Morgunblaðið - 01.03.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 01.03.1992, Síða 17
menn hafi verið búnir að gefast upp gagnvart velferðarkerfinu. Að sumu leyti var velferðar- kerfið hrunið. Það segi ég vegna þess að þeg- ar fjárlögum var lokað fyrir síðasta ár, þá var hvergi sagt að skera ætti einhvers staðar nið- ur, en það vantaði gríðarlega fjármuni inn í fjárlögin. Það vantaði einn milljarð inn í lána- sjóðinn og fleira og fleira. Sömu aðilar sem gengu svo frá fjárlögum þá, gagnrýna ríkis- stjórnina núna fyrir að breyta reglum til þess að reyna að láta peningana duga. Þeir gerðu ekkert slíkt, heldur lokuðu fjárlögunum þó að milljarð vantaði í lánasjóðinn og í spítalana og tryggingakerfíð vantaði sömuleiðis þrjá milljarða króna. Þeir sem luku fjárlagagerð- inni með þessum hætti fyrir síðasta ár, voru í raun og veru búnir að gefast upp, en þeir þorðu ekki að segja það við fólkið. Við, hins vegar, horfum framan í fólkið. Við þurfum að breyta reglum og vilj- um gera það í samvinnu við það fólk sem þær taka til. Menn verða að trúa því að það er ekki gert til þess að eyðileggja eitt eða neitt, heldur þvert á móti til þess að velferðin hér á landi standist. Vel- ferð sem er á sandi byggð og erlendum lán- um, er ekki varanleg. Hingað til höfum við haldið velferðinni uppi á erlendum lánum, en slíkt gengur ekki lengur.“ - Allt hljómar þetta nú gott og blessað, þegar forsætisráðherra lýsir þessu með þessum hætti. En miðað við fylgishrun ríkisstjómar- innar, samkvæmt skoðanakönnunum og það hvernig þjóðin hefuiv tekið þessum aðgerðum ykkar, er þá ekki ljóst að .kynningarstarf ykk- ar á eigin verkum og stefnumiðum hefur mis- tekist? „Ég held það megi alveg segja að við höfum verið klaufar við áð kynna verk okkar og fyrir- ætlanir og kannskí talið að það sem við værum að gera, væri öllum mönnum augljóst. Skoðan- akannanimar mæla ugglaust fylgið nokkuð rétt. Ég held að ríkisstjómin hafi minna fylgi nú, en hún hafði í kosningum, Það tel ég á hinn bóginn eðlilegt, því við erum að fara inn á nýjar ög órfíðar brautir. Pram til þess tíma hafði fólk úr ölltim flokkum. trú á að hægt væri að halda áfram að auká útgjöldin þótt að tekjur þjóðarinnar minhkuðu. Það kemur í okkar hlut að segja að það sé ekki lengur hægt. Að því leyti til erum við í hlutverki boðbera válegra tíðinda, sem aldrei hafa nú verið sérstaklega vinsælir. En þegar tíðindin eru ljós og menn sjá að við erum að bregðast við þeim, þá held ég að fólk muni átta.sig á nýjan leik. Ég hef trú á því að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar og ráðstafanir s'éú vafarilégar, en ég held að óánægjan verði ekki varanleg. Menn munu fínna það og skynja að áróðurinn sem hafður er uppi gegn þessum aðgerðum er hvorki sannur né réttmætur." - Því hefur verið haldið fram að þið hafi seilst æði langt niður tekjuskalann, þegar þið skertuð líféyrisgreiðslur til aldraðra og ör- yrkja. Þannig hafíð þið náð örfáum krónum til viðbótar í fíkissjóð, en þessi ráðstöfun hafí reynst ykkur ærið kostnaðarsöm, hvað vin- sældir varðar. „Þetta er einmitt ágætt dæmi um þann óréttmæta og ósanna áróður gegn okkur, sem ég var að nefna. Lætin voru svo mikil þegar verið var að segja frá þessu, að það var með ólíkindum. Sjónvarpið sýndi samfellt myndir af gömlu fólki á elliheimilum, á meðan fréttin var lesin. Þó að ekki væri logið í textanum, þá var logið með myndinni, því hún gaf tií kynna að verið væri að ráðast á lífeyri fólks- ins á elliheimilum. Það fólk hefur auðvitað fundið eftir þessar breytingar, að það er ekki verr statt nú en fyrir breytingu. Það voru þeir sem betur máttu sín sem fengu skerðingu og það er ósköp einfaldlega þannig að ef við erum að reyna að ná inn peningum, án þess að vera með hryllilegar aðgerðir nokkurs stað- ar, þá hljótum við að skerða bætur mjög margra, til þess að áhrifin verði sem minnst fyrir hvem og einn. “ - En höldum við okkur við þá gagnrýni sem beinst hefur að ríkisstjóm þinni undanfarið. Aðgerðir ykkar til spamaðar í skóla- og mennt- amálum hafa fengið hastarleg viðbrögð, að ekki sé meira sagt. Hvað segir þú um það sjónarmið að skóla- og menntamál séu kannski eini þáttur fjárútgjalda, þar sem ekki eigi að skera niður, heldur jafnvel að auka fjárfram- lög, þótt hart sé í ári? „Þjóð sem býr við efnahagslegan afturkipp, hlýtur að velta því fyrir sér, hvernig hún get- ur nýtt peninga sína betur. Þannig þurfum við að hugsa um þá fjármuni sem renna til skólastarfs eins og aðra fjármuni. Kennarar hafa tekið gagnrýni afskaplega illa og það er miður. Eitt af því sem kennarar ættu að temja sér og kenna nemendum sínum, er að bregð- ast vel við gagnrýni, því öll lendum við í því, þegar við erum komin út í þjóðfélagið að verða fyrir gagnrýni. Kennarar hafa látið eins og hér væri um stórkostlega árás á skólakerfið að ræða, sem er ijarri öllu lagi. Það eina sem hefur gerst er að kostnaðurinn hefur verið „trimmaður" örlítið. Við höfum horft á það MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR' 1. MARZ 1992 áður, að kennarar hafa ekki hikað við, fjögur ár í röð að fara í verkföll og stoppa skólastarf- ið hvert einasta vor. Það virtust áhyggjulausar aðgerðir gagnvart nemendunum. Eg er sannfærður um að í skólastarfínu er hægt að ná sama árangri í ár og menn hafa áður náð, þó að framlag á nemanda á dag fari úr 121 krónu, í raunkrónum, niður í 120 krónur. Raunframlög til hvers nemenda eru þau sömu í ár og þau voru árið 1990 — meiri er nú samdrátturinn ekki. Ég held að það sé afskaplega óhollt að halda því að fólki, sjálfum sér, nemendum og foreldrum að menn séu með þessum smávægilega niðurskurði að sprengja sig aftur á steinöld. Sama máli gegnir með Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir sem áður munum við hafa eitt besta lánakerfí námsmanna í veröldinni. Það má segja að kerfíð eins og það var, hafí nánast verið óhollt fyrir nemendur sem voru að koma frá námi, í samanburði við launafólk. Þar á ég við að það er ekki heilbrigt að menn þurfi að hafa lakari kjör við það að hætta námi og fara að vinna. Ég er viss um að innst inni hafa menn skilning á nauðsyn þess að ráðast í þessar lagfæringar, þótt sársaukafull- ar geti verið. Þegar fram í sækir, er ég viss um að það verður virt við okkur, að við skulum hafa ráðist í þessar aðgerðir. Það er oft sagt um stjómmálamenn, að þeir séu í samfelldu vinsældakapphlaupi. Þessar aðgerðir benda nú ekki til þess að við séum í einhverju vinsæld- akapphlaupi. Auðvitað erum við mannlegir og viljum vera vinsælir í þeim skilningi að við viljum hafa þjóðina með okkur, en við viljum ✓ Avöxtunarkrafan núna á markaðnum af spariskírteinum er lægri núna, en hún var þegar við tókum við, og það eitt er mjög mikilvægur árangur. Þau voru skráð lægri hjá Ólafí Ragnari Grímssyni, eða með 6% vöxtum, en hjá okkur nú 7,5%, en ávöxtunarkrafan, hið raunveru- lega verð spariskírteinanna er nú lægra en það var þegar við tókum við.“ - Atvinnuástand er afskaplega slæmt um þessar mundir. Á hveijum degi eru nýjar fregn- ir af auknu atvinnuleysi fólks, og fátt eitt virð- ist benda til þess að bjartara sé framundan. Getur verið að þín ríkisstjórn verði að grípa til einhverra ráðstafana til þess að bæta at- vinnuástandið og stemma stigu við atvinnu- leysinu — ég rifja upp í þeim efnum hvað Viðreisnarstjórnin gerði á árunum 1968-69, þegar atvinnumálanefndir aðila vinnumarkað- arins og ríkisins voru skipaðar um land allt o'g ríkissjóður réðst í erlendar lántökur, til þess að auka framkvæmdir á vegum ríkisins, sem veittu aukin atvinnutækifæri? „Þá var þjóðin ekki jafnskuldug og nú. Á því er mikill munur. Þá sáu menn fram á til- fallandi hrun á einhverjum fiskistofni. Sem betur fer sjáum við ekki fram á slíkt hrun nú, þótt vissulega sé afturkippur. Þegar við horf- um fram á við, þá held ég að smám saman muni afli aukast á nýjan leik, ef við förum varlega. Við munum hægt og bítandi bæta okkar stöðu. Atvinnuleysið nú í janúar er svip- að og það var í janúar 1990. Vissulega er hætt við að atvinnuleysi verði heldur meira á Það er nóg að gera á símavaktinni, þegar heim er komið. Morgunbiaðið/Þorkeii DAV ÍI) ODDSSOA forsælisráðherra í viðtali virt Norgnnblaðið um velferðarkerfið, kjaramál og slöðu sjávarntvegsins ekki kaupa vinsældir frá degi til dags, því verði að við gerum ekkert — við höfnum því að láta reka á reiðanum, safna stórkostlegum erlendum skuldum og ljúga svo að þjóðinni að hér sé allt í lukkunnar velstandi." - Þú ert þá sáttur við þann árangur sem náðst hefur? „Auðvitað vill maður alltaf að allt gangi betur og hraðar fyrir sig en það gerir. Við erum að laga útgjöldin okkar að þeim tekjum sem þjóðin hefur sameiginlega. Við sögðum í fyrra: Ef við náum að stöðva aukningu ríkisút- gjalda og ef við náum að stöðva taumlausa, ósanngjama ásælni ríkisins í sparifé lands- manna, þá náum við halda verðbólgunni niðri og vextir geta farið að lækka. Þetta er að gerast. Verðbólgan er í núlli og vextirnir fara lækkandi." - En vextir fara hér alveg skelfílega hægt lækkandi, ekki satt? „Kannski það, en þeir fara lækkandi og ég hef trú á því að svo haldi áfram. Ef menn fara yfir markaðinn, þá sést glöggt að hér er vaxandi traust á stöðugleikanum. Það eitt gefur færi á lækkandi vöxtum. Það er á viss- an hátt betra að fara hægt í sakimar með vaxtalækkanir, heldur en að eiga það á hættu að missa þá upp aftur, því þá missa menn um leið trúna á að við séum á réttri leið. Við vit- um líka að á meðan menn hafa ekki alveg fast land undir fótum, og hafa ekki gert kjara- samninga, þá er atvinnulífið og bankarnir og allir hræddir og þess vegna halda menn vöxt- unum örlítið hærri en þeir þyrftu að vera. Það má segja að í því felist einskonar öryggisráð- stöfun. Um leið og menn væru komnir með kjarasamninga sem væru þess eðlis að þeir sýndu að menn ætluðu að viðhalda hér stöðug- leikanum, þá myndu vextir lækka. Á því leik- ur ekki nokkur vafi. þessu ári en það hefur verið undanfarin ár. Sá er þó munurinn nú, að hér á landi er allmik- ið af erlendum starfsmönnum, sem við urðum að fá hingað til lands, vegna ónógs framboðs vinnuafls hér. Þann fjölda má auðvitað draga frá, því þegar fram líða stundir mun þetta jafnast út og atvinnulausir íslendingar munu fylla þeirra störf. Það má segja að þar sé dulið svigrúm fyrir okkur til að stemma stigu við atvinnuleysinu. Ég hef sagt og allir í þessu stjómarsam- starfí, að okkar verkefni er ekki það að búa með gervjlausnum og lánum til einhveija at- vinnustarfsemi. Ríkisvaldið hefur á undanförn- um árum verið að hafa svokallað frumkvæði í atvinnuþróun og atvinnusköpun. Ég nefni fiskeldi, loðdýrarækt og afskipti af ullariðn- aði. Allt hefur þetta endað með hörmungum, vegna þess að stjómmálamenn em ekki vel til þess fallnir að stjóma þróun atvinnulífsins. Það eina sem þeir eiga að gera er að leggja til landið og plægja akurinn, aðrir eiga svo að hafa tækifærin til þess að sá og uppskera. Ríkisvaldið var að rembast við að sá og upp- skera líka, sem endaði með skelfílegum upp- skerubresti, eins og allir vita. Ef kjarasamningar nást núna — ég tel reyndar að það sé frumskylda beggja aðila í atvinnulífinu að ganga frá slíkum samningum, þá er enn frekari gmndvöllur kominn fyrir því trausti á stöðugleika, sem myndast hefur hér í þjóðfélaginu og skapar mönnum öryggi til þess að ýta úr vör með ýmsa hluti. Menn gera það ekki á meðan samningar eru lausir, vegna þess að því ástandi fylgir ákveðið örygg- isleysi." - Ríkisstjórnin hefur haldið að sér höndum og beðið átekta, þótt kjarasamningar hafi um langa hríð verið lausir. Þið hafíð lagt á það ríka áherslu að aðilar vinnumarkaðarins ættu n að bera ábyrgð á sínum samningum, auk þess sem þeir yrðu að koma sér saman um þær óskir sem þeir vildu beina til ríkisvaldsins. Er það vænlegt til árangurs, eins og staðan er nú, að halda að sér höndum og fylgjast bara með, en aðilar vinnumarkaðarins koma svo á fund ríkisstjórnarinnar hver í sínu lagi með gagnkröfur á hinn aðilann, eins og gerðist fyrr í vikunni, þegar VSÍ gekk á ykkar fund og lagði það til að álögur á atvinnufyrirtækin yrðu lækkaðar, en tekjuskattur launþega hækkaður? Getur svona lagað ekki hleypt öll- um viðræðum í bál og brand? „Ég held einmitt að það sem þú nefnir, sé gott dæmi um að það sem við erum að segja er rétt. Aðilar vinnumarkaðarins verða að koma sér saman. Þessar óskir Vinnuveitenda- sambandsins gátu ekki verið gott innlegg \ kjarasamninga og við sögðum fulltrúum VSÍ þá skoðun okkar umbúðalaust á þeim fundj sem við áttum með þeim. Auðvitað hefði ASÍ getað komið með sama hætti og sagt við okk- ur: Lækkið þið bara tekjuskattinn og hækkið gjöldin á atvinnulífið. Þá náum við samningum og það þarf ekki að semja um neina aðra launa- hækkun. Ef menn fara að kröfum okkar og koma fram með sameiginleg stefnumið, þá koma ekki kröfur, sem virka eins og gagnkröfur á hinn aðilann. Hins vegar er það ekki rétt hjá þér að við höfum setið alveg hjá í þessum málum. Við höfum fylgst náið með því sem gerst hefur og ítrekað átt í óformlegum sam- tölum við aðila vinnumarkaðarins. Þetta höfum við kosið að gera fjarri kastljósi fjölmiðlanna, enda held ég að það sé ekki vænlegt til árang- urs að láta slíkar viðræður nánast fara fram í beinni útsendingu. Bæði vinnuveitendur og launþegar vita að við erum alveg opnir fyrir því að koma inn í þessa mynd, þegar menn sjá fyrir endann á dæminu. Samningarnir verða fyrst og fremst að vera á ábyrgð þess- ara aðila, en ekki ríkisins.“ — Nú hefur slæm staða sjávarútvegsins verið mjög í sviðsljósinu, eftir að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kynnti meðaltal- sniðurstöður Þjóðhagsstofnunar á Alþingi í síðustu viku. Ljóst er að svona meðaltalskynn- ing á afkomu sjávarútvegsins, segir ekkert um þau fyrirtæki sem besta hafa afkomuna og ekki heldur um þau sem versta stöðu hafa. Er að þínu mati rétt að matreiða með þessum hætti ofan í þjóðina stöðu sjávarútvegsins og er hægt að gera þá kröfu til launþegahreyfing- arinnar í landinu, eins og Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ gerði í kjölfar skýrslugeröar sjávarútvegsráðherra, að hún taki að sér að halda uppi taprekstri um það bil þriðjungs sjávarútvegsfyrirtækja í landinu einn ganginn enn með því að sætta sig við launaskerðingu í einu formi eða öðru, eins og formaður LIÚ orðaði það? Það er rétt hjá þér, að það er ekki hægt að fjalla um vandamál sjávarút- vegsins með þessum meðaltalshætti. Menn segja, staða sjávarútvegsins er þessi og af því hún er þessi, þá þarf að grípa til tiitekinna ráða til þess bæta stöð- una. Menn tala um sjávarútveginn eins og hann væri eitt fyrirtæki, Sjávarútvegur íslands hf. Nú sé staðan svona og þá verði stjórn fyrir- tækisins, það er að segja ríkisstjóm íslands að grípa til tiltekinna aðgerða til þess að breyta stöðu fyrirtækisins. Þetta er bara ekki svona. Sjávarútvegurinn er ekki eitt fyrirtæki — hann er mörg hundruð fyrirtæki, með ólíka stöðu og ólíka afkomu. Það em vel rekin og vel stæð fyrirtæki, sæmilega stæð fyrirtæki og það eru illa rekin fyrirtæki, sem sum hver ramba á barmi gjaldþrots, eða eru í raun gjaldþrota. Fyrirtækin í sjávarútvegi hafa hagað sér mismunandi í fjárfestingum og hafa mismun- andi forsendur. Þess vegna er ekki hægt að segja að það séu einhver tiltekin rekstrarskil- yrði, sem eigi við sjávarútveginn í heild, ein- faldlega vegna þess að hann er ekki ein heild og ekki eitt fyrirtæki. Þess vegna verða menn að hafa það í huga að það gengur einfaldlega ekki upp að segja, að lækka beri gengið vegna þess að þetta og þetta mörg fyrirtæki standi svo illa. Það fær mig enginn til þess að fallast á þá niðurstöðu að gengi íslensku krónunnar eigi að miðast við verst reknu fyrirtækin í sjávarútvegi á íslandi — það gengur aldrei upp. Gengið núna er örlítið hærra en það var árið 1990. Það er 15%-20% lægra en það var árið 1988. Það er mjög áþekkt því sem það var í áratug. Markaðurinn stendur vel á flestum sviðum, að vísu með undantekningum eins og á rækju, ipjöli og lýsi. Við sjáum það á þeim fyrirtækjum sem gengið hafa í gegnum stór- fellda hagræðingu, sameiningu og annað slíkt, að þau eru að ná sér á strik. Við getum litið á Granda, á Akranes og þá sameiningu sem þar átti sér stað, Suðureyri, sem hefur um áratugaskeið verið samfellt vandamálapláss, en er það ekki lengur. Á Suðureyri átti að leysa vandann enn einu sinni með gömlu að- ferðinni, innspýtingu opinberra fjármuna og í þeim erindagerðum stóðu menn í biðröðum Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.