Morgunblaðið - 01.03.1992, Side 29

Morgunblaðið - 01.03.1992, Side 29
....... «!a ,„,t. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992 Nýaldarsamtökin: Almenn- ur fundur um kaup á Brekkubæ ALMENNUR fundur verður haldinn um kaup á Brekkubæ, Hellnum, Snæfellsnesi, miðviku- daginn 4. mars. Fundurinn verður haldinn í sal Nýaldar- samtakanna á Laugavegi 66-68, 3. hæð og hefst kl. 21.00. Fundarefni verður kaupin á Brekkubæ, sem á 130 hektara lands innan girðingar ásamt ein- býlishúsi og útihúsum auk þes sem jörðinni tilheyrir stór hlutdeild í sameiginlegu landi utan girðingar. Jörðin er staðsett beint fyrir neðan Snæfellsjökul. í frétt frá samtökunum segir: „Markmiðið með kaupunum er að eignast stað þar sem hægt er að koma upp öflugri starfssemi fyrir áhugfólk um nýjan lífsstíl. Fram- tíðarhugmyndin er sú að koma upp á Brekkubæ nokkurs konar skóla sem byði upp á námsefni í matar- æði, líkamsþjálfun, heilun, sið- fræði, vistfræði og andlegum fræðum af mörgum toga, eða m.ö.o. allt sem stuðlað getur að nýjum og betri lífsstíl. Auk þess að vinna að endurbótum á núver- andi eignum þá er áætlað í fram- tiðinni að byggja á landinu lítil hús sem verða leigð út til lengri eða skemmri tíma, fyrir þá sem yrðu þátttakendur í hlutafélaginu um kaupin. Til að byija með yrði aðstaða á Brekkubæ, til að halda þar nám- skeið af ýmsum toga og útimót en Snæfellsásmótið hefur einmitt verið haldið þar undanfarin ár og verður svo áfram. Einnig er fyrir- hugað að hópar gætu dvalið á Brekkubæ en síðan yrðu skipu- lagðar dagsferðir þaðan um Snæ- fellsnes með all nýstárlegu sniði. Öllu áhugafólki um þetta stór- brotna verkefni er heimill aðgang- ur að fundinum." Ull og silki Nærfatnaður fyrir börn og fullorðna. Mjög gott verð. ÞUMALÍNA Opið frá kl. 11-18 virka daga og frá kl. 14-16 sunnudaga. SAS Lukkupotturinn er fullur af ævintýrum! SAS býður upp á ótrúlega lág far- gjöld til borga um alla Evrópu á verði sem er um 40% lægra en á venjulegum fargjöldum. Börn og unglingar frá 2ja til 18 ára aldurs fá þar að auki 50% afslátt. Til að spila í SAS Lukku- pottinum þarf að kaupa farmiðann 7-14 dögum fyrir brottför og dvelja a.m.k. aðfararnótt sunnudags í því landi sem ferðast er til. Hámarksdvöl ferðarinnar er einn mán- uður. Lukkufargjöldin eru miðuð við að ferðast sé með SAS frá íslandi til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til ákvörðunarstaðarins. SAS LUKKUFARGJOLD Verö miöað viö einstakling: 29.000 38.400 43.100 47.800 Verð á hvern einstakling í 4ra manna fjölskyldu (2 fullorðnir og 2 börn 2 -18 ára): 52.500 57.200 21.750 28.800 32.325 35.850 39.375 42.900 Kaupmannah. Berlín Amsterdam Aberdeen Barcelona Alicante Stokkhólmur Hamborg Dusseldorf Brussel Genf Aþena Osló Hannover Frankfurt Budapest Mílanó Istanbul Bergen Stavanger Kristiansand Vaxjö Vásterás Gautaborg Malmö Kalmar Jönköping Norrköping London Manchester Stuttgart Dublin Glasgow Helsinki Miinchen Paris Prag Ríga Tallinn Vín Vilnius Varsjá Zurich Nice / Lissabon Madrid Malaga Róm Flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði. Verö er miðaö viö gengisskráningu í febrúar 1992. SAS flýgurfrá íslandi til Kaupmannahafnar mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Flug til íslands er á sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöldum. Kynntu þér SAS Lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða á ferðaskrifstofunni þinni og fljúgðu á vit ævintýranna í Evrópu! /////sas SAS á íslandi - valfreisi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 YDDA F42.28/ SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.