Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 KÍSILIÐJAN VID MÝVATN eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur VINNSLA kísilgúrs af botni Mývatns hefur verið umdeild allt frá því að Kísiiiðjan hf. tók til starfa árið 1966. Núgildandi námaleyfi verksmiðjunnar nær til ársins 2001 en fram til þessa hafa takmarkan- ir verið á leyfínu og því aðeins verið heimilt að dæla úr Ytriflóa vatnsins. Þar verður kísilgúrinn hins vegar upp urinn innan fimm ára og þá þarf að færa kísilnámið út eigi verksmiðjan að starfa áfram. Andstæðingar vinnslunnar segja það ekki koma til greina enda liggi fyrir sannanir um að djúpar lægðir í dýralífi á svæðinu undanfarin ár megi rekja til starfsemi verksmiðjunnar og henni beri að Ioka. Talsmenn vinnslunnar telja á hinn bóginn að orsak- anna sé að leita í aðra umhverfisþætti og segjast þvert á móti vera að bjarga vatninu sem fyllast muni af kísilgúr innan tíðar verði ekkert að gert. Fyrir Iok mars munu ákvarðanir iðnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis um áframhaldandi takmarkanir á námuleyf- inu væntanlega liggja fyrir. Frá náttúruverndarsjónar- miði er Mývatnssvæðið einstakt á heimsmæli- kvarða. Vatnið er grunnt stöðuvatn sem stendur undir stærri fuglastofnum en finnast nokkurs staðar í norðlægum löndum. Hvergi i Evrópu er meiri fjöldi anda eða fleiri tegundir, þ. á m. tegundir sem hvergi er að finna annars staðar, eins og húsönd. Þá hefur silungsveiði í vatninu verið mikil í gegnum tíðina og Laxá, frá virkjuninni við Brúar að Mývatni, er mesta urriðaá landsins. Lífríki vatnsins breytist hins vegar frá ári til árs með mikilli veiði og fuglalífi í blóma sum árin en lægðum í dýra- lífínu önnur ár. Meðalársafli minni en fyrr á öldinni Undanfarin ár hefur veiði verið minni á svæðinu en nokkurn tíma á þessari öld. Svipað er að segja um andastofna sem verið hafa í meiri lægð nú en á undanförnum sjötíu árum. Meðalársafli fyrstu 72 ár þessarar aldar var um 32.000 siiungar. Á þessum 72 árum fór ársafli þrisvar sinnum niður fyrir 15.000, minnst í 13.000 silunga. Frá árinu 1972 hef- ur meðalafli hins vegar stórlega minnkað og hefur ijórtán sinnum verið minni en 15.000 fiskar, minnst 3.000 silungar sem er einsdæmi. Ýmis atriði hafa verið talin líkleg tii að skýra þessar breytingar á stofnstærðum í vatninu. Sérfræð- inganefnd um Mývatnsrannsóknir, sem skipuð var til að meta áhrif Kísiliðjunnar á lífríki vatnsins og skilaði skýrslu í sumar, nefndi um- hverfisbreytingar á svæðinu sem lík- legustu skýring'arþætti. Þar á meðal þyngri veiðisókn, efnabreytingar og hitabreytingar tengdar umbrotum við Kröflu 1975-1989, aukna áburð- arnotkun í landbúnaði og tvöföldun íbúafjölda á svæðinu, landris í norð- urhluta vatnsins og veðurfar sem verið hefði kaldara frá 1965 heldur en næstu fjörutíu árin á undan. Þá var námuvinnsla Kísiliðjunnar úr botnleðju Mývatns talin einn af hugsanlegum skýringarþáttum. Þann þátt telja andstæðingar verksmiðjunnar langlíklegustu skýr- inguna á erfðileikunum í lífríki vatnsins. Dýpkun og flutningur. á seti sem verði þegar kísilgúrinn er numinn úr vatninu þýði að setburður innan vatnsins sé ekki í upprunalegu jafnvægi heldur safnist setið fyrir í holum sem myndist við kísilnámið og þar með nái lífverur í minni fæðu en ella. Niðurstöður sérfræðinga mismunandi Þessi skoðun andstæðinga vinnsl- unnar er í samræmi við niðurstöður bandarísks fískifræðings, Carls Parkers, sem kom hingað til lands í haust á vegum hóps bænda í Mý-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.