Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.01.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 19 Reuter Vetrarhörkur í Frakklandi Vetrarhörkur eru nú í Suðvestur- Frakklandi og í gær kyngdi þar niður snjónum. Vitað er að minnsta kosti um þrjá menn, sem hafa orðið úti í kuldunum, og þúsundir manna hafa orðið strandaglópar hér og þar. Þessi mynd er frá Biarritz en pálmakögraðar strendurnar þar eru kunnari fyrir annað en fjúk og frost. 29 hermenn reyna valdarán í Zaire Kinshasa. Reuter. Stjórnarherinn í Zaire náði útvarps- og sjónvarpsbyggingu í höfuð- borginni, Kinshasa, á sitt vald í fyrrinótt eftir að 29 hermenn höfðu haft hana á valdi sínu í tæpar þijár klukkustundir og hvatt til upp- reisnar gegn valdhöfunum í landinu. Á meðan hermennirnir höfðu bygginguna á sínu valdi kröfðust þeir þess að Mobutu Sese Seko, forseti landsins, og Nguza Karl-i- Bond forsætisráðherra segðu af sér. Þeir hvöttu einnig til þess að efnt yrði að nýju til þjóðfundar um nýja stjórnarskrá og lýðræðislegt stjórnarfar. Mobutu Sese Seko hefur verið einráður í landinu í 27 ár en valtur í sessi frá því í september er óeirð ■ ir brutust út í Kinshasa og fleiri borgum. 250 manns biðu bana í óeirðunum, sem hófust þegar her- menn létu greipar sópa um verslan- ir og íbúðir. Mobutu féllst skömmu síðar á Irland: að efna til þjóðfundar um lýðræðis- legt stjórnarfar en forsætisráðherr- ann ákvað á sunnudag að binda enda á viðræðurnar. Hann sakaði stjórnarandstæðinga um að hafa notað þjóðfundinn til að kynda und- ir óeirðum í landinu. Ringulreið var í Kinshasa þegar hermennirnir 29 náðu útvarps- og sjónvarpsbyggingunni á sitt vald og fólk flykktist út á götur í þeirri trú að dagar Mobutu sem forseta væru taldir. Á meðan héldu leiðtog- ar stjórnarandstöðunnar að sér höndum og lýstu valdaránstilraun- inni sem „ósmekklegum skrípaleik" eftir að hún fór út um þúfur. Búist við afsögn Haugheys fljótlega Dyflinni. Reuter. FRJÁLSLYNDIR demókratar, sem standa að írsku ríkisstjórn- inni ásamt Fianna Fail, flokki Charles Haughey forsætisráð- herra, ætla að segja sig úr sljórn- inni segi Haughey ekki af sér embætti í næstu viku þegar fjár- lögin hafa verið afgreidd. Er ástæðan nýjasta hneykslismálið í írskum stjórninálum, símahler- anir, sem stundaðar voru i forsæt- isráðherratið Haugheys fyrir 10 árum. Fulltrúar fijálslyndra demókrata gengu í gær á fund Haugheys og í yfirlýsingu, sem gefin var út eftir fundinn með honum, segir, að flokk- urinn muni hætta stuðningi við stjórnina verði ekki gripið til ráðstaf- ana til að bæta fyrir þann álits- hnekki, sem stjórnin hefur orðið fyr- ir, strax að lokinni fjárlagaumræð- unni. Þykir heldur vandséð hvernig það verður gert og hafði írska ríkis- útvarpið eftir heimildum innan Fianna Fail, að Haughey muni lík- lega segja af sér embætti innan tveggja vikna. Haughey, sem stundum er kall- aður „hinn írski Houdini" vegna þess hve oft honum hefur tekist að losa sig úr erfiðum hneykslismálum, neitaði í fyrradag að segja af sér og kvaðst þá viss um, að stjórnin lifði óveðrið af. Þetta síðasta hneyksli er í raun tíu ára gamalt en kom upp á þriðjudag þegar Sean Doherty, forseti öldungadeildarinn- ar, sagði af sér. Skýrði hann jafn- framt frá því, að þegar hann hefði verið dómsmála- ráðherra í stjórn Haugheys 1982 hefði hann látið hlera síma tveggja blaðamanna til að komast að því hver læki fréttum í þá af ríkisstjórnar- fundum. Hefði hann gert þetta með samþykki Haugheys og látið hann fá útskrift af samtölum blaðamannanna. Haughey neitar þessu þverlega og sakar Doherty um að hafa svar- ist í bræðralag með óvinum sínum innan Fianna Fail og í þeim tilgangi að koma sér úr embætti. Hvað sem satt er í þessu hefur málið varpað miklum skugga á stjórnina og stjórnarsamstarf flokk- anna og hallast flestir að því, að Haughey eigi engan annan kost lengur en segja af sér. -------*-♦-*-------- ■ LISSABON - Aðildarríki Evrópubandalagsins gáfu í gær út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hörmuðu aftöku andófsmanns á Kúbu á mánudag. Maðurinn hafði verið í útlegð í Bandaríkjunum en var handtekinn á báti við strönd Kúbu 29. desember ásamt tveimur öðrum Kúbveijum. Þeir voru með skotvopn og sprengjur um borð og voru dæmdir til dauða fyrir hermd- arverk en dóminum yfir hinum mönnunum tveimur var breytt í 30 ára fangelsi. Airbus-flugsly sið: Siglingatæki skoðuð París. Reuter. FRAMLEIÐENDUR Airbus A-320 þotunnar, sem fórst í Vosges-fjall- garðinum í austurhluta Frakklands á þriðjudag, viðurkenndu í gær að komið hefðu upp vandamál í sambandi við siglingatæki þessarar fullkomnu þotutegundar en þau hefðu verið leyst fyrir slysið. Franska sjónvarpið Antenne 2 skýrði frá því að flugmenn tveggja A-320-þotna hefðu fyrir fjórum mánuðum kvartað yfir bilunum í tölvubúnaði, sem mælir hæð og fjarlægð frá ákvörðunarstað. „Þetta er gamalt mál sem hefur verið leyst,“ sagði Robert Alizart, talsmaður framleiðendanna, þegar hann var inntur eftir því hvort frétt- in væri rétt. Aðspurður um hvort siglingatækin kynnu að hafa valdið flugslysinu á þriðjudag sagði hann að fyrirtækið myndi ekki tjá sig um vangaveltur varðandi orsökina. Frönsku flugmannasamtökin hafa gagnrýnt hönnun þotunnar og sagt að siglinga- og stjórnbúnaður hennar sé of flókinn. Þotan hefur oft verið nefnd „fyrsta fljúgandi tölvan“. Samband franskra flugvirkja krafðist þess í gær að flugfélagið Air Inter, sem átti þotuna sem brot- lenti, legði öllum Á-320 þotum sín- um þar til ljóst yrði hvað olli slysinu. ■ BELGRAD - Mannréttinda- samtökin Helsinki Watch sökuðu í gær serbneska skæruliða um að hafa myrt a.m.k. 200 óbreytta borgara og óvopnaða króatíska þjóðvarðliða í hópum eftir að hafa tekið þá höndum. Skæruliðarnir hefðu framið fjöldamorð í að minnsta kosti 14 skipti á uncjan- förnum fimm mánuðum. Samtökin sögðu að stjórnvöld í Serbíu og júgóslavneski herinn bæru ábyrgð á þessum morðum vegna stuðnings þeirra við serbnesku skæruliðana. ■ MAPUTO - Stjórnvöld í Mos- ambique telja að Renamo-skærulið- ar hafi beitt efnavopnum í árás á bæinn Macaene, skammt frá landa- mærunum að Suður-Afríku, 16. janúar. Sérfræðingar frá Suður- Afríku hafa verið fengnir til að rannsaka sýni úr líkum stjómarher- manna, sem biðu bana í árásinni. 11ÍÍUUUH Gerið bóndanum ^glaðan dag með ljúffengum Þorramat! Ljúffengur Þorramatur: • Lundabaggar • Harðfiskur • Hrútspungar í úrvali • Bringur • Magáll • Vestfirskur gæðahákarl • Nýtt slátur Blóðmör Lifrarpylsa • Marineruö sild • Kryddsild • Reykt síld • Síldarsalat • Graflax • Reyktur lax • Taðreyktur silungur • Rófustappa • Kartöflusalat • Flatkökur • Rúgbrauð • Ný sviðasulta • Súr sviðasulta • Nýsvinasulta • Súr svinasulta • Soöið hangikjöt • Pressað og súrsað heilagfiski. BlRndflðfíf (Lundabaggi - Sviöasulta - UlOimOW “* Hrútspungar - Bringur surmattir - Lifrapylsa og blóömör) í fötu m/mysu Súpukjöt 007,0« - 1/2 frampartar 1 pn Kg Lambalæri 598 f- kg- Lambahryggir 645 'JS kg. Londonlamb 699 Fkg- Holdahænur 198 Fkg- Svið 279 Fkg. R0'kt folaldakjöt 395** S --------- TILBOÐ SoðÍÍ»f^öt1.495^g. pftlpp Aspargus, Ol Q,°° heill ‘/2 dós 425 g. Aspargus, JJ9 00 skorinn '/2 dós Mais Corn fiQ ,oo 1/2 dós Hrísgrjón 75 ,00 907 g. Tómatsósa 1 1 Q, 793g. 'oí? 'Pr. 00 Hangikjötslæri úrbeinað 99500 Félagasamtök og vinnuhópar: Seljum Þorramat til stórra og litilla hópa. Kynnum og gefum “ smakka MA TVÖRUVERSLUNIN mSTVRxERÍ Veríð vandlát - það erum við! HÁALEITISBRAUT 68 0piö!ös,udJ'f k,9,1091c laugard. fra kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.