Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 34
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Iþróttakennari og hjúkrunarfræðingur með barn á skólaaldri óska eftir störfum úti á landi til a.m.k. eins árs, frá 1. júlí nk. Áhugasamir sendi upplýsingar á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 15. mars merktar: „H - 12258“. Hárgreiðslusveinn óskar eftir 50-75% vinnu. Uppplýsingar í síma 42555. Heimilisaðstoð Er sjúkraliði. Tek að mér að vera hjá fólki á daginn og kvöldin og næturlangt ef þörf er á, til dæmis að leysa aðstandendur af, bæði hjá sjúku fólki, öldruðu og þroskaheftu. Áhugasamir vinsamlega sendi upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 6. mars '92 merktar: „Heimilisaðstoð - 999“. „Au pair“ - Noregur Stelpa/strákur óskast til að gæta tveggja barna á aldrinum 11/2 árs og 5 ára í Vestur- Noregi frá sumrinu ’92. Umsækjendur verða að vera orðnir 18 ára. Skriflegar umsóknir berist til Heidi Sandvik, Sollia 4, 6150 Örsta, Noregi. Atvinna - Selfoss Viljum ráða sem fyrst mann til sjá um lager og afgreiðslu hjá fyrirtækinu. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í lag- erstörfum og/eða þekkingu á lagnaefni og geti unnið sjálfstætt og skipulega. Sethf., plaströraverksmiðja, Eyrarvegi 43, 800 Selfossi, sími 98-22700. Verktaki - mötuneyti Verktaki óskast til að hafa umsjón með fyrir- tækismötuneyti. Fyrirtækið er staðsett í Reykjavík. Starfs- menn eru 170 og er boðið uppá léttar veiting- ar. Aðstaða er öll fyrir hendi og sér fyrirtæk- ið um greiðslu á hráefniskostnaði. Þeir, sem óska eftir nánari upplýsingum, eru beðnir að leggja inn nafn sitt, kennitölu, heimilisfang og símanúmer, ásamt upplýs- ingum um reynslu og/eða menntun, merkt: „F - 12944“ til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 11. mars 1992. Leikskólar Reykjavfkurborgar Matráðskona Leikskólinn Brekkuborg við Hlfðarhús í Grafarvogi óskar að ráða matráðskonu til starfa. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í sfma 679380. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Múrarar - múrarar Veggprýði hf., sem er umboðs- og þjónustu- aðili fyrir sto utanhússklæðningarefnin, ósk- ar eftir að komast í samband við múrara sem víðast á landinu, sem áhuga hafa á að kynna sér meðferð og ásetningu sto utanhúss- klæðningarinnar. Opið alla virka daga frá kl. 13.00-17.00. RYOIf Bíldshöfða 18 (bakhús), 112 Rvík, sími 673320. Sölumaður - tæknimaður Sæplast hf. á Dalvík óskar að ráða sölu- og tæknimann. Sæplast hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fiskikerum og trollkúlum, auk annarra af- urða úr plasti til notkunar í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Sæplast hf. flytur um helming framleiðslu sinnar á erlenda markaði, og fer útflutningur vaxandi. Við leitum að manni með þekkingu á sviði plastiðnaðar, auk góðrar tæknimenntunar. Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af sölu- og markaðsmálum. Starfssvið sölu- og tæknimanns er m.a að taka þátt í aukinni markaðssókn fyrirtækisins, þróun nýrra framleiðsluafurða, auk annarra verkefna, sem snerta áframhaldandi upp- byggingu og daglegan rekstur fyrirtækisins. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðaramál og öllum umsókn- um verður svarað. Skriflegum umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila á skrifstofu Sæplasts hf., Gunnarsbraut 12, 620 Dalvík, fyrir 15. apríl nk. saeplase PÓSTHÓLF 50, 620 DALVlK, SlMI: 96-61670. PÓSTFAX: 96-61833 „Au pair“ San Francisco Vantar barngóða stúlku í eitt ár frá miðjum maí 1992 (tvö börn). Þarf að vera góður bílstjóri, reyklaus og helst eldri en 21 árs. Upplýsingar í síma 90-1415-85-11360. Slökkvistöðin í Reykjavík Sumarstarfsmenn óskast til starfa á slökkvistöðinni í Reykjavík. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára, hafa meirapróf til aksturs og iðnmennt- un eða sambærilega menntun, sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu slökkvi- stöðvarinnar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 16. mars nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu. „Au pair“ Langar þig til Bandaríkjanna? Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára, getur þú látið drauminn rætast. í boði er: - Fríar ferðir. - Frítt fæði og húsnæði. - Vasapeningar 100 US dollarar á viku. - 4ra daga námskeið í New York. - Námskeið í bandarískum skólum. - 15.000 US dollara trygging. - Klúbbur „Au-pair“. - Vegabréfsáritun J-1 í 13 mánuði. Ath. engin umsóknargjöld! Linda Hallgrímsdóttir, sími 91 -611183, alla daga. Verkfræðingur eða tæknifræðingur með góða starfsreynslu óskast til starfa við lítið útflutningsfyrirtæki sem framleiðir fisk- vinnsluvélar. Starfið felst í skipulagningu á framleiðslu fyrirtækisins og aðstoð við sölu- mennsku. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á ensku og Norðurlandamálum. Starfið er fjölbreytt og áhugavert. Umsókn sendist til Traust verksmiðja hf., c/o Trausti Eiríksson, Hafnarbraut 21-23, 200 Kópavogi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.