Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 25

Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 25 Morgunblaðið/Rúnar Þór 26 tonn af fatnaði Akureyringar gáfu um 26 tonn af fatnaði í skyndisöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Slysavamafélags íslands. Tekið var á móti fatnaði í Glerárkirkju og í húsnæði slysavarnarkvenna í Laxárgötu, en þar var fullt út í öll horn svo ekki komst þar meira fyrir. Svala Halldórsdóttir hjá Slysavarnarfélaginu sagði að marg- ir hefðu iagt hönd á plóginn, gefið til söfnunarinnar rausnarlegar gjafir og tekið þátt í vinnu vegna henn- ar. „Við erum mjög þakklát öllu því fólki sem lagði okkur lið, við fengum mikið af fötum og ég get nefnt sem dæmi að hingað komu konur með nýprjónaða sokka og vettlinga sem þær gáfu og á miðvikudags- kvöldið kom hingað hópur af skátum eftir fund hjá sér og hjálpuðu okkur. Þetta voru 10 til 14 ára krakkar og þau unnu hratt og vel, rétt eins og fullorðið fólk. Það sýnir hversu mikill dugur er í börnunum ef þau fá að gera eitthvað," sagði Svala. Kristnesspítali: Norðlendingar sam- þykkja ekki að starf- seminni verði hætt - segir Bjarni Arthúrsson framkvæmdastjóri „ÞAÐ er ástæða til að ítreka það að Kristnesspítali er ekki á leið út af landakortinu, hann er kominn til að vera. Norðlendingar hafa stillt sig inn á að hér sé til staðar endurhæfingardeild og þeir not- færa sér hana og munu ekki samþykkja að starfseminni verði hætt.“ Þetta sagði Bjarni Arthúrsson, framkvæmdastjóri Kristnesspítala, en í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að hugmyndir væru uppi um að hætta rekstri spítalans í kjölfar sparnaðaraðgerða á Ríkis- spítölum. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur farið fram á viðræður við heilbrigðisráðherra um að hún taki við rekstri spítalans og hafa þau svör borist sveitarstjórn að ráð- herra vilji bíða eftir áliti nýrrar stjórnarnefndar ríksispítala sem tók við um síðustu áramót um þetta mál. Bjami sagði að þessi umræða yrði ef til vill til að flýta fyrir til- flutningi Kristnesspítala frá ríkinu og til heimaaðila. Fari svo að sveit- arstjórn Eyjafjarðarsveitar taki við rekstrinum, mun ríkið eftir sem áður greiða rekstrargjöld, en sveit- arstjórnin tæki að sér að greiða 15% stofnkostnaðar og meiriháttar viðhalds. 3-5% af skatttekjum bæjarins til ríkisins: Nær 60 milljónir í „löggu- skatt“ og félagslegar íbúðir FORSENDUR fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar, sem lögð var fram til fyrri umræðu, munu breytast umtalsvert í kjölfar samþykktar frumvarps um ráð- stafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992, svonefnds „bandorms". Sveitarfélögum er þar gert skylt að taka þátt í hluta af kostnaði vegna löggæslu og þá skulu sveitarfélög einnig leggja fram óafturkræft 3,5% framlag af kostnaðar- eða kaupverði hverr- ar félagslegrar íbúðar í sveitar- félaginu. Kostnaður Akureyrar- bæjar vegna svokallaðs „löggu- skatts“ er á bilinu 35-37 milljónir króna, en samkvæmt honum er Dýrara í sund GJALDSKRA sundlauganna á Akureyri hefur verið hækkuð, en breytingarnar tóku gildi 15. janúar síðastliðinn. Einstakur miði fullorðinna hækkar um 10 krónur, úr 110 í 120, tíu miða kort kostar nú 1.000 krónur en kostaði fyrir hækkun 880 krónur, en fyrir þijátíu miða kort þarf eftir hækkun að greiða 2.700 krónur í stað 2.500 króna. Börnin þurfa einnig að greiða 10 krón- um meira fyrir einstakan miða í sund eftir hækkun gjaldskrár- innar, eða 60 krónur í stað 50 og tíu miða barnakort í sund- laugarnar kosta eftir hækkun 330 krónur í stað 285 króna áður. Fimm krónum dýrara verður að fara í gufubað eftir hækkun gjaldskrárinnar, en nú kostar 250 krónur í gufubað í stað 245 króna áður. sveitarfélögum með fleiri en 300 íbúa gert að greiða 2.370 krónur fyrir hvern íbúa vegna kostnaðar við löggæslu. Þá má gera ráð fyrir að um 21 milljón króna þurfi að greiða vegna félagslegu íbúðanna, en að jafnaði eru byggðar slíkar íbúðir fyrir um 600 milljónir króna á ári á Akur- eyri. Samtals verður upphæðin á milli 55-60 milljónir króna. Halldór Jónsson, bæjarstjóri, sagði í gær að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hvernig þess- um kostnaði yrði mætt, en búast mætti við stífum fundahöldum bæj- arráðs í næstu viku um málið. Hann sagði þessa skattlagningu þýða að 3-5% af skatttekjum Akureyrarbæj- ar flyttust yfir til ríkisins og hefðu veruleg áhrif að getu bæjarins til rekstrar og framkvæmda. Sem dæmi má nefna að sú upp- hæð sem bærinn þarf að greiða vegna þessa, tæplega 60 milljónir króna, svarar til áætlaðs kostnaðar við byggingu tveggja dagvista, þá er áætlað að veija rúmum 50 millj- ónum króna í byggingu kennslu- álmu við Síðuskóla og tæplega 60 milljónum til framkvæmda við yerkmenntaskólann á Akureyri. Áætlað er samkvæmt fjárhagsáætl- un að veija 44 milljónum króna til framkvæmda vegna menningar- mála eða nokkru lægri upphæð og bænum er nú gert að greiða vegna þátttöku í kostnaði við löggæslu og vegna félagslegs húsnæðis og þá má nefna að áætlað er að 53 millj- ónir króna fari til framkvæmda við götur og holræsi. „Menn geta velt því fyrir sér hvar skera eigi þessar milljónir af, það getur orðið nokkuð erfítt. Við gætum hreinlega lent í því að þurfa að klippa af heilan málaflokk því ef verið er að taka þetta víða verð- ur þetta meira og minna ónýtt,“ sagði Halldór. „Við erum auðvitað óhress með þetta, en mest megnis er það fyrir það hvernig að þessu máli var staðið. Við viðurkennum og vitum að allir þurfa að taka þátt í þessum aðgerðum og best að sem flestir séu með í því. Það sem erfíð- ast er að sætta sig við er að þetta kemur allt að ofan, þetta er ákveð- ið án samráðs við sveitarfélögin.“ Skauta- svellið opn- að í kvöld SKAUTASVELLIÐ á Akur- eyri verður opnað fyrir al- menningi í kvöld, en undanf- arna daga hefur það verið lokað vegna blíðviðris. Það verður einnig opið um helg- ina frá kl. 13 til 16 og 20 til 22. Á laugardag kl. 16 fer fram leikur í Islandsmótinu í íshokkí og eigast þar við Skautafélag Akureyrar og ísknattleiksfé- lagið Bjöminn, en þessum leik hefur tvívegis orðið að fresta og nú síðast vegna veðurs, þ.e. veðrið var of gott. KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi AUK k9d2l-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.