Morgunblaðið - 31.12.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBÉR 1991
Um áramótin
Hugleiðingar undir ýmsum lögum
eftirÁrna Helgason
Lag: í fögrum dal...
Nú er þetta ár á enda runnið
og yfirleitt var mikið í það spunnið.
Ríkisstjórnin andaðist ogönnurtók þarvið,
út í Viðey fæddist hún og þétt var handtakið.
Eins og skot - Einsdæmi í söpm
Eins og skot - á aðeins tíu dögum
eins og- skot.
En Ólafi fannst ekkert gott við þetta
alveg viss að Ríkið myndi detta.
Votum augum bh'nir enn á valdastólinn „sinn“
yeslings þjóð mín hér sérðu dauðadóminn þinn
Astand rammt - nú er ekki að treysta á Stahn
raulum samt - Intemationalinn
raulum samt.
Ólafur er fúll og foj að vonum:
Friðrik hefir tekið allt af honum,
horfir oní rikissjóð með hryllingi á ská:
Hörmulegt er oní þessa forarvilpu að sjá.
Hvað skal nú? Hér er enginn friður
Hvað skal nú? Skera og skera niður.
Ég og þú.
Velferð ris á varanlegum grunni
ef vitið fær að ráða siglingunni.
I sjónmáli er það tæpast, það sýnir farin braut
Sérhagsmunaþrýstihópar blása eins og naut.
Það er og - þetta er meiri vandinn
það er og - þeir eru eins og fjandinn
það er og.
Lag: Það er líf í tuskunum ...
Með virðisaukaskatt á þessum vetri
að virða hann er stundum lítið gaman.
Innskattur er útskattinum betri,
með undanþágum fellur þetta saman.
Lag: Nú liggur vel á mér.
Nú liggur vel á mér, nú liggur vel á mér.
Sjáðu, allt dótið. Ég sýna þér verð
svakaleg var þessi innkaupaferð.
Er pratísk og held mér við hagkerfið rétta
húsbréfin akkúrat pössuðu í þetta.
í Glasgow ég komst þarna í fádæma feitt.
fargjald og vörumar kosta ekki neitt.
Sjáðu, sko héma, og sjáðu nú þetta
og svona var yfirleitt.
Lag: Buldi við brestur ...
Buldi við brestur
og básúnur gjalla
óhljóð og grátur um allar trissur.
Ekkert fær staðist, útgerðin logandi
upp í háskóla, blásandi, sogandi.
Nú er allt jarmandi í námskerfisjötunum,
Námslánabílamir stopp út á götunum.
Hörmulegt hér
með hlutabréf er
og heilbrigðiskerfið.
Mótmælir allt
af öllum kröftum
enginn veit
hvernig allt þetta fer.
Skerið bara allt
en ekki hjá mér.
Lag: í sveitinni er sæit að
vera ...
Allt þarf nú að spara og allt að skera niður
inni í flestum ráðuneytum várla stundarfriður.
Niðurskurðarbrautin hjá okkur er svo hál
og utanferðir ráðherranna sifellt vandamál.
Lag: Nú er frost á Fróni...
Höfnum verður lokað,
hafmenn sigla inn
að bæta hlutinn sinn,
brást nú þorskurinn.
Svakalegt er þetta
með sjómannafrádráttinn.
Volar votur á kinn
vélstjórinn.
Lag: A alþingi er utan
dagskrár
Til atvinnu er ýmsu velt.
sem eykur gildi sjóða.
Tap er bókfært, tap er selt
tap er upphaf gróða.
Lag: Hlíðin mín fríða ...
Mjólkin er góð
er gosið langtum vænna,
Verkfall á mjólk
er vissulega kænna.
Þjóðlegt um jól
að þamba blessaða gosið
breikka svo brosið.
Lífsgæfan vex í
lottó og happadrætti.
ólmur í vinning
engin von ég hætti.
Við spilakassa núna
á næturvakt menn standa
án þess að anda.
Skelfing sem margir
skemmta sér úti á kvöldin,
fullt er hvert hús
og freisting bak við tjöldin.
Félagsmálastofnun
er fyrir mörgum „dúsan“
og borgar svo brúsann.
Lag: Anna mín með ljósa
lokka
Bara að selja, bara að græða
bátar inn í landið flæða.
Núna telst það nýtni mesta
í Noregi að byggja flesta.
Kvótalausir koma þaðan.
I kolluál er síldarvaðan
í hamagangi fleytum fleytt
þótt fiskist ekki neitt.
EES er allt í klessu
hver árinn sem að stjómar þessu
Vandræða og vökufundir.
yeistu hvað þú skrifar undir?
Óvissan - og allt svo þmngið
á hveiju hefir málið sprangið?
Var það karfi vinur minn
eða var það langhalinn?
En - álið það er ekki sopið
í ausuna þótt hafi dropið,
ár og daga að semja og semja
saman allt að berja og lemja.
Ætli þeir bara nokkru nái
neyðist eins og Stjáni blái
að stýra fari fram til hlés
og fyrir Keilisnes...
Páfinn varð af biskupsblessun
blankheitin sem ollu þessu.
Kirkjuna vantar alltaf aura
ekki fleiri vökustaura.
I rukkuram er rosa kraftur
ríkið skilar jörðum aftur.
Stór er hítin, öllu eytt
og ekki gengur neitt.
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Ökuhraði sérstakra gerða ökutækja
Þeir eru fjölmargir sem ekki hafa hugmynd um hvaða reglur gilda um
ökuhraða hér á landi, utan þess almenna.
Hér á eftir eru þeir sömu upplýstir um það að samkvæmt 38. grein
umferðarlaga má ökuhraði FÓLKSBIFREIÐAR, sem er meira en 3.500 kg
að leyfðri heildarþyngd, aldrei vera meiri en 90 km/klst. Ökuhraði ANN-
ARRA BIFREIÐA, sem eru meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd,
má aldrei vera meiri en 80 km/klst.
Ökuhraði BIFREIÐAR MEÐ EFTIRVAGN eða SKRÁÐ TENGITÆKI
má aldrei vera meiri en 70 km/klst. Ökuhraði BIFREIÐAR MEÐ ANNAÐ
TENGITÆKI má aldrei vera meiri en 30 km/klst. Akið varlega.
framköllunarþjónusta
er hjá þessum adilum: Vmbhhhhíwaasm
Framköllunarþjónustan Borgamesi, Ljósmyndaþjónusta Stefán Pedersen Sauðárkróki,
Nýja Bíó Siglufírði, Myndsmiðjan Egiisstöðum, Framköllunarþjónustan Prentverks
Homafjarðar, Fótó Vestmannaeyjum, Ljósmyndastofa Suðurlands Selfossi,
Filman Hamraborg 1, Kópavogi, Reykjavík: Vesturbær. Útfarsfefí Hagamel,
Miðborgin: Ljósmyndabúðin Ingólfsstræti, Austurbær: Ljósmyndavörur Skipholti 31.
Crafarvogur. Kyrrmynd Höfðabakka 1, við Gullinbrú.
myndapappv