Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 Hjónaminning: SvanlaugE. Sig- mundsdóttir - Krístján Krístjánsson Svanlaug Esther Fædd 24. júlí 1929 Dáin 18. febrúar 1992 Krislján Fæddur 4. október 1918 Dáinn 31. október 1991 Þú Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni. í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. (V.Br.) Hún Esta er dáin. Elsku systir okkar og mágkona er horfín yfir móðuna miklu, til fylgdar við eigin- mann sinn, sem lést sl. haust. Það varð ekki langt á milli þeirra og nú fylgjast þau að í öðrum heimi, eins og þau gerðu hér í þessum, af hógværð og styrk, sem ein- kenndi allt þeirra viðmót. Eftir stöndum við hljóð með söknuð okk- ar, verðum að beygja okkur fyrir vilja Hans, Guðs, „sem stýrir stjama her, og stjómar veröldinni". Minningamar streyma um huga okkar, samvemstundir í gleði og sorg, skemmtileg ferðalög, sam- komur við ýmis hátíðleg tækifæri og styrkur og samstaða á erfíðum stundum. Svanlaug Ester Sigmundsdóttir var fædd 24. júlí 1929 í Viðey. Hún var elst af 7 bömum þeirra hjóna, Sigmundar Þórðar Pálmasonar bryta, og konu hans, Margrétar Gísladóttur. í Viðey eyddi hún sín- um fyrstu sjö ámm og þijú systkini bættust þar í hópinn, og önnur þijú eftir að íjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Með Estu em íjögur þeirra horfín yfir móðuna miklu. Kristján Kristjánsson var fæddur 4. október 1918 á Hólslandi í Eyja- hreppi á Snæfellsnesi. Hann var ellefti í röðinni af sautján systkin- um. Ungur að ámm fluttist hann til Reykjavíkur og vann sem bifreið- arstjóri allt sitt líf. Esta og Danni giftu sig 6. ágúst 1949 og varð þeim tveggja dætara auðið, en það átti fyrir þeim að liggja að missa aðra dótturina í blóma lífsins, að- eins 29 ára gamla. Margrét Erla var fædd 23. desember 1946 og dó 14. janúar 1976 og Danfríður Gréta er fædd 8. febrúar 1958. Erla lét eftir sig eiginmann og þijú böm, Kristján Sætran, sem hún eignaðist fyrir hjónaband, og Ingólf og Esth- er, sem hún átti með eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðbrandi Ing- ólfssyni. Kristján ólst að langmestu leyti upp hjá þeim Estu og Danna. Danfríður er gift Sigurði Pétri Al- freðssyni og eiga þau ijóra syni, Alfreð Pétur, Kristján Óla, Sigurð Grétar og Halldór, og búa þau á Vopnafirði. Þeim auðnaðist að eign- ast eitt barnabamabam sem er son- ur Ingólfs. Esta og Danni bjuggu alla tíð í Reykjavík en æskustöðvar þeirra beggja áttu stóran sess í hugum þeirra. Viðey var sótt heim eins oft og auðið var og hið sama gilti um Snæfellsnesið. Hug Danna til æsku- stöðvanna er kannski best lýst með fyrsta erindi úr ljóði Ingólfs, bróður hans: Snæfellingur. FVá æskubyggð þú ótal myndir geymir og allt er þar í björtum töfrahjúp. Fjöll og engi og unnir hugann dreymir, eyjar grænar, strönd og Jökuldjúp. Og bærinn, sem þig ól í æsku þinni er öllum húsum fegri og kærri í minni. (Ing. Kristj.) Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þeim hjónum fyrir samfylgdina í lífinu og biðjum góð- an Guð að vemda þau og blessa. Elsku Kiddi, Danfríður, Siggi og strákamir, Ingólfur og Esther, Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk í sorg ykkar. Systkini og makar. Minning: Pálmi Pálsson, Hjálmsstöðum Pálmi Pálsson bóndi á Hjálms- stöðum varð bráðkvaddur að heim- ili sínu hinn 19. febrúar sl. Hér er að velli hniginn sannur ágætismaður, traustur og hollur vinum sínum og grönnum, maður sem naut því meiri virðingar sam- ferðamanna sem þeir þekktu hann lengur og nánar. Hann var maður hófsamur og fremur hæglátur í fasi, skapríkur nokkuð svo sem hann átti kyn til, en fór vel með. Hann var laus við íýas og öfgar og því einkar viðræðu- góður, svo öllum þótti gott og gam- an við hann að ræða. Kímni hans var eins og annað laus við hót- fyndni, glamur og hávaða. En hann var fjarska fljótur að átta sig á hinum skoplegu hliðum, þegar sam- ræðumar gáfu tilefni til. Meðal annars þessvegna þótti gott að vera gestur þeirra hjóna Pálma og Ragn- heiðar, og ekki spillti fas og fram- koma húsfreyjunnar, hún er hvers manns hugljúfi. Pálmi var lítið fyrir það gefinn að ota sínum tota. Hann beitti sér, þótt félagslyndur væri, lítt í félags- málum eða pólitík. Sveitungar hans slepptu honum þó ekki við setu í hreppsnefnd um áratugi, og veit ég að þar sem annarstaðar voru verk hans til þurftar. Pálmi var bóngóður og greiðvik- inn í besta lagi, en eins og títt er um slíka, væri honum sjálfum gerð- ur greiði, undi hann illa við að gjalda ekki í sömu mynt og heldur betur þó. Líklega var frændi minn nokkuð íhaldssamur í viðhorfum, þ.e.a.s. í jákvæðri merkingu hugtaksins. T.d. var hann ekki fyrirfram ginnkeypt- ur fyrir öllum nýjungum, tók með fyrirvara ýmsu því í félags- og at- vinnuháttum, sem einmitt nú er óðum að sannast, að betur hefði verið farið að með meiri gát. Og )ótt sjálfur væri Pálmi höfðingi í Birting- íifmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. rausn og gestrisni, hafði hann skömm á því oflæti og óþarfa bruðli sem hann þóttist sjá býsna víða. Fyrirbrigði það sem menn nú nefna framapot átti óskipta fyrirlitningu hans. Vinsældir Pálma og Ragnheiðar mátti hver og einn marka af gesta- sæld heimilis þeirra. Ég átti því láni að fagna að þekkja Pálma frá því fyrst ég man. Ég var strax sem smástelpa í sum- ardvöl hjá Andrési föðurbróður mín- um og afa og ömmu á hinum Hjálmsstaðabænum. Milli bæjanna er rétt rúmlega steinsnar, og svo náið og farsælt var samstarf bænd- anna, bræðranna Andrésar og Pálma að með fádæmum var, og væri það verðugt rannsóknarefni fyrir félagsvísindamenn, en það er önnur saga. I þessu andrúmslofti undi ég mér löngum með frænd- og leiksystkin- um mínum Pálmasonum og dætrum og fann mig ávallt mikið velkomna inn á heimili þeirra hjóna. Frá þess- um bemsku- og æskuárum á ég að sjálfsögðu mjög margar minn- ingar og allar góðar. En gestrisið myndarheimili þeirra Pálma og Ragnheiðar laðaði greinilega fleiri að en litla frænku úr Reykjavík, og er mikill fjöldi góðvina greinileg- ásti vottur þess. Pálmi þótti hið mesta glæsimenni og hélt reisn sinni til lokadags. Hann var vel á sig kominn og hinn knálegasti, fríður í andliti, karl- mannlegur og svipmikill. Hann flík- aði lítið viðhorfum sínum og prédik- aði ekki. Hinsvegar komu skoðanir hans fram í stuttum meitluðum at- hugasemdum, oft með dálítið glettnu ívafi. Pálmi var ákaflega starfsamur. Hann hefur auðvitað, eins og þá var títt, hlotið að taka þátt í dagleg- um störfum, svo fljótt sem kraftar leyfðu, eða jafnvel fyrr. Hann stundaði ýmis störf bæði til sjós og lands. Hann var m.a. togarasjómað- ur öll stríðsárin síðari, verkstjóri hjá Skógrækt ríkisins og Mæði- veikivörnum og svo mætti lengi telja. Síðan bjó hann á föðurleifð sinni eins lengi og kraftar og þrek leyfðu. Það var sama hvar hann tók til hendinni, öll sín störf vann hann með miklum ágætum. Honum var svo tamt að vera sívinnandi, að í aðgerðarleysi leið honum illa og varð þá eirðarlaus. Honum hefði því orðið lítið tilhlakk, eins og heilsu hans var komið undir það síðasta, að eiga fyrir höndum langt ævi- kvöld sem óvirkur áhorfandi að daglegu amstri. Örlögin sáu um að svo varð ekki. Hjálmsstaðahjónin voru vel sam- hent. Þau áttu að fagna miklu bam- aláni, einnig eru tengdabörn þeirra öndvegisfólk, svo og þær kynslóðir afkomenda sem þegar hafa litið dagsins ljós. Heimili sínu skópu þau Ragnheiður og Pálmi það andrúms- loft og þokka, sem fleiri vildu geta státað af. Samheldni og eining stór- fjölskyldunnar er til sérstakrar fyr- irmyndar og eykur manni bjartsýni að þekkja, og gott er að eiga slíkt fólk að vinum. Börnum, bamabömum og öðmm þeim sem nú eiga um sárt að binda, þegar dauðinn, þessi sjálfsagðasti þáttur lífsins hefur sært ykkur, vil ég segja að minningar eru dýrmæt eign. Svo er tíminn mikill og mátt- ugur læknir. Og við þig Ragnheiður frænka mín, þú átt stuðning af- bragðsfólks þar sem em afkomend- ur ykkar og annað venslafólk, ásamt fyölda góðra vina. Ég bið þess að þær hollvættir, sem staðið hafa við hlið þína um ævina, megi fylgja þér hér eftir sem hingað til. Eg votta ykkur öllum dýpstu samúð mína og minna og blessa minningu Pálma frænda míns. Rósa Hilmarsdóttir. Hjónaminning: Valgerður Sigurð- ardóttir — Ingimar Ingimarsson Valgerður: Fædd 28. febrúar 1923 Dáin 13. desember 1991 Ingimar: Fæddur 13. nóvember 1920 Dáinn 20. ágúst 1982 Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (HP ps. 44.) Þann 13. desember lést í Landa- kotsspítala æskuvinkona mín, Val- gerður Sigurðardóttur. Hún var kjördóttir hjónanna Guðlaugar Hjörleifsdóttur og Sigurðar Krist- inssonar forstjóra, Hlíðarenda við Laugarásveg. Tvo fósturbræður átti Valgerður. Gerðu, eins og hún var alltaf kölluð af vinum sínum, fylgdi alltaf hressandi andblær hvort sem við vorum á leið í Laugamesskóla, sundlaugar eða á skauta í Vatna- görðum. Þegar allar vinkonumar fóm á skauta niður á Austurvöll 1935 — það voru gleðidagar. Alltaf var Gerða fremst í flokki með glað- værðina, hláturinn og hugrekkið sem hún átti alltaf ótakmarkað. Ég minnist allra ferðalaganna sem við fómm í á hjólum, í útilegu, að skoða fuglana, vaða í lækjum, fara í fjör- ur og tína skeljar, taka myndir af landslaginu. Gerða var góð vinkona, harðdugleg og vildi allt fyrir alla gera. I Laugarási við Laugarásveg bjuggu hjónin Sólveig Jónsdóttir og Ingimar Kjartansson og þeirra stóri barnahópur. Þar óx úr grasi yndis- legur drengur, Ingimar Ingimars- son, sem síðar varð sérleyfishafi með bróður sínum Kjartani. Þeir vom æskuvinir mannsins míns. Ingimar var harðduglegur, skemmtilegur og góður vinur og síðast en ekki síst hestamaður mik- ill. Gerða og Ingi felldu hugi saman og giftu sig á sumardaginn fyrsta 1943. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í bijósti mér. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þann 15. september 1943 fædd- ist einkasonurinn Sigurður sem var augasteinn foreldra sinna beggja. Svo tóku við vinnuárin, að koma sér upp húsnæði. Bræðurnir Ingi- mar og Kjartan byggðu stórt og mikið hús við Kirkjuteig 23 og fluttu með fjölskyldur sínar þangað 1947. Hún leyndi sér ekki gleðin hjá hjónunum á neðri hæðinni, hvað allt lék í lyndi og ánægjan var mikil í nýja húsinu og þegar elsku litla kjördóttirin kom nokkmm árum seinna, Inga Gerður, var hjónaband Gerðu og Inga fullkomnað. Þegar ég kveð elskulega vini get ég ekki annað en minnst tveggja yndislegra vinkvenna; Unnar Árna- dóttur, svilkonu Gerðu og Guðrúnar Ingimarsdóttur frá Laugarási, syst- ur Inga sem báðar eru látnar. Guð blessi vini mína Gerðu og Inga sem nú þeysa saman á ný á gæðingum annars heims. Unnur Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.