór með bæn og blessun- arorð. Athöfnin endaði svo með því að ljósin í kirkjunni voru slökkt og fermingarbörnin gengu um kirkj- una með kertin sín og kveiktu ljós á kertum viðstaddra. Að því búnu gengu kirkjugestir út í náttmyrkr- ið með logandi á kertum sínum og ljós í sálinni eftir velheppnað aðventukvöld. - Ó.B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.