Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
Hinn þekkti húðfrœðingur,
MICHELLE AMBERNI
kynnir og veitir persónulega róðgjöf
varðandi notkun ó nýju áhrifaríku
kremlínunni RM2 frá STENDHAL.
Mánudaginn 2. mars kl. 10-13.
Snyrtivöruverslunin DÍSELLA,
Miðvangi 41 ■ Hafnarfirði.
Qi A -i 1 í' ■' ;i Stendhalfrœðingur veitir förðunarráðgjðt,
OICilQlial O meðlitalínunnlfráSTENDHAL
Harry Belafonte í Sjónvarpinu;
Rekur sögu afrískrar
tónlistar
SUÐUR-amerísk tónlist er þekkt
um heim allan, enda hefur tónlist
þaðan haft áhrif á nánast allar
dægurtónlistarstefnur síðustu
áratuga. Tónlist í í S-Ameríku og
Karíbahafi hefur löngum verið
deigla afrískrar og evrópskrar
tónlistar, og úr því sprottið grúi
tónlistastefna og dansa sem farið
hafa um heiminn, t.a.m. tangó,
rúmba, merengue, konga, son,
beguine, reggí, tsjatsjatsja,
lambada, bossanova og mambó.
Salsatónlist hefur og notið hylli
um heim allan og haft áhrif á
grúa tónlistar eins jass, en Latin-
Jazz, eða salsajass, þekkja líklega
flestir.
í dag og næstu tvo sunnudaga
mun Jamaíkmaðurinn Harry
Belafonte, sem er heimsþekktur
fyrir söng sinn, rekja sögu s-
amerískrar og karíbskrar tónlistar
í þáttaröðinni Rætur rytmans,
Routes of Rhythm, í Sjónvarpinu.
Hann byijar í Afríku, enda er
mestur hluti tónlistararfsins kom-
inn frá þrælum sem fluttir voru
frá Vestur-Afríku til að þræla á
plantekrum. í Afríku rekur Harry
Belafonte hlutverk trommunnar,
sem var Qölmiðili síns tíma og
nýtt til að ná sambandi við anda
framliðinna og þau öfl sem stjórna
heiminum, og sýnir fram á að 500
ára trommutaktar lifa í sálsatónl-
ist í dag.
Frá Afríku liggur leiðin til
Spánar, þar sem hann finnur snar-
an þátt í s-amerískri tónlistar-
hefð, sem er farandsöngvarahefð-
in og flamencotónlist.
Frá Spáni heldur hann til Kúbu,
Harry Belafonte.
þar sem frumgerð salsatónlistar
lifir enn þann dag í dag. Meðal
þess sem ber fyrir augu sjón-
varpsáhorfenda eru gamlar mynd-
ir af fremstu sveitum fjórða til
sjötta áratugarins, sveita eins og
Anacaona og Septeto National,
en einnig bregður fyrir vinsælustu
salsasveitum Kúbu í dag, Irakere
og Los Van Van.
Frá Kúbu liggur leið Harrys
Belafontes til Bandaríkjanna, þar
sem salsatónlist hefur runnið
saman við taktfasta danstónlist
hjá tónlistarmönnum eins og Glor-
iu Estefan, en einnig ræðir Harry
Belafonte við Dizzy Gillespie um
salsajass, og kynnt verða til sög-
unnar Celia Cruz, Tito Puente og
aðrir sem voru í fararbroddi í
salsabylgju sjöunda áratugarins.
Á TILBOÐSVERÐI !
ATLAS-RR247
ATLAS-MR243
ATLAS-RR154
* Kœlir 150 Itr.
* An frystihólfs
* Sjólfvirk afþíðing
* H:85cm B:58cm D:60cm
TIIBOÐ 04 QAA.
Kr. 26.200- X‘T#7vVstgí
ATLAS-RR291
* Kœlir280ltr.
* Án frystihólfs
* Sjálfvirk afþ'ðing
* H:142cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ
Kr. 36.700- wi.
ATLAS-VR156
« Kœlir 150 Itr.
* Frystihólf 14 Itr. innb.
* Hálfsjálfvirk afþðing
* H:85cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ 04 QAA
Kr. 28.300- Z0.7vVsTm
ATLAS-RF181
* Kcelir 180 Itr.
* Frystir 80 Itr. að neðan
* Sjálfvirk afþðing
* H:145cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ
Kr. 41.900-
* Kœlir 240 Itr.
$s Án frystihólfs
& Sjálfvirk afþðing
* H:122cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ OQ QAA.
Kr. 31.500- 47.7VVT.
íj: Kœlir 240 Itr.
* Frystihólf 27 Itr, innb.
í: Hálfsjálfvirk afþðing
* H:122cm B:58cm D:60cm
TILBOÐ 01 QAA.
Kr. 33.500- 0I.7VV
STGR
ATLAS-RF356
é' Kœlir 240 Itr.
* Frystir 60 Itr.
* Sjálfvirk af|
* H:160cm B:59cm D:60cm
TILBOÐ
Kr. 44.900- Tin
SUNDABORG 15
^91-685868
----------Y
UTVARP
RÁS 1
FM 92,4/93,5
HELGARUTVARP
8.00 Fréttir.
8.07 Morgunandakt. Séra Örn Friðriksson prófast-
ur é Skútustöðum flytur ritningarorð og bæn.
.8.15 Veðurfregnir.
8.20 Kirkjutónlist .
- Inngangur og Passacaglia i d-moll ettir Max
Reger
- Prélúdía og fúga i E-dúr eftir Vincent Lubeck.
Máni Sigurjónsson leikur á orgel.
— Missa Brevis eftir Palestrina. Tallis Scholars
kórinn syngur; Peter Phillips stjórnar.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónleikur. Tónlistarstund bamanna. Umsjón:
Þórunn Guðmundsdóttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Uglan hennar Mínetvu. Umsjón: Arthúr Björg-
vin Bollason. (Einnig útvarpað miðvikudag kl.
22.30.)
11.00 Messa í Hallgrímskirkju. Prestur séra Jón
Ragnarsson.
12.10 Dagskrá sunnudagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðuriregnir. Auglýsingar.Tónlist.
13.00 Góðvinafundur í Gerðubergi. Gestgjafar:
Elísabet Þórisdóttir, Jónas Ingimundarson og
Jónas Jónasson, sem er jafnframt umsjónarmað-
ur.
14.00 „Ég festist alltaf í orðunum". Páttur um Hann-
es Sigfússon skáld í tilefni af sjötugsafmæli hans
2. marz. Umsjón: Friðrika Benónýsdóttir. Lesari
með umsjónarmanni: Kristján Franklín Magnús.
15.00 Kammermúsfk á sunnudegi. Frá tónleikum
Tríós Reykjavikur i Hafnarborg 16. febrúar sl.
Meðal efnis á tónleikunum var verkið Þrjú andlit
í látbragðsleik "82 eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
sem jafnframt er gestur þáttarins. Umsjón: Tóm-
as Tómasson. (Hljóðritun Útvarpsins.)
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.30 Baróninn á Hvítárvöllum. Seinni þáttur. Flytj-
endur: Hjörtur Pálsson, Þorsteinn Gunnarsson
Róþert Amfinnsson, Herdis Þorvaldsdóttir og
Klemenz Jónsson. Umsjón: Klemenz Jónsson.
(Áður á dagskrá i april 1989.)
17.35 Síðdegistónleikar.
- Konsert nr. 2 i Es-dúr ópus 74 fyrir klar-
ínettu og hljómsveit eftir Carl von Weber Raíner
Miiller-van-Recum leikur með Útvarpssinfóníu-
hljómsveitinni í Saarbrucken; James Judd stjórn-
ar.
— Sinlónia nr. 6 i d-moll ópus 104 eftir Jean
Sibelius Útvarpssinfóníuhljómsveitin í Saarbrúc-
ken leikur; James Judd stjórnar. (Hljóðritanir út-
varpsins í Saarbrúcken frá í maí 1991.)
18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Frost og funi. Vetrarþáttur barna. Tiu ára
lögfræðingur og þriggja þarna faðir. Umsjón:
Elísabet Brekkan. (Endurtekinn frá laugardags-
morgni.)
20.30 Hljómplöturabb. Þorsteins Hannessonar.
21.10 Brot úr lífi og starfi. Hjálmarz H. Ragnarsson-
ar tónskálds Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (End-
urtekinn þáttur úr þáttaröðinni I fáum dráttum
frá miðvikudegi.)
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Dagskrá morgundagsins.
22.25 Á fjölunum - leikhústónlist. Annar þáttur
ballettsins Coppélía eftir Léo Delibes, Svissnesk
rómanska hljómsveitin leikur; Richard Bonynge
stjórnar.
23.10 Útilegumannasögur. Umsjón: Þórunn Valdi-
marsdóttir. Lesari ásamt umsjónarmanni: Magn-
ús Þór Jónsson. (Einnig útvarpað á föstudag kl.
15.03.)
24.00 Fréttir.
0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Umsjón: Knútur
R. Magnússon. (Endurtekinn þáttur frá mánu-
degi.)
1.00 Veðurfregnir.
1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
RÁS2
FM 90,1
8.07 Vinsældalisti götunnar. Vegfarendur velja og
kynna uppáhaldslögin sín. (Einnig útvarpað laug-
ardagskvöld kl. 19.32.)
9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
Sígild dægurlög, fróðleiksmolar, spurningaleikur
og leitað fanga i segulbandasafni Útvarpsins.
(Einnig útvarpað i Næturútvarpi kl. 1.00 aðfara-
nótt þriðjudags.)
11.00 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls og Kristján
Þorvaldsson. Úrval dægurmálaútvarps liðinnar
viku.
12.20 Hádegísfréttir.
12.45 Helgarútgáfan heldur áfram.
13.00 Hríngborðið Gestir ræða fréttir og þjóð-
mál vikunnar.
14.00 Hvernig var á frumsýningunni? Helgarút-
gáfan talar við frumsýningargestí um nýjustu
sýningarnar.
15.00 Mauraþúfan. Lisa Páls segir islenskar rokk-
fréttir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags
kl. 1.00.)
16.05 Söngur villiandarinnar, Magnús Kjarlansson
leikur dægurlög frá fyrri tíð.
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson leikur heims-
tónlist. (Frá Akureyri.) (Urvali útvarpað í næturút-
varpi aðfaranótt fimmtudags kl. 1.01.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Djass - Stefán S. Stefánsson. Umsjón: Vern-
harður Linnet.
!0.30 Plötusýnið: Ný skífa.
!1.00 Rokktiðindi. Skúli Helgason segir nýjustu
fréttir af erlendum rokkurum. (Endurtekinn þáttui
frá laugardegi.)
!2.07 Með hatt á liöfði. Þáttur um bandariska
sveitatónlist. Umsjón: Baldur Bragason.
>3.00 Þegar Paul McCartney dól Umsjón: Magnús
R. Einarsson.
0.10 i háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist,
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 8.00, 9.00. 10.00,12.20,16.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARP
1.00 Næturtónar.
2.00 Fréttir. Næturtónar hljómar áfram.