Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 7 Dagsbrún: Nemendum meinað að gera könnun meðal félagsmanna Guðmundur J. segir spurningarnar hafa verið leiðandi NEMENDUM Félagsvísindadeildar í Háskóla íslands leituðu nýlega til skrifstofu Dagsbrúnar og óskuðu eftir leyfi til að gera könnun meðal félagsmanna. Guðmundur J. Guðmundsson formaður félagsins neitaði nemendunum um að leggja spurningarnar fyrir félagsmenn en með könnuninni var meðal annars ætlunin að athuga þátttöku fólks í kosn- ingum félagsins. Guðmundur segir að spurningarnar hafi verið leiðandi. Að sögn Gylfa Dalmanns Aðal- steinssonar, eins fjögurra nemenda sem ætluðu að gera könnunina, var megintilgangurinn með henni að at- huga hversu virk þátttaka félags- manna í Dagsbrún væri. „Til þess að fá úr því skorið ætluðum við að bera saman þátttöku fólks í Alþing- iskosningum sl. vor og þátttöku félagsmanna í Dagsbrún í kosningum til stjórnar félagsins í janúar,“ segir Gylfi Dalmann. Auk þess voru á listanum sem leggja átti fyrir félagsmenn Dags- brúnar spumingar um tiltrú þeirra á forystu Dagsbrúnar og verkalýðs- hreyfinguna almennt, hvort þeir væru sáttir við þann tíma dags sem félagsfundir væru haldnir á, hvort félagsmenn hefðu leitað til Dags- brúnar með vandamál sín og þá hvort þeir hefðu fengið úrlausn sinna mála. „Við byrjuðum því á því að fara niður á skrifstofu Dagsbrúnar þar sem okkur var afar vel tekið af starfsmanni. Það kom hins vegar annað hljóð í strokkinn þegar Guð- mundur J. Guðmundsson kom stuttu seinna því hann brást hinn versti við og neitaði okkur um að leggja spum- ingarnar fyrir félUgsmenn sína,“ seg- ir Gylfi Dalmann. Guðmundur J. Guðmundsson segir að spurningamar í könnuninni hafí verið leiðandi og nefnir sem dæmi spumingu um hvort félagsmönnum finndist stjórn Dagsbrúnar standa sig vel í samningamálum. „Spuming- arnar náðu ekki út fyrir þennan ramma og ekkert var minnst á þjóð- félagslegar aðstæður," segir Guðmundur. Hann segist auk þess hafa slæma reynslu af slíkum könnunum. „Ég er tortrygginn á þessar persónulegu Gunnar sagði erfítt að meta kostn- að við björgunaraðgerðir Landhelgis- gæslunnar. Stofnunin fengi fjárveit- ingu á fjárlögum hverju sinni til að standa undir lögboðinni þjónustu, og neyðartilfelli eins og sjóslys og hrakningar ferðamanna féllu oft á tíðum þar undir. Hann sagði að hrakningar nokk- yfírheyrslur og hef auk þess orðið fyrir því að það hafa komið til mín faisspámenn í nafni vísindamennsku og rannsóknarblaðamennsku til að gera hér kannanir sem síðan hafa ekki haldið," segir Guðmundur. „Ég vildi því ekki gefa þeim bréf upp á að þeir hefðu heimild Dags- brúnar til að spyija fólk nærgöng- ulla spuminga um hvað það hefði kosið í kosningum til Alþingis og til stjómar Dagsbrúnar. Ég óttaðist auk þess nokkuð að félagsmenn teldu mig eða stjórn Dagsbrúnar vera að kanna þetta,“ segir Guðmundur. urra fjallamanna á Öræfajökli í byrj- un þessarar viku hefðu verið metnir sem neyðartilfelli. Kostnaður við að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn gæti hafa numið um 270 þúsund kr. og væri þá miðað við björgunin hefði tekið þrjár flugstund- ir. Björgunarflug Landhelgisgæslunnar: Ein þyrluflugstund kostar 90.000 kr. GUNNAR Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að kom- ið hafi fyrir að sendir hafi verið reitningar til aðila sem óska aðstoð- af Landhelgisgæslunnar vegna ófyrirsjáanlegra atvika á ferðalögum. Reikningur vegna aðstoðar hafi til að mynda verið greiddur af ferða- skrifstofu sem óskaði aðstoðar vegna hóps ferðamanna á hennar veg- um. Ein flugstund á þyrlu Landhelgisgæslunnar kostar 90 þúsund kr. Á Wi N0RSKIR SVEFNPOKAR FRA HELSP0RT FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ST0RHEIA SVEFNP0KI Heilsárssvefnpoki gerður úr tveimur lögum af Helsport Thermoguard trefjaefni án saumaðra samskeyta. Beggja átta 190 sm ein- angraður rennilás. Fyrirfólk allt að 195 sm. Þyngd með poka 2,1 kg. Nýtist við allt að - 20° c Verð kr. 10.900.- HIKE SVEFNP0KI Heilsárssvefnpoki gerður úr tveimur lögum af Helsport Thermoguard trefjaefni án saumaðra samskeyta. Beggja átta 190 sm ein- angraður rennilás. Fyrir fólk allt að 190 sm. Þyngd meö poka 1,6 kg. Nýtist við allt að -15° c Verð kr. 8.600.- HHSHHE únuF H GLÆSIBÆ - sími 91 - 812922 Tímamót hjó TryggingamiðstöÓiimi hf. Við höfum stækkað við okkur og flutt afgreiðsluna í næsta hús, að Aðalstræti 8, jarðhæð. Þar verða söludeild félagsins, gjaldkerar og afgreiðsla korthafatjóna. A jarðhæð Aðalstrætis 6 er afgreiðslu ökutækjatjóna og slysatjóna að finna. Yfirstjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. ósamt atvinnurekstrartryggingum, farm- og skipatryggingum og bókhaldi verða ófram ó 6. hæð Aðalstrætis 6. Skrifstofa Tryggingamiðstöðvarinnar hf. er opin daglega frá kl. 8.30 til 16.30. s tn < Q Q > © TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. [I(riklHt1111itfllfltlItUllULIItt4Hllll!llllUUtIllllllUtmilllJIUUUillilMllUtUJlMiilitlllllUiiIIUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.