Morgunblaðið - 24.01.1992, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992
Sakadómur Reykjavíkur:
Árs fangelsi fyrir bana-
slys vegna ölvunaraksturs
SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 31 árs gamlan mann í 12
mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna til 3 ára, fyrir að
hafa ölvaður við akstur og sviptur ökuréttindum valdið umferðar-
slysi, þar sem kona beið bana og tvennt slasaðist. Við geðrannsókn
sem maðurinn gekkst undir kom í ljós að greindarvísitala hans
mældist 66 stig og var það mat sérfræðinga að maðurinn væri van-
gefinn en engu að síður sakhæfur. Atburðurinn varð við Litlu kaffi-
stofuna á Suðurlandsvegi þann 16. september 1990.
Maðurinn hafði setið við drykkju
ásamt öðrum manni á heimili hins
síðamefnda í húsi í Seláshverfi.
Samkvæmt framburði hins dæmda
höfðu þeir drukkið á skömmum tíma
rúmlega tvær flöskur af Terquila
þegar þeir ákváðu að fara akandi
austur í Vík í Mýrdal á bifreið hús-
ráðandans, sem er Moskvitch, sem
hækkaður hafði verið upp og breytt
í jeppa. íbúi í húsinu sá mennina
fara ölvaða út í bílinn og hinn dæmda
aka af stað og hringdi þegar í lög-
regluna.
14 mínútum síðar var bifreiðin
komin upp að Litlu kaffistofu og þar
missti ökumaðurinn vald á henni
þannig að hún fór yfir á öfugan
vegarhelming og framan á fólksbif-
reið sem kom úr gagnstæðri átt. í
framsæti þeirrar bifreiðar sat 46 ára
gömul kona sem lést samstundis.
Kona í aftursæti hlaut mikla áverka
en ökumaðurinn slapp á teljandi
meiðsla. Hinn dæmdi slapp ómeiddur
en farþegi hans, eigandi bílsins,
brotnaði meðal annars á fótum.
Við rannsókn á blóðsýni úr hinum
dæmda kom í ljós að áfengismagn
í blóði hans hafði verið 1,83 prómill
af víndanda, en refsað er fyrir ölvun-
arakstur finnist meira en 0,5 próm-
ill af vínanda í blóði ökumanns. Við
fyrstu yfirheyrslur játaði maðurinn
að hafa ekið en síðar kvaðst hann
ekki viss um hvor þeirra tveggja
hefði ekið. Hinn maðurinn kvaðst
muna það eitt eftir ferðinni fram að
árekstrinum að þeir hefðu ákveðið
að fara austur og hefði hinn dæmdi
tekið að sér að aka.
Með broti sínu hafði maðurinn
rofið skilorð dóms frá því skömu
fyrir atvikið þar sem hann hafði
verið dæmdur til 3 mánaða fangels-
is, skilorðsbundið. Er afplánun þeirr-
ar refsingar því innifalin í þeim dómi
sem felldur var í þessu máli og kveð-
ur, einsog fyrr segir, á um 12 mán-
aða fangelsi, þar af 9 mánuði skil-
orðsbundna. Þá var hann sviptur
ökuréttindum ævilangt. í áliti geð-
læknis sem skoðaði manninn kom
fram að þrátt fyrir andlega fötlun
teldist hann sakhæfur en taka bæri
mið af naumum andlegum þroska
hans við ákvörðun refsingar og út-
tekt dóms.
Helgi I. Jónsson sakadómari kvað
upp dóminn.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 24. JANÚAR:
YFIRLIT: Skammt suðvestur af Reykjanesi er allvíðáttumikil 955
mb lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Um 1300 km suður í hafí
er önnur vaxandi iægð sem hreyfist allhratt í norðaustur og veröur
skammt suöur af Hornafirði um hádegi á morgun. Veður mun kólna
í nótt og fyrramálið í bili.
SPÁ: Norðvestan strekkingur framm eftir degi á Norðausturlandi,
en fremur hæg suðlæg átt. Súld á Suðausturlandi, en smáél um
landið vestanvert og vestur með norðurströndinni. Bjart inn til
landsins á Norður- og Austuriandi. Kólnar i bili.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAQ: Fremur hæg vestlæg átt og dálítil él
við noröurströndina en liklegast úrkomulftið í öðrum landshlutum.
Vægt frost en hlýnandi er iíður á daginn.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt og rigning eða súld á Suð-
vestur- og Vesturlandi, en þurrt í öðrum landshlutum.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
r r r r Rigning
r r r
* / *
/ * / * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
V Él
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veöurstofa íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.151 gær)
> 1
VEÐUR VÍBA UM HEIM
Af» l/i/ 1 yast hiti BO tSL ultla veóur
Akureyri 0 skýjað
Reykjavik 6 rigning
Bergen 3 léttskýjað
Helsinki 1 atekýjeð
Kaupmannahöfn 2 helðskirt
Narssarssuaq 16 heiðskírt
Nuuk 12 snjókoma
Ostó t7 þokaígrennd
Stokkhólmur 0 hálfskýjað
Þórshöfn 8 rigning
Algarve 11 léttskýjað
Amsterdam ■s-2 þokumóða
Barcelona 6 skýjað
Berlln «4 mistur
Chicago 2 atskýjað
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 0 mistur
Qlasgow 3 mlstur
Hamborg mistur
tondon 2 mistur
LosAngeies 9 heiðskírt
Lúxemborg ♦4 místur
Madrid 3 léttskýjað
Malega 12 iéttskýjað
Mallorca 8 rigning
Montreal 3 alskýjað
NewYork vantar
Orlando 18 alakýjað
París *2 þokumóða
Madelra 17 tóttskýjað
Róm 14 skýjað
Vin tI skýjað
Washington vantar
Wlnnípeg t17 skafrennlngur
Morgunblaðið/Sverrir
Þrír forsvarsmenn Nýherja, f.v. Gunnar Hansson, Árni Vilhjálmsson
og Óli Kr. Sigurðsson.
IBM á íslandi og Skrifstofuvélar:
Tssgsp—
Nýherji hf. tekur við
rekstri fyrirtælqaiina
NÝTT markaðs- og þjónustufyrirtæki á sviði boðmiðlunar, skrifstofu
og tölvutæknimála, Nýherji hf., var stofnað í gær. Fyrirtækið er
byg&t er á grunni IBM á Islandi og Skrifstofuvéla hf. og mun taka
til starfa 2. apríl nk. Stærstu eigendur eru Eignarsamlag Draupnis-
sjóðsins og Vogunar sf. með 35% eignaraðild, IBM í Danmörku með
30%, eigendur Skrifstofuvéla með 22,5% og nokkrir starfsmenn IBM
á íslandi með 12,5%. Hlutafé er 200 milljónir króna, en stefnt er að
því að gera Nýherja að almenningshlutafélagi innan fárra ára.
Verksvið Nýheija hf. verður sala
og markaðssetning á tölvum, tölvu-
búnaði, skrifstofuvélum og rekstr-
arvörum ástam viðhalds-, viðgerð-
ar-, kerfis- og hugbúnaðarþjónustu.
Fyrirtækið verður umboðs- og þjón-
ustuaðili fyrir IBM, Rank Xerox,
Facit, Omron, Star o.fl. auk þess
að annast þá starfsemi sem IBM á
íslandi og Skrifstofuvélar hafa séð
um.
Að sögn Gunnaxs M. Hanssonar,
forstjóra IBM á íslandi, sem mun
veita Nýheija forstöðu, er stofnun
fyrirtækisins í beinu framhaldi af
endurskoðun á uppbyggingu IBM-
fyrirtækjanna á Norðurlöndum á
síðasta ári sem lauk með stofnun
IBM Nordic. Hann sagði að sér-
staða IBM á íslandi væri nokkur
vegna smæðar markaðarins og hug-
myndin að stofnun Nýheija kæmi
alfarið frá höfuðstöðvum IBM þar
sem menn fóru að vinna í þessum
málum sl. haust. Til að styrkja
undirstöður hins nýja fyrirtækis og
geta boðið upp á aukið vöruúrval
og víðtækari þjónustu hefði verið
ákveðið að bjóða Skrifstofuvélum
hf. að ganga inn í fyrirtækið.
í stjóm Nýheija hf. sitja Ámi
Vilhjálmsson, stjórnarformaður,
fyrir hönd Eignasamlags Draupnis-
sjóðsins og Vogunar sf., Óli Kr.
Sigurðsson fyrir hönd Skrifstofu-
véla hf. og Max Rosen frá IBM í
Danmörku. Max Rosen sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að IBM hefði
frá upphafi lagt ríka áherslu á að
fá trausta íslenska hluthafa til sam-
starfs um stofnun fyrirtækisins.
Eignasamlag Draupnissjóðsins og
Vogunar sf. er fjárfestingarfyrir-
tæki í eigu þessara aðila. Eigendur
Draupnissjóðsins era m.a. Iðnlána-
sjóður, Iðnþróunarsjóður og nokkrir
lífeyrissjóðir, en Vogun er í eigu
sömu aðila og Hvalur hf.
Nokkur fækkun starfsmanna
mun eiga sér stað með sameiningu
IBM á Islandi og Skrifstofuvéla, en
áætlað er að starfsmenn Nýheija
verði um 80. í dag er samanlagður
starfsmannafjöldi fyrirtækjanna
tveggja um eitt hundrað.
Ríkisstjórnin:
Aðstoð til fyrmm lýð-
velda Sovétríkjanna
RÍKISSTJÓRN íslands hefur ákveðið að veita framlag til efnahags-
og félagslegrar aðstoðar við lýðveldin, sem áður töldust til Sovétríþj-
anna. Ekki hefur verið ákveðið hvert framlag íslendinga verður.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, situr nú ráðstefnu
60 ríkja og alþjóðastofnana í Wash-
ington, þar sem fjallað er sérstak-
lega um matvæla-, lyfja-, hús-
næðis- og tækniaðstoð við fyrram
lýðveldi Sovétríkjanna. í ræðu, sem
Jón flutti á ráðstefnunni, greindi
hann m.a. frá þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að veita framlag til
þessarar aðstoðar og að ríkisstjóm-
in vonist einnig eftir framlögum frá
íslenskum fyritækjum og einstakl-
ingum. Einnig skýrði hann frá
tækniaðstoð íslendinga við Sovét-
ríkin á sviði jarðhita, fiskeldis og
sjávarútvegs og þeirri hugmynd
sinni að bjóða ungu athafnafólki frá
lýðveldunum til náms og þjálfunar-
starfa á íslandi í rekstri fyrirtækja
og markaðsmálum. Loks minntist
hann á aðstoð Norðurlanda við
Eystrasaltsríkin, sem nú er hafin.
Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að ekki lægi endanlega fyrir hvert
framlag íslendinga til lýðveldanna
yrði. „Það er verið að vinna úr hug-
myndum með ýmsum aðilum, sem
sýnt hafa áhuga á að taka þátt í
þessu,“ sagði hann. „Það eru fyrst
og fremst fyrirtæki, sem áttu við-
skipti við Sovétríkin áður.“
----»-■».♦---
Askhenazy-
húsið til sölu
Brunabótamat 53 millj.
EINBÝLISHÚS, sem hjónin
Vladímír og Þórunn Ashkenazí
byggðu þegar þau voru búsett
hér á landi, hefur verið auglýst
til sölu. Húsið er eitt stærsta ein-
býlishúsið í Reykjavík, og er
brunabótamat þess 53 milþ'. kr.
Samkvæmt upplýsingum frá
Málflutningsskrifstofu Guðmundar
Péturssonar, Péturs Guðmundsson-
ar, Hákonar Árnasonar og Jakobs
R. Möller, sem auglýsir húsið til
sölu, er það 678 fermetrar að stærð.
Fasteignamat þess er 50 milljónir.
»
í
»
(
í
I