Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 40

Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 40
LVKILUIWI \i> GÓIXJ KVÖl.iH ✓ •• LETTOH MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 VRRÐ í LAUSASÖLU 110 KR. 1.355 millj. Flugleiðir; Sótt um lækkun til samræmis við S AS FLUGLEIÐIR hafa sótt um lækkun á fargjöldum milli íslands og hinna Norðurlandanna til samræmis við þá fargjaldalækkun sem SAS-flugfélagið hefur boðað. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleið- um verður lægsta verð á flugleiðinni frá Islandi til Norðurlandanna samkvæmt þessu 29 þúsund krónur, en í dag er það 32 þúsund krónur. Bandormur á Austurvelli Morgunblaðið/Sverrir Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð pijónuðu bandorm sem þau skemmtu sér með á Austurvelli í gær á meðan alþingismenn afgreiddu sinn „bandorm" í Alþingishúsinu. Alþingi samþykkti „bandorminn“ sem frumvarp stjómarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992 er gjarnan nefnt manna á meðal. Sjá fréttir á þingsíðu, bls. 24, og Akureyrarsíðu, bls. 25. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur SAS kynnt nýtt fargjald sem felur í sér lækkun fargjalda á nokkrum flugleiðum félagsins milli Norðurlanda og Evr- ópu, en nýja fargjaldið er háð því að einnig sé keypt hótelgisting. Sala á fargjöldunum hefst 3. febrú- ar og er Reykjavík meðal þeirra Galtalækjarskógur: Tvö salernis- hús brunnu til kaldra kola TVÖ ný salernishús í eigu templ- ara í Galtalækjarskógi brunnu til kaldra kola einhverntíma á tímabilinu frá sl. laugardegi til fimmtudags. Ekki er vitað hve- nær eldur kviknaði í húsunum, sem metin eru á tvær milljónir króna en komið var að köldum brunarústum um hádegi á fimmtudag. borga sem SAS býður þessi far- gjöld til frá Evrópu, en upplýsingar um þau lágu ekki fyrir í gær hjá skrifstofu SAS hér á landi. Ekki verður ljóst fyrr en í næstu viku hvort nýju fargjöldin verða boðin hér á landi, en til þess þarf leyfi samgönguráðuneytisins. Flugleiðir hafa sótt um lækkun fargjaldanna bæði til stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum hvað varð- ar ferðir til landsins, og til ís- lenskra stjómvalda varðandi ferðir héðan. Um samskonar fargjöld verður að ræða og hjá SAS, nema hvað þau verða ekki háð því að einn- ig sé keypt gisting á hóteli. Ef leyfi fæst fyrir þeim er reiknað með að þau taki gildi frá 3. febrúar í ótiltek- inn tíma, en miðað er við að bókað sé í þau 7-14 dögum fyrir brottför. Hluthafar Sameinaðra verktaka hf: Hafa fengið skattfriálsar á 5 árum Samkvæmt upplýsingum lög- reglu á Hvolsvelli er ekki talið úti- lokað að kviknað hafi í vegna eld- inga á þessu svæði aðfaranótt fimmtudags. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að um íkveikju hafí verið að ræða. Húsin eru byggð úr timbri, en ekkert rafmagn var á húsunum. Rannsókn brunans stendur yfír og er líklegt að Rann- sóknarlögregla ríkisins verði einnig fengin til aðstoðar. SAMEINAÐIR verktakar hf. hafa undanfarin fimm ár haft þann háttinn á að hækka hlutafé sitt á hluthafafundum og lækka um leið aftur, með því að greiða hluthöf- um sínum út ákveðinn hluta hækk- unarinnar. Samtals hafa hluthafar félagsins á þennan hátt fengið á undanförnum fimm árum 1.355 milljónir króna skattfijálsar, framreiknað til núvirðis. Árið 1988 var ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 180 milljónir króna og færa það niður aftur um 90 milljónir króna, með greiðslum til hluthafa. Á núvirði eru þær 90 millj- ónir sem þá voru greiddar 146 millj- ónir króna. Árið 1989 var hlutafé hækkað um 119 milljónir króna, og lækkað um 119 milljónir króna sem voru greiddar út. Á núvirði eru 119 milljónimar 162 milljónir króna. Árið 1990 var hlutafé hækkað um 105 milljónir og lækkað aftur um 95 milljónir sem voru greiddar út. Á núvirði væru það 108 milljónir króna. Árið 1991 var heimildin til útgáfu jöfnunarhlutabréfa hins vegar á þrot- um, samkvæmt áliti ríkisskattstjóra og var hlutaféð því einungis hækkað um 38 milljónir króna, sem þó var örlítið umfram það sem ríkisskatt- stjóri taldi heimilt. Á núvirði eru 38 milljónirnar rúmar 40 milljónir króna. Nú síðast var hlutaféð svo hækkað um 900 milljónir króna og fært niður um sömu upphæð aftur, með greiðslum til hluthafa. Samtals hafa Sameinaðir verktak- ar hf á þessum árum því greitt aftur til hluthafa sinna með þessum hætti 1.242 milljónir króna, sem fram- reiknaðar til núvirðis eru 1.355 millj- ónir króna. Sjá lista yfir greiðslur til hlut- hafa og frétt á miðopnu og frétt á bls 2. Fljótandi hót- el í Reykjavík STÓR lystisnekkja, 120 feta, mun liggja í Reykjavíkurhöfn næsta sumar á vegum Hótels Leifs Ei- rikssonar. Snekkjan verður fyrst og fremst notuð sem hótel, en ennfremur er ráðgert að nota hana í skoðunarferð- ir og til samkvæmishalds. Hótelið tók skipið á leigu gegnum breskan samstarfsaðila. Nú þegar hafa fjölmargir gestir bókað sig á fljótandi hótelið. Sjá „Fþ'ótandi hótel ...“ bls. B2. Mann tók út af þýsku skipi við Þorlákshöfn: Skipið rafmagnslaust og siglingartæki óvirk Gerd Schepers, þýskt skip í leigu Eimskipafélagsins. BRASILÍSKAN sjómann tók út þegar brot reið yfir 3.000 tonna þýskt skip, Gerd Schepers, úti fyrir Hafnarnesi í Þorlákshöfn í foráttuveðri, um kl. 18.30 í gær. Annar skipveiji slasaðist lítilsháttar. Fékk skipið brotið á sig um 1,5 sjómílur austan við Hafnarnes. Björgunarsveitar- menn frá Þorlákshöfn, Eyrar- bakka og Stokkseyri gengu fjör- ur í gærkvöldi. Beiðni um aðstoð barst Landhelgisgæslunni, en að sögn vaktmanns var ekki flug- veður til að senda björgunar- þyrlu. Maðurinn var ekki í flot- galla. Skipið slitnaði frá bryggju í Þor- lákshöfn, um kl. 18.30, í veður- hamnum sem gekk yfír landið í gær og síðustu nótt. Skipinu var þá siglt fyrir eigin vélarafli út úr höfninni. Um 1,5 sjómflur austur af Hafnar- nesi reið brot yfir skipið með þeim afleiðingum að maðurinn fór út- byrðis og annar slasaðist. Við brot- ið komst sjór í ljósavélar skipsins og sló rafmagnið út. Ms. Stuðlafoss var í grennd við slysstað og kom skipinu til aðstoð- ar. Sigldi það á undan á eins til tveggja sjómílna hraða, áleiðis til Hafnarfjarðar. Jón Vigfússon, skipstjóri á Stuðlafossi, sagði að öll siglingartæki um borð í þýska skipinu væru óvirk nema segul- kompásinn. „Málið er að hitta á rétta leið. Það er talsvert mikill sjór og um 10 vindstig. Við eigum eftir um 70 mflur til Hafnafjarðar. Við komumst varla mikið hraðar," sagði Jón. Talið er að skipin verði komin þangað einhvem tíma í dag. Ekki reyndist unnt að leita af hafi vegna veðurlags, en félagar úr Slysavarnadeildinni Mannbjörg í Þorlákshöfn, ásamt, félögum í björgunarsveitum á Stokkseyri og Eyrarbakka, alls um 40 manns, i i -—i----1 i i 0 5km Þýska leiguskipið Gerd Schepers fékk á sig brotsjó 1,5 sjómílur austur af Hafnarnesi um kl. 18.30 í gær. Einn maður féll útbyrðis og annar slasaðist lítillega. gengu fjörur. Um borð í Gerd Schepers var íslenskur farmstjóri, fulltrúi Eim- skipafélagsins, sem kom um borð í Þorlákshöfn, Þorgeir Axel Örlygs- son. Þorgeir var ásamt skipstjóran- um í brúnni þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi, en þá var skipinu stýrt með handafli í humátt á eftir Stuðlafossi. „Það er hérna vestan foráttuveður og alveg haugasjór. Við erum á að giska 1-2 mílna hraða. Annars vil ég helst ekki tjá mig um þetta, skipstjórinn verður að gera það. Hann er vant við látinn við stýrið," sagði Þorgeir. Skipið hafði losað salt í Þorláks- höfn fyrr um daginn og er ráðgert að það losi salt í Hafnarfírði og á Rifi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.